Morgunblaðið - 14.04.1962, Side 14
14
MOPr.T’N»r * W / ©
Laugardagur 14. apríl 1962
Gunnar Sigurðsson í Seljatungu:
Ur einu í annað
1 DAG er mið-góa og frost á
Fróni. Hexðskirt, allhvass norð-
austan og moldroksbakki með
austurfjöllunum. Sjálfsagt er
ekki ástæða til þess að kvarta
undan þvílíku veðurlagi nú um
báveturinn, en einhvern vegin er
það þó svo, að fólk þreytist á
þráviðri scm þessu, enda hefir
aú um sinn verið ailmikið frost,
en snjólaust er með öllu, og
ifclakinn vex því örar í jörðinni.
En þótt Góa gamla hristi pils-
in sín um tíma. er þó mikið milli-
bil á veðrinu núna eða í um-
hleypingunum á Þorranum, þeg-
ar varla viðraði því sama heilan
dag Og stundum blés af mörgum
áttum yfir sólarhringinn, enda
er önnur eins ótíð varla í minni
manna hér um slóðir, eða þá
mjög langt að minnast svo langs
tima sem umhleypingar hafa
staðið samfleytt. Sjálfeagt er fólk,
hvar sem það býr á jarðkringl-
unni, meir og minna háð veðr-
áttunni og því ekkert undarlegt,
þó að við ísiendingar, sem ek’ki
síður en aðrir erum veðrinu á
hverjum tíma mjög háðir, ræðum
fyrst af öllu um, hvernig veðr-
áttan sé þá og þá. Eða lítum
bara til þeirra sem sækja björg
á sjóinn, ekki leikur gæftaleysið
þá mjög vel og aðrir landsmenn
súpa svo þar af, að ekki sé nú
minnst á þær fórnir í mannslíf-
um og eignatjóni, er þóðin má
færa hafinu, þegar höfuðs'kepn-
umar færást 1 auikana. Og hversu
margir skyldu ekki biðja um gött
veðurlag, þótt í landi vinni, já
meir að segja þeir, sem inni eru
allan daginn við störf sín, þeim
er líka til ánægju að veðrátta sé
stillt og áfallalaus. Hitt er ann-
að mál, að fólk er misjafnt í því
sem öðru, hvernig það tekur að
ytra börði illum veðrum, og þess
um finnst þetta ekki svo vont,
sem öðrurn finnst alveg óskap-
legt, og þetta sannar vitanlega
ekki annað en það, að engir tveir
menn eru eins. Og þegar svó er
um þvílíka hluti, þá er þess varla
að vænta, að um úrlausn ákveð-
inna mála geti allir verið á einu
máli, enda fer varla hjá því, að
fólk veiti því eftirtekt, að um á-
kaflega fátt eru íslendingar sam
mála, það sem ráðið er og rætt
um á opinberum vetvangi.
En því kemur mér þetta í hug,
að fyrir skömmu síðan var út-
varpað frá Alþingi umræðum um
tillögu til afturköllunar á sjón-
varpsleyfi, er varnarliðið á
Keflavíkurflugvelli hefir haft síð
an árið 1955. Eg er meðal þeirra
er ómöglega geta séð, að þjóð-
inni sé hætta búin, þó að hinir
erlendu menn fái að reka sína
sjónvarpsstöð. og þó að styrk-
leiki hennar nái til lítið eitt
stærra svæðxs en sú minnsta stöð
hefir gjört ag þeir nötað undan-
farin 6—7 ár. Eg er lífca meðal
þeirra, sem telja að eitthvað ættu
landsmenn að framkvæma á und
an því að reisa hér á vegum rík-
isins margra milljón króna sjón-
varpsstöð, sem mjög er vafasamt
að við hefðum nokkur tök á að
stárfrækja með íslenzkri dag-
skrá, msðan þjóðin er ekki fjöl-
mennari, en með eðlilegum hætti
má telja, að hún verði næstu
20—30 ár. Og þó hefi ég þessa
Skoðun á sjónvarpi ekki af því,
að ég óttist að dagskrá þess, þó
að miklu leyti erlend væri, myndi
afmennta þjóðina, heldur get ég
ekki betur séð en að hér á landi
sé fullt af verkefnum, sem leysa
þarf á undan þessu og sem geta
verið undirstaða þess, að einstak-
ingunum gcti liðið betur í land-
inu. En af því sem ráðið varð af
umræðunurn um sjónvarpsleyf-
ið frá Alþingi, og ekki fór í
heimspólitískt aurkast, virðist
mér, að þingmennirnir sem komu
í ræðustólinn, væiu nú ekki al-
veg á því, að lengi mætti drag-
ast að framkvæma hugmyndina
urn sjónvarp á Islandi. Og þó að
þeir engan veginn gætu verið
sammála um það, hvort varnarlið
ið skyldi fá að hafa sjónvarpsleyfi
fyrir sig eða ekki, voru þeir
svona hérumbil sammála um, að
það væri nauðsynlegt, að fslend-
ingar kæmu upp sínu eigin sjón-
varpi, enda þótt kosta myndi
margar milljónir. En þetta er
bara eitt atriði út af fyrir sig,
sem sýnir, að mjög sýnist sitt
hverjum um úrlausn mála, og
mætti skrifa um það langt mál.
