Morgunblaðið - 04.03.1962, Blaðsíða 13
f Sunnudagur 4. marz 1962
MORGVTSBIAÐIÐ
13
I
Hermann Jónasson skýrir Alþingi frá lausnarbeiðni sinni 4. des. 1958.
bygging atvinnuveganna í hröð-
um vexti. Atvinnulíf með meiri
bíóma en nokkru sinni áður til
sjávar og sveita um land allt“.
En úr því að ástandið var
svona gott, af hverju gáfust þeir
þá upp? Framsóknarmenn finna
sjálfir að þessu þurfa þeir að
svara, og segja:
„Það olli á hinn bóginn
stjórnarslitum «1958, að ógerlegt
reyndist með öllu að fá sam-
komulag um, að fallið yrði frá
víxlverkun vísitölunnar að
vissu marki. Að óbreyttu því
fyrirkomulagi var veimegunin
í hættu vegna fyrirsjáanlegrar
og stórfelldrar dýrtíðarsveiflu á
næsta leiti. Hægt var að koma
í veg fyrir þessa hættu með
því, skv. tillögu Framsóknar-
manna, að láta ekki vísitölu-
skrúfuna verka að fullu og
halda kaupmætti launa eins og
hann var í október 1958, því
kaupmátturinn var — og er —
það sem meginmáli skiptir. En
REYKJAVÍKURBRÉFí
Laugard. 3. marz
Tíminn skýrir
afsö^n Hermanns
1 Hermann Jónassonf hefur ver-
Ið svo atkvæðamikill í stjórn-
málum þjóðarinnar síðustu þrjá-
tíu árin, að eðlilegt er, að það
vekji nokkra athygli, þegar hann
lætur af formennsku Flamsókn-
arflokíksins. Ýmsum getum er
leitt að þeirri ráðabreytni og
Bkulu þær ekki raktar hér, en ein
ungis vitnað til þess, sem Tím-
inn segir í forystugrein s.l. þriðju
dag hinn 27. febrúar:
„Þeim flokksbræðrum Her-
manns Jónassonar, sem lengst
hafa unnið með honum, kom það
ekki á óvart, að hann myndi bráð
lega hætta flokksstjórninni. Her-
mann Jónasson hefur jafnan
sagt, að hann myndi leggja nið-
ur flokksformennsku áður en
hann teldi sig of gamlan til að
gegna henni. Þeir, sem þekktu
Hermann, vissu að þetta myndi
þýða, að hann myndi heldur láta
af formennsku fyrr en síðar, því
að engum manni er óljúfara að
'láta vera hægt að segja, að hann
efni ekki orð sín. Af því vissu
samherjar hans einnig, að eftir
að hann hafði tekið þá ákvörð-
un að hætta formennskunni,
yrði því ekki breytt.“
Óneitanlega gefa þessi um-
mæli frekar til kynna, að Her-
mann hafi verið tekinn á orð-
inu heldur en að gefin sé skýring
á orsökum þess, sem gerst hefur.
Eftirtektarverðara er þó, hvernig
þarna er sveigt að hinum fyrrver
andi formanni.
v Háð en eiri lof
r Allir kannast við þessi orð
Snorra Sturlusonar í formála
hans að Heimskringlu:
„En þat er háttr skálda at
lofa þann mest, er þá eru þeir
fyrir, en engl myndi þat þora
et segja sjálfum honum þau
verk hans, er allir þeir er heyrði,
vissi, at hégómi værí og skrök,
©k svá sjálfr hann. Þat væri þá
háð, en eigl lof."
Sem betur fer má margt gott
um Hermann Jónasson segja.
Það væri ekki fagurt vitni stjóm
málaþroska fslendinga, ef mað-
ur, sem svo oft og lengi hefur
farið með æðstu völd í landinu.
hefði ekki ýmsa góða kostl til
að bera. En um hann sem aðra
hefðarmenn verður að gæta þess
að haga orðum svo, að fremur
verði lof en háð.
Framsóknarflokkurinn hefur
öllum öðrum fremur á landi hér
einkennzt af óstöðvandi valda-
streitu, bæði inn á við og út á
við. Sjaldan hefur sá lei'kur þó
verið grárri en að þessu sinni.
' „Betra að vanta
brauð“
önnur af ræðum Hermanns
Jónassonar, sem lengst verður
munað eftir ,er sú, þegar hann í
áheyrn alþjóðar lýsti því fyrir
kosningarnar 1956, að betra væri
að vanta brauð en hafa erlend-
an her í landi.
