Morgunblaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLAÐIÐ Sunnudagur 11. marz 1962 ') islenzk tdnlist á krossgötum Ljósmyndari Mbl. Sveinn Þormóðsson tók þessa skeir.mtilegu mynd við Skíðaskálann í Hvera- dölum s.I. sunnudag. Sýnir hún dóttur gestgjaíans í SkíðaskáJanum, Óia Ólasonar, ásamt leik- félögum sínum fjórum. Hvolparnir voru upphaflega sex, en tveir hafa verið gefnir. ÞER, sem sljórna verkefnavali Sinfóníuhljómsveitar fslands og dagskrárgerð Ríkisútvarpsins, hafa í vetur sýnt myndarlegan áhuga á kynningu íslenzkra tón- verka, Og er það lofsvert, þótt deila megi um aðferðir. Á tón- leikum hijómsveitarinnar, sem haldnir voru í samkomuhúsi Há- skólans 22. f. m. undir stjórn Jindridhs Rohans, voru flutt sjö íslenzk verk eftir jafnmarga höf unda, þar af þrjú í fyrsta skipti. Um sama leyti lauk í útvarpinu flutningi „Sögusinfóníunnar“ eft tir Jón I.eifs. Hafði höfundur sjálfur verið fenginn til að „skil- greina“ verkið í fimm allöngum erindum, og mun ekki öðru sinni hafa lagt meira í kynn- ingu á íslenzku tónverki. Ýmsir þeir, sem áður hafa heyrt „Sögusinfóníuna“ í útvarp inu og kynnzt henni nok’kuð, munu hafa beðið þess með eftir- væntingu að heyra „skilgrein- ingu“ tónskáldsins, í þeirri von, að hún færði þeim nýjan skiln- ing á þessu umfangsmikla tón- verki. En hætt er við, að þeir hafi orðið fyrir vönbrigðum. Þau sundúrlausu bröt úr íslend- ingasögum og Heimskringlu, sem lesin voru til „skýringar" sin- fóníunni, kunna að vera órjúfan- lega tengd henni í h-uga tónskálds íns, en fyrir almennan hlustanda er samhengið næsta óljóst og flestir munu kjósa sínar íslend- ingasögur „á frummálinu“, ef svo mætti segja, heldur en í slí’kri „þýðingu" Meiri fengur hefði verið að því, ef höfundurinn hefði gert grein fyrir verki sínu sem tónverki, en í þá átt var engin teljandi tilraun gerð. Af þessu virðist mega draga þá álykt un, að sinfónían sé ekki hugsuð fyrst Og fremst sem tónverk, held ur tilraun til að þýða bókmennt- ir á mál tónanna. Slíkar tilraunir eru ekiki nýj- ung, en villandi er að gefa í skyn, að fyrirmynd þeirra sé Beethoven, Hann er hvorki höf- undur né höfuðskáld þeirrar stefnu í tónlist, sem kennd er við „prógram-músík“. Hið eina af meiri háttar verkum hans, sem svö gæti flokkazt, er sinfónían nr. 6 (Pastoral), Og tekur hann þó fram, að þar sé um að ræða „tjáningu tilfinninga fremur en tónamyndir". Og löng er leiðin úr sveit Beethovens til Stikla- staða. — „Coriolan" forleikur Beethovens — er var tilgreindur sérstaklega sem fyrirmynd eins þáttarins 1 „Sögusinfóníunni", hefir ekkert „prógram" frá hendi höfundarins. Sú útlegging á verk- inu, sem vitnað var til, er hugar- smíð síðari tíma manna. Þótt finna megi dæmi um „prógram-músík“ allt aftan úr grárri forneskju, er hún þó, í þeirri mynd sem hún birtist hér, fyrst og fremst síð-rómantískt fyrirbæri, og á því tímabili lifði hún sitt fclórnaskeið. Höfuðspá- menn þessarar stefnu í sinfón- íókri tónlist eru Hector Berlioz, Franz Liszt og Richard Strauss. Allir voru þessir menn bráð- snjallir höfundar. En hverju sæt ir það þá, að meginhlutinn af verkum þcirra er á vorum timum „dauðar nótur“, ef svo mætti segja? í'lestir nútímamenn mundu telja orsökina