Morgunblaðið - 04.03.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 4. marz 1962 mtitfafrtfr CTtgeíandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: A.ðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askríftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. EF RUSSAR SEMJA EKKI - 17’ ennedy Bandaríkjaforseti hefur nú lýst því yfir, að Bandaríkin telji sig til- knúin að hefja tilraunir með kjarnorkusprengingar í gufu' hvolfinu seinni hluta apríl mánaðar, ef Rússar hefðu ekki fyrir þann tíma fengizt til samninga um algjörtbann við kjarnorkutilraunum. Aðdragandi þessarar yfir- lýsingar Bandaríkjaforseta er öllum heimi í fersku minni. Fyrir rúmum tveim ur árum tókst samkomulag um það milli stórveldanna að fresta tilraunum með kjarn- orkuvopn og reyna að ná samkomulagi um algert bann við slíkum tilraunum. I því skyni var síðan kvödd sam- an ráðstefna, sem sat á fund- um í marga mánuði í Genf. Þar gerðu fulltrúar lýðræðis- þjóðanna ítrekaðar tilraunir tíl þess að fá samkomulag við Rússa um bann við kjarn ©rkutilraunum, og eftirlit með því að slíku banni yrði framfylgt. Niðurstaðan af ðllum þessum samningavið- ræðum varð sú, að Rússar gengu út af ráðstefnunni á sl. sumri og neituðu öllu sam komulagi um bann við kjarn orkutilraunum. Sl. haust hóf- ust Sovétríkin svo handa um stórfelldari kjarnorkuspreng- ingar en nolckru sinni fyrr. Þau spregndu hverja stór- sprengjuna á fætur annari yfir Norður-íshafi og létu mótmæli og áskoranir Sam- einuðu þjóðanna um að hætta þessum sprengingum, tóns og vind um eyrun þjóta. ★ Allur heimurinn stóð agn- dofa gagnvart þessu fram- ferði Rússa. Fyrst eyðilögðu Sovétríkin Genfarráðstefn- una, sem hafði það markmið að ná samkomulagi um var- anlegt bann við kjamorkutil- raunum. Síðan hófust þau handa um hrikalegar spreng- ingar í gufuhvolfinu og skelltu skollaeyrunum við öllum aðvörunum vísinda- manna, sem bentu á, hversu geigvænleg áhrif þessar sprengingar gætu haft á framtíð mannkynsins. Bandaríkjamenn hafa frá upphafi verið fremstir á sviði kjarnorkuvísinda. En þeir hafa verið reiðubúnir til þess að hætta tilraunummeð kjarnorkuvopn, ef alþjóðlegt samkomulag gæti tekizt um það. Hins vegar hafa þeir lýst því yfir, að þeir gætu ekki til lengdar komizt hjá kjarnorkusprengingum, ef Rússar héldu uppteknum hætti og efldu hernaðarað- stöðu sína stórkostlega með stöðugum tilraunum. Kennedy forseti hefur nú orðið að stíga það örlagaríka skref, að lýsa því yfir að Bandaríkin muni hefja kjarn orkutilraunir að nýju í gufu- hvolfinu, en þó því að- eins að Rússar séu ófáanleg ir til samkomulags um algert bann við slíkum tilraunum. Það er því á valdi Sovét- ríkjanna einna, hvort nýtt kapphlaup verður hafið um kjarnorkusprengingar eða samkomulag tekst um algert bann við þeim. Bandaríkin eru reiðubúin til þess að semja um slíkt bann, ef Rúss ar vilja eiga aðild að því. Þung og geigvænleg á- byrgð hvílir nú á leiðtogum Sovétríkjanna. Það væri mikil ógæfa ef nú hæfist hrikalegt kjamorkukapp- hlaup. Geislavirkni í and- rúmsloftinu hlyti að aukast að miklum mun óg öll við- leitni til samkomulags um alþjóðlega afvopnun að tor- veldast. ÓDÝRARI INNHEIMTA Oíkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi frumvarp, þar sem fjármálaráðherra er heimilað fyrir hönd ríkis- sjóðs, ásamt forráðamönnum sveitarfélaga og opinberra stofnana að semja sín ámilli um að innheimt skuli í einu lagi ýmiss