Morgunblaðið - 04.03.1962, Qupperneq 8
8
MORGVNBL4ÐIÐ
Sunnudagur 4. marz 1962
►
- Kennedy
Frh. af bls. 1.
kjarnorkusprengjutilraunir á
tveim mánuðum.
Tilraunir þessar höfðu verið
•undirbúnar með leynd mánuðum
saman. Þær fóru allar fram í
gufuhvolfinu og sýndu fram á
ákveðnar fyrirætlamr Rússa um
að herða á ný kapphlaupið um
kj arnorkuvopn.
Þegar augljóst var orðið að öll
tilmæli til Rússa um að stöðva
þessar tilraunir voru til einskis,
Jieimilaði ég 5. sept. að hafnar
yrðu tilraimir með kjarnorku-
vopn neðanjarðar og tilkynnti síð
an 2. nóvemfoer, áður en Rússar
höfðu lokið tilraunum sínum, að
undirbúningur yrði þá hafinn að
tilraunum í gufuhvolfinu — og
við myndum gera þær tilraunir,
sem öryggi okkar krefðist vegna
framfara Rússa á þessu sviði.
í þessari viku lauk Öryggis-
ráð Bandaríkjanna endurskoðun
sinni á þesu vandamáli. Hinir
hæfustu vísindamenn landsins
hafa rannsakað ítarlega tilgang
og takmark tilrauna Rússa. Þeir
hafa rannsakað gaumgæfilega á
hvern hátt tilgangur fyrirhug-
aðra tilrauna Bandaríkjanna rétt
lætir að þær verði framkvæmd-
ar, rannsakað hverjum tilraunum
megi sleppa, hverjum megi
skjóta á frest, hverja sé unnt að
fran^cvæma neðanjarðar og
hverjar séu nauðsynlegastar fyr-
ir framfarir Bandaríkjamanna á
VÍsindalegum og hernaðarlegum
Sviðum. Vandlega hefur verið
rannsakað hvemig unnt sé að
takmarka úrfall af sprengingun-
um, hvernig hagað verði vígbún-
aðareftirliti í framtíðinni, og
hverjar séu skyldur okkar gagn-
vart öðrum þjóðum.
Þrautreyndar hafa verið allar
leiðir til samkomulags við Rússa.
Við höfðum ákveðið að flýta okk
ur ekki að fara að dæmi þeirra
og erum jafn ákveðnir í því að
takmarka tilraunir okkar við það
nauðsynlega mark, sem öryggi
þjóðarinnar krefst. Meðan hinn
margháttaði undirbúningur hefur
farið fram, hefur stjórnin vegið
og metið þessi atriði og hefur
ákvörðun núverandi stjórnar
verið jafn gaumgæfilega vegin
og metin í öllum smáatriðum.
Að lokinni þessarj yfirvegun
Og með MiSsjón af þvi að Sovét
likin hafa hafnað ölluim tillög
uim, sem skerða í nokkru algert
frelsi þeirra til að framkvæma
hverjar þær tilraunir, sem þá lyst
ir, þá hef ég heimilað Kjarnorku
málanefnd Bandaríkjanna og
landivarnaráðuneytinu að hefja
kjamorkutilraunir, þegar undir
búningi er lokið — í síðari hluta
apríl mánaðar — og Skail þeim,
lokið eins fljótt og unnt er eða
innan trveggja til þriggja mán-
aða.
Þessair tiilraunir verða gerðar
við skiiyrði, sem gera kleift að
haXda geislavirfcu úrfalli í algeru
Mgmarki, þannig að það verði
mun miinna en af tilraunum
Rússa í haust. Með því að fara
gaumgæfilega eftir veðurskilyrð
um og stöðu vinda á tálrauna-
svæðinu og með því að gera til
— Sjórinn er ...
Frarnih af bls. 6
hana alla eg svo mætti lengi
telja.
Allt þetta má á beinan Og
óbeinan hátt rekja til Báta-
óbyrgðarféiagsins, sem aldrei
hefir beðið neinn um neitt og allt
af verið veitandi í öll þau 100
ár, sem það hefir starfað.
Félagið hefir alltaf getað verið
að láta gott af sér leiða og því
fögnum við 100 ára afmæli þess
Og vonum og óskum, að það eigi
um alla framtíð eftir að láta gott
af sér leiða til hagsældar og bless
unar, segir Ársæll að lokum.
