Morgunblaðið - 03.03.1962, Page 20

Morgunblaðið - 03.03.1962, Page 20
20 MORGUNBLAÐIh L»ugprdagur 3. marz 1962 Barbara James: 41 jgjj • • rogur og feig fyrst, að ég gæti ekki neitt sagt honum, hann yrði að tala við Vandy eða frú Day. En hann hélt áfram að tala og einhvernveginn var ómögulegt annað en tala við hann. En mér fannst ég bara ekk- ert botna í því, sem hann var að spyrja um. Og hvað var hann að spyrja um? Um þriðjudaginn var — dag- inn fyrir afmælisdaginn hans Tim. Hann spurði, hvort Vandy hefði þá farið til London. Jú, hún hafði það, til þess að kaupa þessa hvolpa, en hún bað mig þá að minnast alls ekki á það við nokk- urn mann. Og sagðirðu honum það? Nei, ég sagðist ekki vilja segja neitt um það, og þá leit hann þannig á mig, að ég þóttist vita, að hann vissi, að hún hefði farið, enda þótt ég skildi ekki, hvað hann varðaði um það. Hvað vildi hann vita fleira? Ja, það var nú skrítið. Hann vildi vita, hvort önnurhvor ykk- ar Vandy ætti nokkurn Angóra- hatt. Nei nei! svaraði ég með and- ann á lofti. Var það rangt af mér? Ég sagði honum, að þið ættuð báðar svona hatt. Það var vandræða- svipur á andlitinu. Nei Ida, það var alveg rétt af þér að segja eins og satt var. Hann spurði mig, hvernig þeir væru litir ég sagði, að þinn væri rauður en hennar sítrónu- gulur. Hún var með hann þegar hún fór til borgarinnar, sagði ég. Jæja, því var þá öllu lokið. Hvort sem Vandy gæfi sig fram af sjálfsdáðum eða yrði tekin föst, yrði hún alltaf dregin fyrir lög og dóm fyrir morð. Veslings Vandy, þessi einkavinur okkar og bamanna, yrði að vera í blöð- unum vikum saman og líða allar þær kvalir, sem slíkt umtal hefði í för með sér. Sorpblöðin mundu gera sér allan þann mat úr þessu sem gætu, og ýkja í þokkabót Ertu viss um, að þetta hafi verið rangt af mér? Ida horfði á mig með kvíðasvip. Nei það var ekkert rangt af þér, en ég er hrædd um, að við verðum öll fyrir hræðilegu áfalli. Farðu nú og baðaðu krakkana, Ida. Rory kom heim klukkan rúm- lega hálfellefu. Hann hljóp til mín og tók mig í fang sér. Svo kyssti hann mig og það var allt öðruvísi en það hafði verið und- anfarið. Ég fann, að nú vorum við aftur sameinuð. Loksins sagði hann: Hertu þig upp. Ég hef slæmar fréttir að færa. Vandy er dáin. Er það satt? Ég er hræddur um, að svo sé. Hún datt fyrir framan neðan- jarðarvagn, skammt frá Græna- garði. Kastaði hún sér fyrir hann? Hún sást detta fyrir framan hann — annað hefur lögreglan ekki um það að segja. Hún náði í mig í leikhúsinu. Vissi lögreglan allt? Já, þeir voru á eftir henni, eins og ég þóttist vita fyrirfram. Þessi Wood kom í íbúðina skömmu eftir að þú fórst og vildi fá að tala við Vandy. Hvað sagðir þú honum? Ekki annað en það, að hún hefði verið þarna fyrir skömmu en svo farið í te til sonar síns. Þú sagðir honum ekki, hvert? Nei mér fannst réttara, að þau fengju að vera í friði í þetta síð- asta sinn, sem þau hittust. Ég.... ég get enn ekki trúað því, að hún sé dáin. Nú fór ég að gráta, og Rory þrýsti mér fast- ar að sér. Það hefði getað orðið í síðasta sinn. í bezta falli hefði hún farið í fangelsi það sem eftir var æv- innar, sagði hann lágt. Þér ættuð ekki að leggja fyrir yður spæjarastarfsemi, frú Day, það gæti orðið hættulegt, sagði Wood fulltrúi, þegar hann kom til okkar, og kenndi ásökunar í röddinni. Fyrirgefið þér. En þér höfðuð þessa byrjenda- heppni með yður. Þér náðuð ekki í Tinu Hall, en svo hittuð þér Daphne Blount á undan okkur. Vissuð þér um Tinu Hall? Vitanlega. Hún var á skrá hjá okkur og það var talað við hana í