opinber gjöld, er greiða ber þessum aðilum. Ennfremur að fela megi inn- heimtuna ýmist innheimtu- mönnum ríkissjóðs, sveitar- s.jóða eða sérstakii ixm- heimtustofnun. Gunnar Thoroddsen, fjár- málaráðherra, gat þess m.a. við 1. umræðu um málþetta, að áætlað væri að með því að sameina innheimtu á þing gjöldum, sköttum og fast- eignagjöldum til Reykjavík- urbæjar og gjöldum til Sjúkrasamlags Reykjavíkur, myndu sparast um 6 millj. kr. á ári. Með frumvarpi þessu er víssulega stefnt í rétta átt. Á undanförnum árum hefur ríkisbáknið og stofnanir þess stöðugt verið að þenjast út. Þjóðin hefur krafizt meiri og betri þjónustu og það hef- ur haft í för með sér aukinn rekstrarkostnað og meiri út- gjöld sem almenningur hefur UTAN UR HEIMI Rdstusamt tímabil eftir William Millinship París, 14. febrúar FRAKKLAND á í vændum róstusamt tímabil, sem mun gera árið 1962 eitt af miíkil- vægustu árunum í sögu þess. Landið nálgast nú tind langr- ar baráttu við að binda endi á nýlenduveldi sitt, og allt er í óvissu um afleiðingarnar, bæði í lengd og í bráð. Þeir kraftar, sem ákvarða gang mál anna næstu mánuði og ár, eru þegar að störfum, hverjir inn- an um aðra. Hinir þrír kafl- ar: Vopnahlé Frakka og Alsír- búa, sem mun binda endi á 16 ára nýlendustyrjöld, hröð og sennilega ofsafengin viðbrögð í Alsír, og langvarandi póli- tískt bergmál í Frakklandi, eru elcki nærri því eins Ijósir nú eins og þeir munu sýnast síðar í sögubókunum. Þrátt fyrir bjartsýni í Frakk landi og jafnvel ennþá meiri bjartsýni meðal alsírsku þjóð- ernissinnanna í Túnis, er enn ekki fullvíst að skrifað verði undir friðarsamning. Næstum öll alsírska útlagastjórnin er í Svisslandi Og á þar viðræð- ur við þrjá franska ráðherra, í síðasta þætti leyniviðræðna til að binda endi á 7 ára stríð. En þessar viðræður háttsettra manna eiga ekki að enda í formlegum undirskrifuðum samniugi, heldur ganga frá ýmsum alvarlegum og áber- andi deilumálum. Hin mikil- vægustu þeirra snerta hið við kvæma millibilsástand frá vopnahlésyfirlýsingu, unz lýst verður yfir sjálfstæði Alsír. Enginn býst við, að ofbeldis- mannaherinn OAS standi hjá aðgerðarlaus, meðan hinir tveir yfirlýstu övinir hans, franska stjórnin Og útlaga- stjórnin, leggja grundvöll að að nota sér andkommúnisma hanr. Jafnvel þótt háttsettir, franskir embættismenn játi, að engin hætta stafi af franska kommúnistaflokknum í bráð í Frakklandi, hefur stjórnin beitt hii'.um hörðustu aðgerð- um gegn vinstri sinnuðum hóp göngum til að sanna hernum andkommúnisma sinn, og halda meirihluta frönsku þjóð Við dyr Frakklands . . að sjálfsögðu orðið að borga. En það er vissulega kom- inn tími til þess að þessi litla þjóð geri sér þess glögga greín, að hún getur ekki endalaust haldið áfram að hækka yfirbyggingu síns ör- smáa þjóðfélags. Við verðum að drepa við fótum ogfreista sess að reka þjóðfélag okkar og stofnanir þess með eins hagkvæmum og ódýrum hætti og frekast er kostur. ________________' r ÞRJATIU FOÐ- URLAUS BÖRN k tæpum mánuði hafa nær 30 íslenzk börn orðið föð- urlaus. Þau misstu feður sína sjóinn. íslenzk fiskiskip hafa farizt og önnur orðið fyrir áföllum í stormum og stórsjóum. Mikill og sár harmur er kveðinn að ástvinum hinna horfnu sjómanna. Missir seirra er mikill og óbætan- legur. En það er hægt að hjálpa þessu harmi lostna fólki. Þess vegna hefur verið hafizt handa um fjársöfnun vegna sjóslysanna. íslendingar hafa oft sýnt að þeir eru örlátir