Morgunblaðið - 14.04.1962, Síða 17

Morgunblaðið - 14.04.1962, Síða 17
Laugardagur 14. apríl 1962 MOFf:rrNT(T.4ÐlÐ 17 ír Eldhúsdagsumræðurnar Framih. ai blis. 8. hefði verið blelckt og launþegar I eviptic kjarabótum sínum. Nú mundu verkalýðsfélögin grípa til sinna ráða og heimta hækk- að kaup. ★ Sú var tíðin Þórarinn Þórarinsson (F) kvað þá hafa verið tíðina að Alþýðu- flokkurinn stóð fast við hlið Framsóknar og barðist fyrir feættum lífskjörum. Nú stæði hann við hlið íhaldsins og gengi fram fyr- ir skjöldu til að hefja óhæfuverk gegn alþýðu landsins. Mjög kvað hann hafa verið vitnað til B arfs vinstri stjórnarinnar. Kvað hann viðskilnað hennar hafa verið góðan, ríkissjóður hefði skilað miklum greiðsluaf- gangi og afkoma sjávarútvegs og landbúnaðar aldrei betri, út- koman sýndi, að unnt var að tryggja lífskjörin, ef kaup yrði fest eins og það var í október 1958. En ekki hafi náðst um það samkomulag innan vinstri stjórnarinnar og hún sundrazt af þeim sökum. Afleiðing þeirr- ar sundrungar væri svo sú, að afkoma almennings væri miklu verri en þá, þótt þjóðartekjurn- ar hefðu aukizt. Sá tekjuauki hefði síðan runnið í vasa fárra auðmanna og auðfélaga og mis- ekipting þjóðfélagsins stórauk- izt. Fámenn þjóð gæti ekki haldið hlut sínum, nema hún sé sem samhentust; ekki þýði að byggja upp úrelt þjóðfélag auð- manna og lýðs. , Óábyrg stjórnarandstaða f' Síðasti ræðumaður Alþýðu- flokksins, Birgir Finnsson, vakti ethygli á, hvernig núverandi Stjórnarandstæðingar hefðu not fært sér út í æsar möguleika þá, sem stjórnarandstaða jafnan hefði til ábyrgðarlauss málatilbúnaðar. Reynslan hefði hins vegar sýnt, að þeir hvorki stæðu við orð sín, iþegar til kastanna kæmi, né væru færir um að stjórna landinu. BF vék að landhelgis- málinu og minnti á, að fyrst 1 tíð múverandi stjórnar hefðu tekizt að fá viðurkenn- ingu á útfærslunni i 12 mílur og fyrr hefði hún ekki verið raunhæf. Hefði þar náðst far- sæl lausn á miklu vandamáli. IFróðlegt væiri að vita, hvort stóryrði Finnboga R. Valdimars sonar fyrr við umræðurnar m.a. um uppsögn samningsins við ÍBreta, væru mælt fyrir murm Framsóknarmanna líka. Það áframhald á móðuharðindahjali Framsóknarmanna, sem komið hefði fram í ræðu Eysteins Jóns BOnar, kvað BF bera glöggan vott málefnalegum móKSuharð- indum þeirra sjálfra. Svipað ástand mætti marka af því ó- yndisúrræði Karls Guðjónsson- * Ný stjórn ) NESKAUPSTÁÐ, 26. marz — Ný lega hélt Kvenféíagið Nanna að- alfund sinn. Stjórn félagsins Ibaðst undan endurkosningu. Kristrún Helgadóttir hafði verið formaður félagsins í 22 ár, Ólöf Gísladóttir í stjórn 25 ár og Sig- ríður Sigurðardóttir í 14 ár. Hina aiýkjömu stjórn skipa þessar konur: Guðrún Sigurjónsdóttir formaður, Anna Benediktsdóttir gjaldkeri og Unnui Bjarnadóttir ritari. Meðstjórnendur Ingiibjörg Hjörleifsdóttir og Jófríður Krist- jánsdóttir. Félagið var nýlega 55 ára. Hafa félagskonur unnið mikið ©g gott starf í menningar- og mannúðarmá 1 um. — Jakob. ar að bera ríkisstjórnina saman við morðingja og ránsmenn OAS hreyfingarinnar í Alsír. Rök þeirra, sem slíkt gerðu, gætu vissulega ekki verið haldgóð né málstaður þeirra traustur. Sann leikurinn væri líka