Morgunblaðið - 14.04.1962, Síða 20
20
MORGUNBLAB1Ð
Laugardagur 14. apríl 1962
GEORGE ALBERT CLAY:
Saga samvizkulausrar konu
---------- 35 -----------
Það gæti annars verið yður
skaðlaust, hreytti Vicente út úr
sér.
Aðmírállinn horfði á Vicente
Wá Ifluktum augum og þegar
'hann talaði, mátti ekki greina,
að hann hefði móðgazt. Yðar
starf hér er verzlun en ekki
stjórnmál, sagði hann. En við
eigum annríkt svo að við meg-
um ekki eyða tímanum í rifrildi.
Vicente fann, að með þessum
orðum hafði hann verið afgreidd
ur og tók aftur stöðu sína hjá
Blas. með ólundarsvip. Blas tók
í handlegginn á honum. Bölv-
aður asninn þinn, sagði hann
og hálsinn á honum var blaut-
ur af svita. Veiztu ekki, að hann
getur látið skjóta þig, ef honum
svo þóknast?
Bull og vitleysa, sagði Vi-
cente. Veiztu ekki, að ég er einn
af ykkur?
geta orðið öðrum viðvörun. Við
komum hingað sem vinir og for
ingjarnir okkar verða að geta
farið allra sinna ferða óvopnaðir.
Nú barst aðmírálnum einhver
önnur skýrsla og hann sneri sér
aftur að þeim, sem inni voru:
Þessi sami bíl fór gegnum um-
ferðaþrönig í Mango-Lopenza
hverfinu. Er það ekki spænska
ríkismanna-hverfið? annske
þér þekkið konuna og bílinn, hr.
de Aviles?
Ónei, ekki kem ég þeim nú
fyrir mig, laug Vicente og
reyndi eftir föngum að halda
andlitinu á sér í stellingunum,
svo að aðmirállinn skyldi ekki
sjá afbrýðissemi hans. Gina!
Gina í kofanum hans Tims. Og
ef hún legði í þá hættu að
heimsækja hann á svona degi,
'hversu oft hiaut hún þá ekki að
vera búin að heimssekja hann
áður?
Já, meðan þeir eru að gefa
loforðin ,álveg rétt. En þegar
þeir hafa fengið öll völdin í sín-
ar hendur, gera þeir það, sem
þeim gott þykir.
Mér er þungt í huga, sagði
aðmírállinn og sneri sér nú að
öM-um, sem inni voru. Kobashi
ofursti, sem stjórnaði leitar-
flokknum í Talisay, hefur verið
myrtur í húsi við ströndina. Við
höfum ekki aðrar upplýsingar
en þær, að kona nokkur ók það-
an í gráum Cadillacbíl. Hann
lei-t beint á Blas. Það geta vænt-
anlega ekki verið margir slíkir
bílar hérna, hr. Banos, og nú
verður allt yðar lið að leita að
þessum. Eg vil ná í þessa kónu
og alla fjölskyldu hennar. Þau
Gina stöðvaði bílinn þegar
hún kom að granna bambus-
leggnum, sem lá yfir þveran veg
ir>n. Það var lítið gagn í hon-
um, en hann nægði samit til að
sýna þeim, sem um veginn fóru,
að þeir ættu að stanza. Hún var
komin í Avenida de Mangos og
átti ekki nema skammit eftir
heim til frú Lolytu, þar sem
hún mundi vita sig örugga. Og
nú þurfti þetta að koma fyrir.
Japanskur hermaður með rif-
fil í hendi, opnaði bílinn, rétt
eins og hann ætlaðist til, að hún
færi út, en hún vildi ekki hreyfa
sig.
Ég er Gina de Aviles, sagði
hún. Hvernig dirfist þér að
stöðva mig. Farið þér frá.
— Jæja, ég held, að þú ættir að venja þig af því að stytta þér
alltaf leið.
Hann glotti aðeins framan í
hana og rétti út höndina, eins og
til að draga hana út. Hún
streittist á móti og iosaði hand-
legginn úr taki hans, og þá hvarf
brosið af honum. Hann hallaði
sér fram og togaði í hana, en
hún hélf'sér í stýrið og streitt-
istt á móti.
Eruð þér amerísk? Þetta var
ný rödd handan fyrir bílinn, og
í sama bili sleppti dátinn tak-
inu og hún sá foringja, sem stóð
við bílinn hinum megin.
Já .... nei .... sagði hún.
Ég er spænsk. Filipinsk .........
en látið þér þennan mann sleppa
mér.
Foringin gaf einhverja skip-
un og dátinn sleppti takinu og
heilsaði að hermannasið, en
Gina skellti affcur hurðinni í
reiði.
Maðurinn minn er Vicente de
Aviles, sagði hún við foringjann.
Hann er ráðgjafí hernámssitjór-
ans. Ég ér að fara heim til okk-
ar. Viljið þér ekki taka þetta
burt? sagði hún og benti á stöng
ina.
