Morgunblaðið - 11.03.1962, Page 3

Morgunblaðið - 11.03.1962, Page 3
Sunnudagur 11. marz 1962 M ORGU1V BL AÐ IÐ 3 - HINN umtalaði neðansjávar- hryggur eftir miðju Atlants- hafsins — með ísland sem eina blettinn fyrir ofan sjávar- borð — hefur ýtt við mömn- um og sett af stað nýjar kenn- ingar i sögu jarðar, sem eru algjörlega í mótsögn við eldri kenningar og kollvarpa þeim miskunna rlaust. Til dæmis: Hingað til hef-ur verið álitið. að jörðin sé smám saman að dragast saman, og þessu til sönnunar hefur verið bent á fellingafjöllin á yfir- borði jarðarinnar, sem áttu að hafa myndazt vegna þess að hin fasta skorpa jarðarinnar hafi orðið of stór fyrir hina minnkandi jörð, Og þess vegna lagzt í fellingar, líkt Og klæði fullorðins manns myndu gera, ef barn yrði klætt í þau. Nú er aftur á móti hið gagnstæða álitið sennilegast. Jörðin þenst út með hveru ári sen? Þessa mynd tók dr. Bruce C. Heezen á Þingvöllum (Ár- mannsfell í baksýn) og birtist í Scientific American sem dæmi um sprungubeltið er stóra Atlantshafssprungan myndar þvert yfir ísland. líður og verður stærri og stærri. Til þess að komast að þess ari niðurstöðu hafa jarðvís- indin orðið að ganga í gegn um Skírnareld margra kenn- ingarbál*. Þeir afar okkar og langafar, sem komust í kynni við djúp- ar námur eða hella, gerðu sér fljótt Ijóst, að hitastigið jóikst eftir því sem lengra var hald- ið niður. Vegna þessa fyrir- bæris drógu þeir þá ályktun, að jörðin gæti ekki verið föst allt í gegn, heldur væri hún fljótandi kúla með þunnri, fastri skorpu. Kelvin lávarður sló því föstu, að vegna þess að jörðin kólnaði smám sam- an, drægist hún saman með ýmsum afleiðingum, t. d. fell- ingafjöllum. Frá dögum Kelvins lávarðar er ekki liðinn langur tími. Á þeim tíma hefur maðurinn þó orðið margs vísari um eðli og gerð jarðarinnar. Nú er vitað, að jörðin er fyrst og fremst samansett úr fjórum lögum: innst er föst kúla úr úárni og nikkel, síðan fljótandi lag, þá lag sem tekur 85% af rúm- máli jarðar og kallast á vís- indamáli mantel, og svö síðast jarðskorpan, sem er gerð úr léttum bergtgeundum. Sjórinn og loft jarðarinnar eru auð- vitað einnig hvel, sem telja má með. ★ Hvernig getur maðurinn vitað gerð jarðarinnar að inn- an, þegar hann getur alls ekki komizt þangað eða „séð“ hana innvortis á nokkurn hétt? — Það er hér sem jarð- skjálftar, sem venjulegast valda þó tjóni og hörmung- um, koma til aðstoðar mann- inum. í raun og veru getur maðurinn ,séð“ jörðina að inn an. Með ljósbylgjum, sem ferð- ast á milli tunglsins og jarð- arinnar „sjáum“ við tunglið og vitum, hvar það er stað- sett. Með jarðskjálftabylgjum, sem ferðast í gegn um hin ýmsu lög jarðarinnar, „sjáum“ við' innri gerð hennar. Jarð- skjálftarnir, sem oft eiga upp- tök sín rnarga tugi kílómetra undir yfirborði jarðar, senda fuá sér bylgjur, sem ferðast á tvennan hátt með misjöfnum hraða i gegn um hin ýmsu lög. Með því að mæla Og rann- saka bylgj urnar. nákvæmlega, er síðan hægt að reikna út, hvað bylgjurnar hafa farið í gegnum. Nábúar jarðarinnar í geimn um hafa einnig aðstoðað manninn í rannsókn hans á innri gerð jarðar. Á milli Mars Og Júpiter er aragrúi smá- stjarna, sem endur fyrir löngu er álitinn hafa verið einn hnöttur, er af einhverjum ástæðum sprakk í smáparta. Þessir smápartar falla öðru hvoru til jarðar, og með því að rannsaka þá, hafa vísinda- menn getað ákrveðið innri gerð þeirra. Gerð þeirra hefur ekki verið ósvipuð því, sem menn álíta gerð jarðarinnar vera í dag. ★ Það eru eflaust margir, sem tekið hafa eftir því undar- lega fyiirbæri, að vestur- strönd Áfríku virðist vera eins í laginu og austurströnd Suð- ur-Ameríku, alveg eins Og þær hafi einhvern tíma í forn öld legið saman hlið við hlið og jafnvel myndað eina sam- fellda heild. Vísindamenn eru nú sarnmála um, að löndin hafi einu sinni myndað eitt stórt meginland, ekki aðeins Afríka og Suður-Ameríka — heldur og öll lönd jarðar að meðtöldu Suður-heimskaut- inu. Hvernig þau síðan hafa flotið hvert frá öðru, hefur aftur á móti verið erfitt að útskýra, líkt og það, hvers vegna