Morgunblaðið - 19.04.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.04.1962, Blaðsíða 13
Fimm1tic[a£ur T9. april 1962 MORCrNfíl AÐIÐ 13 ífara greiðslur sjóusfélaga skuli nið- ur falla, þegar hann hafi greitt iðgjöld til sjóðsins í 30 ár, en áður var miðað við 35 ár. F ramkvæmdaáætlun til 5 ára Undanfarna mánuði hafa hin ir færustu erlendu og innlendu sérfræðinga unnið að undirbún- ingi framkvæmdaáætlunar fyr- ir næstu 5 ár. Efni áætlunarinnar má skipta í þrennt: A) Samið verður almennt yfirlit um þjóðarfeúskapinn og væntanlega þróun hans á næstu 5 árum. — Á grundvelli þessa yfirlits verður svo hægt að ábveða, hve mikið megi í ráðast án þess að bera getu þjóðarinn- ar ofurliði. B) Reynt verður að semja rækilegar og heilsteyptar áætl- anir um opinberar framkvæmd ir á þessu tímabili ,svo að þær megi verða sem mestar og hag- kvæmastar. Má hér t.d. nefna áætlanir um raforkuframkvæmd ir, vegagerð, hafnarmannvirki, skólabyggingar, heilsuhæli o.fl. C) Áætlanir verða gerðar alúminíumvinnslu. Leikur eng- inn vafi á, að slík verksmiðja mundi verulega draga úr því ör yggisleysi, sem hér hefur lengst um ríikt í atvinnumálum vegna hins fábreytta atvinnulífs lands ins. Hafa einkurn tvö fyrirtæki, annað svissneskt, hitt franskt, leitað eftir upplýsingum um að- stöðu til vinnslu alúminíum hér á landi. Hafa fulltrúar þeirra komið hingað til lands og rætt við iðnaðar og raforkumálaráð- herra og nokkra sérfræðinga. Enn verður ekki sagt með neinni vissu, hver árangur verður af biðræðunum við þessa tvo að- ila, en bæði fyrirtækin og full- trúar ríkisstjórnarinnar hafa lýst hug sínum til þess að kanna til hlítar, bvort samkomulags- grundvöllur er fyrir hendi. Jafn framt hefur ríkisstjórnin látið vinna að söfnun gagna um ýmis atriði, er máli skipta. Ef svo færi, að samkomulag tækist milli hinna erlendu aðila og íslenzíkra stjórnarvalda er ráðgert, að fyrirtækin reisi og eigi a.m.k. að mestu umrædda verksmiðju eða verksmiðjur, en skuld'bindi sig til að kaupa af íslenzka ríkinu ákveðið lágmark málastjórnarinnar og Rannsókn- arráðs ríkisins. Enda þótt veiga- mikil atriði séu enn ekki full rannsökuð, benda þær rannsókn ir, sem þegar hafa farið fram, þó ótvírætt til, að arðvænlegt muni vera að vinna þarna kísil í úrvalsflokki. Almannavarnir í flestum löndum heims hafa á undanförnum árum verið gerð ar sérstakar ráðstafanir til björgunar mannslífa, ef svo tækist til, að kjarnorkustyrjöld brytist út. Ríkisstjórn íslands flutti á þinginu frumvarp til laga um almannavamir í þessu skyni, en frumvarpið fékkst ekki útrætt, þar sem þingmenn bommúnista hófu mikið málþóf, þegar málið kom fyrir þingið og hótuðu að koma með því í veg fyrir, að þingið lyki störfum á eðlilegum tíma. Flutti dóms- málaráðherra þá tillögu .um, að málið yrði tekið af dagskré, en jafnframt lýsti þingið yfir þeim vilja sínum, að ríkisstjórnin hæfi nú þegar undirbúning al- mannavarna í samræmi við meginreglur frumvarpsins og að ríkisstjórnin gripi til setningar bráðabirgðalaga um þetta efni, ef brýna nauðsyn bæri til. Verður frumvarp ríkisstjórn- arinnar lagt fyrir næsta þing, strax og það kemur saman.' En samkvæmt frumvarpinu er það hlutverk almannavarna að 4. Tap fyrirtækja má nú færa milli 5 ára. 5. Gjafir til menningar- mála, líknarstarfsemi og kirkjufélaga eru frádráttar- hæfar. 