Því miður megið þér ekki aka
þennan veg áfram. Hann hneigði
sig kurteislega. Leitarflokkur-
inn er hér enn að verki, þér
verðið að koma með mér.
Það er eins og hver önnur
vitleysa, æpti hún. Ég hef sagt
yður, hver ég er. Blas Banos
sagði, að mér væri heimilt að
fara hér um. Hann verður mjög
reiður, þegar hann fréttir, að
þér hafið heft för mína.
Banos? Hafið þár vegabréf
frá honum?
Nei
Það var verst, en þá verð ég
að fara með yður til Banos vin-
ar yðar.
En Tim var í hættu staddur.
Hann hlaut að vera hjá frú Lol-
ytu. Hvar gat hann falið sig
annarsstaðar? Og de Aviles-
hjónin voru ekki í náðinni, eins
og hún og Vicente. Hann gæti
verið öruggur í Klettahúsiu, ef
hún þyrfti ekki að standa í þessu
vitleysis-jagi og gæti komizt
þangað. Blas hafði löfað, að
Klettahúsinu skyldi verða
óhætt.
Jæja, þá er bezt, að þér kom-
ið, sagði foringinn og seildist til
að opna dymar fyrir hana. En
Gina varð fyrri til. Hún þeysti
bílnum af stað, og heyrði, að
stöngin brotnaði og varð æfa-
reið, þegar hún heyrði kúlu
hvína yfir höfði sér. Hann
skyldi bara bíða þangað til hún
gæti kært þetta fyrir Blas. Þess
ir Japana-djöflar hefðu gott af
að læra, hvaða fólk væri mikil-
vægt og hverjir ekki. Hún
skyldi láta hengja þennan bjálfa
upp á þumalfingrunum.
Beteta var fegin, að hún
skyldi hafa farið með bamið
heim til systur sinnar. Litla fiski
þorpið í Bohol var svo ómerki-
legur staður, að þar fékk fólk
að vera í friði fyrir Japönunum.
Og þó að eitt barn bættist í all-
an hópinn sem fyrir var, þá sá
ekki högg á vatni.
Hún fyllti eit glas enn, en
fór sér hægt að því. Hún var
hrædd við að hafa glösin full,
þegar hún bar þau til dátanna.
Og hún var hrædd við þá, eink-
um þann stóra. Hún leit um öxi
og horfði á þá, þar sem þeir flat
möguðu í legubekkjunum í stof
únni. Fötin þeirra voru vot og
óhreiin og þeir litu út eins og
þreyttir menn, sem væm að
hvíla sig ofurlítið áður en þeir
héldu áfram för sinni — en
ihún vissi, að það voru þeir ekki.
Hún vissi að þeir voru vel vak-
andi og vðbúnir og tilbúnir í
allt. I bæði skiptin, sem hún
hafði reynt að hlaupast á brott,
höfðu þeir gripið hana og kippt
hertni aftur inn í stofuna og
einusinni hafði sá stóri staðið
yfir henni og barið hana með belt
inu sínu þangað til hinir höfðu
loksins fengi hann til að hætta.
Hann hafði rifið skyrtuna henn
ar og hún hafði ennþá ör á
öxlinni, þar sem beltishringjan
hafði sært hana.
Þarna sátu þeir nú þrír í stof-
unni, án þess að hafa af henni
augun. Sá fjórði tæmdi skúff-
urnar í svefnherberginu henn-
ar og sá fimmti var úti í eldhúsi
og tróð upp í sig mat með báð-
um höndum.
Þeir höfðu ruðzt inn í húsið
klukkustundu áður og gefið
henni merki um, að þeir viidu
fá eitthvað að drekka. Þegar
hún bauð þeim vatn, öskraði sá
stóri til hennar einhverja jap-
önsku og barði hana, svo að hún
féll til jarðar. Það var áfengi,
sem þeir vildu og nú höfðu þeir
Kynnist SERVIS
- og þér kaupið Servis
Fjórar gerðir — oftast fyrir-
liggjandi. — Viðgerða- og
varahlutaþjónusta að
Laugavegi 170. - Sími 17295
AFBORGUNARSKILMÁLAR
Hekla
Austurstræti 14. - Sími 11687.
>f X' >f
GEISLI GEIMFARI
>f X- >f
í>egar Geisli hefur fengið skila-
boðin frá öryggiseftirlitinu, snýr
bann rakleiðis til Preston-rannsókn-
arstöðvarinnar hjá Úranusi ....
En á meðan er Vandal með morð
í huga að eJ.ta geimskip John Har-
veys án þess að hafa hugmynd um
að það er rudimtaust.
— Nærri kominn í skotfæri. Bráð-
um næ ég þessum heimskingja og
sprengi skip hans í tætlur!
verið að drekka í heila klukku-
stund, eins ört og hún hafði við
að bera þeirn drykkinn.