Efndirnar á hinum margend-
urteknu loforðum um brottreksf
ur hersins hafa menn daglega
fyrir augum. Því fer og fjarri,
að mönnum sé úr minni fallið
heitorðið um úttekt þjóðarbúsins
fyrir opnum tjöldum, eða leynd-
in, sem lögð var á skýrslu hinna
útlendu sérfræðinga, er hingað
voru kvaddir til að gera þá út-
tekt.
Ómöguleiki, breyttar aðstæður
óheilindi samstarfsmanna og
sitthvað annað kann að nægja
til skýringar á því að maður efni
ekki orð sín. En þá er að afsaka
sig og bera skýringarnar fram
en láta ekki svo sem aldrei hafi
orðið það, sem við alþjóð blas-
ir.
Er t.d. hægt að búast við því,
að verkalýðurinn gleymi skjót-
lega efndunum á loforðinu um,
að samráð skyldi haft við sam-
tök hans um lausn efnahagsmál-
anna og framkomunni á alþýðu-
sambandsþingi í nóvember 1958?
Ræðan 4. desember
1958
Hinn 4. desember 1958 hélt
Hermann Jónasson, þáverandi
forsætisráðherra svohljóðandi
ræðu á Alþingi:
„Herra forseti!
Eg hef á ríkisráðsfundi í dag
beðizt lausnar fyrir mig og ráðu
neyti mitt. Forseti íslands hefur
beðið ráðuneytið að gegna störf-
um fyrst um sinn og hafa ráð-
herrar að venju orðið við þeirri
beiðni.
Fyrir lá, að hinn 1. desember
átti að taka gildi ný kaupgreiðslu
visitala, sem fól í sér 17 stiga
hækkun. Til þess að koma í ve'
fyrir nýja verðbólgu, ef af þessu
hlaut að rísa, óskaði ég þess við
samráðherra mína, að ríkisstjórn
in beitti sér fyrir setningu laga
um frestun á framkvæmd hinn-
ar nýju vísitölu til loka mánað-
arins, enda yrðu hin fyrrnefndu
17 visitölustig þá greidd eftir á
fyrir desember, nema samkomu-
lag yrði um annað.
Leitað var umsagnar Alþýðu-
sambandsþings um lagasetningu
þessa, samkvæmt skilyrði, sem
sett var fram um það í ríkis-
stjórninni. Alþýðusambandsþing
neitaði fyrir sitt leiti beiðni
minni um frestun. Boðaði ég þá
ráðherrafund að morgni laugar-
dags 29. nóvember, en þar náð-
ist ekki samkomulag um stuðn-
ing við frumvarpið. Af þessu
leiddi, að hin nýja kaupgreiðslu
visitala kom til framkvæmda
um mánaðamótin, og ný verð-
bólgualda er þar með skollin
yfir. Við þessu er svo því að
bæta, að í ríkisstjórninni er ekki
samstaða um nein úrræði í þess-
um málum, sem að mínu áliti
geti stöðvað hina háskalegu verð
bólguþróun, sem verður óviðráð
anleg, ef ekki næst samkomu-
lag um þær raunhæfu ráðstaf
anir, sem lýst var yfir að gera
þyrfti, þegar efnahagsfrumvarp
ríkisstjórnarinnar var lagt fyrir
Alþingi á s.l. vori.“
Dómur verka-
lýðsins
I þessari ræðu kemur berlega
fram, að fyrir Alþýðusambands-
þing 1958 voru ekki lagðar nein
ar raunhæfar tillögur til lausn-
ar verðbólguvandanum. Tilgang
urinn með hinni eftirminnilegu
för þáverandi forsætisráðherra
á það þing var einungis sá að
biðja um frest, sem átti að nota
til að semja um vandann eftir
að Alþýðusambandsþingmenn
væru allir á bak og burt. Nú
þykjast Framsóknarmenn kunna
þau ráð, sem dugað hefðu til
frambúðar. En ef svo var, af
hverju lagði forystumaður þeirra
þá ekki tillögur sínar fyrir sjálft
Alþýðusambandsþingið, heldur
fór einunugis fram á að fá frest,
svo að hægt væri að ráða mál-
inu til lykta, þegar fulltrúarnir
væru víðsfjarri? Og fyrir Al-
þingi lagði hann allsengar til-
lögur !
