Morgunblaðið - 04.03.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.03.1962, Blaðsíða 20
20 MORCVNBL AÐIÐ -■* \ •«*? t 5? Ti Sunnudagur 4. marz 1962 Barbara James: 42 rogur og felg Og þessvegna hélztu, að mamma þín hefði skotið Crystal? Það lá ekki nema beint við. Ég vissi, að byssan var í hennar vörzlum. Og hún átti sér ekki nema tvær ástríður í þessum heimi. Mig og fjölskylduna ykk- ar. Crystal stóð í veginum fyrir hamingju beggja. Þessvegna ruddi hún henni úr vegi. Eg get varla trúað því enn. Vandy, sem var svo blíðlynd og góð. Hún gat orðið ofsareið stund- um. Ég man eftir, að einu sinni tók hún hníf og réðst á pabba. Ég held, að hún hefði drepið hann, ef ég hefði ekki vaknað við hávaðann og komið inn í stofuna. Ég var bara sex ára, en ég gleymi aldrei andlitinu á henni þá; það var ómennskt og hræðilegt. Ég sá pabba aldrei eftir það. Hann yfirgaf okkur þetta kvöld og ég get varla láð honum það. Svo að þú vissir það. Var það þessvegna, sem þú varst að reyna að hræða mig, svo að ég hætti öllum eftirgrennslunum? Það varst þú, sem hringdir í mig um nóttina, var það ekki? Hann varð vandræðalegur á svipinn. Jú, og ég bið þig innilega fyrir- gefningar. Það var skammarlegt tiltæki, sagði Róry reiðilega. Ég veit það, og ég býst ekki við, að þið getið nokkumtíma fyrir gefið mér það. En ég varð að vernda mömmu. Mér fannst lögreglan vera komin út af spor- inu, en hinsvegar væri Rosaleen komin hættulega nærri sann- leikanum. Að mínu áliti var eng- um eftirsjá í Crystal, svo að það gerði minnst til þótt þetta væri talið sjálfsmorð. Ég skil vel, að þú varðst að gera það, sem þú gazt til að hjálpa Vandy, sagði Rory. Hugsið þið ekki mjög illt um hana, Hún var að níu tíundu hlutum sú, sem þið álituð hana vera, og henni þótti svo vænt um ykkur og börnin. Ég ætla alltaf að muna hana eins og við þekktum hana. Sagði hún þér alla söguna, þeg ar hún hitti þig þá um daginn? spurði Rory. Nei hún talaði ekki um annað en Lísu og systur mína í Kanada, og hvað henni þætti vænt um okkur öll. Ég lagði áherzlu á það við hana, að ég hefði sagzt hafa gefið Crystal skammbyssuna, og að það væri áríðandi, að hún viðurkenndi ekki að vita neitt um hana En það var eins og hún gæfi þessu engan gaum, heldur hélt hún áfram að rifja upp ýmis- legt smávegis, sem við höfðum gert einhverntíma í fyrndinni. Það var eins og hún væri utan við sig. Ég hefði aldrei átt að sleppa henni. Mig hefði átt að gruna, hvað fyrir höndum var. Þú skalt ekki ásaka sjálfan þig fyrir það, sagði Rory lágt. Hún vissi, hvað öllum var fyrir beztu. Hún var að minnsta kosti sann- ur leikari til æviloka. Fallið hennar fyrir framan járnbrautar- vagninn hefði ekki verið betur gert á leiksviði, sagði Tony með grátglettni. Þetta gerðist allt fyrir meira en ári. Minningin um þessar tvær manneskjur með skrautlegu nöfn unum — Vanda Lorraine og Crystal Hugo — er ekki lengur til óþolandi þjáningar. Lífinu er lifað áfram, en þó ekki á ná- kvæmlega sama hátt. Það er ekki hægt að lifa aftur því, sem lifað hefur verið. Að minnsta kosti myndi Edna Clark ekki óska þess. Hún hefur loksins haft sig upp í það að rífa sig upp úr þess ari uppgjafar-beizkju, sem hún var sokkin í. Það kom í ljós, að þegar skuldum Crystals hafði verið lokið, var sama sem enginn afgangur handa Ednu. En þegar Lísa varð þess vör, heimtaði hún að fá að greiða skuldirnar af hinum ríkulega arfi sínum, og þetta varð til þess, að Edna hlaut drjúga fjárupphæð, svo að hún gat fengið konu til að vera hjá frænkunni. Og svo skinnaði hún sig rækilega upp, frá hvirfli til ilja, sagði upp stöðu sinni og