Morgunblaðið - 16.03.1962, Síða 17

Morgunblaðið - 16.03.1962, Síða 17
Föstudagur 16. marz 1962 MORGTnvnr. aðið 17 Leiöir til dmetanlegrar sam- ræmingar í útsvarsálagningu f A FUNDI neðri deildar í gær urðu töluverðar umræður um frumvarp ríkisstjórnarinnar um tekjustofna sveitafélaga, svo að venjulegur fundartími deildar- innar entist ekki og var fundi fram haldið kl. 5. Einn útsvarsstigi mjög til bóta ' Halldór E. Sigurðsson (F) taldi mjög frumvarpinu til gildis, að með þvi væri ekki skert sjálf- stæði sveitarfélaganna .Þá taldi hann aðstöðugjaldið að því leyti betra en veltuútsvarið, að það væri frádráttarbært og talið til útgjalda, sem veltuútsvarið var ekki. Hins vegar gerði hann lítið úr þeim ávinningi, að skattstjór- er legðu útsvörin á, eftir að fram talsnefndirnar hefðu búið verk- ið í hendur þeirra og taldi þar koma nefnd í nefndarstað, þar sem þær væru í rauninni arf- taki undirskattanefndanna. Þá var hann sammála Hannibal Valdimarssyni (K) um, að mjög væri til bóta, að einn útsvarsstigi Skyldi ákveðinn fyrir allt land- ið. Einnig voru þeir sammála um, sð heppilegt væri að taka upp landsútsvar, kvað HES þó mega deila um, hvar mörkin skyldu vera, en HV skírskotaði til frum varps um aðra tilhögun þeirra tnála. Einnig taldi hann vel koma til greina, að haga fasteigna- gjöldum á annan veg, hins vegar væri aðstöðugjaldið í raun og veru ekkert annað en grímuklætt veltuútsvar. Loks tóku þeir mjög í sama streng um það. að þess Ihefði verið vænzt, að meir ból- aði á nýjum tekjustofnum í frum varpinu, en raunin væri á. Gunnar Thoroddsen fjármála- ráðherra kvað það misskilning, að framtalsnefndirnar ættu að koma í stað undirskattanefnda. ÍÞvert á móti væru framtalsnefnd ir til og hefðu verið til í bæjar- félögunum, en í hreppum hefðu hreppsnefndir annast álagningu útsvara. Hér sé því ekki um nýj- ar nefndir að ræða og gert ráð fyrir, að þetta haldist óbreytt. Auk þess tóku þeir Skúli Guð- mundsson (F) og Lúðvík Jósefs- son (K) til máls. — Samþybkt var að vísa frumvarpinu til 2. umræðu og heilbrigðis- og félags málanefndar. Gagngera endurbóta var þörf Gunnar Thoroddsen, fjármála- ráðberra, gat þess í upphafi miáls eíns, að þeim sem fengizt hafa við sveitarstjórnarmál, hafi lengi verið ljóst, að gagngerar endur- bætur þyrfti að gera á lögum um fjárhagsmál og tekjustofna nveitarfélaga. Kæmi þar margt til. í fyrsta lagi er það óheppi- legt og í raun- inni óviðunandi, *ð sveitarfélög- in hafi svo að pegja eingöngu einn tekjustofn til að byggja á, sem sé útsvörin, eem í flestum tilfellum eru meira en 90% af itekjum iþeirra. En einnig hefur mönnum verið ljóst, að endur- Bkoða hefur þurft frá grunni hin *r áragömlu reglur um niður- (jöfnum eftir efnum og ástæðum, þótt þær kunni enn að henta í hinum fámennustu sveitarfélög- tim. En í sambandi við endur- Bkoðun á tekjustofnum og fjár- hagsmálum sveitarfélaganna þarf þó að sjálfsögðu jafnan að hafa { huga það sjálfstæði, það sjálfs- forræði sveitarfélaganna, sem er einn af hyrningarsteinum hins ís lenzka lýðveldis og lýðræðis og hefur verið einn af homsteinum þjóðskipulags okkar frá