Morgunblaðið - 16.03.1962, Side 13

Morgunblaðið - 16.03.1962, Side 13
Föstudagur 16. marz 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Ariö 1961^hefur reynzt þjóðar- búskap íslendinga hagstætt Ræða Jóns G. Maríassonar, bankastjóra,! íormanns bankastjórnar Seðlabanka íslands, flutt í tilefni af ársfundi bankans 15. marz 1962/ ' ' HSttvirtir ráðherrar og aðrir! he oraðir gestir! Á árinu 1961 urðu þáttaskil í Bögu Seðlabankans með nýrri lög gjöf, sem sett var um Seðla- Ibanka íslands og gefin út sem lög nr. 10 29. marz. Með lögum þess- um er komið á fullum aðskilnaði Seðlabankans við aðrar deildir Landsbankans. Jafnframt voru gerðar ýmsar veigamiklar breyt- ingar á þeirri löggjöf, sem giit hefur um verkefni og valdsvið Seðlabankans, og er ekki þörf á að rekja þær lið fyrir lið á þess- im vettvangi. Samkvæmt hinum nýju lögum er stjórn bankans í höndum þriggja manna bankastjórnar og fimm manna bankaráðs. Var nýtt bankaráð kosið þegr eftir gildis- töku laganna og bankastjórnin ekipuð á ný hinn 7. apríl. Hin nýja löggjöf hefur aukið starfssvið Seðlabankans og bætt við hann nýjum verkefnum. Má þar til nefna bankaeftirlitið, sem þegar hefur verið komið á fót og tekið hefur við þeim verkefnum, sem sparisjóðseftirlitið áður hafði. Er ráðgert, að bankaeftir- litið komi á trkustu og reglulegu eftirliti með starfsemi innláns- stofnana, en jafnframt er ráðgert, lað það geti innt af hendi bæði leiðbeiningar og ýmiss konar þjónustu, er geti orðið hinum minni sparisjóðum til aðstoðar í 6tarfi þeirra. Einnig er í lögun- um gert ráð fyrir því, að Seðla- bankinn skipuleggi verðbréfavið- skipii og vinni að því, að á kom- ist kaupþing hér á landi. Er hér tvímælalaust um aö ræða mikil- vægt verkefni, en úr því verður ekki leyst nema með miklu und- irbúningsstarfi, og er þá ekki sízt nauðsynlegt að gefa út nýjar tegundir verðbréfa sem ætia má að henti ti. sölu á slíkum mark- aði. Loks má nefna rekstur greiðslujöfnunarkerfis, er anr.ist ávísanaviðskipti fyrir peninga- stofnanir og greiði á annan hátt fyrir peningaviðskiptum. Þessa starfsemi hefur Seðlabankinn þegar anngzt í nokkur ár, en ástæða er til að auka hana og bæta, enda er mik._ þörf á þvi, að endurbætur eigi sér stað í meðferð tékka og öðrum greiðslu viðskiptum hér innan lands. Þessi verkefni og mörg önnur, sem Seðlabankinn þarf að sinna, krefjast bættrar aðstöðu. Er því bankanum mikil nauðsvn að koma sér upp nýju húsnæði fyrir starfsemi sína. Seðlabankinn er nú í mjög þröngu sambýli við Landsbankann, sem segja má að standi starfsemi beggja stofn- anna fyrir þrifum, og þá ekki sizt að því er varðar endurbætur í starfstilhögun og bæta þjónustu við viðskiptamenn bankanna. Má á það benda, að aðalbankabygg- ingin var reist árið 1923, þegar starfsmonnafjöldi Landsbar.kans var aðeins 35. Átján árum síðar eða 1941 var bætt við nýrri við- byggingu aðallega við afgreiðslu sal, og voru þá starfsmenn bank- anna beggja orðnir 108. Síðan hefur ekki bætzt við húsakynni Jón G Maríasson aðalbankans annað en hlutar úr tveimur gömlum húsum, sem tekin hafa verið undir starfsem- ina. Er nú svo komið, að í þes17- um húsakynnum starfar samtals 251 maður. Bankastjórnin ákvað því í samráði við bankaráð að festa