Morgunblaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.1962, Blaðsíða 12
12 UORUZJn BLAÐÍO I»riðjuc(agur 17. apríl 1962 CTtgefandi: H.f Arvakur. Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. ' 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. GÓÐÆRI FRAM- UNDAN Veirur geta sennilega orsakað krabbamein Ársskýrsla bandaríska krabbameins- félagsins telur oð brátt muni takasi\ oð færa sönnur á orsakasamband milli veira og sumra tegunda krabbameins ridhúsdagsumræðumar á ^ Alþingi í síðustu viku staðfestu tvenr.t, svo að eigi verður vun villzt. 1 fyrsta lagi að vinstri stjórnin gafst upp við að stjórna landinu og skildi við efnahagslíf þióðarinnar í rústum. 1 öðru lagi að núverandi ríkisstjórn, sem tók við hin- um bágborna arfi vinstri stjómarinnar hefur á 2% ári unnið þjóðnýtt viðreisnar- starf og hefur á þessum skamma tíma tekizt, þrátt fyrir harða andstöðu stjóm- arandstöðunnar að skapa jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar og leggja þar með grundvöll að vaxandi framleiðslu og góðæri í land inu. — Þessar tvær meginstað- reyndir er þýðingarmikið að sem flestir landsmenn festi sér í huga. Bjami Benediktsson, dóms- málaráðherra, vakti athygli á því í ræðu sinni í útvarps- umræðunum, að Framsóknar menn og kommúnistar hefðu efcki spáð vel fyrir þessari ríkisstjórn, þegar hún tók við völdum. Allir könnuðust við staðhæfingar Karls Kristjáns sonar um að ríkisstjómin væri að skapa móðuharðindi af mannavöldum í landinu. Hermann Jónasson hefði sagt, að stefna ríkisstjórnar- innar myndi leiða stórfellt atvinnuleysi yfir þjóðina. En nú væri svo komið, sagði Bjarni Benediktsson, þegar allar þessar hrakspár stjórnarandstöðunnar hefðu sprungið, að jafnvel Fram- sóknarmenn væm famir að viðurkenna hinn heillaríka árangur af stjómarstefnunni og teknir að spá góðæri í landinu. Vitnaði dómsmála- ráðherrann í þessu sambandi tii ummæla í forystugrein Tímans hinn 29. marz sl. en þar var m.a. komizt að orði á þessa leið: „Margt bendir til þess að árið 1962 verði íslenzku efnahagslífi hagstætt ár eins og s.l. ár var“. Bjami Benediktsson kvað hér vissulega mikla breyt- ingu á orðna. Mennimir, sem fyrir tveimur ámm sáu fram undan geigvænlegt at- vkinuleysi og móðuharðindi af mannavöldum, lýsa því nú yfir hver í kapp við annan að hér sé ekkert atvinnu- leysi og við blasi góðæri með vaxandi þjóðartekjum og vaxandi þjóðarauð. ORÐNIR AÐ VIÐUNDRI etta em vissulega athyglis verðar staðreyndir. Eng- um kemur til hugar að stjómarandstæðingar séu að spá góðæri í landi til þess að styrkja með því ríkis- stjómina og auka traust hennar. Sannleikurinn er sá að Framsóknarmenn gera sér ljóst, að þeir em orðnir að viðundri fyrir hjal sitt um móðuharðindi af manna- völdum á sama tíma sem al- mennari velmegun ríkir í landinu en oftast áður. Þess vegna neyðast þeir til þess að viðurkenna að stjómar- stefnan hefur lagt heilbrigð- an gmndvöll að áframhald- andi framkvæmdum og upp- byggingu í landinu. Þess vegna er góðæri framundan. Hagstætt árferði til lands og sjávar myndi vissulega ekki nægja til þess eitt að skapa velmegun og horfur á góðæri. Ef bjargræðisvegir þjóðarinnar væm reknir með stórkostlegum halla og allt efnahagslíf hennar væri hel- sjúkt dygðu hvorki góð afla- brögð né mikil grasspretta til þess að skapa góðæri. Það sannaðist bezt á valdatíma- bili vinstri stjómarinnar. — Árið 1958 var mikið aflaár í sögu íslenzks sjávarútvegs. Engu að síður var það á því ári sem vinstri stjórnin gafst upp og hljóp frá efnahags- málum þjóðarinnar í rústum. Það var afleiðing verðbólgu- og styrkjastefnunnar, sem, vinstri stjómin fylgdi. Sjálfstæðismenn munu halda áfram að berjast fyrir jafnvægisstefnunni í íslenzk- um efnahagsmálum. í skjóli hennar mun framleiðslan halda áfram að aukast, af- raksturinn af starfi fólksins að vaxa, og afkoma alls al- mennings að batna. Núver- andi ríkisstjóm má vel við það una að hafa breytt þeim rústum, sem vinstri stjórnin skildi eftir sig, í góðæri, sem jafnvel stjórnarandstæð- ingar komast ekki hjá að viðurkenna. NÝ FINNSK RÍKISSTJÓRN lok síðustu viku tókst loks að mynda nýja ríkisstjórn New York, 15. april. NIJ ER „aukin eftirvænting“ meðal bandarískra vísinda- manna vegna þess að þeim tekst ef til vill í fyrsta sinn að færa sönnur á þá trú, að veirur orsaki sumar tegundir krabbameins í mönnum, að því er segir í skýrslu banda- ríska krabbameinsfélagsins. Ársííkýrsla félagsins, sem gefin var út á sunnudaginn, nefnir eftir farandi staðreyndir sem urðu ljósari við veirurannsólknir 1961: 1) Hvítblæði í músum, sem orsakast af veirum, er mjög skylt hvítblæði í möninum, „og má þvi álykta að mögulegt geti orðið að búa til bóluefni eða blóðvatn gegn þvi. 2) Ný tækni við vefjarækt- anir gerir mögulegt að þekkja krrabbaveiru úr kjúklingum, áður en hún fer að valda sjúk dómseinkennum. 