önd- verðu. Skömmu eftir að núv. ríkis- stjórn tók til starfa var skipuð fimm manna nefnd til að at- huga og gera tillögur um tekju- stofna sveitarfélaga. í þessari nefnd áttu sæti: Hjálmar Vil- hjálmsson ráðuneytisstjóri, Jónas Guðmundsson form. Samb. ísl. sveitarfél., og alþingismennirnir Birgir Finnsson og Guðlaugur Gislason. Skömmu eftir að nefnd in tók til starfa, skilaði hún til- lögum til bráðabirgða um breyt- ingar á útsvarslögum og frum- varpi um jöfnunarsjóð sveitarfé- laga. Þessi frumvörp voru bæði lögð fyrir Alþingi snemma árs 1960 og lögfest á því þingi. — Nefndin hélt síðan áfram störf- um og þetta frumvarp er árang- ur þess. Fasteignaskattur lögákveðinn í núgildandi lögum er sveitar- félögum veitt heimild til að leggja á fasteignaskatta, sem all- ir kaupstaðirnir og ýmiss sveitar félög önnur hafa notfprt sér, þótt ekki sé í allmörgum þeirra. Hér er því gert ráð fyrir að sam- ræma fasteignaskattana um allt land, svo að öll sveitarfélög noti þennan tekjustofn. Er ákveða skyldi, hvaða hundr aðstölur hér skyldu gilda, þurfti að sjálfsögðu ítarlega athugun á því, hverjar hundraðstölur sveit- arfélögin notuðu. Kom þá í ljós, að þær eru mjög mismunandi. Fyrir 10 árum voru samþ. lög á Alþingi, sem heimiluðu sveitar stjórnum að innheimta fasteigna skatt með allt að 400% álagi. Sum sveitarfélögin notuðu þessa heimild að fullu en sum að nokkru leyti. Síðan kom í gildi nýtt fasteignamat, 1955, og nið- urstaðan varð sú, að sum sveitar- félög, einkum þau, sem notað höfðu álagsheimildina að fullu hlutu talsvert minni tekjur en áður. Var því sett ákvæði 1959, um heimild til að innheimta fast- eignaskatt til sveitarsjóða með álagi. M. a. með hliðsjón af því, að þær prósentutölur, sem sett- ar eru inn í frumvarpið, muni ekki valda því, að fasteignaskatt- ur hjá sumum sveitarfélögum er ákveðið, að með reglugerð, er ráðherra staðfestir, geti sveitar- stjórn ákveðið að innheimta fast eignarskatt með allt að 200% á- lagi. En jafnframt er haft í huga, að allvíða í öðrum löndum er það svo, að einn megintekjustofn sveitarfélaga er fasteignarskatt- ur. Virðist sú skoðun og eiga vax andi fylgi að fagna hér á landi, að réttmætt sé, að sveitarfélög- in stefni meir í þá átt að ná hlut- fallslega meiru af tekjum sínum inn með fasteignasköttum en ver ið hefur. Veltuútsvörin afnumin Um alllangt skeið hefur svo- kallað veltuútsvar verið lagt á í flestum sveitarfélögum. Ein á- stæðan til þess, að veltuútsvarið var tekið upp, er vafalaust sú, að sveitarfélögin áttu ekki um aðra tekjustofna að velja. Þeim var meinað ár eftir ár að fá nýja tekjustofna, þótt hlaðið væri á þau nýjum útgjöldum, gripu þau því til þess, svo að ekki þyrfti að hækka hinn almenna útsvars- stiga úr hófi. Annað kom þar einnig til greina. Ýmis umfangs- mikil fyrirtæki, sem kannski ár eftir ár töldu sig ekki hafa tekju afgang eða hagnað, sluppu þar eða hefðu sloppið að mestu við greiðslur til þess sveitarfélags, sem þau voru í. Nú nota slík fyr- ir tæki ýmiss konar fyrirgreiðslu. sem sveitarfélögin veita með ærnum kostnaði, og þótti því eðlilegt, að í einhverju formi yrðu þau látin