Félagið hélt hátíðlega upp á af-
mælið fyrir nokkru og út er að
koma veglegt afmælisrit, sem Jó-
hann Gunnar Ólafsson, sýslumað
ur, hefir samið.
raunirnar yfir opnu hafi, er það
von okkar að unnt verði að tak
marka sem mest geislavirkt úr-
fall af tiiraunum en það mun
allt falla á norðurhveli jarðar.
Sem kunuugt er, hélt forsetinn
áfram hefur ávallt verið fyrir
hendi í andrúmsloftiiju eðlileg
geislavirkm, sem hefur í för með
sér viss líffræðileg áhrif sem
koma fyrst fram á löngum tíma.
Áætlað er, að geislavirkni af fyrir
huguðum tilraunum nemi aðeins
um 1% af eðliilegri geisla-
vikni andrúmsloftsins. Það hefur
reyndar verið áætlað að geisla-
áhrif af þessum tilraunum verði
innan við 1/50 hluta af mismuni
minnstu og mestu eðlilegu geisla
virkni andrúmsloftsins. Þessi
geislaáhrif verða því ljóslega vel
innan þeirra marka, sem örugg
eru talin fyrir heilsu manna og
öryggi og töluvert minni en það,
sem talið er öruggt fyrir fulltíða
fól-k, er vinnur við geislavirkni
í iðnaði.
Þrátt fyrit’ þetta harma ég
mjög að nokkuð skuli þurfa að
auka á geislavirkni andrúmslofts
ins, — harma þótt ekki væri
nema einu mannslífi stefnt í
hættu í fyrirsjáanlegri framtíð.
Þótt þessi áhætta sé hverf-
andi í samanburði við þá hættu,
sem milljónum manna mundi
stafa af skerðingu styrkieika
Bandaríkjanna á sviði kjarnorku
vopna — í samanburði við önn
ur stórveldi — þá harma ég
mjög að hana skuli þurfa að
taka. En enginn bandarískur
forseti, sem ábyrgur er fyrir
frelsi og öryggi svo fjölmennr-
ar þjóðar, gæti í góðri trú tek-
ið aðra ákvörðun.
En þar sem staða Bandaríkj-
anna á sviði kjarnorkuvopna
hefur áhrif á öryggi íbúa Amer-
ríku allrar, svo og allra frjálsra
manna og sökum þess hve þetta
mál veldur almennum áhyggjum
vil ég, að heimurinn heyri
hverjar staðreyndir liggja tií
grundvallar ákvörðun minni. —
Margar þessar staðreyndir er tor
veit að skýra í stuttu máli og
erfitt að þurfa að horfast r augu
við sumar þeirra á friðartímum
— en allt eru þetta þó stað-
reyndir, sem taka verður tillit
til, skilja og horfast í augu við.
Hefðu tilraunir Sovétmanna s.
1. baust eingöngu verið tilraunir
til þess að sýnast í augum heims
ins og vekja ógnir, hefði öryggi
okkar í engu verið hnekkt. En
Ijóst er orðið, að þessar tilraunir
sýndu, að þróun Rússa á þessum
sviðum er á háu stigi — að ver-
ið var að reyna ný vopn og nýja
tækni og að stigin voru mikil-
væg framfaraspor í smíði kjarn-
orkuvopna. Margar tilraunir
þéirra miðuðu að því að efla varn
ir gegn flugskeytum, aðrar mið-
uðu að fullkomnum eldri vopna,
en meira en helmingur tilraun-
anna voru með ný vopn, einkum
með miklu sprengiafli. Eitt meg-
inhlutverk þessara tilrauna var
að full'komna vopn, sem vegur
tiltölulega mjög lítið miðað við
•hinn gífurlega eyðileggingarmátt
þess.
Margt hefur verið fjallað um
tilraunir Rússa til að smíða gagn
flaugar (anti-missile missiles).
Margar tilraunir þeirra voru
tengdar þessu verkefni en við
erum þeirrar skoðunar, að þeim
hafi ekki tekizt að fullkomna
þetta vopn.
f stuttu máli sagt, teljum við
ekki að síðustu tilraunir Rússa
hafi gefið.þeim yfirburði á sviði
kjarnorkuvopna. Hinsvegar feng
ust við þær margháttaðar upp-
lýsingar og mikilsverð reynsla,
sem rússneskir vísindamenn geta
byggt starf sitt á næstu tvö árin
til undirbúnings næstu tilrauna-
hríð. Færi svo, að Vesturveldin
hreyfðu hvorki hönd né fót til
þróunar sinna eigin vopna á
þessu tímabili, gætu Rússar náð
forskoti á sviði kjarnorkuvopna
eftir þær tilraunir. Og ættum
við að sitja með hendur í skauti
meðan Rússar fara fram úr okk-
ur á þessu sviði — eða nálgast
að fara fram úr okkur, væru
mjög skertir möguleikar hins
frjálsa heims til þess að standa
af sér og svara mögulegri kjarn-
orkuárás.