Framsóknarmenn eru furðu
Iostnir yfir þeim straUmhvörf-
um, sem orðið hafa í verkalýðs-
félögunum síðustu mánuðina. í
samningum sínum við kommún-
ista á s.l. sumri þóttust Frarn-
sóknarmenn hafa komið ríkis-
stjórnina í slíka herkví, að hún
ætti ekki undankomu auðið. En
verkalýðurinn skilur hvað felst
á bak við sýndarvináttu Fram-
sóknarmanna og kommúnista.
Almenningur ætlast til þess, að
þeir, sem tekið hafa að sér að
stjórna, séu menn til þess að
þeir skilji ekki við vandann né
reyni að skjóta honum fram af
sér, heldur geri hiklaust þær
ráðstafanir, sem hverju sinni
þarf að gera. Það er vinsælla að
gera „óvinsælar" ráðstafanir,
sem óhjákvæmilegar eru, en að
lyppast niður fyrir vandanum og
hlaupa fyrir borð, þegar aldan
er risin.
Allt í blóma en
uppgjöf engu að
síður!
Framsóknarmenn eiga að von-
um erfitt með að skýra við-
skilnað sinn 1958. Verulegum
hluta stjórnmálaályktunar mið-
stjórnar flokksins nú fyrir
skemmstu er varið í árangurs-
lausa tilraun til þessa. — Þar
segir m.a. um ástandið 1958:
„Framleiðslan mikil, upp-
samstarfsmennirnir skildu ekki
sinn vitjunartíma".
„Ný verðbólgu-
alda skollin yfir44
Nú segir miðstjórn Framsókn-
ar, að stórfeild „dýrtíðarsveifla
hafi verið fyrirsjáanleg" „á
næsta leiti". Hinn 4. desember
1958 sagði Hermann Jónasson
aftur á móti réttilega:
„ — — — hin nýja kaup-
greiðsluvísitala kom til fram-
kvæmda um mánaðamótin og
ný vergbólgualda er þar með
skollin yfir“.
Að eigin dómi sat Hermann
sannarlega meðan sætt var.
Það var ekki fyrr en aldan var
skollin yfir sem hann hljóp
fyrir borð af stjórnarskútunni.
Vissulega var útíitið þá ekki
efnilegt. Við blasti „hin háska-
lega verðbólguþróun, sem verð-
ur óviðráðanleg ef ekki næst
samkomulag“ um „raunhæfar
ráðstafanir". En í V-stjórninni
var „ekki samstaða um nein úr-
ræði í þessum málum“.
Menn geta haft hvert álit,
sem þeir vilja, á uppgjöf Her-
manns Jónassonar 1 desember
1958, en hann á lof skilið fyrir
það, að hann sagði þá hrein-
lega frá því, hvernig komið
var og að V-stjórnin væri þess
alls ómegnug að leysa vandann.
Til þessa þurfti vissan mann-
dóm, og því fremur sem þarna
varð skipbrot heillar ævi mikil-
hæfs manns. Þau örlög urðu því
sárari sem möguleikarnir voru
þá meiri en nokkru sinni fyrr,
því að árið 1958 var mesta
framleiðsluár sem yfir ísland
hafði komið allt frá upphafi
vega, Árferðið var gott, en
stjórnafarið bráist.
Veldur hver á
heldur
Þetta var Ijóst þá þegar, og
er orðið enn ljósara eftir þann
samanburð, sem nú er unnt að
gera. Strax snemma árs 1958
tókst Alþýðuflokknum með at-
beina Sjálfstæðisflokksins að
stöðva „hina háskalegu verð-
bólguþróun", sem Hermann Jón
asson hugði hinn 4. desember
„óviðráðanlega". Það var hægt að
leysa vandann, ef réttum ráðum
var beitt af samhentum mönn-
um. Ógæfa Framsóknar Og V-
stjórnarinnar var sú, að innan
hennar var aldrei „samstaða um
nein úrræði“ Hinn gamalreyndi
stjórnmálamaður Hermann Jón-
asson skildi þetta strax haustið
1958, þegar hann hældi. sér af
því einu, norður á Hólmavilk
að stjórn sinni hefði tekizt að
setja Sjálfstæðismenn „til hlið-
ar“, um það væri þó samstaða
innan stjórnarinnar. Eftir á er
hann hinsvegar farinn að halda
því fram, að einnig í því hafi
honum skjátlast, vegna þess að
Sjálfstæðismenn hafi á árinu
1958 haft margskonar samstarf
ýmist við kommúnista eða Al-
þýðuflokksmenn. Þó að slíkt séu
tómir hugarórar, sanna þeir hví-
líkt hyldýpi óheilinda ríkti inn-
an V-stjórnarinnar. Eftir stend-
ur, að gerbreyting varð á stjórn-
arfari jafnskjótt. og Sjálfstæðis-
menn voru kvaddir til. Með sam-
tökum þeirra og Alþýðuflokks-
manna tókst að leysa þá þraut,
sem hinir hurfu frá.