Fyrir nokkru síðan var haldinn
hér í hreppnum deildarfundur
Mjólkurbús Flóamanna, en slí’kir
fundir em haldnir árlega Og eru
þar fyrst og fremst kjörnir full-
trúar fyrir deildina til að mæta á
aðalfundi Flóabúsins, sem að
þessu sinni verður haldinn í Ara-
tungu síðar í vetur, er Mjólkur-
samsalan i Reykjavík hefir gjört
sínar bækior klárar og fyrir ligg-
ur, hvemig viðskipti þessara
tveggja skildu aðilja hefir orðið
á árinu sem leið.
Fulltrúar fyrir Gaulverja-
bæjar-deild voru kjörnir Guð-
mundur Jónsson ög Stefán Jason
arson, og hefir svo verið um ára-
raðir. Þeir skýrðu á fundinum frá
því helzta er þeir voru vísari
um rekstur Flóabúsins og hugs-
anlegar fyrirætlanir í flutninga-
málum í framtíðinni, og urðu um
þau mál nokkrar umræður. Mjólk
urinnlegg héðan úr Gaulverja-
bæjarhreppi hafði aukizt á ár-
inu 1961 um tæplega 65 þús lítra
og varð nú rúml. 1,7 millj. lítrar.
Mesta innlegg frá einu heimili
var frá Guðrúnu Guðmundsdótt-
ur í Efri-Gegnishólum, rúmlega
80 þús. lítrar. í Efri-Gengishól-
um búa þrjú systkini með móður
sinni og er athyglisvert, með
nverjum dagnaði þau hafa á fá-
um árum byggt upp þessa jörð að
húsakösti og stóraukið ræktun,
samfara þægilegum vélakosti til
heyöflunar og annara staría við
búskapinn. Víða eru notaðar
mjaltavélar hér, og munu þær
hafa verið settar upp á 10 bæjum
á sl. ári. Þykja þær létta störfin
við mjaltirnar, enda full þörf á,
þar sem ekki er mörgu fólki til
að dreifa á heimilunum og sann-
arlega ánægjulegt, hversu rýmk-
azt hefir í seinni tíð um innflutn-
ing þeirra.
En það er Og á fleiri sviðum,
sem til bóta er, að innflutningur
til landsins er nú orðinn að miklu
leyti frjáls, þ. e. a. s. ekki háður
endalausuni leyfisveitingum úr
hendi stofnana, sem með engu
móti, hversu sem viljinn var til,
gátu haft rétta yfirsýn um það,
hvað væri þarfast eða hver væri
verðugastur þess að hljóta út-
gefin leyfi fyrir þessu eða hinu.