Sheffield. Hún var þver — og sagðist ekki hafa neina hugmynd um þessa skammbyssu. Það tafði okkur. Sem betur fór talaði hún um þetta við unga manninn, sem hún ætlar að giftast og hann réð henni til að vera hreinskilin við okkur, svo að hún kom loksins til okkar. Hún játaði svo, að hún hefði upphaflega tekið byssuna, en svo gefið hana Daphne Bount. Og hún vísaði ykkur á Tony? Höfðuð þér Tony aldrei grunað- an? Nei, hann var hreinsaður af þessu öllu, frá fyrsta upphafi. Hann hafði örugga f jarverusönn- un fyrir þennan tíma, sem um var að ræða. Þá var hann stadd- ur í ráðningarstofu á allt öðrum stað í borginni, og beið þar á- samt mörgum öðrum eftir viðtali við leikstjóra. Hann var þar meira en klukkutíma og hefur að því marga votta. Hann var nýkominn þaðan þegar ég náði í hann. En annars var það fyrir tilviljun — ein- kennilega tilviljun — að við hittumst. Það er nú varla hægt að kalla það tilviljun þó að maður rekist á atvinnulausan leikara í Oharing Cross, sagði Rory. Og hvað þá um Leó? spurði, ég. Þér þurfið vonandi ekki að kæra hann héðan af? Hr. Gunter hefur framið víta- verðan verknað, og yfirleitt get ég ekki sagt, að neitt ykkar hafi verið sérlega hjálplegt. En um leið og hann sagði þetta, brá fyrir glettnisglampa í augunum. En ég ætla að gera það sem ég get til þess, að hr. Gunter sleppi sæmilega frá þessu. Með því að flytja líkið hefur hann að minnsta kosti gert það gagn að villa fyrir blaðamönnunum, svo að við fengum vinnufrið fyrir bragðið. Hann stuðlaði líka að því, að við tókum þetta ekki fyrir sjálfsmorð. Ég fann það á mér frá önd- verðu, að það var ekki sjálfs- morð, sagði Rory. Þá var það rangt af yður að blekkja mig með þessari sögu um rifrildi milli ykkar — með skammbyssunni í tökunnsi og þessum ólæknandi sjúkdómi, sagði Wood hvasst. Mér þykir fyrir því, en ég þoldi ekki, að þér hefðuð konuna mína grunaða. Og það var ekki nema satt, að Crystal gekk með ólæknandi sjúkdóm, eða var það ekki? Ég gat séð á öllu, að Rory vildi fyrir hvern mun fá að vita sannleikann um það atriði. Læknirinn hennar segir, að hún hafi verið með sjaldgæfan blóðsjúkdóm, sem stundum hafi reynzt banvænn. En hjá henni var hann ekki á mjög alvarlegu stigi og engin átsæða til að halda annað en að hún gæti læknazt. Hún getur sjálf hafa verið sannfærð um, að hún ætti skammt eftir, sagði ég. Ef hún hefði einu sinni verið búin að fá þá hugmynd, getur hún hafa haldið, að læknarnir væru að blekkja hana, með því að segja henni að hún gæti læknazt. Það er algengt, að fólk hafi slíkar hugmyndir. Rory þrýsti hönd mína í þakklætisskyni. Hún var vitanlega feig en ekki á þann hátt sem hún hélt, svar- aði Wood kaldranalega. Það var einkennilegt, að fáein hár frá Angorahattinum skyldu benda yður á Vandy. Rory varð þeirra líka var, en sjálf gáði ég inn í skápinn, án þess að taka eftir neinu. Það kemur nú fyrir, að við- vaningum skjátlist þótt snjallir séu! Aftur leit hann á mig með þessum glettnissvip, sem tók broddinn af orðunum. Angóra- hatturinn var aðeins eitt smá- atriði í málinu. Með nákvæmri lúsaleit, eins og okkar er vandi, höfum við rakið slóð ungfrú Lorraine frá Axminsterhúsinu, þennan þriðjudagseftirmiddag, og höfum komizt að flestum smá- atriðum. Það er einkennilegt, að mann- eskja, sem maður hefur þekkt og elskað skuli svo reynast vera morðingi, sagði ég. Það er varla hægt að kalla hana morðingja. Nú var tónninn aftur ásakandi. Engan er hægt að kalla það fyrr en hann hefur verið dæmdur, og það verður ungfiú Lorraine ekki héðan af. En hinsvegar nægir þetta til