kaup á lóðinni nr. 4 við Lækjargötu. Er þetta stór og góð Ióð og ætti að henta vel fyrir framtiðaraðsetur Seðlabankans. Þegar endanlegt skipulag liggur fyrir á þessum slóðum, er ætlun bankastjórnarinnar, að hafizt verði handa um teikningar að væntanlegri bankabygingu, Samkvæmt lögunum tekur Seðlabanki íslands við öllum eign um og skuldum Landsbanka ís- lands, Seðlabankans. Af stofn- fé og varasjóðum hans sem alls nam 244,2 millj. kr. hinn 31. marz, var ákveðið, að 100,0 millj. kr. skyldu verða stofnfé Seðla- bankans, en 144,6 millj. kr. telj- ast til annarra varasjóða hsns. í lögunum um Seðlabanka er ákveðið, að hann skuli fyrir hönd ríkisins vera fjárhagslegur aðili að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Kom því inn nýr eignaliður á reikning bankans, kvóti íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hins vegar féll niður skuld rík- issjóðs á hlaupareikningi vegna framlags til sjóðsins, en sú skuld nam 98,4 millj. kr. hinn 31. maí s.l. þegar færslur fóru fram vegna þessarar breytingar. í sam- ræmi við þessa breytingu hefur liðnum innstæður Alþjóðabanka og Alþjóðagjaldeyrissjóðs verið skipt í tver.nt, þannig að nú kem ur saman í einum lið yfirdrátt- arlán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðn- um sem nú er skuld Seðlabank- ans, og innstæða vegna krónu- framlags til sjóðsins. f bráða- birgðaákvæðum Seðlabankalag- anna er fjármálaráðuneytinu ’heimilað að semja við Seðla- bankann um það, að inn á geng- isreikning ríkissjóðs sem var til vegra gengistaps rikissjóðs og bankanna 1960, verði greiddar óráðstafaðar innstæður ríkis- sjóðs vegna mótvirðissjóðs, alls 62,5 millj. kr., svo og sérstakar mótvirðisinnstæður Fram- kvæmdabankans að upphæð 50,0 millj. kr. Jafnframt taki Seðla- bankinn að sér að greiða eftir- stöðvar skuldarinnar ’ gengís- reikningi. Lagaheimild þessi um gengisreikninginn var með samkomulagi við fjármálaráðu- neyíið notuð í árslok 1961, og voru þá greiddar inn á reikning- inn þær mótvirðisinnstæður, sem áður er getið 112,5 millj. kr., og nam þá skuld á reikningnum 77,6 millj. kr, en hana tók Seðla- bankinn að sér að greiða. Jafn- framt var þá nafni reikningsins breytt, og kaliast hann nú geng- istapsreikningur. Af varasjóðum bankans voru síðan með sam- þykkt bankaráðs gieiddar 33,0 millj. ia. inn á gengistapsreikn- ing og 4,6 millj kr af rekstrar- afga.igi árið 1961, þannig að skuldin nemur nú 40 0 mliij. kr. og verður sú upphæð að greið- ast af rekstrartekjum bankans á næstu árum. Rekstursafkoma Seðlabankans 1961 varð allmiklu lakari en ár- ið 1960. Stafaði það einkum af auknum vaxtagreiðslum vegna innstæðna innlendra. aðila í Seðla bankinn tiltölulega vaxtalágar bankanum, en á mót eignaðist erlendar eignir. Tekjuafgangur reyndist 6,3 millj. kr. á árinu, en þá er búið að greiða, samkv. hinum nýju lögum, 5 millj. kr. í •arð í sérstakan sjóð, en helmingi tekna hans árlega verður varið til Vísindasjóðs. Árið 1960 varð tekjuafgangur hins vegar 14,9 millj. kr. Eigið fé bankans lækkaði á ár- inu úr 244,2 millj. kr. í árslok 1960 í 233,6 millj. kr. í árslok 1961, og stafaði þessi lækkun af greiðslum þeim inn í gengistaps- reikning. sem þegar hefur ver- ið getið. í þessum tölum er