Morgunblaðið - 14.04.1962, Side 3
Laugardagur 14. apríl 1962
MORGUISBL AÐIÐ
%
r.
EKKI er lenj_i að skipast
ur í lofti hér á íslandi. í>að
fékk fólk að reyna,
skrapp á skíði eða austur
ir Fjall í fyrrakvöld.
kvöldimatarleytið fóru t. d.
ÍR-in,gar upp í ihinn nýja
skíðaskála sinn við Kolviðar
hól í ágætu bílfæri, en fyrr
efi varði hvessti og tók
hlaða niður snjó, svo að bílar
festust. í morgun var svo
komin þoka og rigning og
ágætt bílfæri aftur.
Það stóð sérlega mikið til
hjú ÍR-skíðamönnunium. —
Forseti íslands, Ásgeir Ás-
geirsson og frú Dóra Þórhalls
dóttir, voru að koma í skála
þeirra og aetluðu að dvelja
þar í nokkra daga. Af því til-
efni höfðu skíðamennirnir
hugsað sér að fara blysför um
skíðabrekkuirnar. En veðrið
kom í veg fyrir að. af því
gæti orðið.
Um miðnættið, þegar bíl-
arnir voru á leið heim, var
farið að fenna svo í slóðina,
að er þeir komu niður undir
Sandskeið tóku bílarnir að
festast. í>ar sátu fastir 10 bíl-
ar, stórir áaetlunarbílar, oliu-
bílar, tveir heybílar og Htlir
fólksbílar. Kjartan Ingimars-
son, bílstjóri tók þá það ráð
að koma skilaboðum gegnum
talstöð sína til Kristjáns Guð-
mundssonar hjá Vegagerð-
inni og biðja um aðstoð.
Sendi Kristján á vettvamg bíl
með tönn, sem losaði bílana
úr sköflunum. Var þá svo
mikið rok og skafrenningur
að farþegum fannst varla
fært út úr bíl.
Skömmu seinna eða milli
kl. 1 og 2 um nóttina fékk
Kristján svo skilaboð um að
3 litlir bílar væru orðnir fast
ir uppi á Hellisheiðinni. Var
þá sendux bíll með drifi á öll-
um hjólum og ýtumaður og
fólkið úr bílunum flutt nið-
ur í Skíðaskála. Einn bíll
mun hafa festzt þarna seinna
og hafðist fólkið við í honum
fram undir morgun.
í Skíðaskálanum var nóg
Sér ekki úr augum fyrir byl . . ,
Bros í gegnum snjóhríðina.
að gera alla nóttino. Þangað um morguninn.
leitaði einnig fólk úr bílum, En svo leystist vandinn
sem festust. nokkru fyrir neð- eins skyndilega og hann bar
an skálann. Var að koma að höndum. Rigningin kom
fólk, sem þurfti kaffi og að- og leysti snjóinn og losaði
hlynningu fram til kl. 5.30 bílana úr sköflunum.
Keðjur varð að setja á kraftmestu bíla
%%%%%%%%%%%%
íslandsmótið í bridge hfst n.k.
sunnudag. Mótið fieer að þessu
sinni fram hér 1 Reykjavík og
verður spilað í Skátaheimilinu
við Snorrabraut. Sveitakeppnin
mun fara fram sunnudag til
fimmtudags. Tvímenningskeppni
í riðlum mun fara fram laugar-
dag, sunnudag og mánudag þar
á eftir. Ekki er enn vitað um
þáitttöku, því frestur tál að til-
kynna rann út á miðnætti í gær.
Eins og áður hefur verið skýrt
frá, verður háður landsleikur
við England hér í Reykjavík í
byrjun maí n.k. íslenzka sveitin
er þannig skipuð:
Stefán J. Guðjohnsen, Jóhann
Jónsson, Hjalti EHasson, Ás-
mundur Pálsson, Agnar Jörgen-
sen otg Róbert Sigimundsson.
Ekki er ann vitað, hvemig
enska sveitin verður skipuð, en
reiknað er með, að hún verði
mjög sterk.
1 Ákveðið er, áð 96 spil verði
íspiluð í landsleiknum og verð-
’ ur þeirn skipt í þrjár umferðir,
þ. e. 32 spil í hverri urnferð.
Að loknum landsleiknum fer
fram sveitakeppni með þátt-
tökiu ensku sveitarinnar og 5
efstu sveitunum á næsta íslands
móti. Heimsókn Englending-
anna lýkur með Barómeteæ-
keppni og verða 52 pör í iþeirri
keppni.
Nýlega er lokið sveitakeppni.
Bridgefélags Kópavogs og sigraði
sveit Maríu Sigfúsdóttur auk
hennar eru í sveitinni, Gylfi
Gunnarsson, Inga Guðmundsdótt
ir, Björgvin Ólafsson og Sigur-
rós Sigurðardóttir.
