Morgunblaðið - 17.04.1962, Qupperneq 13
Þriðjudagur 17. apríl 1962
MORCVTSBLAÐIB
13
M »J !
Þcssi mynd var tekin á laugardag rétt neðan við Elliðavatnsstífluna, og sést þar nágranna
bústaður konunnar sem húkti á steininum umflotin vatni. Hennar hús er aðeins lengra til
hægri við það sem sést á myndinni og lögreglu þjónarnir komu róandi fyrir tangann til vinstri.
Elliðaárnar 25 földuðust
Kona á steini í ánni í 2 tíma
UM kl. 5—6 síðdegis á laugardag
brast stíflugarður rafveitunnar
úr EUiðavatni og myndaðist um
20 m skarð í hann. Þégar flóðald
an mikla kom ofan af Sandskeiði
og Lögbergi í EUiðavatnið mynd
aðist mikill þrýstingur á garðinn,
þar eð ís var á vatninu, að sögn
Ingólfs Ágústssonar, verkfræð
ings, sem fór upp eftir. Voru
allar lokur þá opnaðar og fór
rennslið í Elliðaánum upp í 100
teningsnrv á sek. Flóðgáttirnar
gerðu ekki meira en hafa við
vatninu. Mjakaðist garðurinn
fram og lét svo undan síðdegis.
Hækkaði þrýstingurinn þá upp í
120—130 teningsmetra og leit
illa út um skeið, því takmörkuðu
vatni er hægt að hleypa um Ár
bæjarstífluna. En þetta fór allt
vel og á sunnudagsmorgun fór
vatnið að sjatna.
Þatta er annað mesta hlaup,
sem komið hefur í árnar. Þess
má geta til samanburðar við
120—130 tertingsm. rennslið á
laugardag, að imeðalrennslið í
ónum er 5 teningsm.
Lögregluþjónar björguðu.
Sumarbústaðir neðan stíflunn
ar flæddu á laugardag. Kona ein,
Sigrún Einarsdóttir, var ein
Iheima í húsi sínu þar rétt fyrir
neðan. Þegar vatnið tók að
hækka í húsinu, hugðist hún
Ikiomast í burtu, en flóðið var þá
orðið svo mikið að hún stanzaði
á steini, sem var þar skammt frá
og bar hærra. Þarna sat konan
með beljandi vatnið kringum sig
á annan tíma.
Lögreglulþjónarnir Kristinn
Óskarsson og Þorkell Pálsson
voru á eftirlitsferð þarna upp
frá og fengu tilkynningu um að
fara konunni til hjálpar. Þeir
fengu lítinn bát, sem Rafveitan
átti uppi á vatninu og hjálpuðu
rafveitumenn þeim að flytja
hann á bíl niður fyrir og að
ónni. Settust þeir félagar við
órar og reru um 500 m vegalengd
þvert á strauminn. Ekki kváðust
jþeir hafa séð konuna er þeir
lögðu af stað, sýndist þarna að
eins vera steinn, en aðrir vissu
af henni.
líögregluþjónarnir komust
ekki alveg að bonunni á bátn
um og fór Kristinn úr honum og
óð upp á miðja bringu til henn
ar og dró hana með sér að bátn
um. Var hann hræddastur um að
þau fengju á sig klaka á meðan,
þvj noíkkur klaka'burður var og
mi'kill straumur. Þau komust þó
bæði ómeidd upp í bátinn.
Ferðin til baka gekk vel, bát
inn hrakti örlítið og lenti neðar.
Konan var flutt t.il vinafólks síns.
Hún hafði þá húkt þarna á
steininum í rigningu og roki á
þriðja tíma, eins og áður er
sagt, og átti lögregluþjónunuim
áreiðanlega lífið að launa.
Stór vatnsæð brast
Þegar Elliðaárnar beljuðu
þarna yfir, sópaðist stórt skarð í
Vatnsveituveginn, skammt neð
an við húsið þar sem laxaklaikið
er. Ofan í veginum lágu vatns
æðar og símastrengir, sem fóru í
sundur.