Það er staðreynd að við getum
ekki náð meiri þekkingu án þess
að gera tilraunir í gufuhvoMinu
jsufnframt tilraunum neðanjarð-
ar. Árangur tilrauna oklkar frá
1958 hefur allur verið kannaður
og endurskoðaður. Hann getur
ekki veitt okkur frekari upplýs
ingar. Og það er einmitt á þessu
sviði rannsóknanna — t.d. vörn
um gegn eldiflaugum — sem á-
framhaldandi tilraunir Rússa, en
ekki okkar, gætu stefnt vörnum
okkar í voða. Auk þess að gera
tilraunir með þær sprengjur,
sem fyrir hendi eru, hafa verið
ákveðnar tvennskonar tilraunir,
sem við nefnum „áhrifa tiilraun-
ir“ — til að ákveða hvaða áhrif
kjarnorkuárás hefði á möguleika
John F. Kennedy
oklkar til að standa hana aif olkík
ur og svara henni.
Við verjum miiklu fé til radar-
stöðva, sem eiga að aðvara varn
arkerfi okkar; — til að koma okk
ur upp gagnflaugakerfi, — til
fjarskiptakerfa, sem á að auð-
velda svörun árása, — til varnar
eldflaugastöðva okkar og
sprengjubyrgja gegn beimum árás
um — og til þess að búa flug-
skeyti okkar þannig út, að þau
geti sjálf leitað uppi skotmark
sitt. En við vitum efcki hversu
mikið af þessum varúðarráðstöf
unum reynast haldlausar, ef til
kjarnorkuárásar kemur.
Við höfurn öðlast nægilega þekk-
ingu af fyrri tilraunum til þess
að hafa áhyggjur aí þessu. Við
vitum að Rússar gerðu slíkar til
raunir sl. haust. En þar til við
höfum athugað áhrif raunveru-
legra sprenginga í gufuhvolfinu
getum við ekki með vissu vitað
hvernig við eigum að undirbúa
varnir okkar í framtíðinni;
hvernig bezt er að búa út eld-
flaugar okkar svo þær komijt
í gegnum gagnflaugakerfi and-
stæðingsins, eða hvort við getum
komið slíku kerfi upp sjálfir.
í öðru lagi verðum við að gera
tilraunir í gufuhvolfinu til þess
að endurbæta hin ýmsu vopn,
sem nauðsynleg eru öryggi okk-
ar með tilliti til-nýjustu tilrauna
Rússa. Ef við eigum að geta kom
ið okkur upp öruggari vopnum
getum við ekki takmarkað til-
raunir okkar við rannsóknar-
stofur Og neðanjarðarhella.
Þótt við gerum mun færri til-
raunir en Sovétríkin og með
miklu minni geislavirkni, eru til
þeir menn í öðrum löndum, sem
munu skora á okkur að hætta
öllum tilraunum. Ef til vill
gleyma þeir því að Bandaríkin
létu tilraunir liggja niðri um
langan tíma og reyndu að koma
á algjöru tilraunabanni, með-
an Sovétríkin voru með leynd
að undirbúa nýjar sprengingar.
Ef til vill hafa þeir gleymt ógn
unum Sovétríkjanna á síðasta
hausti og einhliða afneitun
þeirra á öllum tilboðum, bæði
frá Bandaríkjunum og frá Sam-
einuðu þjóðunum. En ég er sann
færður um að þær frjáisu þjóð-
ir, sem virða frelsi sitt og ör-
yggi — þær, sem þekkja ein-
lægan vilja olckar til að binda
endir á allar tilraunir og á víg-
búnaðarkapphlaupið — vilja að
Bandaríkin geri þær ráðstafanir,
sem nauðsynlegar eru, til að
draga úr árásarhættunni.