og hjálp- samir, þegar ógæfu ber að höndum nágranna þeirra. Svo mun enn reynast. Þess vegna mun fjársöfnuninni vegna sjóslysanna verða vel til liðs. Ýmsar stofnanir og dagblöðin í Reykjavík taka á móti framlögum til hennar. sjálfstæðu Alsír, þar sem evrópsku landnemarnir yrðu að sleppa forréttindum sínum og verða þjóðernisminnihluti eða flýja til Frakklands. OAS mun án efa halda áfram að herða á ofbeldisherferð sinni, jafnvel þó hún geri ekki ó- dulda tilraun til að taika völd- in. Markmið hennar er að vinna stuðning franska hersins, sem er sem stendur á báðum áttum um, hvort hann á að gera upp- reisn vegna tilhugsunarinnar um að halda frá Alsír, eftir að hafa „unnið“ 7 ára styrjöld, og hræðslunnar við að tortím- ast í borgarastyrjöld. Ein al- varlegasta hættan er að OAS menn reyni að nota sér fögn- uð Serkja Og örvæntingu land nemanna við tilkynningu til að koma af stað kynþáttaóeirð um. Jafnvel hinir óbreyttu frönsku hermenn, sem margir frjálslyndir Frakkar byggja von sína á, væru ekki líkleg- ir til að gera uppreisn gegn uppreisnarherforingjum, sem stjórnuðu þeim í vörn Evrópu- manna, sem væru í hættu vegna serkneskra óeirða- seggja. Ef franskar hersveitir skytu enn einu sinni á serk- neskar hópgöngur, meðan á vopnahléstímabilinu stæði, yrði nánast ógerningur fyrir foringja þjóðernissinna að halda vopnahléssamning. Að mt-ira en fimmtíu plast sprengjur skyldu vera sprengd ar í sei-knesku hverfunum í Oran á einum morgni í þessari viku, var válegt tákn þess, að OAS muni einskis svífast. Það er vert að hafa í huga, að vegna kynþáttaaðskilnaðar ins í Oran hefði þessi sprengju árás verið ómöguleg án vitorðs þeirra, sem eiga að halda uppi lögum og reglum. OAS notar sér þjóðernistil- finningar franska hersins og trú hans á franskt Alsír, en í Frakklandi sjálfu reynir hún arinnar hlutlausum hvað það snertir. Bæði áætlun hennar og aðgerðir hafa brugðizt. Margir særðust, þegar lög- reglan réðst að nauðsynja- lausu á friðsama hópgöngu gegn OAS hér í desember. Ef til vill verður aldrei upplýst, hverjir beri ábyrgð á ofbeld- inu við hópgöngurnar 8. febr., sem var jafnvel enn meira, þegar átta létu lífið. Engu að síður er Ijóst, að viturlegri notkun öryggissveitanna hefði forðað þessum dauðsföllum, sem vöktu almenna skelfingu. Jafnvel franski sósíalista- flokkurinn, sem sennilega er andkommúnistískasta afl landsins, vísaði á bug endur- teknum tilraunum innanríkis- ráðherrans M. Roger Fry til að koma aliri sökinni á komm- únista. Ráðherrann gæti ann- að hvort hafa leyft að halda hópgönguna hindrunarlaust, eða komizt að samningum við stjórnendur hennar til að minnka áhættuna á götubar- dögum. í stað þess neitaði lög- reglustjórinn M. Maurice Pap- on að ræða um málamiðlun við foringja verkalýðssam- bandsins, sem um var að ræða, og sendi lögreglusveitir sínar til orrustu, vopnaðar löngum kylfum, tilbúnum til notkun- ar. Það var athyglisvert, að Samband óeirða-lögreglunnar (CRS>, sem venjulega er kennt um svona lagað ofbeldi, skyldi gefa út yfirlýsingu og neita að meðlimir þess hefðu átt þátt í atburðunum og af- neitað „hinni þungu ábyrgð“, sem ekki væri þeirra. Þegar stjórnin bannaði hóp- göngurnar, fylgdi hún fyrir- mælum Charles de Gaulle, forseta, sem í síðustu útvarps- ræðu sinni notaði óheppilega samlíkingu, og sfcoraði á „farþega“ frönsku þjóðarskút- unnar að halda sig í klefum Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.