Er fréttamenn Mbl. komu
þarna í gær, var verið að gera
við, en vatnsæðarnar lágu enn
undir vatni og erfitt um aðstæð
ur. Þarna hafði farið í sundur
ein aðalvatnsæðin í bæinn, svo
•að þar missti bærinn um 1/7 af
sínu venjulega vatnsmagni. Kom
þetta niður á hæstu stöðunum í
bænum, svo sem Skólavörðuholt
inu og fleiri stöðum. Önnur æð,
nýrri og úr málmi hélt, en hnull
ungar lágu á henni og hún var
dælduð. Sím'alínubútarnir stóðu
upp úr vatninu, en símamenn
höfðu lagt aukalínu fram hjá
skarðinu, og þarmeð komið lín
unni til Selfoss í lag.
Vatnsveitumennirnir voru að
fylla sandpoka til að mynda
stýfiu, svo þeir kæmust að
brostna rörinu, en viðgerð var
þarna mjög erfið.
800 þús. laxaseiði í vatnl
Eriik Mogensen var þarna að
huga að laxaklaki sínu. í húsinu
höfðu verið um 800 þús. laxa
seyði. Á laugardag náði vatns
elgurinn á miðja hurð klakhúss
ins og var meters vatn í klak
húsinu og stokkarnir í vatni
Straumurinn var farinn að naga
úr húsinu og braut á stafni.
Erik komst ekki í klakhúsið
fyrr en á sunnudagskvöld og var
þá komið dælum út þangað og
dælt alla nóttina. Ekki er búið
að kanna skemmdir, en Erik seg
ir þær furðanlega litlar. Tjón
liggur aðallega [ því, að þetta er
eina laxaklakstöðin, sem selur
seiði og svo mörg veiðifélög
byggja afkomu sína á henni.
Mikiðumafbrotog
slys um helgina
Ekið á sjötugan mann, sex ölvaðir
bilstjórar teknir, tveir innbrots-
bjófar handteknir
MIKH> annríki var hjá lögregl-
unni í Reykjavík nú um helgina,
og bar mikið á imnbrotum. Að-
faranótt sunnudagsins voru tveir
innbrotsþjófar staðnir að verki og
handteknir í smurbrauðsstofunni
Birninum að Njálsgötu 49. Höfðu
þeir brotið rúðu á bakhlið húss,
ins, en maður, sem býr í kjallara,
heyrði rúðubrotið. Hraðaði hann
sér upp á aðra hæð hússins, og
lét hringja þaðan á lögregluna.
Kom hún á vettvang og handtók
mennima. Hafði annar þeirra
stolið 150 krónum og tekið eitt-
hvað af sígarettum, sem hann
fleygði frá sér er lögreglan kom.
Rannsóki'iarlögreglan yfirheyrði
þjófana í gær.
Þá kærði maður peningaþjófn
að til rannsóknarlögreglunnar á
sunnudag. Hafði hann setið að
drykkju með kunningja sínum og
bættist þriðji maður í félagsskap
inn. Sofnaði kærandinn út frá
drykkjunni, en er hann vaknaði
á sunnudagsmorguninn, höfðu
tæplega 1000 kronur horfið úr
jalkkavasa hans. Rannsóknarlög-
reglan hafði upp á sökudólgnum
í gær. Var hann mjög dru&kinn,
og ekki y.firheyrslufær. Var hann
settur í gæzlu og yfirheyrður í
gær. Meðgekk hann að hafa stol-
ið peningunum.
Þá var brotizt inn í verzlunina
Kjólinn, Þingholltsstræti 3, en
engu mun hafa verið stolið.
Ennfremur var brötizt inn í bif
reiðina R 10133 á Rrávallagötu
og stolið varadekki og felgu. Ef
einhverjir kynnu að hafa orðið
varir við þjófnað þennan aðfara-
nótt sunnudags eru þeir vinsam-
legast beðnir að hafa samiband
við rannsóknarlögregluna.