Á fyrrnefndum mjólkurbús-
deildarfundi var t. d. frá því
dkýrt, að bifreiðakostur Flóabús
ins væri nú allgóður eða að vel
íefði miðað að undanförnu um
að endurnýja eldri bíla, en allir
vita, sem nokkuð fylgjast með
flutningamálum, að á vegum
þess fyrirtækxs er um mjög um-
fangsmikla flutninga að ræða,
bæði hvað snertir vörumagn Og
óhemjulangar vegalengdir. Það
er því ofur einfalt mál. að slíku
fyrirtæki er mjög óhagkvæmt að
nota lengi sömu bílana sökum
mikils viðhaldskostnaðar Og því
höfuðnauðsyn, að það geti endur-
nýjað flutningavagna sína mjög
Oft, en því aðeins er slíkt mögu-
legt, að forráðamenn fyrirtækis-
ins hafi til þess frjálsar hendur
Rennismiöur
eða vélvirki óskast
JÁRN H.F.
Súðavog 26 — Sími 35555.
Fósturmóðir okkar
GUWBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR
frá Smyrlhóli,
andaðist að heimili sínu Faxabraut 33 A Keflavík 12.
þessa mánaðar.
Fyrir hönd fóstursystkina.
Þorsteinn Sigurðsson.
Útför
MARÍCJ INGIBJARGAR ARNESEN
sem andaðist laugardaginn 7. april fer fram frá Foss-
kirkju mánudaginn 16. apríl kl. 10,30 f.h.
Jónína Arnesen,
Geir Arnesen.
Innilegar þakkir fyrir samúð og vináttu við andlát
og útför
ÞOKSTEINS ÞÓRÐARSONAR
Sérstaklega vil ég þakka heimilislækni okkar Jónasi
Sveinssyni og Ragnheiði Guðmundsdóttur hjúkrunar-
konu fyrir þeirra kærleiksríku hjáip og umönnun.
Ásta Stefánsdóttir.
fyrir skömmtunarstjórum ríkis-
valdsins.
En um leið og maður gleðst
yfir auknum og bættxxm bíla-
kosti, sem ekki aðeins er fyrir
hendi hjá Mjólkurbúi Flóa-
manna, heldur og fjölda annarra
fyrirtækja og einstaklinga í land-
inu, þá leiðir maður hugann að
vandamáli sem þessu er einnig
samfara. Það er vegaviðhald í
landinu. Eftir því sem fjöldi bif-
reiða eykst og flutningavagnar
verða stæxrri og burðaimeiri,
vex þörfin á, ekki aðeins að
byggja nýja vegi, heldur og ekki
síður að auka viðhald þeirra
vega sem fyrir eru. Upprunaleg
bygging velflestra vega í landinu
er, eins og allir vita, sízt af öllu
miðuð við umferð svo risavax-
inna tækja, sem á undanförnum
hálfum öðmm áratug hafa verið
flutt inn í landið til hverskyns
flutninga og vegirnir því ekki
þolað þennan mikla þunga, því
allt hefir gjörzt í senn, að flutn-
ingaþörfin hefir au'kizt, að sjá’lf-
sögðu vegna fjölgunar þjóðarinn-
ar, og aukin umsvif, bætta af-
komu, og bifreiðunum hefir fjölg
að og flutningavagnarnir, eins og
ég áðan sagði, stætokað gífurlega.
Allt hefir þetta gjörzt langt
á undan getu okkar til að leggja
fé fram til vegahaldsins og á þar
jafnt við, hvort um ríkisvegi eða
sýslu er að ræða. Síðast skal ég
gjöra lítið úr því sem lagt hefir
verið til vegamála af hálfu ríkis-
íns, þegar litið er til þess og svo
tekjuöflun ríkisins hins vegar.
