Morgunblaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.03.1962, Blaðsíða 12
12 MORGVJSBIAÐÍÐ Sunnudagur 11. marz 1962 UTAN ÚR HEIMI ■ PHW f.I "...iipu I IU ... * IHPII INIorski málarinn Henrik Sörensen JttwgiittMafrifr Utgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. MENNINGAR VIKA “ I ÁRÓÐURSSKYNI Tjtyrir skömmu efndu kommf- únistar til svokallaðrar „menningarviku“ í því skyni að nota listina stefnu sinni til framdráttar að boði hús- bænda sinna í Rússlandi. — Kommúnistar hafa oft leikið þennan leik og orðið talsvert ágengt, því allmargir lista- menn hafa ánetjazt, sumir af ástæðulausum ótta, aðrir af gömlum vana. Sá ósómi tíðk- ast sem betur fer ekki nema í kommúnistaríkjunum, að listinni sé beitt fyrir pólitísk- an vagn. Sú fyrirlitning á listinni, sem er forsenda slíkrar misnotkunar, á sér fáa formælendur í lýðræðis- löndunum. Þeir íslenzkir lista menn, sem taka hlutverksitt alvarlega, neita að láta Einar Olgeirsson spenna sig fyrir flokksvagn kommúnista, neita að láta nota sig. Ein- asta von kommúnista hefur því verið sú að blekkja lista- menn til fylgis við stefnu sína, villa um fyrir þeim. Ekki virðast allir íslenzkir hstamenn enn hafa gert sér grein fyrir því, að aðild ís- lands að NATO hefur verið bezta tryggingin gegn of- beldi. Þó að nokkur óþæg- indi kunni að stafa af því að Atlantshafsbandalaginu er þörf á varnarliði á íslandi til að gegna skyldum sínum, bæði við okkur og önnur að- ildarríki bandalagsins, eru þau aðeins sem dropi í hafið í samanburði við örlögþeirra þjóða, sem orðið hafa komm- únismanum að bráð. Sá tími mun koma, og það fyrr en kommúnistar ætla, að hver einasti íslenzkur listamaður gerir sér grein fyrir þessari 'staðreynd. En þangað til reyna kommúnistar að dul- búa starfsemi sína og fyrir- ætlanir með nöfnum eins og „hemámsandstæðingar“. Þó að undarlegt sé láta allmarg ir myndlistarmenn kommún- ista ennþá nota nöfn sín og verk. Samt hefur engin grein listarinnar orðið eins fyrir barðinu á rússneska komm- únismanum og einmitt mynd listin. Það væri gaman að sjá framan í suma þeirra listamanna, sem lögðu nafn sitt við þann hégóma sem nefndist „menningarvika her námsandstæðinga“, ef þeim ^ væri fyrirlagt að mála eða höggva „sósíalrealistískar“ myndir eftir forskrift. ★ Þjóðviljinn minntist á Oscar Wilde um daginn. Það mætti segja um þessa lista- menn, að þeir réru að því öllum árum að drepa yndið sitt, list sína og köllun. Hver sá myndlistarmaður, sem gengur á mála hjá kommún- istum, kallar dauðadóm yfir list sína. Og ef Morgunblað- ið hamlar gegn slíkri öfug- þróun, hrópar „Þjóðviljinn“ að það sýni enn einu sinni „fjandskap Morgunblaðsins við listamenn“! Morgunblað- ið mim framvegis sem hing- að til standa gegn pólitískri misnotkun á íslenzkri list. Við erum ekki kommún- istar, við erum bara „her- námsandstæðingar,“ svara kannski einhverjir þessara manna,- En ætla þeir þá að skrifa undir kommúnistaáróð urinn og óhróðurinn, sem birtist í sýningarskrá „her- námsandstæðinganna“? Þar er talað um, að andstæðing- ar kommúnismans á íslandi séu „krabbamein í þjóðar- líkamanum“; þar er talað um „íslenzka braskara“ og „póli- tíska vikapilta“,. sem „gera sig reiðubúna til að skríða með þjóðararf okkar og sjálf stæði að fótúm erlendra iðju hölda“. Undir þessum víg- orðum var „menningarvika“ kommúnista haldin. Þessi innantómu orð voru á sínum tíma sett saman í Moskvu, og hafa síðan marg- sinnis verið prentuð í „Þjóð- viljanum“ og öðrum Moskvu málgögnum á íslandi. „Þjóð- viljinn“ lýsir yfir undrun sinni á því, að Morgunblaðið skyldi ekki hafa auglýst „menningarviku“ kommún- ista! Því er til að svara, að Morgunblaðið birtir hvorki auglýsingar né áróður ' í þágu kommúnistaflokks- ins á íslandi, hvort semhann heitir „Sameiningarflokkur alþýðu, Sósíalistaflokkurinn“, „Alþýðubandalagið“ eða „Samtök hernámsandstæð- inga.“ Morgunblaðið leggur að jöfnu kommúníska „menn ingarviku“ og aðra starfsemi á vegum þessa óþjóðlegasta flokks, sem hér hefur skotið rótum. NORSK málverkalist hefur misst margra Ara merkisbera sinn. Henrik Sörensen dó á laugardag- inn var. Nokkrum dögum áður höfðu blöð og útvarp minnst hans veglega í tilefni af áttræðisaf- mæli hans og ummælin báru með sér að hann var tvímælalaust tal inn mesti málari Noregs síðan Edvard Munch leið, og jafnframt vinsælasti listamaður þjóðar sinn ar. Hann var fæddur í Vermlandi en foreldrar hans voru norsk og fluttist hann með þeim til Nor- egs tólf ára gamall. Þó hann hefði gaman af að teikna frá barns- aldri var hann í upphafi alls ekki róðinn í því að verða listamaður. Það var ekki fyrr en hann hafði gengið í verzlunarskóla og unn- ið nokkur ár í skrifstofu, að hann yfirgaf kaupsýslubrautina, sem ar. En það lá sérstök ástæða til þess að Eileen Anderson köm fyrir rétt í sundbol. Hún er ensk og var 25 ára gömul, þegar hún fór til að freista gæfunnar í Holly wood og náði sér reyndar í feg- urðarverðiaun, var „Ungfrú NÝLENDUKÚGUN KOMMÚNISTA Á sama tíma sem hinn vest- vestræni heimur hefur verið að afnema nýlendu- skipulagið og hjálpa hverri nýlenduþjóðinni á fætur ann arri til frelsis og sjálfstæðis, hafa Sovétríkin undir for- ystu kommúnista tekið upp nýtt nýlenduskipulag og læst milljónir manna í fjötra þess. Eitt gleggsta dæmið um honum hafði verið ætluð, og fór í teikniskóla og síðan til náms bjá danska snillingnum Zahrt- mann. Og þaðan lá leiðin ti'l Parísar. í hinn fræga listamannaskóla „Academie Coiarossi“, sem marg- ir norskir listamenn sóttu um þær mundir. Og þaðan var hald- íð heim á ný og nú hófst margra ára barátta við sult og seyru — fyrir viðurkenningu og frægð. Sörensen var þó ekki nema 26 ára þegar mynd eftir hann var sýnd í fyrsta skipti á haustsýn- ingunni, 1908, Og árið eftir sýndi hann fimm myndir þar, meðal þeirra „Svartbaoken“ — af út- laga í Vermlandi — margslungið listaverk, sem sameinar kyrð skógarins og hræðslu og einstæð- ingskennd hins útlæga glæpa- manns. tyggigúmmí árið 1957“ og „Ung- frú þjóðvegur 1958“. Þá varð hún fyrir bíl og ekki var framar um fegurðarsamkeppnir að ræða. Hún krafðist skaðabóta og mætti fyrir réttinum 1 Los Angeles, án þess að hafa lögfræðing sér til varnar, en í rauðum sundbol, sem afhjúpaði örin. Hún vann málið og fékk 18 þúsund