6. Námsskuldir verði frá- dráttarhæfar við skattafram- tal. 7. Húsgögn og persónuleg- ir munir eru nú ekki lengur taldir til skattskyldra eigna. 8. Þá eru gerðar viðtækar breytingar á stjóm skatta- málefna. Undirskattanefndir, sem vom 219 á öllu landinu, og yfirskattanefndir, sem voru 24 að tölu, verða lagð- ar niður en landinu nú skipt í 8 skattumdæmi. Verður 1 skattstjóri í hverju umdæm- anna, sem fer með skattálagn ingu. Með þessu vinnst eink- um tvennt: í fyrsta lagi nokkur lækkun útgjalda og meira samræmi um skatt- álagningu og í öðm lagi betra eftirlit með frartitölum. >á verður skipaður sérstakur ríkisskattstjóri, sem verður formaður rikisskattanefndar. Loks má nefna það nýmæli, að þess er nú krafizt, að úr- skurður ríkisskattanefndar skuli vera rökstuddir. Hin nýju skattalög beinast að þvi að reyna að búa atvinnu- rekstrinum í landinu þau skil- yrði, að hann geti dafnað og blómgazt. Um það verður ekki deilt, að Jstæðisflokkslns í þlnghússgarðinum. Talið frá vinstrl: Sigurður Ó. Ólafsson, Pétur Sigurðsson, Alfreð Gíslason, Ingólfur Jónsson, Auð- son, Ragnhildur Helgadóttir, Kjartan J. Jóhannsson, Ólafur Thors, Bjarni Benedi ktsson, Magnús Jónsson, Gunnar Thoroddsen, Ólafur m Ámason, Birgir Kjaran, Jóhann Hafstein, Gísli Jónsson, Matthías Á. Mathiesen, Guðjón Jósefsson, Jón Kjartansson, Bjartmar Guð- Á myndina vantar Jónas Pétursson. um þróun atvinnuveganna, en þar sem einstaklingar og félög ráða þar mestu um framkvæmd ir, getur sú áætlun ekiki orðið annað en almennur rammi, er mundi hafa þá meginþýðingu að skapa grundvöll fyrir stefnu rikisstjórnarinnar og opinberra aðila varðandi þróun atvinnu- veganna. f ræðu þeirri, sem Bjarni Bene diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, flutti á landsfundi flokksins s.l. haust, komst hann srvo að orði, að markmið fram- kvæmdaáætlunarinnar væri síð ur en svo að skipuleggja allt og alla eða hneppa menn í fjötra áætlunarbúskapar. Samkvæmt frásögn hans er tilgangur áætl- unarinnar einkum tvíþættur: 1) Að boma fastri skipan á framkvæmdir ríkisins og ann- arra opinberra aðila og marka stefnu ríkisins í atvirmumálum. 2) Að sýna einstakiingum og samtökum landsmanna hverju þjóðin getur áorkað, ef hún sameinar krafta sína til skipu- legrar, en frjálsrar uppbygging ar á efnahagskerfi landsins. Verður reist hér alúminíumverksniiðja? Eins og kunnugt er af frétt- um, hefur komið fram áhugi á þvf af hálfu erlendra fyrirtækja að reisa hér verksmiðju til raforku um tiltekinn árafjölda fyrir umsamið verð. Áætlaður kostnaður við verksmiðju af þeirri stærð, sem líklegast þyk- ir, að hér yrði reist, er 1300 millj. kr., en virkjunarkostnaður við Búrfell ásamt nauðsynleg- um háspennulínum yrði um 1200 millj. kr. Þeir staðir, sem athugaðir hafa verið fyrir verksmiðjur eru Húsavik, Eyjafjörður nálægt Dagverðareyri, Geldinganes við Reykjavik, svæðið sunnan Hafn- arfjarðar og Þorlákshöfn. Virkj- unarstaðir, sem sérstaklega hafa verið til athugunar, eru tveir, í Þjórsá við Búrfell og Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum. Kísilgúrverksmiðja við Mývatn Margt bendir nú til þess, að ráðizt verði í að reisa kísilgúr- verksmiðju við Mývatn. Var á þinginu samþykkt þingsályktun artillaga, þar sem skorað var á ríkisstjórnina að láta nú þegar gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fá úr því skorið, hvort