yfirborð jarðar er ekki samfellt meginland. Um síðustu aldamót kom sonur Charles Darwins, Ho- ward Darwin, fram með þá kenningu, að dóttir jarðar, tunglið, hafi endur fyrir löngu vegna áhrifa frá sólinni losnað frá jörðinni sem stór klump- ur, og skilið eftir sig ör, sem við nú köllum Kyrrahafið. Eldfjallahringurinn, eða öðru nafni „Eldhringurinn", í kring uih Kyrrahafið virðast benda á, að eitthvað óvenjulegt hafi átt sér stað þar. Þrátt f.vrir mörg og góð rök á þó kenning Darwins sér ekki marga fylgismenn nú á dögum. Önnur og ný kenning virðist enn betur útSkýra upp- komu hafanna, meginland- anna og fellingafjallanna, og það er kenningin um út- þenslu jarðarinnar. ★ í vðrum jarðar er mikið magn af geislavirkuím efnum, sem hægt en reglubundið klofna í léttari efni og gefa frá sér hitaorku, sem orsakar það, að jörðin verður smám saman stærri og stærri. Þetta hefur Orðið til þess, að hin þunna skel hnattarins, jarð- skorpan, hefur brotnað upp í hluta. sem fjarlægzt hafa hver annan líkt og deplar á blöðru, sem blásin er upp. Meginlöndin eru því samsett úr léttan bergtegundum held- ur en hafsbotninn, og vegna þess þrýstir hafsbotninn stöð- ugt að meginlöndunum á alla vegu, svo að þau leggjast stundum í fellingar og mynda þannig hin umtöluðu fellinga- fjöll. Eins og þessi grein segir frá, er margt um að vera á sviði jarðvísindanna, sem í raun Og veru kemst alls ekki fyrir í einni og sömu grein. Hvernig vísindamenn hafa kömizt að því, að jörðin þenst út. er spennandi leynilögreglusaga, þar sem hinar dularfullu sprungur og hengiflug á hafs- botninum mitt á milli megin- landanna fara með hlutverk hins grunsamlega herra X. Ár angurinn af hinni stórfenglegu framkvæmd: boruninni niður í áttina að iðrum jarðar, oð // Sr. Jónas Gislason: Við freisting- um gœt þín 7. sunnudagur i föstu 44 „£>á var Jesús leiddur aí andanum út í óbyggðina, til þess að hans yrði freistað aí djöflinum. Og er hann hafði fastað fjörutíu daga og fjörutíu nætur, tók hann loks ao hungra. Og freistarinn kom og sagði við hann: Ef þú ert sonur Guðs, þá bjóð þú, að steinar þessir verði að brauðum. En hann svar aði og sagði: Ritað er: Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni. I>á tekur djöfullinn hann með sér inn í borg ina helgu og setti hann á þakbrún musterisins, og segir við hann: Ef þú ert Guðs sonur, þá kasta þér niður, þv. að ritað er: Hann mun fela þig englum sínum og þeir munu ber- þig á höndum sér, til þess að þú steytir ekki fót þinn við steini. Jesús sagði við hann: Aftur er ritað: Ekki skalt þú freista Drottins Guðs þíns. Enn tekur djöfullinn hann með sér upp á ofurhátt fjall og sýnir honum öll ríki heimsins og dýrð þeirra og sagði við hann: Allt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellur fram og til- biður mig. E>á segir Jesús við hann: Vík burt, Satan, því að ritað er: Drottin Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honum einum. I>á yfir- gefur djöfulnnn hann, og sjá engl ar komu og þjónuðu honum". Matt. 4, 1—11. Jesús fór beint fró skírninni út í eyðimörkina, þar sem hans var freistað. Við skírnina hafði hljómað rödd Guðs af himnum: Þessi er minn elskaði sonur! Nú var hann búinn að fasta úti á eyðimörkinni fjörutíu sólarhr- inga. Reynslustundin var kom- in. Freistarinn birtist til að reyna að fá hann til að óhlýðnast Guði. Og fyrsta frestingin birtist í þessari sakleysilegu setningu: Ef þú ert sonur Guðs, þá bjóð þú, að steinar þessir verði að brauð- um. Hvað var rangt við það, þótt hann hefði gert þetta? Hann hafði mátt til þess. Við þekkjum frásagnir guðsspjallanna af mettunarundrum hans. Ég veit ekki, hvort þú hefur veitt því athygli, hvernig Jesús notar þann mátt, sem honum var gefinn af Guði? Hann vann aldrei kraftaverk í eigin þágu, sjálfum sér til þæginda, og ekki heldur til að auglýsa vald sitt. Hann notaði hann aðeins til að líkna og hjálpa öðrum. Ef hann hefði farið að orðum freistarans hefði hann aðeins hugsað um eigin hag. Freistingin var í því fólgin. Þess vegna vísar hann henn á bug. Hið sama er um síðari