dali. nýlendu- og innlimunar- stefnu Rússa eru Eystrasalts- ríkin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen ,sem fengu sjálf- stæði í svipaðan mund ogís- land, að lokinni fyrri heims- styrjöldinni. Öll þessi lönd hafa Rússar nú innlimað í Sovétríkin. Og kommúnistar hæla sér af því að hafa „þegjandi og hljóðalaust“ svipt þjóðir þeirra öllu sjálf- stæði og frelsi. Fregnir hafa borizt um það Hann fór til Parísar á ný og gerðist lærisveinn meistarans Matisse og varð nú fyrir gagn- gerðri breytingu sem listamað- ur. En ekki verður sagt að hann yrði við eina fjölina felldur fyrir því. En svo mikið er víst, að eft- ir samvistirnar við Matisse eyði- lagði hann yfir fimmtíu eldri myndir sínar og byrjaði síðan á nýjan leik. Eftir fyrri heimsstyrj- öldina settist hann aftur að í Par- ís um skeið Og málaði nú meðal annars rnyndir með efni úr Biblíunni, — „Getsemane“, „Golgate‘“, „Pieta“ og síðast en ekki síst „Inferno“, sem vakti feikna athygli. Næst tekur við það tímabi'l, sem varaði til hins síðasta. Það vOru töfrar og dulmagn norskr- ar náttúru, sem gagntóku hug hans og hann skildi aldrei að fullu við til dauðadags, þó að líka legði hann gjörfa hönd á annað, svo sem andlitsmyndir og margt fleira. Og- það voru ákveðnir blettir í Þelmörk, sem hann mál- aði ár eftir ár. í dómkirkjunni i Linköping er stór altaristafla eft- ir hann Og aðrar minni í ýmsum kirkjum í Noregi. Og hann mynd skreytti sveitasögu Björnson. Hann var fenginn til að gera veggmynd í salnum í húsi Al- þjóðasambandsins í Geneve, og í aðalsal ráðhússins í Osló þek- ur æfintýri í myndum innvegg- inn, um 60 fermetra stórt mál- verk á steminn, um þróun og daglegt líf norsku þjóðarinnar, saga í æfintýrastíl. Er þetta stærsta olíumálverk sem til er I veröldinni. Málverkasöfnin i Osló og Bergen eiga margar myndir eftir Henrik Sörensen, sömuleiðis söfn í Stoikkhólmi, Gautaborg, Kaupmannahöfn, Helsinki eg Berlín. Listgáfa Sörensens var fjölþætt og alhliða, enda þótti hann víð- sýnn er hann dæmdi um verk annarra. Réttlætikennd hans gerði 'hann svo vinsælan, að naura ast mun nokkur norskur málari verið meir afhaldinn í lifanda lífi en hann. Frjálslyndi hans var viðbrugðið og jafnan tók hann svari lítilsmagnans. f vinahóp var hann hrókur alis fagnaðar. f litlu kveri, sem hann gaf vin- um sínum og lærisveinum hefur hann skrifað þessi orð: „Eini veg vísari listamannsins er sá heilagi eldur og tilfinning, sem ræður hjartalagi hans, en þó fyrst og fremst kærleikurinn. Án kær- leilkans ekkert. Eins og í öllu öðru hér í veröldinni. — Þrennt er allt: Hjartað, eldurinn og draumurinn.“ — SK.SK. með flóttamönnum frá Eystra saltslöndunum til Norður- landa, að Rússar hafi flutt hundruð þúsunda af íbúum þeirra burt frá heimkynnum þeirra, langt inn í Rússland eða jafnvel austur í Asíu. I staðinn hefur svo rússneskt fólk verið flutt til Eystra- saltslandanna og því fengin óðul og eignir hinna rændu og kúguðu. Svona kaldrifjuð og sví- virðileg er hin nýja nýlendu stefna kommúnista. Þáð er ekki algengt að konur komi fyrir rétt svona léttklædd-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.