gjalda fyrir slíka aðstöðu. En einnig munu fleiri ástæður hafa legið til þess, að veltuútsvar var tekið upp. Hins vegar hafa veltuútsvörin sem skattstofn verið gagnrýnd ákaf- lega mikið og á marga lund með réttu. En jafnframt var það ljóst, að vitanlega þurfti að bæta sveit arfélögunum upp þann tekju- missi, og er það annars vegar gert- með því að leggja hið svo- kallaða aðstöðugjald á og hins vegar með landsútsvörum. Hvetur til hagkvæmni í rekstri' Kvað ráðherrann því sveitar- stjórnum heimílt að innheimta aðstöðugjald hjá atvinnurekend- um og öðrum þeim, sem sjálf- stæða atvinnu hafa í sveitarfélag inu, með nokkrum undantekning um þó. Aðstöðugjald skal miðað við samanlögð útgjöld vegna at- vinnurekstrarins næstliðið alman aksár, þar með talin efnis- og vörukaup og fyrningarafskriftir, samkv. ákvæðum skattalaga. Það er að því leyti frábrugðið veltu- útsvari, að fyrirtæki, sem skilað hefur hagnaði, hefur orðið að greiða veltuútsvör af þeim hagn- aði. Og hefur sá hagnaður því a.m.k. verið tvískattaður til sveitarfélaganna, þar sem bæði hefur verið lagt á hann tekjuút- svar og veltuútsvar, en með að- stöðugjaldinu er þessi tvísköttun afnumin. Þá er þess að geta, að aðstöðugjaldið er greiðsla fyrir aðstöðu eða þjónustu, sem sveit- arfélagið lætur í té, og telst því með reksturskostnaði og verður að dragast frá rekstrartekjum sem hver annar kostnaður. Varð- andi viðmiðun má einnig geta þess, að aðstöðugjaldið er viss hundraðshluti af útgjöldum eða tilkostnaði fyrirtækisins. Er það því fyrirtækinu í hag að hafa sem minnstan tilkostnað þjóðfé- lagslega séð og með þjóðarhag fyrir augum er það því veruleg- ur kostur, þar sem aðstöðugjald- ið hvetur þannig til aukinnar hagkvæmni í rekstri Landsútsvör Þá er bað nýmæli í þessu frum varpi, að lögð Skuii á landsút- svör. Kvaðst ráðherrann ætla, að komið sé nokkuð á annan ára tug, síðan fyrst var farið að tala um landsútsvör, og beindist þá athyglin einkum að því, að ýmis fyrirtæki og stofnanir. sem næðu til allra eða miíkils þorra lands- manna, greiddu í einu lagi lands útsvör í stað þess að greiða á þeim stöðum, sem fyrirtækin störfuðu. f frumvarpinu er gert ráð fyrir því, að ýmsar ríkis- stofnanir greiði landsútsvör, auk þess sölunefnd varnarliðseigna, 5%' af hagnaði sínum, og olíufé- lögin, 1,33% af heildarsölu. Er þá gert ráð fyrir, að, fjórðung- ur landsútsvaranna, sem til falla í hverju sveitarfélagi skuli korna í hlut þess, en % hlutar skuli ganga í jöfnunarsjóð og skiptast í jöfnu hlutfalli við íbúatöluna. Mjög hefði komið til athugunar, að fleiri aðilar greiddu landsút- svör, og þá einkum banikar og sparisjóðir. Það hefði þó ekki þótt fært að þessu sinni, en væri mjög til athugunar framvegis. Merkilegum áfanga náð Þá kvað ráðherrann merkileg- um áfanga náð með því að lög- festa einn útsvarsstiga fyrir allt landið, og rnunar einn af stærstu áföngunum í okkar útsvars- og skattamálum á síðari árum. En það mun að sjálfsögðu leiða til ómetanlegrar samræmingar í út- svarsálagningu um landið. Und- irbúningsnefndin hefur lagt mikla vinnu í að komast að þess ari niðurstöðu. En til þess