Morgunblaðið - 16.03.1962, Blaðsíða 12
12
MORGVN BLAÐ1Ð
Fostudagur 16. marz 1962
Otgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áóm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: (Vðalstræti 6.
Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HVAÐ GERIST
íGENF?
j’nn einu sinni beinast augu
alheimsins til Genfar,
hinnar miklu miðstöðvar al-
þjóðlegra funda og ráðstefna.
Að þessu sinni er nýbyrjað-
ur þar fundur 17 þjóða
nefndar um afvopnunarmál.
16. þing Sameinuðu þjóð-
anna samþykkti í des. sl. að
setja á laggirnar 18 ríkja
nefnd til þess að vinna að
samkomulagi um afvopnun-
armálin og banni við kjarn-
orkusprengingum. En það eru
aðeins fulltrúar 17 ríkja sem
hittast í Genf. De Gaulle,
Frakklandsforseti, taldi ekki
líklegt að slík 18 ríkja ráð-
stefna hefði möugleika til
þess að komast að nokkurri
jákvæðri niðurstöðu um þessi
örlagaríku mál.
Þegar þessi ráðstefna hófst
sL miðvikudag í Genf má
segja að afvopnunarmálin
hafi verið í algerri sjálf-
heldu. Allt frá því að síðari
heimsstyrjöldinni lauk og
Sameinuðu þjóðimar voru
stofnaðar hafa þau verið um-
ræðuefni á þingum þess. En
þar hefur hvorki gengið né
rekið.
Sú ráðstefna, sem nú ræðir
þessi mál, á að gefa Sam-
einuðu þjóðunum skýrslu um
árangur af störfum sínum
fyrir 1. júní n. k. Skal engu
spáð um það á þessi stigi
málsins, hver hann verður.
Það er mjög illa farið að
franska stjórnin skuli ekki
senda fulltrúa sína til ráð-
stefnunnar. Ber það vott
þeim ágreiningi, -sem ríkt
hefur um skeið meðal for-
ystuþjóða hinna vestrænu
lýðræðisþjóða, um aðferðir,
enda þótt þær séu sammála
um það takmark, sem stefna
beri að.
Að vísu má segja að veru-
legs ágreinings gæti einnig
milli kommúnistaríkjanna.
Ósamkomulagið milli Rússa
og Kínverja verður stöðugt
meira áberandi og Krúsjeff
er um þessar mundir í mikl-
um vanda staddur, vegna erf
iðleika rússnesks landbúnað-
ar og skorts á korni og kjöti.
Fólkið um víða veröld þrá-
ir frið. Það væri vissulega
mikil ógæfa ef hið tryllta
vígbúnaðarkapphlaup héldi
áfram. Afleiðing þess myndi
fyrr eða síðar verða hernað-
arátök, sem hafa mundu ó-
fyrirsjáanleg áhrif á framtíð
mannkynsins. Þess vegna
verður að vænta þess að á
Genfarráðstefnunni, sem nú
er hafin, geri leiðtogar stór-
veldanna úrslitatilraun til
þess að ná einhverju sam-
komulagi.
ALUMINIUM-
VERKSMIÐJA
gjarni Benediktsson, iðnað-
armálaráðherra, skýrði
frá því á Alþingi í fyrradag,
að aluminiumverksmiðja,
sem byggð yrði hér á landi
mundi að líkindum kosta ná-
lægt 1300 millj. kr. Hann
kvað þetta mikla mannvirki
hafa verið til umræðu innan
margra íslenzkra ríkisstjórna,
og upplýsti að sl. tvö ár
hefðu ýmis erlend fyrirtæki
haft samband við núverandi
stjórn um hugsanlegar fram-
kvæmdir.
H'ér er vissulega um stór-
mál að ræða. Hið fábreytta
íslenzka atvinnulíf þarfnast
nýrra stórfyrirtækja, sem
treysta afkomugrundvöll þjóð
arinnar og draga úr því ör-
yggisleysi, sem hún lengstum
hefur búið við. Núverandi
ríkisstjórn hefur fullan skiln
ing á því, að bætt hagnýt-
ing auðlinda landsins er hið
mikla mál framtíðarinnar.