freist- ingarnar. Hans var freistað til að sýna og auglýsa vald sitt með því að kasta sér fram af þakbrún musterisins. Hans var freistað með því að bjóða honum allt vald jarðar, ef hann aðeins lyti freistaranum. En Jesús vísaði öllum freist- ingum á bug. Hann vissi, til hvers hann var kominn til jarð- arinar. Hann var kominn til að lifa öðrum, fóma sér fyrir aðra, en ekki til þess að hugsa um sjálfan sig. Hann var kominn til að ganga á þeim vegi, sem Guð vísaði honum. Við þekkjum öll freistingarnar úr eigin lífi Öll höfum við stað- ið í sömu sporum og Jesús á eyði að fá okkur til að breyta gegn því, sera við þó vissum innst inni, að var rétt. Og öll verðum við með hryggð að játa, að við höf- um oft beðið ósigur fyrir freist- u ingunni. Við höfum fallið. Við getum lært mikið af freist- ingasögu Jesús. Við getum lært að þekkja eðli freistinganna. Við getum líka lært af því, hvernig Jesús vísar freistingunum á bug. Við sjáum, að freistarinn reynir að villa á sér heimildir, því að ella yrði honum lítið á- gengt. Hann reynir aldrei í upp- hafi að fá okkur til að brjóta stórlega af okkur. Hann nefnir aðeins smávægilega hluti, sem við vörum okkur oft ekki á. Það er ekki fyrr en hann hefur náð tökum á okkur, að hann fer að færa sig upp á skaftið. Og þá er orðið erfiðara að snúast gegn honum. Og loks er vert að hafa í huga, að freistingin kemur jafn an til okkar á þeim stundum, iþegar við erum veikust fyrir. Þá er okkur hættast við falli. Freist- arinn beið, þar til Jesús haáði fastað fjörutíu sólarhringa. Þá fyrst reyndi hann að tæla hann til syndar. _____ u ■ Við skulum taka eftir, hvernig Jesús fer að vinna sigur yfir freistingunni. Þar vekur tvennt athygli. Hann hikar aldrei, held ur svarar strax. Og hann ver sig með orði Guðs. Guði ber að hlýða öllu öðru framar og þjóna honum einum. Þetta skulum við hafa í huga, er okkar er freistað. Við megum aldrei hika. Sá hermaður í stríði, sem hikar við að skjóta, á sjálfur á hættu að verða skotinn. Hið sama gildir í baráttunni við freist ingarnar. Ef við hikum, þá er okkur mlklu hættara við að falla fyrir þeim. Og beztu vopnin, sem okkur eru gefin til sigurs, er Guðs orð. Gegn því fær freist- ingin ekki staðizt. Við þurfum að læra að berjast gegn freistingunni á réttan hátt. III. Nú kann einhver að spyrja: Vinnur kristinn maður ætíð sigur yfir freistingunni? Verður krist- inn maður syndlaus? Nei, því miður. Meðan við lif- um á þessari jörð, erum við ó- fullkomnir og breyzkir. Við erum syndugleik háðir alla ævi. Þess vegna hljótum við með hryggð að geta tekið undir með Dáli postula, er hann ritaði: Hið góða, sem ég vil, gjöri ég ekki, en hið vonda, sem ég vil ekki, gjöri ég. Er þá ekki vonlaust að berjast gegn freistingunni? Nei við eigum að halda áfram að berjast gegn henni og biðja Guð um kraft til að sigrast á henni Það hefur verið sagt, að það sjáist fyrst eftir freistinguna og'fallið, hver sé í sannleika krist inn. Kristinn maður játar ósigur sinn, biður Guð fyrirgefningar og mörkinni. Við höfum heyrt hinar stenóur upp aftur til áframhald- tælandi raddir, sem hafa reynt nýjar kenningar um uppruna hafanna, sem segja, að hafið sé smám saman að hækíka og eftir billjón ár megi búast við að öll lönd séu komin í kaf, allt eru þetta atriði. sem kitla ímyndunaraflið og krefjast nánari umsagnar. Eg mun því Ijúka þessari grein með því að lofa íramhaldi á sama efni í annarri grein, þótt seinna verði. Bj. Hólm. •»*“ andi baráttu. Sá, sem gefst upp og liggur kyrr, gengur freisting- unni á vald og fjarlægist Guð. Það megum við aldrei gera. Kristinn maður getur fallið fyrir freistingunni, en hann get- ur aldrei gengið freistingunni á vald. Han berst gegn henni sömu baráttu og Jesús barðist á eyði- mörkinni og sækir styrk til þeirr- ar baráttu í Guðs orð. Það er gott að vita, að Jesús vann sigur ýfir freistingunnL Lærum af sigri hans Notum þau vopn, sem dugðu honum. Biðjum hann um styrk og kraft. Þá fá- um við að finna, að okkur geng- ur betur í baráttu okkar. Jónas Gíslason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.