Fyrsta árið síðan
styrjöldinni lauk
Núverandi ríkisstjórn. hefur
frá upphafi hreinskilnislega sagt,
að því markmiði, sem hún keppti
að yrði ekki náð erfiðleikalaust.
Nú liggur fyrir að árið 1961 var
fyrsta árið síðan styrjöldinni
lauk, sem ekki hefur verið
greiðsluhalli á viðskiptum íslend-
inga við aðrar þjóðir. Samkvæmt
bráðabirgðaáætlun nemur hinn
hagstæði greiðslujöfnuður um
eða yfir 200 millj. kr. Vöruskipta-
jöfnuðurinn reyndist hagstæður
um tæpar 100 millj. kr„ ef bæði
inn- og útflutningur er talinn á
fob.-verði og gjaldeyrisstaðan
batnaði um 400 millj. kr. Þessu
tókst að ná, þó að birgðir af út-
flutningsafu.rðum í landimu
ykjust um 180 millj. kr. á árinu.
Vill lögleiða
vísitöluskrúfuna
á ný
Fjarri fer, að markinu aé mn
náð, en lengur verður ekki vwm
það villzt að rétt er stefnt. Lan«t
er komið á leið, og hafa erfiS-
leikar almennings þó ekki «r®-
ið eins tilfinnanlegir og margir
höfðu gert ráð fyrir. Siljaniegt ar
að Framsókn sárni, að þetta hef-
ur tekizt, ekki einungis án henn-
ar atbeina, heldur í harðri nné-
stöðu við hana. Fyrir valdstreitu
flokk er ætíð erfitt að vera utan
við stjórn. en mun erfiðara aS
þurfa að horfa upp á aðra fran»-
kvæma það, sem hann sjálfur
veit, að gera þarf og vonað hafði
að sjálfum sér tækist. Gremja
Framsóknar er því skiljanleg
og að vissu leyti fyrirgefanleg.
Hitt er ekki fyrirgefanlegt, að
hún Skuli enn vilja beita
skemmdarverkum gegn þvi, sem
hún hlýtur að vita að er þjóðinni
fyrir beztu. En það er einmitt þaH,
sem Tíminn nú keppir eftir þeg-
ar hann dag eftir dag segir, að
lausn vandamálanna nú sé sö,
að innleiða vísitöluskrúfuna á ný
jafnframt því, sem miðstjórn
Framsóknar segir að stöðvun þest
skrúfugangs „að vissu marki**
hafi verið forsenda björgunar
1958.
Kvennadeild
SVFÍ þakkar
KVENNADEILD Slysavarnafé-
lagsins í Reykjaví'k þakkar hjart
anlega öllum þeirn er veittu þeim
hjálp á Góudaginn, sem er
merkja og kaffisöludagur deildar
innar. Við þökkum lánið á Sjálf-
stæðishúsinu.
En það var tvennt er gladdi
Okkur mikið. Fyrst það, að loft-
skeytamaðurinn á Ægi færði
deildinni peningagjöf með kveðju
frá skipshöfn og fiskifræðingum
á Ægi. Þeir þökkuðu konunum
fyrir þeirra óeigingjarna starfi
Það er einmitt þetta að fá svona
kveðju frá hinum starfandi sjó-
mönnum er örfar konur til
starfa fyrir slysavarnamálin.
Hitt var að blómaverzlanir f
Reykjavík fengu leyfi til að selja
blóm þennan dag og fékk deildin
prósentur af sölunni, um 8 þús.
krónur.
Fyrir þetta nýmæli þökkum
við sérstaklega. Það safnaðist yfir
70 þús. krónur þennan dag og
hjartans þakkir.