að það geti orðið eru m. a. sett inn þau ákvæði, að auk þess frádráttar, sem veittur er fyrir konu og börn, er sveitarstjórn heimilt að draga frá útsvari allt að 800 kr. Og er þetta við það miðað, að ekkert sveitarfélag þurfi nokkru sinni eða á nokkrum aðila að hækba útsvarið frá því sem ver- ið hefur. Þá er um verulegar breyting- ar að ræða hvað viðvíkur til- högun eða reglum um fram- kvæmd útsvarsálagningar, sem standa í sambandi við þá ger- breyttu skipan á framkvæmd skattamáia, sem gert er ráð fyr- ir í frumvarpi um tekju og eigna- Skatt. Meginatriði þess er, að við álagningu útsvara sé nötað starfs lði og þekking Skattstofanna, sem ætlað er að koma á fót, níu að tölu, hér á landi, sem allra mest í sambandi við útsvörin, þótt skattstjóri skuli vera bundinn við þá skrá, um tekjur og eignir, sem framtalsnefnd eða hreppsnefnd lætur honum í té. En hlutverk framtalsnefndar er í fyrsta lagi að rannsaka skattframtölin og úr skurða þau til útsvarsálagningar og í öðru lagi að áætla tekjur og eignir þeirra, sem ekki hafa skil- að framtali og í þriðja lagi að ákveða, að hverju leyti skuli til greina tekin ýmiss atvik, sem lög ábveða eða heimila, að tekið sé tillit til. Þó þótti rétt að setja sérákvæði varðandi hin fámenn- ari sveitarfélög og er svo fyrir- mælt, að í hreppum með færri en 300 íbúa sé sveitarstjórn heim- ilt að leggja á útsvör án milli- göngu skattstjóra. Loks verður sú mikla breyting á, að útsvarskærur ganga beint til ríkisskattanefndar frá fram- talsnefndum. Samkomur Hjálpræðisherinn Síðasta samkoman sem Ofursti Kristjansen talar á er í kvöld kl. 8.30. Brigader Nilsen og frú og fl. taka þátt. Allir velkomnir. Kristilegt félag hjúkrunarkvenna heldur fund föstud. 16. þ. m. kl. 8.30 í húsi K.F.U.M. og K. Amtmannsstíg 2 B. Allar hjúkr- unarkonur og hjúkrunarnemar velkomnar. IJtan við sig GUÐMUNDUR J. GuS- mundsson var bersýnilega eitthvað utan gátta og illa stemmdur 4 borgarstjóm- arfundinum í gær, því að það kom tvívegis fyrir við atkvæðagreiðslu á fundin- um, að hann gleymdi að rétta upp hendina með flokksbræðrum sínum og hálfflokksbróður, Þórði Björnssyni. — Fulltrúar kommúnista kunnu þess- um sljóleika heldur illa, svo að í þriðja skipti, sem atkvæðagreiðsla fór fram, þótti þeim vissast að óska nafnakalls í trausti þess, að maðurinn rankaði við sér, þegar hann heyrði nafnið sitt kallað upp (!) awlBÍLÁLEIGAN LEIGJUM NYJA AN ÖKUMANNS. SENDUM , BÍLINN. Sir-^ll-3 56 01 iuTIM Telpu mockasinur hvítar og rauðbrúnar. Stærðir 28—34. Drengjaskór Litur: svart. Stærðir 28-39. — Póstsendum — SKðHÚSIB Hverfisgötu 82. Sími 11786. Aðalfundur Styrktar. haldinn í kl. 20,30. og sjúkrasjóðs Tjarnarcafé verzlunarmanna verður uppi fóstudaginn 16. marz STJÓRNIN. Frá Byggingarfélagi alþýðu Hafnarfirði Efri hæðin á Selvogsgötu 19 er iil sölu. Félagsmenn, sem vilja kaupa íbúðina, sendi umsókn fyrir 25. marz til formenns félagsins, Kjartans Ólafssonar Sunnu- vegi 3, sem gefur nánari uppiýsingar. STJÓRNIN. FéEag kjólameístara heldur aðalfund laugardaginn 24. þ.m. kl. 3 e.h. að Laufá.jvegi 8. Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.