þá, fyrst og fremst, að ,prógrara“-tónskáldin ætluðu tónlistinm hlutverk, sem henni er óeiginlegt og framandi, minna og óvirðulegra hlutverk en hún er kjörin til. Þeir reyndu að gera drottninguna að ambátt, og eiga þar þó ekki allir óskipt mál. Tjáning tónlistarinnar er óhlut læg, — hafin yfir hlutlæga merk- ingu. Hún getur ekki einu sinni gert greinamun á frumhugtökum eins og já Og nei, þótt beitt sé öllum áhrifameðölum hennar. Enn síður getur hún sagt sam- fellda sögu, lýst atburðarás eða hugsanakeðju, svo að skilið verði. Það er jafn fráleitt og hitt, að hennar mal verði ,.þýtt“ í orðum, litum eða línum. Af þessu leiðir það að, hafi tónverk ekki I sjálfu sér þann „boðskap“, sem gefur því lífs- gildi, getur ekkert „prógram“, engar bókmenntalegar skýring- ar engin heimspeki bjargað því. Þetta mega heita almennt viður kennd sannindi, og því er á vor- um dögum leitun á tónskáldum, sem feta í fótspor „prógram"- tónskáldanna frá öldinni sem leið. Og furðulegt má teljast, að í sama mund og myndlistarmenn okkar margir hneigjast til óhlut- lægrar liststefnu, og um svipað leyti og eitt fremsta skáld ökkar brýtur við blað í íslenzkri Ijóða- gerð og sendir frá sér ljóða- flokk með mottóinu „A poem should not mean But be“ skuli í tónlistinni sem eðli sínu samkvæmt er óhlutlægust allra iista, koma fram verk, sem ekki á að „vera“ heldur „tákna“. Ef til vill má segja, að ekki sé sanngjarnt að leggja tónlistar- mat á „Sögusinfóníuna“, ef sú ályktun er rétt, sem hér að fram- an var drsgin af ,skilgreiningu“ höfundarins, Fram hjá því verður þó ekki gengið með öllu, enda hlýtur sá »ð verða mælikvarðinn, sem lagður verður á verkið að lokum. Þær aðferðir og stilbrögð, sem beitt er í þessu verki, eru vel kunn úr öðrum verkum tónskálds ins. Sjaldnast verður vart veru- legrar músíkalskrar spennu, hvorki í línum, hljómsetningu né hrynjandi. Hugmyndirnar eru fá- breyttar og meðferð þeirra jafn- an sviplí’k. Þau margvíslegu blæ- brigði, sem stór hljómsveit ræður yfir, eru lítt notfærð, og með- ferð hljómsveitarinnar er lengst af furðu einstrengingsleg og þunglamaleg. Langar tónaraðir, oft á mörkum tónsviðsins, mjak- ast fram í samgengu hljóðfalli, án þess fcó að hreyfast í raun- inni úr stað Lífræn gagnröddun er jafn sjaldgæf og eftirminni- leg stef. Helzta tilbreytingin eru „þverstæðir" hljómar, sem stund- um falla eins og axarhögg, en eru stundum teygðir, þar tíl þeir enda í einskonar sprengingu, sem helzt minnir á hnerra. Stefja- úrvinnsla kemur varla fyrir. Formið, sem vafalaust mótast af bókmenntalegu „efni“ verksins, verður óskiljanlegt sem tónlist- arform. Sum þau einkenni, sem hér hafa verið nefnd, hafa sett sér- stæðan svip á ýmis smserri verk tónskáldsins og þar ekki komið að sök. Nokkur þeirra eiga vafa laust eftir að verða langlíf í landinu. En í stóru verki eins og því, sem nér um ræðir, duga ekki svo frumstæðar aðferðir til að halda vakandi áhuga hlustand- ans. Og hverju orkar sú ræða, þótt vel sé meint, sem ekki er hlýtt á með athygli? Allt þetta verður að segja, eins og það kemur þessum gagnrýn- andi fyrir sjónir, þótt hart kunni að þykja. Hitt væri mikið tóm- læti, þegar svo rækilega hefir verið kynnt eitt mesta stórvirki, sem