Þá var komið til rannsóknariög
reglunnar á sunndag, með mann,
sem stóð ekki í ákilum við leigu-
bílstjóra. Á meðan rannsóknar-
lögreglan var að yfirheyra mann
inn, var hringt frá lögreglustöð-
inni og tilkynnt að lögreglan
hefði haft afskipti af bróður
þessa manns, sem einnig stóð
Yfir þetta gap, sem sést á myndinni, lá Vatnsveituvegur í síðustu viku. Elliðaárnar rifu stykki
úr honum og eyðilögðu eina aðalvatnsæð og símalínur austur fyrir fjall, sem lágu djúpt í
veginum. Lengst til hægri sjást endarnir af síma línunum, þá liggur vatnsæð úr málmi, sem hélt,
þó hnullungar lægju á henni, eins og sést nær hinum bakkanum og dökki bletturinn hægra
megin við mennina sýnir hvar vatnsæðin sprun gna er undir, sú sem minnkar vatnsmagnið til
Reykjavíkur um 1/7 og gerði m.a. Skólavörðu holtið vatnslaust. — Ljósm. Ó. K. M.
ekki í skilum með ökugjald í
leigu/bíl! Málið leystist loks er
þriðji bróðirinn, sem átti ein-
hverja peninga, borgaði hina tvo
út.
Milkið var um að ekið væri á
mannlausa bíla. Ekið var á R
4164 fyrir utan Laugaveg 40 Og
skemmdist bíllinn talsvert.
Einnig var ekið á R 3500 á Vaitns
veituvegi, þar sem bdllinn stóð
um helgina. Þá var ekið á R 5798
við Verbúð 15 á Grandagarði og
sá bíll einnig skemmdur verulega.
Loks var ekið á föstudaginn á
R 12496 á Óðinstorgi, en þar hafði
bfllinn staðið í nokkra daga. Ef
einhverjir kynnu að geta gefið
upplýsingar um þessi mál eru
þeir vinsamlegast beðnif að hafa
samband við rannsóknarlögregl-
una.
Klukkan 9:40 í gærmorgun var
ekið á sjötugan mann á Tryggva
götu, skammt austan móta Póst-
hússtrætis. Rakst bíll á leið aust
ur götuna á manninn, sem var
á leið norður yfir götuna. Silas-
aðist hann töluvert og var fluttur
á slysavarðstofuna og þaðan í
Landakotsspítala. Meiðsli manns-
ins munu ekki að fullu könnuð,
en hann hefur verið meðvitundar
lítiM. ,
Um helgina var einnig brotizt
inn í Rílasmiðjuna við Suður-
landsbraut og stolið þaðan tveim
ur rafsuðuvélum. Vélar þessar
eru á stærð við meðalstóra sauma
vél í tösku og er handfang ofan
á þeim til þess að bera þær. Vél-
arnar eru þýzkar, af gerðinni
Dalex.
Þá gerðist það kluk'kan hélf
þrjú á laugardaginn að utanbæj-
arbíll lenti í árekstri við strætis
vagn á mótum Suðurlandsbrautar
Og Langholtsvegar. Reyndist öku
maður bílsins vera drukkinn.
Alls voru sex menn teknir fyrir
ölvun við akstur á laugardaginn,
tveir um daginn og fjórir um
nóttina.
í gær gerðist það í Örfirisey að
11 ára drengur, Örn Sigurbergs-
son, Víðimel 21, varð undir nóta-
bát og meiddist á fæti. Hafði losn
að um skorður bátsins, sem féll
á drenginn. Var hann fluttur á
slyisavarðstofuna.
Kosið í úthlutun-
arnefnd lista-
mannalauna o. fl.
Á FUNDI sameinaðs þings í gær
fór fram kosning í útblutunar
nefnd listamannalauna. Þessir
menn urðu sjálfkjörnir í nefnd
ina: Sigurður Rjarnason, Rjart
mar Guðmundsson, Helgi Sæ-
mundsson, Halldór Kristjánsson
frá Kirkjubóli og Sigurður Guð
mundsson.
í stjórn atvinnubótasjóðs urðu
sjálfkjörnir: Magnús Jónsson,
Sigurður Rjarnason, Emil Jóns-
son, Halldór E. Sigurðsson og
Tryggvi Helgason, en til vara:
Jónas Pétursson, Jón Árna-
son, Rirgir Finnsson, Þráinn
Valdimarsson og Hannibal Valdi
marsson.
í stjórn Ryggingarsjóðs verka
manna urðu sjálfkjörnir: Þor-
valdur G. Kristjánsson, Gunnar
Helgason, Eggert Þorsteinsson,
Eysteinn Jónsson og Finnbogi R.
Valdimarsson, en endurskoðend
ur: Rjarni Raohmann og Þórar
inn Sigurðsson.