geng- istapsreikningurinn tekinn til eigna, en hann nam 40,0 millj. kr. í árslok. Sé hann dreginn frá eigin fé bankans, er það í árs- lok 1961 193,6 millj. kr. eða 50,6 millj. kr. lægra en í árslok 1960. Eg mun nú snúa mér að því að rekja þróun efnahagsmála á síðasta ári og þar á meðal höfuð- drættina í viðskiptum Seðla- bankans. Árið 1961 hefur, þegar á allt er litið, reynzt þjóðarbúskap fs- lendinga hagstætt þrátt fyrir ýmis áföll, sem hann hefur orð- ið fyrir. Vetrarvertíðin var óhag- stæð víða, sérstaklega fyrir sunn- an land. Jafnframt átti togara- flotinn við sífellt aflaleysi að stríða allt árið, og var heildar- afli togaranna ekki nema 46% af meðalafla áranna 1957—59. Auknar siglingar togaranna og hagstætt verð, sem oft fékkst á erlendum mörkuðum, bætti hér nokkuð úr skák, en nægði þó á engan hátt til að bæta upp afla- brestinn, enda urðu margir tog- arar að hætta rekstri á árinu, en aðrir söfnuðu miklum lausaskuld um vegna taprekstrar. Á móti þessum erfiðleikum kom stóraukin síldveiði, bæði á sumarvertíð fyrir norðan land og austan og haustvertið fyrir Suð- vesturlandi. Má þakka þennan Frh. á bls. 14 s VEGNA síondurtekinna til- mæla um afstöðu gegn her- setu, óskar Jóns Leifs að gera hér endanlega fulla grein fyrir afstöðu sinni til þeirra mála. A seinustu árum hafa menn beðið mig aftur og aftur um að undirskrifa mótmæli eða mót- xnæla á annan hátt fyrir hönd íslendinga ýmis konar hernað- sðgerðum hér m. m. Ég hef fulla samúð og virð- Jngu fyrir allri viðleitni í þessa átt og man að ég hugsaði einu einni í heilan sólarhring um evarið, áður en ég átti aftur viðtal við málsækjendur. Hin erlendu öfl mundu hvort sem er ekki fara eftir okkar óskum eða láta ísland vera óvarið land, — þó að við krefðumst þess, — ef þeim þykir hætta á ferðum. Ég hefl dvalið erlendis í hern eðarlöndum lengi í tveimur heimsbaráttum og er ekki í vafa um, að hin þriðja veraldarstyrj- öld hlýtur fyrr eða síðar að brjótast út. Það er ógreindar- legt að gera ráð fyrir öðru. Vér íslendingar — íslenzka þjóðin — ráðum engu í málum þessum, — ekki fremur í fram- tíðinni en í fortíðinni. Vér hefð- um eftir síðasta heimsófrið get- að lýst því yfir, að vér værum alveg hlutlaus þjóð, sem eins og heimsveldi páfans lifðum ein- göngu fyrir andann. Þetta hefði verið og er hin rétta skilgrein- ing og afstaða, en vér tókum hana ekki greinilega, höfðum ekki nógu mikið andlegt at- gervi og þrek til að taka þessa afstöðu, — sem vitanlega þurfti að styðja með mjög víðtækum og sterkum aðgerðum, stjórn- málalegum og menningarlegum, á alþjóðavettvangi. — V — Eins og nú er komið hefir það yfirleitt enga þýðingu- og ekkert framtíðargildi að mót- mæla, og mótmæli hafa yfirleitt aldrei varanleg áhrif. Nú er ekki um annað en jákvæðar aðgerð- ir að ræða. Hin sanna stjórn- kænska er: að lifa ekki í óska- draumum, heldur: að gera hið mögulega hverju sinni. Hinn skapandi maður mótmælir líka yfirleitt aldrei. — Hann skapar. Þeir, sem eru að skipuleggja mótmæli gegn „hernámi", eru í raun og veru að vinna gegn sínum eigin áhugamálum og að eyðileggja sinn eigin málstað, — ef þá málstaðurinn er þeim full alvara? „Gegn her — greinargerð eftir Jón Leifs“ nefnir liöfundurinn Vettvanginn, seni