íslenzkt tónskáld hefir ráð- izt í, að láta slíkt sem vind um eyrun þjóta. Tilraunir okkar fslendinga til að semja tónlist, að minnsta kosti að því er tekur til hljóm- sveitarverka, eru enn á frum- stigi. Okkur er engin minnkun að því að A iðurkenna þessa stað- reynd. Og við munum naumast að geta búizt við, að viðleitni ok-kar beri verulegan ávöxt, nema við höfum kjark til að horf ast í augu við hana, án allrar minnimáttarkenndar — og líika án hroka og mikillætis. Það þarf engan að undra, þótt svo sé ástatt. Saga íslenzkrar tón smíði er stutt, — næstum rétt að hefjast. Margir höfundarnir, sem fyrstir íslendinga lögðu til atlögu við hin stærri tónlistar- form, eru enn á meðal okkar. íslenzk hljómsveit, sem risið getur undir nafni sinfóníuhljóm- sveitar, er aðeins 12 ára gömul. Sé þetta haft í huga, má telja aðdáunarvert, hvað unnizt hefir. Og er pá ekki minnzt á þau starfsskilyrði, sem íslenzkir tón- höfundar hafa búið við að öðru leyti, flestir og lengst af. Þetta og fleira kemur í hug- ann, þegar hlýtt er á tónleika, sem eingöngu eru helgaðir ís- lenzkum verkum, eins og síð- ustu tónlei-kar Sinfóníubljóm- sveitarinnar voru. Meðal við- fangsefnanna var líka eitt fyrsta hljómsveitarverk, sém til varð hér á latidi og skrifað var fyrir íslenzka hljómsveit: svítan „Á krossgötum“ eftir Karl O. Run- ólfsson, samin 1938. Þeim, sem þessar línur ritar, er minnisstætt, þegar þetta verk var frumflutt hér í Gamla bíói fyrir meira en 20 árum. Það var viðburður, og verkið er merkur „minjagripur" í sögu íslenzkrar tónlistar, þótt auðvelt sé að benda á fyrirmynd ir þess og ýmsa galla, sem ef til vill eru' augljóSari nú en þeir voru í flutníngi þeirrar hljóm- sveitar, sem verkið var samið fyrir, þótt ófullkomnari væri. Það er rétt. sem Karl O. Run- ólfsson segii í þeim orðum, sem hann lætur fylgja verkinu í efnis skrá tónleikanna síðustu: íslenzk tónlist var á krossgötum, þegar verkið var samið. Hún er á kross- götum enn í dag. Raunar er öll skapandi list alltaf á krossgötum. Og það er hvorki æskilegt né eðlilegt, að allir velji sömu göt- una. Enda sýndu þessir tónleikar, þótt fjarri fari að öll kurl kæmu þar til grafar, að tónskáldin hafa leitað víða til fanga. Sumir hafa sökkt sér niður í íslenzka þjóð- lagaerfð og reynt — hver með sínum hætt — að steypa hana í mót listarinnar. Aðrir hafa beint sjónum sínum út á við og veitt hingað nýjum straumum úr ýms- um áttum. Ekki verður hér reynt að gera upp á milli þeirra við- horfa, sem hafa markað þessar stefnur. Líklegast má telja, að hvorugt sé einhlítt, en bæði hafi til ágætis nokkuð. Sá tími getur komið, að þau fallist í faðma og geti af sár íslenzka tónlist, sem verði sambærileg við beztu afrek okkar í öðrum listgreinum. En okkar Sibehus er enn ekki vax- inn úr grasi, — þaðan af síður Okkar Beethoven. Og ef svo væri, hlyti það að teljast margfalt kraftaverk. Þrjú verk voru frumflutt á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitarinn- ar, sem b.