fékk sér langt frí á Ítalíu. Kom svo aftur og náði sér í nýtt starf og ný áhugamál. Þegar svo pen- ingarnir eru eyddir getur hún líklega ekki lengur leigt hjálpina við frænkuna, en þá verður hún áreiðanlega betur fær um að mæta þeim erfiðleikum en hún áður var. Dominic Lowe heldur áfram skrykkjóttum leikaraferli sínum og vinnur sigra öðru hverju á sinn hátt. Ég rekst furðanlega oft á hann — og mig er farið að gruna, að það sé ekki alltaf af eintómri tilviljun. Ennþá er hann jafn þunglyndur og áður og mér er næst að halda, að hann njóti þess. Hann talar æ sjaldnar um Crystal. Stundum grunar mig hálfvegis, að hann hafi snúið ást- inni til hennar á mig. Ef til vill hef ég vanmetið Tony. Hann hefur ekki látið Lísu kosta uppsetningu á leikriti fyrir sig. Lísa, sem var vanur bóka- vörður, hafði góða þekkingu á bókum og hefur nú keypt sér bókabúð, sem Tony hjálpar henni með. En svo einkennilega vfll til, að nú — þegar hann hefur engan sérstakan áhuga á því í atvinnu- skyni — kemur hann oft fram í sjónvarpi. Og hjónabandið geng- ur vel hjá þeim. Líklega get ég aldrei losað mig við tortryggnina á ást Tonys á Lísu, en sé svo, þá er ég að minnsta kosti eina mann eskjan, sem nokkuð efast um hana. En ég verð að játa, að hon- um virðist hafa tekizt vel að gera hana hamingjusama. Svo höfum við fengið ágætis barnfóstru, sem börnin eru af- skaplega hrifin af. í fyrstunni sáu þau eftir Vandy, og töluðu þá mikið og spurðu um hana, en nú ekki lengur. Þau eru nógu ung til að gleyma. Við höfum fengið okkur aðra íbúð, skammt frá Hyde Park og útbúið hana sjálf húsgögnum, og eigum þar annað heimili, eins og Vandy hafði verið að stinga upp á. Þar er ég oft, þegar Rory er að vinna í borginni og hef þá stundum börnin hjá mér. Hvað Leó snertir, þá fékk hann víst einhverjar ákúrur hjá ein- hverjum hátt settum í lögregl- unni, en hinsvegar sætti hann ekki neinn ákæru. Hann heldur, áfram að sjá um starfsemi Rorys, sem nú má heita á hátindi. Eg hitti hann oft, en alltaf með Rory. Samband okkar þriggja er tryggara en nokkru sinni áður. Aðeins einstöku sinnum þegar augu okkar Leós mætast óforvar- andi, verð ég vör einhverrar órór. Ég finn með sjálfri mér, að hann er ekki eins ónæmur fyrir ást og hann vill sjálfur halda fram. Einhvers staðar hlýt- ur að vera kona, sem gæti kveikt þan eld, sem gæti orðið að ó- slökkvandi báli. Og með söknuði — sem er horfinn í sama vet- fangi — finn ég, að ég gæti aldrei orðið sú kona. COSPER — Við neyddumst til að skipta um hreyfil, gírkassa, öxla og hjólbarða. Vegleg afinælisgjöf RSTSAFN JÓINiS TRALSTA 8 bindi. Verð kr: 1500.— Fæst hjá bóksölum. (Sögulok). 36280 er síminn í bakaríinu, Álfheimum 6 Munið bolludaginn. — Sendum bollur heim Pantanir óskast sem fyrst Bakaríið Álfheimum 6 Sími 36280 Xr X- >f GEISLI GEIMFARI X- X- X- < — Vandal, er það hugsanlegt að Að durabillium sé ekki enn full- og segðu að þú takir tilboði þeirra John hafi á réttu að standa ........ komið. Hringdu í geimskipafélagið og fimm milljónir fyrir einkaleyfið. aitltvarpiö Sunnudgur 4. marz 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttir 9:10 Veðurfregnir# 9.20 Morgunliugleiðing um músik* „Mozart og nútíminn" eftir Carl Nielsen; fyrri hluti (Ámi Kristjánsson). 9:35 Morgunitóh.leikar með verkuan eftir Mozart: a) Serenata nr. 10 1 B-dúP (K361) (Tréblásarasveitin í Los Angeles leikur; William Steinberg stjórnar). b) Margot Guilleaume syngur við undirleik Fritz Neumey- c) Konsert í Es-dúr fyrir tvö píanó og hljómsveit (K365) (Clara Haskil, Geza Anda og hljómsveitin Philltarmonia í Lundúnum leika; Alceo GaU iera stjómar). 