hér birtist. — Hefur enga þýðingu að mótmæfa — jákvæðar aðgerðir þarf — íslenzkir liðsforingjar stjórni hernum — gætum sjálfir átt fimm þús- und manna herlið. — Vilja íslendingar verja sitt menningarlega hlutverk og fórna jafnvel lífi sínu fyrir það? Svar mitt við tilmælunum var þetta: Ef þið viljið í raun og veru bjarga íslenzku þjóðerni og ís- lenzku sjálfstæði, þá er aðferð- in eins og sakir standa aðeins þessi og það er ekki önnur leið fær: 1. ) 1 fyrsta lagi þarf að krefj- ast þess að íslenzkir liðsforingj- ar stjómi hér hinum erlenda her. Slíkt er enginn vandi. Svo sem fimm vel þjálfaðir íslenzk- ir lögregluþjónar mundu nægja. Sennilega mundu „hernámsand- stæðingar“ vorir geta fengið meiri hlutann hér á landi með sér í þessum kröfum og sam- þykki hervaldsins. Sjálfur Napó- leon sagði eitt sinn, að öll hern- aðarvísindi væru í raun og veru mjög einföld og útheimtu hvorki sérstæðar gáfur né sér- staka menntun. 2. ) Þegar þetta væri fengið, og það er vel fáanlegt, þá kæmi að hinu að vér gætum sjálfir átt sams konar fimm þúsund manna þjálfað herlið eins og hér er til að gæta vors lands í tengslum við hið máttuga vestræna ríkja- bandalag og að vér viljum það. 3. ) Þegar þessum tveim fyrstu áföngum er náð kemur fyrst og loks að hinu réttmæta og marg- þráða takmarki ykkar, ef ykk- ur er full alvara í að ná því, þ. e. sem sé, að vér höfum undirbúið og þroskað þá lang- þráðu ósk vora, sem lengi hefði verið lýst og lengi þarf undirbúnings, að vér vildum sjálfir verja vort hxutleysi og að vér ættum hinn sanna menn- ingarlega og siSférðilega og heimsviðurkennda rétt í þeim efnum. Þá fyrst er árangurs að vænta. Viljum vér þennan varanlega árangur? Eða erum vér að hé- gómast í kringum einhvern verð- lausan stundarhagnað — sem getur bilað hvenær sem er? — V — Tæknin er komin það langt, að mannfjöldinn ræður ekki lengur heiminum, — heldur menntunin, vizkan og kunnátt- an, — ef til vill jafnvel það eingöngu, að hafa kunnáttu tix að geta þrýst á hinn eina rétta hnapp á hinu rétta augnabliki. Vilja íslendingar standa sig og vera hin sjálfstæða þjóð og verja sitt menningarlega hlut- verk, — fórna jafnvel sínu lífi fyrir það, — ef á reynir? Gera ekki of margir sjómenn vorir einmitt þetta? Hafa ekki forfeð- ur vorir og skáldin og lista- mennimir, allir hinir ókunnu höfundar, fómað hamingju sinni og lífi fyrir manndóminn, þjóð- ernið og menninguna? Er óeðli- legt að einhverjir aðrir vilji gera slíkt hið sama? Þetta er hin mikla spurning, sem hver tslendingur verður að svara fyrir sig og þjóðin f heild verður að svara, ef einu sinni enn reynir á, að duga eða drepast. Líka er hætt við að örlögin spyrji ekki. Menn skilji ekki orð mín þannig að ég láti mér detta í hug að íslendingar stofni nokk- urn tíma her eða herveldi að hætti stórþjóða, en vér eigum ágæta landhelgisgæzlu, og þurf- um ekki síður á einhvers kon- ar landgæzlu að haxda. Hún mundi verða því minni sem vér undirbúum betur vora alþjóð- legu aðstöðu á annan hátt. Jafnvel páfinn hefir sitt eigið landgæzlulið og landamæravörð og hefir ætíð haft, en hin eig- inlega landvörn hans er andlegs eðlis. Vér þörfnumst einmitt sams konar aðgerða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.