Morgunblaðið - 17.04.1962, Page 1
110 kindur krókna
og drukkna í húsi
Lækur hljóp á fjárhús i Vopnafirbi
AÐFARANÓTT laugardagsins
hljóp mikill vöxtur í læk við
bæinn Egilsstaði i Yopnafirði.
Komst vatnið í fjárhús um 200
m. frá og drukknuðu eða krókn
uðu 110 kindur i húsunum. —
Hefur bóndinn að Egilsstöðum,
Björn Sæmundsson, orðið fyrir
tilfinnanlegu tjóni.
í símtali við Mbi. í gær sagði
B.i örn að hann hefði sjálfur átt
80—90 kindanna, sem drápust,
en annað heimilsféik að Egils-
etöðum, þar á meðal móðir sín,
hefði átt hinar.
Fjárhúsin sem um ræðir eru
byggð 1957. Standa þau framar-
lega í túninu á Egiisstöðum í
um 200 m fjarlægð frá læknum
og 400 m fjarlægð frá íbúðar-
húsinu.
Aðfaranótt laugardagisins
hljóp skyndilega mikill vöxtur í
lækinn. Fór han-n upp úr farvegi
sínum og skall hlaupið á fjár-
húsunum. Fylltust þau nær af
vatni en þannig hagaði til að
skafl var fyrir framan húsin, og
fylltust þau áður en vatnið náði
að þrengja sér gegnum skaflinn.
Einnig kömst vatn í hlöðuna og
Skemmdist talsvert af heyi.
Er vitjað var um féð á laugar
dagsmorguninn var heldur ófög-
ur aðkoma í fjárhúsunum. Var
mikið af fénu dautt, og höfðu
gemlingarnir drukknað en ærnar
króknað að þvi er Björn telur.
Sagði hann Mbl. í gær að er
hann hafi opnað dyrnar á hús-
utnum hafi það verið líkast þvi
að flóðgátt opnaðist. Streymdi
vatnið út og lækikaði a.m.k. um
fet. Klofdjúpt vatn var þá í hús
unum.
Milli 70 Og 80 ær lifðu af voSk
ið. Er mest af fé þessu við sæmi
lega heilsu, en sumar ærnar aiil
slappar. Taldi Björn að búast
mætti við lambaláti eftir þetta.
Bkikert af skrokkunum er nýti
legt, en gærur hafa verið teknar
af þeim, og mun kauptfélagið á
staðnum kaupa þser. Verða
skrökkarnir nú grafnir.
Bjöm bóndi hefur orðið fyrir
tilfinnanlegu tjóni. Er hver kind
metin á a.m.k. 1000 krónur með
lamibi, og nemur tjótnið því á
annað hundrað þúsund krónur.
Skriða féll milli fjóss-
ins og íbúðarhússins
Bæir umflotnir — Vegir spilltir —
Sogið flýtur á vegi við Alftavatn
— Vandræðaástand af völdum
rafmagnsskorts
SÍÐDEGIS á föstudag gerðist það
að Hvolstungu, Steinum undir
Eyjafjöllum, að skriða hljóp fram
og þakti stóran hluta af túni
bónidans leðju og stórgrýti. Fór
skriðan á milli íbúðarhúss og
fjóss og hljóp allt niður á veg.
Lítið af henni mun þó hafa farið
yfir veginn sjálfan.
Að Steinum er fimmbýli, og
etendur bærinn Hvolstunga uppi
undir fjallinu. Um sexleytið á
iaugardaginn kom mikið hlaup í
b.æjarlækinn og féll aur Og stór-
grýtisskriða niður gamla farveg-
inn, sem var á aðra mannhæð
á dýpt Og fyllti farveginn. Fór
skriðan milli Ibúðarbússins Og
fjóssins, en á milli þeirra eru um
30 faðonar.
Mikill hluti túnsins að Hvols-
tungu er nú undir leðju og grjóti.
STÓRFLÓÐ í Hvítá í Bisk-
upstungum, Soginu og Ólfusá
valda skemmdum á raflínum,
vegum og mannvirkjum, sem
standa umflotin vatni. Vand-
ræðaástand hefir skapazt á
mörgum bæjum á Skeiðum
og í Hreppum vegna raf-
magnsskorts og í Auðsholti í
Hrunamannahreppi, er bær-
inn samgöngulaus nema á
bátum, og jafnvel verður að
fara í fjárhúsin á bátL —
Ekki hefir orðið tjón á grip-
um svo vitað sé, en vega-
skemmdir eru talsverðar
og tilfinnanlegastar voru
skemmdirnar á aðalraflín-
unni um Sogið og Hreppa.
Fréttamaður blaðsins fór
snemma í gærmorgun í léiðang-
ur austur að Sogi og Hvítá til
þess að skoða verksummerki
flóðanna. Af Kambsbnin mátti
sjá að dropótt myndi í Ölfusá,
því ósar hennar voru sem haf-
sjór er breiddi sig yfir Ölfusið.
Er komið var austur að Sogi
sýndist það ásamt Hvitá eitt
heljarmikið stöðuvatn er náði
allt upp að Sogsbrú.
Hús umflotin
Vatn flaut heim á tún á Laug-
arbökkum undir Ingólfsfjalli og
hús voru þar umflotin. Við
brugðum okkur fyrst þangað
heim og um klukkan 7 í gær-
morgun var vatnið enn stígandi
og var nýtt hús nær umflotið
og vatnaði yfir nokikrar tröpp-
ur við innganginn. Heita mátti
að eldra íbúðarhús væri einnig
umflotið þar skammt frá. Vaka
þurfti í alla fyrrinótt og hafa
gætur á hænsnahúsi, sem einn-
ig var umflotið en efcki hafði
enn þurft að flytja burtu hænsn
in, sem þar voru 200 talsins.
Vegaskemmdir við
Álftavatn
Næst var haldið upp með
Sogi og upp að Álftavatni, sem
mjög hafði hækkað í svo flaut
yfir veginn hjá Álftahólum. Mun
Sogið hafa komizt upp í 320
teningsm. á sek., og hetfur aldrei
verið svo mikið síðan rafstöðv-
arnar komu þar.
Þá var ekið austur um Gríms
nes og var vegur víða spilltur,
þar sem lækjarsprænur hötfðu
flætt ytfir hann en þó hvergi
valdið stórvægilegum skemmd-
um. í Brúará var mjög mikið
og beljaði hún fram og breiddi
sig ytfir mýramar vestur atf
Skálbolti.
Á Spóastöðum hittum við Þór-
arin Þorfinnsson bónda við
fjósverk og tjáði hann okkur að
annað eins flóð myndi hann
ekki í Brúará í sinni tíð, nema
hvað flóð hefðu verið nálægt
þessu 1930 og 1948. Kl.' 6 á
sunnudagsmorgun hafði raflín-
an slitnað undan Auðsholti hjá
Iðubrú og varð þá allt raf-
magnslaust um nærliggjandi
sveitir. Á Spóastöðum eru rúm-
ar 20 kýr í fjósi, vimnumaður-
inn veikur af inflúenzu og þá
einn maður til að handmjólka
alia gripina. Þar komst þó raf-
magn fljótt í lag er búið var
að klippa burt vírdræsumar
undan Auðsholti. Hins vegar var
enn rafmagnslaust í Hreppum
Framh. á bls. 2.
Ibúðarhúsln á Laugarbökkum. undir Ingólfsfjalli voru í gær umflotin vatm úr Ölfusá og mikið
af túnmu var einnig undir vatni. Þessi m.ynd er tekin þar.
%■
»