sá að stjóm arandstæðingar hefðu enga fast mótaða stefnu nema þá eina, að gera ríkisstjórninni sem mestan óleik. Með núverandi stjórnar- flokkum væri hins vegar rík samstaða um efnahagslega upp- byggingu og þjóðfélagslegar um bætur. Og þrátt fyrir niðurrifs- tilraunir Framsóknar og komm- únista hefði margt áunnist í þesíum aHnum. Stjórnarflokk- arnir þyrftu því ekki að kvíða dómi kjósenda, þegar þar að kæmi. Öðru máli gegndi um hina flokkana, sem ekki hefðu upp á annað að bjóða en niður- rifstillögur eða fáránleg yfirboð. Brugðust, er mest á reyndi. Bjarni Benediktsson dómsmála ráðherra kvað sem endranær hafa sannazt í þessum umræð- um, að hverjum þyki sinn fugl fagur. Lof sitt um ríkisstjórnina hafi því lítið gildi. Hitt hefði meiri þýðingu að heyra, hvað hinir, sem eru í stjórnarandstöðu, segja, ekki þegar þeir koma með tilbúnar árásarræður eins og nú, heldur þegar þeir lýsa því, sem raunverulega býr í huga þeirra. Samstarf núverandi stjórnar- flokka hófst eftir uppgjöf vinstri stjórnarinnar, en Hermann Jón asson lýsti við- skilnaði hennar m. a. svo: „Ný verðbólgualda er þar með skoll in yfir. Við þetta er svo því að bæta, að í ríkis- stjórninni er ekki samstaða um nein úrræði í þessum málum. sem að mínu viti geti stöðvað hina háskalegu verðbólgu" o. s. frv. Kvað ráðherrann þessa yfir- lýsingu óhagganlega. Þýðingar- laust væri fyrir Framsóknar- menn og kommúnista að bera brigður á, að þeir réðu ekki við vandann heldur flúðu frá hon- um, er mest á reyndi. Engin ástæða væri til að efast um, að aðstandendur viinstri stjórnar- innar hafi viljað hið bezta og talið sig öðrum hæfari til að koma fram. Þess vegna er skilj- anlegt, að þeir hafi með nokk- urri svartsýnj litið á tilraunir annarra til að leysa þann vanda, er þeir höfðu sjálfir flúið frá. Kvað hann alla kannast við yfir- lýsingar Karls Kristjánssonar um móðuharðindi af mannavöld um. Að frásögn Tímans 5. febr. 1960 sagði Hermann Jónasson, að stefna núverandi stjómarfl. væri ekkert nýtt fyrirbrigði. Það væri stefnan, er réði „að verulegu leyti í Bandaríkjunum nú með þeim afleiðingum, að þar eru á 4. millj. atvinnuleys- ingja og svarar það til að peir vœru hér á 4. þúsund.“ Síðan HJ spáði þessu hefur margt gerzt, m.a. verkföllin, er leiddu til hinna almennu kauphækk- ana í júní s.l. Skömmu áður en til þeirra átaka kom og samn- inga SÍS við verkalýðsfélögin, er ruddu kauphækkunum braut- ina, sagði Jakob Frímannsson, form. SÍS í skýrslu KEA: „Hætt er við, að þær kaup- hækkanir eigi eftir að hrinua af stað nýrri skriðu dýrtíðar og verðbólgu, sem leiðir af sér geng isfellingu og enn minnkandi verðgildi krónunnar." 12. júlí, er kauphækikanirnar voru gengn ar í garð, sagði svo Eysteinn Jónsson í Tímanum: „Atvinna er því mikil í sjáv- arplássum og afkoma góð, þótt heldur illa gengi á stærri bátum í vetur“. Hvorki kenndi því samdráttar né atvinnuleysis á Austfjörðum hálfu öðru ári eft- ir samþykkt viðreisnarráðstafan- anna, þótt liggja hafi átt Við landauðn þar að spásögn hans og floklksbræðra hans vegna kjör- dæmabreytingarinnar einnar. En síðar í saffla samtali segir: „En nú horfir till samdráttar í framkvæmdum þar eins og ann ars staðar, unz hægt verður að hnekkja þingmeirihlutanum, sem nú er.