Morgunblaðið - 04.03.1962, Side 24

Morgunblaðið - 04.03.1962, Side 24
Fréttasímar Mbl — eftir lokun — Erleudar Iréttir: 2-24-85 Innlendar fréttir: 2-24-84 Reykjavíkurbréf Sjá bls 13. 1 I mm í ■ ■ 111 Afli góður seinni hluta februar þegar gaí Kitaveita í nýtt hverfi Á myndinni hér fyrir ofan( sést yfir það svæði, er fyrsti áifangi hitaveituáætlunarinnar nær til, en það takmarkast við Laugarnesveg, Sundlaugaveg, Da*' raut og Kleppsveg. Pétur Jónsson, eða Véltækni, hefur tekiö verkið að sér og voru samningar við hann undirrit aðir fyrri laugardag og var vinna hafin samdægurs. Verk inu verður lokið 15. des., en gert er ráð fyrir, að allir bæj arbúar verði búnir að fá hita veitu í árslok 1965. Á myndinni til hliðar sjást verkamenn við vinnu sína við Laugalækjaskóla. SANDGERÐI, 3. marz. — í gær komu að landi 27 bátar með 238,8 lestir. Hæstir voru Hrönn II og Pétur Jónsson með 12,4 og Stefán í>ór með 12,2 lestir. Seinni hlutann í febrúar vorui farnir 7—8 róðrar og var afli góður þegar gaf. Fengu 16 bátar 1199.7 lestir í 107 róðrum. Mest- an afla í róðri fékk Jón Garðar þann 27. febr., 29,5 lestir. Afli til febrúarloka er 2858,8 lestir í 301 róðri, eða 9,5 lestir í róðri að meðaltali. Aflahæst er Freyjan með 314,6 lestir í 29 róðrum, Smári næstur með 282,7 lestir í 28 róðrum, Muninn með 277,1 lest í 28 róðrum, Hrönn II 239,6 lestir í 27 róðrum og Stefán Þór 229,9 lestir í 26 róðrum. — Síld kom á sama tíma, 352,5 lestir og þvi fiskur í allt 3211,3 lestir í 313 róðrum. Á sama tima 1961 komu í land 3226.8 lestir í 426 róðrum og með- alafli þá 7,3 lestir. Og síld var þá á sama tíma 872,8 lestir og afli þá alls 3999,7 lestir í 456 róðrum. — P. P. Enn kviknar í báti Dðmarinn kippti í iiö — og leikurinn tafðist ekkert Á FÖSTUDAGSKVÖLD fóru fram tveir leikir í körfuknatt- leiksmóti íslands. í meistara- flokki karla vann Ármann lið stú denta með 74 stigum gegn 40. Leikurinn var í fyrstu jafn og skemmtilegur, en smám saman tóku Ármenningar að ná tökum á leiknum og unnu með alger- um yfirburðum. Óvenjulegt atvik kom fyrir í þessum !eik Dómarinn Ingi Þor- steinss. sá að eitthvað hafði konj- ið fyrir emn leikmann Ármenn- inga Hafstein Hjartarson Fór Ingi hans athugaði hendi hans og kippti baugfingri í lið. Sjálfur hafði leikmaðurinn ekki gert sér grein fyrir hvað komið hafði fyrir og svo fljótur var dómar- inn að „iæknisstörfum" sínum að fáir áhorfenda vissu hvað gerzt hafði. Hafsteinn lék svo áfram eins og ekkert hefði í skorizt. í leik milli 1. flokks liða vann ÍR lið Ármanns með 50 gegn 46 stigum. Höfðu Ármenningar lengst af yfir, þar til í lokin. Tvær gamlar kempur léku með ÍR -liðinu, Ingi Þór Stefánsson og Gunnar Bjarnason (leiktjalda- málari). Þeir áttu ekki hvað minnstan þátt í sigri ÍR. Níarðvík AÐALFUNDUR Sjálfstæðisfél. Njarðvíkingur er í dag sunnu- dag kl. 2 í samkomuhúsi Njarð- víkur. — Fjölmennið. STJÓRNIN Keflavík, 3. marz. f MORGUN snemma var v/b Hólmsteinn dreginn hingað til Keflavíkur og var talsverður eldur í vélarrúmi og káetu bátsins, en slökkviliðinu hér hafði verið gert aðvart áður