Ef þær héldu að unnt væri
að beygja okkur með ógnunum
— ef þær héldu að við leyfðum
endurtekningu á blekkingum
síðasta sumars — misstu þær
vissulega trúna á vilja okkar og
vizku jafnt og trúna á mátt
okkar. Eg efast ekki um að flest
ir vinir okkar um allan heim
hafa átt þá von sameiginlega
með mér að við þyrftum aldrei
framar að gera tilraunir — og
þá von að þegar til lengdar læt-
ur sé eina öryggið á þessari öld
kjarnorkuhættunnar ekki í víg-
búnaði heldur afvopnun. En ég
er jafn viss um að þær krefð-
ust þess að við gerðum tilraun-
ir þegar það reynist nauðsynlegt
til verndar öryggi hins frjálsa
heims. Þær vita að við ákveð-
um ekki tilraunir af stjórnmála-
legum eða sálfræðilegum ástæð
um —og þær vita einnig að
við getum ekki komizt hjá slík
um tilraununm vegna stjórn-
málalegra eða sálfræðilegra á-
stæðna.
Leiðtogar Sovétríkjanna eru
einnig að bíða eftir þessari á-
kvörðun. Ef við ekki fylgjum
kröfum eigin öryggis, munu þeir
ekki kenna það góðvilja heldur
festuleysi, ekki trú okkar á yfir
burði Vesturveldanna, heldur
ótta við álit umheimsins, það
sama heimsálit, sem þeir sýndu
svo miKla lítilsvirðingu. Þess kon
ar veikleikamerki gætu verið
þeim örfun ti'l að sækjast eftir
framlengingu á tilraunahléi án
eftirlits — eftir öðru tækifæri
til að hindra framfarir okkar á
þessu sviði meðan þeir undirbúa
í leynd, á grundvelli tilraunanna
frá í haust, nýjar tilraunir, sem
gætu breytt valdahlutföllunum.
Ástæður okkar fyrir að hefja
tilraunir að nýju og friðsamlegur
tilgangur okkar liggja Ijóst fyrir
—■ svo ljóst fyrir að jafnvel
Sovétríkin geta ekki litið á nýj-
ar tilraunir okkar, með tilliti til
þeirra eigin tilrauna, sem ögr-
andi eða sem stríðsundirbúning.
Þvert á móti er það von mín að
friðarhorfurnar megi aukast við
þessa ákvörðun — strax og leið-
togar Sovétríkjanna gera sér ljóst
að Vesturveldin kæra sig ekki
um að sitja í sama horfinu og
reyna að semja í góðri trú meðan
þeir néita eftirliti og geta í næði
undirbúið nýjar tilraunir Nú þeg
ar nýjar afvopnunarviðræður
fara í hönd minnumst við þess,
sem við höfum lært á þrem árum
og 353 viðræðufundum í Genif —
að Sovétríkin vilja ekki sam-
þykkja framfcvæmanlegt bann
við tilraunum með kjarnorku-
sprengjur meðan von er á nýj-
um tilboðum og áframhaldandi
viðræðum eða nýju tilraunahléi
án eftirlits, eða nýjum samning-
um án eftirlits, sem gerðu þeim
kleift að hindra enn Vesturveldm
í því að gera tilraunir meðan
þeir sjálfir undirbua tiiraunir á
laun.
En nú þegar þeir eiga þessa ekki
lengur kost skulum við vona að
þeir skipti um skoðun varðandi
bann við kjarnorkutilraunum.
Að þeir kjósi heldur að sjá bund-
inn endi á kjarnorkukapphlaup-
ið en ekki það aukið með öllum
þeim hættum, sem því fylgdu; að
aðrar þjóðir fengju kjarnorku-
vopn; stöðug aukning spennunn-
ar í heiminum, stöðugt minnk-
andi vonir um afvopnun,
og stöðugt vaxandi öryggis-
leysi fyrir okkur öll.
Ef Sovétríkin skipta um skoð-
un fáum við þegar vitneskju um
það. Hinn 14. marz hefst í Genf
ráðstefna 18 ríkja um afvopnun.
Gengið hefur verið frá yfirlýs-
ingu um grundv*! larskilyrði í
samráði við Sovétríkin og hefur
hún verið staðfest hjá SÞ. Það er
þegar til lengdar lætur á samn-
ingamöguleikum þessarar ráð-
stefnu og ekki á tilraunum með
ný gjöreyðingavopn — sem vonir
alls mannkyns hvíla. En hve fjar
lægar, sem þessar vonir virðast
stundum, er aldrei unnt að sleppa
þeim. Og hversu erfið, sem sum
sporin til afvopnunar virðast, þá
eru önnur, sem unnt er að stíga
nú þegar.