3) f blóði krabbameinssjúkl inga finnast mótefni, sem ekki finniast í blóði heilbrigðra manna. 4) Til er veira, sem drepur krabbameinsfrumur í músum, án þess að gera þeim mein. „Af þessu“, segir skýrslan, „er augljóst að veirur, sem eru minnstar a!lra þekktra smálíf- vera, sýna merki um að þær geti orsakað krabbamein, komið af stað mótefnaframleiðslu Og lækn- að krabbamein". í Skýrslunni er sagt að vegna árangurs, «em bandarískir vís- indamenn hafa náð á sviði veiru- rannsókna „geti þeir orðið fyrstir til að staðfesta þá vaxandi trú, í Finnlandi. Var þá rúmur hálfur þriðji mánuður liðinn frá því að þingkosningarnar fóru fram. Úrslit þeirra kosn inga urðu, eins og kunnugt er á þá leið, að hægri flokk- amir unnu verulega á en kommúnistar og vinstri jafn- aðarmenn töpuðu. Sú ríkisstjórn, sem nú hef- ur verið mynduð í Finnlandi, er meirihlutastjóm hægri flokkanna. Má því segja að hún sé rökrétt afleiðing af kosningaúrslitunum. Margir voru þó uggandi um það, að borgaraflokkunum njyndi ekki takast að mynda stjórn saman, ekki sízt vegna íhlut- unar Rússa um finnsk innan- landsmál. Öllum eru í fersku minni hótanir Krúsjeffs í garð finnsku þjóðarinnar, þegar framboð til forseta- að veirur Orsaki að minnsta kosti sumar tegundir krabbameins í mönnum-*. Einnig segir í skýrslunni: Dánartala af völdum kraibba- meins í legi hefur lækkað niður í 13,3 af 100.000 konum. Það er helmingi lægra en fyrir 25 ár- um, þegar það olli dauða fleiri kvenna en nok'kur önnur teg- und krabbameins, sem olli dauða í konum. kosninganna voru kunn á sl. hausti. Það er Karjalainen, fyrr- verandi utanríkisráðherra, sem hefur myndað hina nýju ríkisstjórn og verður for- sætisráðherra hennar. Flokk- amir, sem standa að stjóm- inni, eru bændaflokkurinn, sem á 53 fulltrúa í finnska þinginu, íhaldsflokkurinn, sem á 32 fulltrúa, finnski þjóðflokkurinn með 13 full- trúa og sænski þjóðflokkur- inn með 14 fulltrúa. Samtals eru stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar því 113 af 200 þingmönnum. Em stjómar- andstæðingar því 87 talsins. Stefna hinnar nýju ríkis- stjómar miðar fyrst og fremst að því að auka fram- leiðslu þjóðarinnar og tryggja næga atvinnu í land- Betur gengur orðið að lækna krabbamein. Einn af hverjum þremur læknast nú af lyfjum, skurðaðgerðum eða geislun. Sam svarandi tala fyrir 25 árum var einn af sjö. Auknar rannsófcnir á lyfjurn, veirum og mótefna- framleiðslu líkamans, gefa vonir um nýjar lækningaaðferðir og möguleika á ónæmisaðgerðum. Vegna þeirra framfara, sem verða í baráttunni gegn krabba- meini, segir félagið „að við verð- um að gera áætlanir akkar og framfcvæma þser, eins og hvert ár sé okkar síðasta", því markmiðið er að félagið verði leyst upp, þegar búið er að leysa krabba- meinsvandamálið. Það segir að lokasvarið komi ef til vill smátt og smátt frá ýmsum sviðum vís- indanna, eða allt í einu. Bandaríska þjóðin lagði nærri 37 milljónir dollara af mörkum sem er meira en nofckru sinni áður, til stuðnings við rannsóknir félagsins, hjúkrunar krabbameins sjúk-linga, almennrar fræðslu og vísindalegrar kennslu. inu. Ennfremur hefur stjórn- in heitið því, að unnið skuli að því að koma á 40 stunda vinnuviku, en þess verði þó jafnframt gætt að stofna ekki samkeppnisaðstöðu lands ins í hættu á erlendum mörk uðum. Stjómin hefur einnig heitið því að tryggja gengi finnska marksins. í stefnuskrá stjórnarinnar er engin afstaða tekin til ut- anríkismála. Mun það naum- ast vekja undrun meðal þeirra, sem vita í hvaða úlfa- kreppu Finnar eru vegna ná- lægðar sinnar við Sovétríkin. En óhætt er að fullyrða, að þessi nýmyndaða ríkisstjóm muni fylgja sömu stefnu í utanríkismálum og minni- hlutastjóm Bændaflokksins gerði á síðasta kjörtímabili. Þarna munaffi mjóu aff yrffi slys sl. laugardag, þegar ofsaflóð- in voru. Þetta er brúin yfir Suffurá á veginum aff Gvendar- brunnunum. Jóhannes Kolbeinsson, starfsmaður hjá Vatns- véitunni, var aff fara í eftirlitsferff aff Gvendarbrunnum og hafffi í bílnum með sér konu sína og barn, þar eff hann átti sér einskiis rlls von. Er hann ók út á brúnarsporffinn lét allt undan og bíllinn vó salt á brúninni. Hann náði í hjálp og gat dregiff bilinn upp á veginn. Hér sést Jóhannes útskýra óhappið við brúna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.