Nú er hafin firmakeppni fé-
lagsins og taka 48 firmu þátt í
keppninm. Eftir fyrstu umferð
er staða eístu fyrirtækjanna sem
hér segir:
1. Rörsteypan (Ing Guð
mundsdóttir) 127 st.
2. Efnagerðin Valur
(Jón Hermannsson) 124 —
3. Skattstofan (Ragnar
Þorsteinsson) lill —
3— 5. Brunabóttfél. íslands 109 —
4— 5. Bioskýlið 109 —
6. Sparisjóður Kópav. 108 —
7. Kópavogs-bíó 106 —
Næsta umferð verður spiluð í
fólagsheimilinu fimmtudaginn 19.
apríl kl. 2 e.h.
Nýlega er lokið sveitakeppni
Reykjavíkurmótsins og bar sveit
Einars Þorfinnssonar sigur út
býtum. A.uk Einars eru í sveitinni
Framh. á bls. 23
STAK8TEINAR
Tilraunin mistókst ■< i
Kommúnistablaðið skýrir frá
þvi á forsíðu í gær, að tUraunr
ir þær, sem forystu kommúniste
samþykkti á sinum tíma að gera
til að koma á nýrri „samfylk-
ingu“, þar sem lítiff gagn væti
orðið í Alþýðubandalaginu,
hefðu brugðizt. Blaðið víkur að
þvi, að í viðræðunum hafi tek-
ið þátt, auk kommúnista, Þjóð-
vamarmenn og Framsóknar-
menn og sérstök nefr.d, skipuð
þessum aðilum, hefði verið kos-
in. Síðan segir:
„Stjóm fulltrúaráðs Framsókn
arfiokksins kom hins vegar með
ýmsar undanbárur (svo) lengi
vel, en neitaði að lokum alger-
lega að tilnefna menn til við-
ræðna við nefndina. Ekki var
sú ákvörðun borin undir full-
trúaráð Framsóknarflokksins, t»
vitað er að innan þess var mik-
iil áhugi á þessari hugmynd.“
Kommúnistaáhrif
í Framsókn
Á undanförnum árum hafa
kommúnistar seilzt til áhrifa
innan stofnana Framsóknar-
flokksins, og hefur orð leikið á
því að þeir hafi heinlinis sent
sína menn inn í flokkkm. Hvað
sem rétt er í því, þá er hitt
sjálfsagt byggt á rökum, að
nokkur stuðningur hafi verið
við þá hugmynd innan Fram-
sóknarflokksins, að taka upp
enn nánara samstarf við komm
únista. Og enn munu ákveðin
öfl innan þess flokks veraþeirr
ar skoðunnar. Það er þess vegna
ekki úr lausu lofti gripið, þegar
Þjóðviljinn iýkur fregn sinni á
þessum orðum:
„I umræðimum kom fram, að
menn voru enn sammála um
nauðsyn vinstrl einingar, þótt
hún hefði strandað á nokkrum
leiðtogum Framsóknarflokksins
og Þjóðvamarflokksins. Yrði að
gangi þeirrar hugmyndar . .
Áhugalausir
um kjarabætur
Blöð stjómarandstöðunnar,
Tíminn og Moskvumálgagnið,
hafa verið mjög hljóð umkjara
bótatillöguna, sem flutt var á
Alþingi snemma í vetur af
kommúnistum og samþykkt af
öllum þingmönnum. Þar var gert
ráð fyrir að bæta kjör manna
eftir þeim leiðum, sem Morg-
unblaðið hefur margbent á,
kommúnistar fram að þessu ver-
ið mótfallnir. Fyrir áramótin
leit út fyrir að full samstaða
væri um að fara kjarabótaleið-
ina, en forðast verkfallastefn-
una. Því miður bendir hið al-
gjöra áhugaleysi stjómarand-
stæðinga síðan til þess, að þeir
dauðsjái eftir að hafa staðið að
þessari stefnu og vilji fyrir alla
muni koma í veg fyrir, að hún
beri árangur. Og raunar er nú
fengin staðfesting á því, að
þetta sé sjónarmið stjórnarand-
stæðinga. Þegar ríkisstjörnin
lýsti því yfir við Alþýðusam-
bandið, að hún vildi fúslega
stuðla að framgangi þessa máls,
þá tilkynntu Alþýðusambands-
menn, að þeir vildu ekkert við
stjórnina tala lengur. Hafði
hún þó bætt því við, að hún
hefði áhuga á að athugað yrði,
hvort ekki reyndist unnt að
hækka jafnframt eitthvað laun
þeirra verkamanna, sem lægst
laun hafa. Því miður virðast
kommúnistar því enn fylgjandi
verkfalisstefnunni, en andvígir
kjarabótastefnu. Og eins og
fyrri daginn taka Framsóknar-
menn undir sjónarmið komm-
únista.
\