og var það tilbúið á bryggjunni er báturinn kom og tókst fljótlega Friðrik á unna biðskák STOKKHÓLMI, 3. marz: — Skák Friðriks Ólafssonar og Cuellars úr 21. umferð fór í bið, en Frið rik á betri stöðu og vinnur skák ina trúlega. Fischer vann Bolbochan, Bar- cza vann Uhlmann (Uhlmann féll á tíma í vinningsstöðu, er hann átti eftir tvo leiki). Jafn- tefli varð hjá Schweber og Gell er, Yanofsky og Petrosjan, Gligor ic og Kortsnoj og Bisquier og Bertok. Aðrar skákir fóru í bið. að ráða niðurlögum eldsins, en skemmdir á bátnum urðu talsvert miklar. V/b Hólmstein var að leggja f róður er skipverjar urðu eldsins varir, en skammt þar frá var V/b Gylfi og reyndi hann að koma sjóslöngum yfir í Hólm- stein, en meðan á þeim tilraun- um stóð slóst afturmastur Gylfa í reiða og loftnet Hólmsteins meS þeim afleiðingum að mastrið á Gylfa brotnaði. Gylfi kom þá dráttartaugum í Hólmstein og dró hann hingað inn. Eldsupptök voru í vélarrúmi og skemmdir urðu talsverðar. — Helgi S. Borgarstjórinn gekk 4 km á skíðum í gær SKÍÐALANDSGANGAN var haf in víða um land í gær en hún var ákveðin frá 3. marz til 23. apríl (annars páskadags) Vegna þess hve blaðið fer snemma í prentun á laugardögum var ekki vitað hvernig haldið var upp á fyrsta daginn á hinum ýmsu stöðum á landinu, en ætla má að víða hafi verið hátíðabragur á opnuninni. GOTT FORDÆMI í Reykjavíkurdæmi átti gang- an að hefjast kl. 3 e. h. við Skíðaskálann í Hveradölum. Borg arstjórinn í Reykjavík ætlaði þar að hefja gönguna og gefa borgar- búum þar með gott fordæmi. Borgarstjórinn, Geir Hallgríms- son átti að fara fyrir ýmsum íþróttaleiðtogum í brautinni, s. s. stjórn Skíðasambandsins, skíða- ráðsins o. fl. Síðan var brautin opin almenningi og jafnframt átti að opna brautir við skíða- skála allra annarra félaga. Ef áframhald yrði á góðu veðri var búizt við því að fjöldi manna í Reykjavík leysti þrautina — 4 km skíðagöngu — þegar fyrsta daginn. Það er aðeins hressandi að ganga slíka spotta á skíðum, og hrein unun í slíku veðri sem verið hefur undanfarna daga Konan látin KLUKKAN 8 í gærmorgun lézt á Landsspítalanum, Ástrós Þórðardóttir, öldugötu 59, af völdum meiðsla, er hún hlaut síðastliðið miðvikudagskvöld, er bíl var ekið á hana á Kapla skjólsvegi. Sem kunnugt er af fréttum gaf ökumaður sá, er valdur var að slysi þessu sig ekki fram fyrr en daginn eftir, en kvaðst þá hafa fyllst skelfingu og ekki hugsað um annað en, koma sér á brott. Hafnarfjörður STEFNISKAFFI verður ekki í dag. — Háskóla- fyrirlestur Olafs Björnssonar í dag f DAG, sunnudag 4. marz, flytur prófessor Ólafur Björnsson fyrir* lestur í hátíðasala Háskólans, Fyrirlesturinn nefnist „Skilyrði efnahagslegra framfara" og er þriðji fyrirlesturinn í flokki af- mælisfyrírlestra Háskólans. Rætt verður um þau skilyrM. sem fullnægt þarf að vera, tií þess að efnahagslegar framfarir geti átt sér stað. Reynt verður að skilgreina hugtakið efnahags- legar framfarir og rætt, hvaða mælikvarða megi nota á það, hvort um efnahagslegar framfar- ir sé að ræða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.