Morgunblaðið - 14.04.1962, Side 9

Morgunblaðið - 14.04.1962, Side 9
Laugardagur 14. aprfl 1962 VORGl'N Jll 4 fílÐ 9 Sæmundur Bjarna- son — Minníng ÞANN 29. roarz s.l. andaðist Sae- rnundur Bjarnason, einn af elztu borgurum Víkurkauptúns í Mýr- dal. Hann lézt í Landakotsspítala eftir löng og erfið veikindi. Út- för hans er gerð frá Víkurkirkju í dag. Sæmundur var faeddur að Hraunbæ í Álftaveri, 4. október 1880. Hann var sonur Bjarna Þor Bteinssonar, bónda, og konu hans Margrétar Bárðai dóttur. Föður sinn mijsti Saemundur, þegar hann var 5 ára gamall, en dvaldist með móður sinni til fermingaraldurs. Fór hann þá að heiman til þesis að berjast sinni eigin lífsbaráttu, sem nú er lok- ið eftir langt og mikið starf. Hann stundaði alls konar störf til sjós og lands, var í vinnu- mennsku, réri í Þorlákshöfn, Vestmannaeyjum og í Mýrdal. Hann stjórnaði skipi frá Vest- tnannaeyjum og við Jökulsá og var kappsamur og happasaell for maður. Það var elcki öllum hent að vera formaður við hina opnu brimaströnd Suðurlands á opn- um áraskipum, og völdust því aðeins til þess áræðnir og út- ejónasamir dugnaðarmenn. Sæ- tnundur var og á yngri árum mik ill og góður ferðamaður og sá um fjárkaup og rekstra úr Skafta fellssýslu til Beykjavíkur fyrr meir. Hafði hann traust manna fyrir dugnað og ársfeði. Haustið 1908 gekk Sæmundur að eiga Oddnýju Runólfsdóttur frá Fossi í Mýrdal, mikila ágætis- og dugnaðarkonu, sem nú lifir mann sinn, farin að heilsu. Þau hjón hófu búskap í Sólheimahjá- leigu í Dyrhólahreppi, en bjuggu þar aðeins eitt ár. Fluttust þau þá að Eyjarhólum í sömu sveit og bjuggu þar til ársins 1924, er þau brugðu búi og settust að í Vík. Þar áttu þau heimili æ síðan. í Vík stundaði Sæmundur margvisleg störf, er til féllu, en hafði auk þess nokkurn búskap. Til þess síðasta átti hann nokkr ar kindur, sem hann hugsaði um, meðan kraftar entust. Þau hjónin eignuðust 10 böm og eru 8 þeirra á lífi; 5 dætur og 3 synir. Þau eru; Guðlaug, gift Sigurbirni Hall- dórssyni, vélstjóra í Kópavogi; Guðrún, gift Holger Gíslasyni, rafvirkjameistara í Reykjavík; Margrét, gift Jóni Þórðarsyni, kaupmanni, Reykjavík; Elín, gift Grími Guðmundssyni, verzl- unarmanni, Reykjavík; Guðrún, gift Teiti Magnússyni, skipstjóra, Hafnarfirði; Bjarni, bifreiðastj., Vík, lcvæntur Huldu Vilhjálms- dóttur; Ingólfur, verzlunarmað- ur, Vík, kvæntur Svölu Magnús dóttur og Runólfur bifreiðastj., Vik, kvæntur Sigríði Karlsdótt- ur. Tvö börn þeirra dóu á unga aldri; Guðný, á fyrsta ári og Finnur, 17 ára. Ég kynntist Sæmundi Bjarna- syni fyrst á efri árum hans. Börnin voru þá flogin að heim- an og búin að stofna eigin heim- ili. Gömlu hjónin voru ein eftir í litla húsinu sínu í Vík. En þótt fjölskyidan væri orðin nokkuð dreifð, var áberandi, hvað sam- heldnin var mikil og samband- ið milli foreldra og barna náið. Þótt dæturnar væru búsettar í fjarlægð, voru þær tíðir gestir á heimili foreldra sinna og skipt- ust á að dvelja þar, ef veikindi steðjuðu að. Hlutu menn að taka eftir þessu og virða, og sýnir það m.a. þau uppeldisáhrif, sem börn in hafa orðið fyrir á æskuheimil inu og þá virðingu, sem þau báru fyrir foreldrum sínum. Sæmundur stundaði vinnu vet ur og sumar, þegar færi gafst, allt þar til kraftar þrutu fyrir fáum árum. Hann var fríður maður, beinn í baki og kvikur á fæti. Hann gekk