“ Kvað ráðherrann EJ ekki fara leynt með, að hann teldi, að það sé fyrst um hinn 12. júlí 1961 sem horfi til sam- dráttar. En aðgerðir ríkisstjórnar innar á s.l. sumri forðuðu frá þeirri verðbólgu, sem JF hafði sagt fyrir og frá samdrættinum, er EJ var hinn 12. júlí viss um, að fram undan væri Rakti ráð- 'herrann síðan, hvaða umsagn- ir birtast um ríkisstjórnina nú, m.a. þessi ummæli í forystu- grein Tímans 29. marz s.L: „Margt bendir til þess, að árið 1962 verði íslenzku efnahagslífi hagstætt ár, eins og s.l. ár var“. Kvað ráðherrann hér vissulega mikla breytingu á orðna. Menn irnir, sem fyrir tveimur árum sáu framundan geigvænlegt at- vinnuleysi og móðuharðindi af mannavöldum lýsi því nú hver í kapp við annan, að hér sé ekk- ert atvinnuleysi og við blasi góð æri með vaxandi þjóðartekjum og vaxandi þjóðarauð. Auðvitað veit Þórarinn Þórarinsson, ábm. Tímans, ekki, frekar en aðrir, hvað framundan er um veður- far og aflabrögð. En hann veit, að nú hefur tekizt að búa svo í 'haginn í efnahagsmálum, að skil yrði eru sköpuð íyrir því, að góðæri njóti sín, gagnstætt því, sem var, þegar vinstri stjórn- in gafst upp. Biðlað til Framsóknar Lokaræðu kvöldsins flutti Lúðvík Jósefsson, sem m.a, í- trekaði ýmis fyrri ummæli sín um orsakir blómlegs atvinnulifs, sem hann kvað eiga rætur að rekja til ráðstafana vinstri stjórnarinnar. Af stefnu núver- andi stjómar hefði aðeins leitt verkföll. Hann bar blak af Hannibal Valdimarssyni fyrir frammistöðu hans í húsnæðis- málum áður fyrr. Landhelgis- samninginn við Breta kvað hann einungis hafa verið um það að hleypa brezkum togur- um inn á bátamiðin — en ekki viðurkenningu á 12 mílunum. Þá varaði hann við hverskyns aðild að Bfnahagsbandalagi Ev- rópu og lét sér tíðrætt um und- anlátssemi stjórnarinnar við er- lent vald. LJ kvað stjómarand- stæðinga vera sammála í veiga- miklmn atriðum og yrði að koma á samvinnu með öllum vinstri mönnum. Beindi hann að lokum máli sínu til Framsókn- arflokksins og taldi upp 10 at- riði, sem hann kvað kommún- ista og Framsóknarmenn eiga að geta verið sammála um, þ. á. m. brottför hersins, andstöðu við Efnahagsbandalagið og það sem hann nefndi að „endur- heimta 12 mílurnar". Eggjaði ræðumaður leiðtoga Framsókn- arflokksins ákaft til samstarfs og kvað þá verða að velja milli hægri og vinstri. Auðvitað væri það „engin stefna að vilja bíða“ að því er aðild að Efna- hagsbandalaginu snerti og ekki gæti flokkurinn látið meðlimi sína „elta Heimdallar-stráka" á Varðbergs-fundi út um allt. Nú skyldu vinstri menn taka hönd- um saman og láta sameiginleg framboð víða um land í bæjar stjórnarkosningunum verða upp haf þeirrar nýju samvinnu. Eftirlæti fjötskyldunnar Hann byrjar daginn með Eftirlætis morgunverður fjölskyldunnar er Corn Flakes. Vegna ’pess að það er efnaríkt, staðgott, handhægt og ódýrt. Inniheldur öll nauðsynleg vitamin. — Handhægasta máitíðin hvenær dags sem er. (Það eina sem þarf að gera er að láta það á diskinn og hella mjólk út á). Corn Flakes á hverju heimili Fæst í næstu matvöruverzlun. CORN FLAK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.