Þess vegna hefur hún hafizt
handa um undirbúning fram-
kvæmdaáætlunar, sem vænt-
anlega verður lögð fyrirþing
og þjóð síðari hluta þessa
árs.
TOGARARNIR
j marga áratugi hafa botn-
vörpuskipin verið stór-
virkustu framleiðslutæki ís-
lenzku þjóðarinnar. Þau áttu
ríkan þátt í hinni efnahags-
legu uppbyggingu á fyrstu
tugum þessarar aldar, og
fjölþættum framförum í land
inu.
Undanfarin ár hefur tog-
araútgerðin hins vegar átt
við mikla erfiðleika að etja.
Er nú svo komið að flestir
íslenzku togararnir eru rekn-
ir með stór capi. Mörg tog-
araútgerðarfyrirtæki hafa
hreinlega gefizt upp, og nokk
ur hluti flotans var áður en
yfirstandandi sjómannaverk-
Eftir
of-
viðrið
MYNDIRNAR hérna voru
teknar á Long Island og New
■ Jersey eftir fárviðrið í síð-
us*u v*ku, en sem kunnugt er
geisaði ofsaveður á Atlants-
hafsströnd Bandarikjanna og
náði allt frá South Caroline
til New England.
í fárviðrinu fórust 35 manns
og 6000 urðu að flýja heimili
sín. Neyðarástandi var lýst
yfir í nokkrum héruðum. —
Gífurlegt tjón varð á mann-
virkjum, áaetlað allt að 35
®JUj. dala. Gerði Kennedy
forseti ]>egar ráðstafanir til
Þess að senda aðstoð þan'gað
sem þörfin var brýnust.
Skaftfellingar
ganga á fjörur
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI, 12.
marz. — Hér breytti algerlega
um tíðarfar með góukomu. Síð-
fall hófst, bundinn í höfnum.
Orsök þessara vandræða er
fyrst og fremst aflabrestur
og síaukinn rekstrarkostnað-
ur skipanna.
Þegar á þetta er litið, sæt-
ir það engri furðu þótt bæði
togaraútgerðarmenn, sjó-
menn og ráðsmenn þjóðar-
búsins velti því fyrir sér,
hvernig hægt sé að reisa
þessa þýðingarmiklu atvinnu
grein við.
Um vandamál togaraút-
gerðarinnar á að vera hægt
að ræða af raunsæi og still-
ingu. Engum kemur til hug-
ar að ofbjóða eigi íslenzkum
’togarasjómönnum með óhóf-
legri vinnu. Sjómennimir,
útgerðarmennirnir og ráðs-
menn þjóðarbúsins verða að
finna leiðir til þess að reka
hér togaraútgerð á heilbrigð-
um grundvelli. Þjóðfélagið
hefur ekki efni á því að þessi
dýru framleiðslutæki verði
látin grotna niður. Við verð-
um þvert á móti að hagnýta
þau, láta þau draga björg í
bú og skapa eigendum sín-
um, sjómönmmum, sem
vinna á þeim og hinu ís-
lenzka þjóðfélagi eins mik-
inn arð af þeim og frekast
er kostur.
an I>orra lauk má tíð heita góð,
en nokkuð kaldasamt núna sein-
ustu daga. Allfrosthart er á
hverri nóttu, en mikið sólfar um
daga. Snjór er að mestu horfinn
á láglendi, nema stærstu fannir,
og sums staðar eru mikil svella.
lög. Á flestum bæjum er rafmagn
af skornum skammti, því að all-
ir lækir eru mjög vatnslitlir,
Miklir ísar eiu komnir á öll vötn
hér austur á söndunum. Fjöru.
eigendur í Fljótshverfi og Öræf.
um hafa því notað tækifærið og
flutt heim rekavið af fjörum. Til
þess eru notaðar dráttarvélar og
jeppar. Ekki telja fjörueigend.
ur um mikið magn af rekavið að
ræða. Samt er þetta tveggja ára
reki, því að í fyrravetur kom
aldrei færi til að fara á fjörur.
— G.Br,