Morgunblaðið - 11.03.1962, Side 15

Morgunblaðið - 11.03.1962, Side 15
Sunnudagur 11. marz 1962 MORGVTSBLAÐIÐ 15 leið næstum yfir brúðgumann, og þurfti að gefa honum sprautu. Biskupinn, sem gaf brúðhjónin saman lokaði sig inni, og neitaði að koma fram í kirkjuna fyrr en búið væri að ryðja blaðamönn- um og ljósmyndurum frá og hót- aði jafnvel að hætta við allt saman. Eftir giftinguna var þröng in svo mikil að vinir brúðhjón- anna ætluðu að brjóta þeim leið út um hliðardyr, sem reyndust vera inn á salerni. f>á leið yfir brúðina og brúðguminn varð að bera hana gegnum mannþröng- ina út um aðaldyrnar. En allt er gott þegar endirinn er góður, og hér er mynd af hinum ham- ingjusömu brúðhjónum eftir vígsluna. í fréttunum FRAMFARIRNAR ERU ORAR Robert Kennedy, dómsmálaráð herra, litli bróðir Bandaríkjafor- seta, þykir heldur betur standa sig. Hann og kona hans Ethel, hafa þótt afla sér og þjóð sinni mikilla vinsælda í Asíuferð sinni. Robert er 37 ára gamall. Hann þykir ákaflega duglegur, ef því er að skipta, reytkir ekki og drekkur helzt mjólk, þó neitar hann ekki kampavínsglasi. En að dagsverki loknu þykir honum skemmtilegast að fá að eyða kvöldinu heima hjá sér, í 15 km fjarlægð frá" Washington. Þar, syndir hann mikið í einkalaug sinni mað konu sinni, og leikur og ærslast við krakkana. Hann fer á hestbak stutta stund á hverjum morgni, en á kvöldin hafa krakkarnir hann sjálfan gjarnan fyrir hestinn sinn. Þau eru sjö, fjórir drengir og þrjár stúlkur, það elzta níu ára. Og sjást þau hér á myndinni talið frá vinstri: Kathleen, Bobby, Mary Kerry á hnjám móður sinn ar, David, Courtney á hnjám- föður síns, Miohael og Jösepíh. Ef þau Kennedyhjónin hafa tæki- færi til, þá þykir þeim gaman að fara út Og dansa twist í notkikra klukkutkna. ★ Brúðkaup jazzleikarans Rom- ano Mussolinis, sonar hins fyrr- verandi emræðisherra, og Mariu, systur leikkonunnar Sophiu Lohren, i Florens á Ítalíu um daginn, varð dálítið sögulegt. Það Við altarið lofa eiginkonur að ítanda við hlið manns síns í blíðu og stríðu. Það varð þessi kona, frú Annie Pétain, vissulega að standa við. Hún hitti Philippe Pétain, þegar hún var fjögurra ára Og hann 25. 20 árum seinna bað hann um hönd hennar, en fékk neitun hjá foreldrunum. Loks eftir önnur 10 ár, eftir að Annie hafði verið gift og skilin, gif.tust þau. Þá er Philip orðinn marskálkur í franska hernum, dáður sem hetja af þjóð sinni fyrir afrek fyrir fósturjörðina í stríðinu 1914—18 og var kallaður „'hetjan frá Verdun“. Góðu árin endast frarn að seinni heimsstyrj öldinni. Þá var Petain sendiherra á Spáni Og var kallaður heim þegar Þjóðverjar flæddu yfir land hans — og tók upp sam- vinnu við þá „til að bjarga því sem bjargað yrði“ ,eins og hann sagði sjálfur. Og eftir stríðið var hetjan frá Verdun orðinn svikar- inn, sem hafður var í haldi á Yeu-eyju þar til hann dó, 84 ára að aldri. Annie bjó í veitinga- húsi á eyjunni fékk að hitta gcunla manninn daglega, og þrem ur mánuðum fyrir dauða hans fékk hún loks leyfi til að borða með honum. Nýlega lézt Annie í París, 10 árum á eftir manni sínum ER NÝJA SYNTETISKA ÞVOTTADUFTIÐ. HAFIÐ ^ ÁVALLT VIÐ HÖNDINA OG LÁTIÐ LEYSA VANDA ÞVOTTADAGSINS. ÁNÆGJAN VEX EF ÞÉR NOTIÐ ©

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.