Enginn getur talið það lítið fé,
t. d. á árinu 1960 er varið til
vegamála alls rúrnl. 92 millj.
króna, en til sjálfs vegaviðhalds-
ins fara ekki nema liðlega 50
millj. og svo 3,3 millj. til sýslu-
vegna, hinar 39 millj. hafa farið
til nýrra þjóðvega, millibyggða-
vega, endurbygging þjóðvega brú
argerða o. fl! Hér er vissulega
um miklar fjárhæðir að ræða, en
þær eni þar fyrir alltof litlar
borið saman við hinn mikla bif-
reiðakost og umferð, sem á veg-
unum er. Framlag til vegavið-
'halds þarf því að mínu áliti að
stórhækka þegar á næsta ári,
bæði til ríkisvega og sýslu. Gagn
vart sýsluvegum, sem víða eru
vannærðir að ofaníburði, þarf
annaðhvort að taka inn á vega-
lög alla vegi, sem eru 5 km og
lengri og hafa til þessa verið
í sýsluvegatölu, eða að hækka
mjög verulega framlag úr ríkis-
sjóði, sem árlega er veitt ti'l
þeirra samkvæmt sérstökum lög-
um Og narn á árinu 1961 3,3
millj. kr. En hvar á að taka
peningana í þær hækkanir, sem
ég hefi hér talið að þyrftu til
að kömaV Að sjálfsögðu hefi ég
ekki á reiðum höndum ákveðnar
tillögur um, hversu mér þætti
sanngjarnt að framlög hækkuðu
mikið til vegaviðhaldsins, enda
á þessu stigi ekki hægt að segja
um, hvor leiðin verður farin, að
fækka vegum, sem sýslusjóðir
hafa borið kostnað af, eða að
hækkað yrði verulega framlagið
til sýsluvegasjóðanna en aðra
hvora leiðina verður að fara, og
hygg ég, að um það geti allir
orðið sammála, sem vita um.
ástand veganna, og hinir, sem
miðla þurfa litlu fé í marga þurf
andi vegi. En hæfckun til vegavið
haldsins almennt, álít ég, að gæti
til komið af hálfu ríkisins, t. d.:
með því að leggja niður skipa-
útgerð ríksins, þvi hvað er það,
sem mælir með því, að rfkissjóð-
ur ausi árlega mörgum mil'ljón-
um í hallarekstur þess fyrirtækis,
í stað þess að gefa fyrst og fremst
þeim skipafélögum, sem fyrir eru
í landinu, tækifæri til að annast
þá þjónustu, er þetta ríkisfyrir-
tæki nú veitir, eða í öðru lagi,
að einstaklingum eða nýjum fé-
lagsskap þc-irra gæfist kostur á
að reka þau skip, er skipaútgerð-
innú á. Einu sinni ra'k ríkis-
sjóður fyrirtæki, sem annaðist
fól'ksflutninga á landi, milli norð-
ur Og suðurlands og milli Hafn-
arfjarðar og Reykjavíkur, en með
ógnar fjárhalla á hverju ári og
hætti þeim rekstri svo, þegar
öllum Ofbauð orðið fjárausturinn
af almanna fé. Samtök einstakl-
inga tóku síðan að sér þá þjón-
ust, er ríkið hafði áður veitt á
þessu sviði, Og engirrn hefir
heyrat kvarta um, að hún sé nú
nokkru verri en áður var, nema
síður sé. Alveg á sama veg er
hægt að gjöra ráð fyrir, að færi
með þjónustu þá, er skipaútgerð-
in hefir veitt, þó hún færðist
yfir að nýja aði’lja, en ríkissjóð-
ur losaði þann árlega milljóna
króna halla, sem á þessu fyrir-
tæki einatt er og nam á árinu
1960 um 18 milljónum.
Vafalaust mætti á fleiri sviðum
í ríkisútgjöldunum benda á heppi
legri tilfærslur á þeirri þjónustu,
er ríkið veitir landsmonnum, en
það yrði að þessu sinni of langt
mál. Aðalatiiðið er, að ráðamenn
fjármála þjóðarinnar gjöri sér
ljóst, að bifreiðin er helzta sam-
göngutæki landsmanna, ög til
þess að hún komi að gagni þurfa
að vera vel akfærir vegir , land-
inu, og þó að árlega sé um hækk-
un að ræða til vegaviðhaldsins,
er sú þróun of hægfara og langt
á eftir þörfinni fyrir bifreiðanotk
un. Þess vegna verður að vænta
þess, að lausn essara mála drag-
ist ekki, en átak verði gjört til
bætts viðhalds á akvegum í land
inu.
4. marz 1962
Gunnar Sigurðsson, Seljatungu,