þess, að rannsókninni á andláti ung- frú Hugo er lokið. Og það var að efni til það sama, sem sagt var við yfirheyrsl una um andlát Crystals: Lögregl- an hefur fundið, að hún hefur látið líf sitt fyrir hendi persónu, sem nú er sjálf látin, og hefur því ákveðið, að halda ekki mál- inu áfram. Úrskurðurinn um andlát Vand- ys var álíka óákveðinn. Vitni bar það að hafa séð hana rétt við járnbrautarsporið. Þegar lest in nálgaðist, var eins og hún. hnigi niður og síðan valt hún út á sporið fyrir lestina. Það var ekki nægilega ljóst, hvort hún hefði fengið aðsvif eða dottið viljandi. Þannig endaði þetta mál, án þess að vekja nokkra eftirtekt eða æsing, og það komst aldrei upp, að Crystal hefði dáið í íbúð- inni okkar. Fáir hefðu líka getað sett andlát þeirra Vandy í sam- band hvort við annað. Sumt starfsfólkið í Axminsterhúsinu hefur ef til vill orðið hissa á sum- um spurningum Woods, og Daphne Blount kann að hafa get- að lagt saman tvo og tvo, og Benita Dawson kann að hafa lagt einhverjar spurningar fyrir sjálfa sig, en ekkert þessara vissi neitt ákveðið. Tony kom að heimsækja okkur eftir réttarhaldið. Ég hrökk við þegar þeir fóru að minnast á „Gullársöngin“, sagði hann. Ég vissi fyrir tilviljun, að Tina Hall var þar með og að byssan, sem ég gaf Daphne seinna, var þaðan komin. SHUtvarpiö Laugardagur 3. marz 8:00 Morgunútvarp (Bæn — 8:05 Morg unleikfimi. — 8:15 Tónleikar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónleikar —• 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tónl.). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 12:55 Óskalög sjúklinga (Bryndis Sig urjónsdóttir). 14:30 Laugardagslögin — (15:00 Fréfct* ir). 15:20 Skákþáttur (Sveinn Kristinsson). 16:00Veðurfr. — Bridgeþáttur (Hallur Símonarson). 16:30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds* son). 17:00 Fréttir — t>etta vil ég heyra: -• Gísli Halldórsson leikari velur sér hljómplötur. 17:40 Vikan framundan: Kynning á dagskrárefni útvarpsins. 18:00 Útvarpssaga bamanna: „Nýja heimilið“ eftir Petru Flagestad Larssen; XIV. (Benedikt Amkelsson). 18:20 Veðurfregnir. 18:30 Tómstundaþáttur barna og ungl« inga (Jón Pálsson). 18:55 Söngvar í léttum tón — 19:10 Til kynningar — 19:30 Fréttir. 20:00 Ungir listamenn: a) Lorin Hollander (14 ára Bandaríkjamaður) leikur á píanó verk eftir Granados, Schubert, Mendelssohn o.fl. b) Uto Ughl <17 ára ítali) leikur fiðlusónötu í g-moll, „Djöfla trillusónötuna" eftir Tartini, Við píanóið: Ernest Lush. 20:30 Leikrit: „Brunarústin" eiftir Aug ust Strindberg. — Leikstjóri og þýðandi: Sveinn Einarsson. — Leikendur: Þorsteinn Ö. Stephen sen, Valur Gíslason, Brynjólfu* Jóhannesson, Anna Guðmunds-* dóttir, Haraldur Bjömsson, Er« lingur Gíslason, Lárus Pálsson, Margrét Guðmundsdóttir, Róbert Amfinnsson, Jón Sigurbjörnsson, Baldvin Halldórsson, Arndía Björnsdóttir, Sigríður Hagalin og Gísli Alfreðsson. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. — 22:1® Passíusálmur (11). 22:20 Danslög — 24:00 Dagekrárlok. — Elskarðu mig — eða er það íbúðin, sem þú ert að hugsa um? NYKOIUIÐ EIMSKIR KarVmanna - Leður KLLDASKÓR SVARTIR og BRÚNIR Stærðir: 40—45. SKOSALAN Laugavegi 1. X- X- X- GEISLI GEIMFARI X- X- X- — John er asni, Lára. Láttu hann fara til þessarar smástjörnu hjá Úranusi ... Leyfðu honum að erfiða til einskis. En hvað okkur viðkemur þá er draumurinn, sem okkur hefur dreymt alla þessa mánuði að ræt- ast. Auðæfi fyrir þig og mig: Hugs- aðu um það, Lára .... Auðæfi ....

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.