Á GenfKrráðstefnunni munu
Bandaríkin leggja fram — ekki
vegna þess að þau telja fyrir-
fram að þeim -vsrði hafnað og
ekki aðeins í áróðursskyni — til-
lögur í mörgum liðum um af-
vopnun. Við vonum að þær falli
öllum þeim þjóðum í geð, sem
eru andvígar styrjöldum. í þeim
eru sérstaklega tillögur um sann
gjarnar og framkvæmanlegan
samningsgrundvöll: Að hætta
allri framleiðslu kjarnorkuvopna
að afhenda öll sþrengjuefni til
friðsamlegra no'ta, að eyðileggja
sprengjur þær, sem ógna fram-
tíð mannsins, að koma í veg fyr-
ir hættuna af skyndiárásum, að
helga himingeiminn friðsamleg-
um rannsóknum og að draga veru
lega úr öllum her og koma þann-
ig endanlega í veg fyrir allar
stríðsógnanir.
Og við munuim enn einu sinnl,
ásamt Bretlan-di, leggja fraim tii
lögur okkar um sérsamning —
þar sem gert er ráð fyrir viðeig
andi eftirliti — um að hætta fyr
ir fullt og allt ölluim tilraunuim
með kjarnorkusprengingar hvar
sem er: í lofti, úti í himingeimin
um, neðanjarðar eða neðansjáiy
ar.
Fulltrúar okkar eru reiðubún
ir til að hefja viðræður um þe9si
atriði jafnvel áður en ráðstefnan
hefst hinn 14. marz. Og þeir
eru reiðubúnir til að undirrita
endanlega samninga löngu áður
en kemur að þeim tíma, sem fyr
irhugað er að tilraunir akkar
hefjist. Ef Sovétrílkin eru reiðu
búin til að undirrita þann samn
ing fyrir síðari hluta aprílmán
aðar, og láta hann strax öðlast
gildi, ef á þennan hátt er. unnfe
að stöðva allar kjarnorkutilraun
ir, þá væri loks búið að hægja á
kj arnorkukapphlaupinu, trygg-
ing fengin fyrir örýggi Bandaríkj
anna og möguleikuim þeirra til
að standa við skyldrur sínar, og
Okkur væri engin nauðsyn að
hefja tilraunir að nýju.
En þetta yrði að vera öruggur
samningur. Við höfum í dag það
fulla þekkingu á rofnum saimn-
ingaviðræðum, leynilegum undir
búni-ngi og hagnaði Rússa ai
fjölda tilrauna að við mwnuim
aldrei aftur bjóða tilraunahlé án
eftirlits.
Með öðrum orðum meðan ekki
er fyrir hendi ákveðinn saimning
ur um að banna tiílraunir með
kjarnorkuvopn fyrir miðjan
april, munum við halda áfram
viðræðum — og reyna að finna
nýjar leiðir t / lausnar — en við
munum einnig hefja tilraunir. Ef
hinsvegar að Sovétrílkin fallast
á samkomulag á fyrsta mánuði
ráðstefnunnar í Genf væri það
markvert spor í friðarátt — og
bæði Maomillan forsætisráð-
herra og ég teldu bá heppilegt
að mæta Krúsjeff forsætisráð-
herra í Genf til að undirrita
samninga.
Því takmark okkar er eklki að
gera tilraunir tilraunanna vegna,
Hið sanna takmark okkar er að
gera tilraunir óþarfar, að fyrir-
byggja að aðrir geri tilraunir, að
koma í veg fyrir að kjarnorku-
fcapphlaupið verði óviðráðanlegt,
að stíga fyrsta sporið til almennr
ar afvopnunar. Þessvegna er það,
þegar allt kemur til alls, að leið-
togar Sovétríkjanna verða að
bera hina þungu ábyrgð þess,
sem á völina.
Ef þeir eru sannfærðir um að
núverandi stefna þeirra getur
ekki lengur þjónað tUgangi sin-
um, er það innileg von mín að
þeir fallist á raunhæfan samning,
En ef þeir halda áfram að neita
öllu virku eftirliti, höfum við
ekki um annan kost að velja en
að hafa varnir okkar nægilega
fullfcomnar til að tryggja öryggi
allra frjálsra þjóða.
Það er ósk okkar og von að
þessar miskunnarlausu og óvel-
komnu tilraunir þurfi aldrei að
hefjast — að þessum dauðavopn-
um verði aldrei skotið á loft —
og að stríðsundirbúningur Okkar
færi okkur frið. Takmark okkar
er að hafa hemil á orfcunni en
ekki sækjast eftir henni, í heimi
þar sem maðurinn getur lifað
við öryggi. En hvað sem frajn-
tíðin ber í skauti sínu hef ég
svarið að viðhalda og verja frelsi
bandarísku þjóðarinnar Og ég
ætla mér að gera allt, sem gera
ber til að standa við þá alvarlegu
skuldbindingu.