að störfum sín- um með áhuga, hnyttinn í svör- um, glettinn án græsku og ætíð í góðu skapi. Mér fannst hann vera gleðimaður af guðsnáð, og hann átti hægt með að skemmta sér með ungu fólki fram á elli- ár. Sæmundur var einarður mað- ur og hreinskiptinn og fór ekki í felur með skoðanir sínar, enda ekki gefinn fyrir að biðjast vægð ar, þótt við andbyr væri að etja. Gæðaúrið öllum fremra og frægra - um lönd og höf - hvað gefur betur til ^ kynna örugga smekkvísi nútimamannsins. Aðeins ROAMER býður mér einmitt þaö er ég þarfnast: j^|. Fyrsta flokks gæði. 2. Ósvikinn glæsileik. 3. Alla kosti (100% vatnspétt, gengur af sjálfu sér, sýnir dagatal o. s. frv.). Ijja, 4. Furðusamlega hagkvæmt verð. É II 1 OF SWIT, 1 R 1. A N D Hið heimsfræga svissneska gaeðaúr Óvini hygg ég, að ,hann hafi enga átt, en vini og kunningja marga. Mér er ljúft að minnast þessa vinar míns, nú þegar hann er allur. Hann mætti mér ætíð með ljúfmennsku og bros á vör. Þeim, sem bera gleðina með sér varður óhjákvæmilega vel til vina. Sæmundur Bjarnason var einn af þeim. Við, sem þekktum hann, sökn- um hans, er hann hverfur yfir móðuna miklu. En „eitt sinn skal hver deyja“, og Sæmundur hafði lokið löngu og erfiðu dagsverki. Heilsan var þrotin og þá er öll- um gott að fá hvíld. Ég kveð því þennan merka Mýrdæling, ekki með harmi, enda hefði það ekki verið að skapi hans. Ég feveð hann með þafeklæti fyrir samver una og samfylgdina og óska hon um góðrar ferðar og góðrar heim komu til landsins éilífa og bið höfund lífsins að gefa honum frið og ástvinum hans styrk í nútíð og framtíð. Ragnar Jónsson. Félagslíi VfKINGUR Knattspyrnudeild. Æfingar hefjast hjá meistara- og ÍI. flokki á Melavellinum n.k. sunnudag kl. 10.30. Nýr þjálfari mætir. Víkingar 4. og 5. fl. A og B, 5. fl. æfing, laugard kl. 6. C og D, 5. fl. æfing, laugard kl. 5. 4. fl. æfing sunnud. Xd. 1.30 Þjálfarar. VALSMENN! Dvalarkort fyrir páskadvöl í Valsskálanum varð'a afhent í Valsheimilinu á mánudaginn 16. apríl kl. 20—22. Skíöadeild. Skíðaferðir í Jósepsdal. Dvalið verður í Ármannsskál- J anum um helgina. Ferðir frá B.S.R. í dag kl. 2 og 6 og í fyrramálið kl. 9. Skíðadeild Ármanns. Páskadvöl í Jósepsdal. Dvalarmiðar verða afgreiddir á skirfstofu félagsins í íþrótta- húsinu við Lindargötu kl. 8— 9.30 e.h. á mánudag og þriðju- dag. Tryggið ykkur miða í tíma. Skiðadeild Ármanns. & SKIPAUTGCRe RIKISINS Ms. ESJA vestur um land til Akureyrar 18. þ.m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Patreks- fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarð- ar, Siglufjarðar og Akureyrar. Farmiðar seldir á mánudag. ££LGUFIU£ Til leigu í V ON ARSTRÆTI 12 3—4 samstæðar stofur, fyrir skrif- stofur eða léttan iðnað. — Leigjast 1 einu eða tvennu lagi. Jóhannes Lárusson héraðsdómslógmaður lögfræðiskrifst. - fasteignasala Kirkjuhvoli — Sími 13842 Munið okkar vinsæla kalda borð, hlaðið bragðgóðum ljúffengum mat. Eftirmiðdagsmúsík frá kl. 3,30 Kvöldverðarmúsík frá kl. 7,30. Dansmúsik frá kl. 9—1. Hljómsveit. Björns R. Einarssonar leikur. Borðpantanir í síma 11440. Aldui. iakmark 21 árs. Gerið ykkur dagamun borðið og skemmtið ykkur að Ódýrosta Sælgætið INGÓLFS APÓTEK IDON er ódýrasta megrunarmeðalið Dagskammturinn kostar að- eins lcr. 18.55. INGÓLFS APÓTEK Sími: 11330.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.