11:00 Æskulýðsguðsþjónusta 1 Laugaf neskirkju (Prestur; Séra Ólaf* ur Skúlason. — O rganleikari { Kristinn Ingvarsson). 12:15 Hádegisútvarp. 13:15 Erindi: Nehru, — rit hans og stjómmálastefna (Vilhjálmup Þ. Gíslason útvarpsstjóri). 14:00 Miðdegistónleikar; Óperan .,Ig or fursti“ eftir Borodin (Lista<* fólk Þjóðaróperunnar I Bel« grað flytja. Stjórnandi: Oscar Danon. — £>orsteinn Hannesson kynnir). 15:30 Kaffitíminn: — (16:00 Veðurfr.). a) Magnús Pétursson og félagar hans leika. b) Sígaunahlj ^msveitir leika. 16:45 Dagskrá æskulýðsnefndar þjóð« kirkjunnar, í umsjá séra Ólafa Skúlasonar æskulýðsfulltrúa, Brugðið upp svipmyndum af starfi ungs fólks á vegum kirkj unnar í sumarbúðum, vinnubúð um, æskulýðsfélögum og nem« endaskiptum við útlönd. 17:30 Barnatími (Anna Snorradóttir). a) Spurningaþáttur: Hvað veizt þú um H. C. Andersen? b) Framhaldssaga litlu barn« anna: ,,Pip fer á flakk'*; VI, 'c) Leikritið „Milljónasnáðinn", þriðji þáttur (áður útv. fyr« ir tveimur árum). — Leik« * stjóri: Jónas Jónasson. 18:20 Veðurfr. — 18:30 „Við brunninn bak við hliðið": Gömlu lögin. 19:10 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 „Espada", balletttónlist eftir Massenet (Hljómsveit Parísar* óperunnar leikur; George Se« bastian stj órn ar). 20:10 í>ví gleymi ég aldrel: ,.Hverf er haustgríma" (Ragnheiður Jóns-« dóttir rithöfundur flytur frá« sögu sína er hlaut fyrstu verð-« laun í ritgerðasamkeppni út«« varpsins). 20:35 Gestur í útvarpssal: Elísabet Haraldsdóttir leikur píanólög op. 118 eftir Johannes Brahms, 21:00 Hratt flýgur stund: Jónas Jón« asson efnir til kabaretts í út« varpssal. — Hljómsveitarstjóri; Magnús Pétursson. • 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Danslög. — 23:30 Dagskrárlok, Mánudagur 5. marz. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Porm steinn Björnsson. — 8.05 Morg* unleikfimi: Valdimar Ömólfs* son stj. og Magnús Pétursson leikur undir. — 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik-* ar. — 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisút. urp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tiikynningar). 13:15 Búnaðarþáttur: Kristinn Jóns-* son ráðunautur talar um hrossa rækt. 13:30 „Við vinnuna": Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og til« kynningar. — Tónleikar. — 16:00 Veðurfregnir — Tónleik* a r. — 17.00 Fréttir). 17:05 Stund fyrir stofutónlist (Guð- mundur 'W* Vilhjálmsson). 18:00 í góðu tómi: Ema Aradóttir talar við unga hlustendur. 18:20 Veðurfregnir. — 18:30 Þingfrétt ir. • Tónleikar. 19:00 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Um daginn og veginn (Böðvar Guðlaugsson kennari). 20:25 Einsöngur: Gunnar Kristinsson syngur. Við hljóðfærið: Frits ■\Vej5shappel. a) Tvö ísl. þjóðlög útsett af Sveinbimi Sveinbjömssyni: „Fífilbrekka gróin grund“ og „Æ glóir ei á grænum lauki", b) í»rjú lög eftir Björgvin Guð* mundsson: „Vögguvísa", „Streymið öldur" og ,.And* vaka“. c) „Öminn" eftir Áma Thor« steinson. d) Þrjú lög úr lagaflokknum „Vísur Eiríks konungs" eftir Tui-e Rangström. 20:45 Úr heimi myndlistarinnar: Um Picasso (Dr. Selma Jónsdóttir forstöðumaður Listasacfns ís« lands). 21:05 Tónleikar: Fiðlukonsert 1 a-moll op. 82 eftir Glazounov (David Oistrakh og Þjóðlega fíl harmoníusveitin 1 Moskvu leika; Kiril Kondrashin stj.). 21:30 Útvarpssagan: „Seiður Satrúnus ar“ eftir J. B. Priestley; XVIII. (Guðjón Guðjónsson). 22:00 Fréttir og veðurfregnir — 22:10 Passísusálmur (12). 22:20 Híjómplötusafnið (Gunnar Guð mundsson). 23:10 Dagskrárir-*-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.