ér um ræðir: Svíta í rímnastíl nr. 1 fyrir sóló-fiðlu, stroldhljómsveit, pákur og tromm ur, eftir Sigursvein D. Kristins- son: „Dimmalimm kóngsdóttir“, ballettsvíta eftir Skúla Halldórs- son; og „Landsýn", hljómsveit- arforleikur, op. 41, eftir Jón Leifs. Þessara verka verður getið stuttlega hér á eftir. Önnur viðfangsefni voru Há- tíðamars eftir Pál ísólfsson, píanó konsert Jóns Nordal með ein- leik tónskáldsins og lagaflokk- urinn „IJm ástina og dauðann" eftir Jón Þórarinsson með ein- söng Guðmundar Jónssonar. Af frumfluttu verkunum lætur svíta Sigursvéins D. Kristinsson- ar minnst yfir sér. Hún gæti ver- ið samin í tilraunaskyni — eins og höfundurinn gefur raunar í skyn í efnisskránni — eða sem skólaverk. íburður er nokkur í hlutverki einleiksfiðlunnar, sem flutt var áf Ingvari Jónassyni, en að öðru leyti virðist verkið varla nema hálfunnið. Breytilegt hljóðfall rímnalaganna nægir ekki til þess að blása lífi í þessa tónsmíð, e.rda er meðferð þeirra ekki sériega hugvitssamleg, og það verður naumast fundið, að verkið sé samið af brýnni innri þörf. „Dimmalimm kóngsdóttir" eftir Skúla Halldórsson er ballett- músík fyrst og fremst og var því hér ekki j. réttu umhverfi. Þetta verk ristir ekki djúpt, fremur en mörg önnur ballett-músík, sem þó dugar vel til sinnar notkunar, en margt í því hljómar vel, og yfir því er blær einlægrar músík- gleði, þótt hugmyndirnar séu flestar léttvægar. En til flutn- ings á tónleikum er það miikils til of langt. Hefði það verið stytt allt af þvi til helminga, hefðu andstæður verksins notið sín bet- ur og það í heild orðið áheyri- legra. Þetta hafa mörg hin fremstu tónskáld gert, þegar þau hafa hagrætt ballett-músík sinni til tónleikaflutnings. Um verk Jóns Leifs er litlu við að bæta það, sem sagt er hér að framan um „Sögusinfóníu“ hans. Forleikurinn er, eins og sinfónían, byggð á hugmyndum, sem liggja utan sviðs tónlistar- innar. Árangurinn verður hinn sami Og þar, og verkin eru svo lík að yfirbragði, að forleikur- inn gæti sem bezt verið einn þáttur sinfóníunnar. Ætlunin hafði verið að frum- flytja á þessum tónleikum enn eitt verk, „Punkta“ eftir Magnús Blöndal Jóhannsson. Úr því gat þó ekki örðið að sinni, og ber að harma það Hlutur yngstu tón- skáldanna í þessum tónleikum var minni en æskilegt hefði ver- ið, því að í þeim hópi eru furðu- margir velmenntir hæfileika- menn. Ætla má, að tónleikarnir hefðu orðið forvitnilegri og fjöl- breyttari og um leið sýnt sann- ari mynd islenzkrar tónsmíða- viðleitni, ef ungu mannanna hefði gætt þar meir en raun bar vitni. Undirritaður hefir verið þeirr- ar skoðunar, og er enn fastari á henni eftir þessa tónleika en fyrir þá, að heppilegra sé að jafnaði að taka ísl. tónverk eitt og eitt á efnisskrár venjulegra tón- leika Sinfóníuhljómsveitarinnar heldur en að hafa þann hátt á, sem hér var Það er ætíð vanda- verk að setja saman efnisskrá tón leika, þar.nig að viðfangsefnin „lyfti“ hvert öðru, ef svo mætti segja fremur en hið gagnstæða. Þegar bezt tekst til í þessu efni, geta heildaráhrif tónleika orðið sterkari og varanlegri heldur en samanlögð áhrif þeirra einstöku listaverka, sem flutt eru. Þegar verkefnavalinu er hina vegar jafn þröngur staikkur skor inn og hér verður, er lítil von til þess, að efnisskrá geti falið í sér í senn þær andstæður og þá samsvórun og það jafnvægi, Framhald á bls. 23, Kynning nýrra og lítt þekktra verka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.