Þegar hún nú kom inn með
glösin, greip sá stóri hana, dró
hana niður á hné sér og læsti
tönnunum í öxlina á henni. Þær
voru beittar og meiddu hana.
En þetta voru bara látalæti hjá
honum og hann sleppti henni
aftur og lofaði henni að staulast
burt, en greip um leið í skyrt-
una hennar og togaði í, svo að
hún var nakin að ofan, og þeir
hlógu þegar hún reyndi að hylja
brjóstin með höndunum.
Hún reyndi að hlaupa út um
opnar bogadyrnar, en þá brá
einn þeirra fæti fyrir hana, svo
að hún datt á gólfið, en þeir
hlógu ruddalega og hátt," svo að
félagi þeirra úr svefnherberginu
kom hlaupandi, til að sjá, hvaða
gaman væri þarna á ferðinni.
Hún lá kyrr á gólfinu, snökt-
andi, þangað til hún fann, að
togað var í pilsið hennar, þá
stökk hún á fætur æpandi og
hljóp yfir þvert gólfið. Nú hafði
hún misst annan skóinn sinn og
sat nú þarna í hnipri, eins og
inikróað dýr, og lafmóð. Þeir
gerðu henni nú ekkert frakara
til miska, en hlógu bara að
henni og hún óskaði þess heitast,
að þeir færu bráðum að fara.
Loksins, þegar þeir voru hættir
að taka eftir henni, tókst henni
að komast að gluggadyrunum
og út úr húsinu. Þá tók hún tii
fótanna, og hirti ekki um klæðn
að sinn.
Hún ætlaði að komast í hús
landsstjórans. Hún yrði að
synda fyrir klettanefið, en þá
var það stutt leið. Þar yrði hún
vemduð. Þeta var vinafólk Vi-
oentes, og því yrði ekkert mein
gert fremur en ýiðrum höfðingj-
um. Vissulega mundu þau
vernda hana.......
En dátinn, sem í eldhúsinu
var, hafði séð allt til hennar og
um leið og hún beygði fyrir hús-
hornið, greip hann utan um
hana hlæjandi og í þetta sinn
æpti Beteta ekki upp yfir sig,
heldur grét. Hún vissi nú, að
henni var ekki ætlað að sleppa.
Hann fleygði henni yfir öxl
sér og bar hana inn í húsið, þar
sem hann gerði gys að félögum
sínum fyrir að hafa látið hana
sleppa, og síðan lét hann hana
detta á gólfið. Hún þorði ekki
að líta upp fyrr en einn þeirra
velti henni með fætinum og
fékk henni tóma glasið sitt.
Hún stóð seinlega á fæitur,
tók glösin og hellti í þau aftur.
Hún var hrædd við þann stóra,
sem hafði rifið af heni fötin, og
kom því ekki nær honum en hún
þurfti, þegar hún rétti honura
glasið. Hann veifaði til hennar
ÍIJlItvarDiö
Laugardagur 14. apríl.
8.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morg
unleikfimi — 8.15 Tónleikar. —•
8.30 Fréttir. — 8.35 Tónleikar,
10.10 Veðurfregnir).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. -•
12.25 Fréttir og tilkynningar).
12.55 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig«
urjónsdóttir).
14.30 Laugardagslögin. — 15.00 Fréttir.
15.20 Skáþáttur vIngi R. Jóhannsson)
16.00 Bridgeþáttur (Hallur Símonars.)
16.30 Veðurfregnir. — Danskennsla
(Hreiðar Ástvaldsson).
17.00 Fréttir. —- Þetta vil ég heyraj
Magnús J. Brynjólfsson kaup*
maður velur sér hljómplötur.
17.40 Vikan framundan: Kynning é
dagskrárefni útvarpsins.
18.00 Útvarpssaga barnanna: „Leitin
að loftsteininum“ eftir Bernhard
Stokke; X. (Sigurður Gunnars*
son).
18.30 Tómstundaþáttur bama og ungw
linga (Jón Pálsson).
18.55 Tilkynningar. — 19.20 Veðurfr,
19.30 Fréttir.
20.00 Leikrit Leikfélags Reykjavíkurx
„Kjarnorka og kvenhylli**, gam*
anleikur eftir Agnar Þórðarson
(Áður útv. í febr. 1957).
Leikstjóri: Gunnar Róbertsson
Hansen. Leikendur: Þorsteinn Ö,
Stephensen, Guðbjörg Þorbjarn*
ardóttir, Helga Bachmann, Bryn«
jólfur Jóhannesson, Árnl
Tryggvason, Margrét Magnús*
dóttir, Gísli Halldórsson, Knút«
ur Magnússon, Nína Sveinsdóttir,
Áróra Halldórsdóttir, Sigríður
Hagalín, Steindór Hjörleifsson*
Valdimar Lárusson og Eggert
Óskarsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.19
Passíusálmar (45).
22.20 Danslög; þ.á.m. leikur hljónH
sveit Björns R. Einarssonar.
9A. oa naoolnvirlok.