e'kki sé arðvænlegt að koma upp verksmiðju til vinnslu kísil- gúrs úr Mývatni, og kanna þá jafnframt, hverjar leiðir séu heppilegastar til þess að tryggja fjárhagsgrundvöll þeirrar verk- smiðju. — Hefur um nokkurt skeið verið unnið að þessum rannsóknum á vegum raforku- skipuleggja og framkvæma ráð- stafanir, sem miða að því að lcoma í veg fyrir, eftir því sem uhnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða eignatjóni af völdum hernaðaraðgerða og veita líkn og aðstoð vegna tjóns, sem orðið hefur. Ný skattalög stuðla að uppbyggingu atvinnu- veganna Með hinum nýju lögum um tekju- og eignaskatt voru at- vinnuvegum landsmanna skapað ir möguleikar til þess í framtíð- inni að koma rekstri sínum á heilbrigðan fjárhagslegan grund völl. Skattalagabreytingarnar, sem gerðar voru á þessu þingi, voru í beinu framhaldi af þeim umbótum, er gerðar voru á síð- asta þingi, að því er varðaði skatta á einstaklinga. Voru þau ákvæði nú tekin upp í hina nýju heildarlöggjöf, en jafn- framt voru sett nokkur ný á- kvæði til hagsbóta fyrir ein- staklinga. Helztu nýmæli lag- anna eru þessi: 1. Tekjuskattur félaga lækkar úr 25% í 20%. 2. Heimilt er nú að endur meta fyrri eignir og hefja af- skriftir af réttu verðmæti. 3. Greiða má 10% arð skattfrjálst af hlutafé eða stofnfé í stað 8% áður. velmegun almennings byggist á blómlegu atvinnuilífi. Umbætur í Skattamálum atvinnulífsins eru hagsmunamál og kjarabót fyrir allan almenning. Hóflegir skatt ar atvinnulífsins eru þvi hags- munamál fólksins. Umbætur í útsvarsmálum Með hinum nýju lögum um tekjustofna sveitarfélaga hafa verið framkvæmdar miklar um- bætur í útsvarsmálum og stigið stórt spor í þá átt að gera út- svarslögin réttlátari en verið hefur til þessa. Helztu nýmæli frumvarpsins eru þessi: 1. Veltúútsvör eru afnum- in, en þau námu 85 millj. kr. á sl. ári. 2. Ríkisfyrirtækjum og olíufyrirtækjum er gert að greiða landsútsvör, sem renna skulu í jöfnunarsjóð sveitarfélaga.,. 3. Sveitarfélögunum er veitt heimild tii að inn- heimta aðstöðugjald af' at- vinnurekendum og öðrum þeim, er reka sjálfstæða at- vinnu á hverjum stað. 4. Fasteignaskattur, sem heimilt hefur verið að leggja á undanfarin ár, er gerður að föstum skatti, aem alls staðar mun vera hlutfalls- lega jafnhár og tíðkazt hefur í Reykjavík. 5. Skerðing á framlagi Jöfnunarsjóðs minnkar þann- ig að hún miðast við 60% af samanlögðum fasteignaskött- um, aðstöðugjöldum og út- svörum í stað 50% af útsvör- um. Ennfremur er gert ráð fyrir, að ráðherra fái heim- ild til að halda eftir 1% af tekjum sjóðsins unz hann nemur allt að 5 millj. kr., svo að hann verði jafnan fær um að annast að fullu hlut- verk sitt, sem honum er ætlað lögum samkvæmt. 6. Einn útsvarsstigi er nú tekinn upp fyrir allt landið í stað þriggja, sem í giildi hafa verið undanfarin ár; heimild er veitt til frávika á einstökum stöðum og heim- ilaður meiri frádráttur vegna fjölskyldu en nú er. Eigið húsnæSi Á þinginu voru samþykkt tvð stjórnarfrumvörp, sem miða að mjög auknum opinberum stuðn- ingi við íbúðabyggingar í land inu. í lögum um húsnæðismála- stofmm er "húsnæðismálastjórn heimilað að hækka lán sín úr kr. 100 þúsund í kr. 150 þúsund. Jafnframt er Landsbanka ís- lands heimilað að gefa út bankavaxtabréf að upphæð 150 millj. kr. í stað 100 millj. kr. áður. Þá er það og nýmæli í þessari löggjöf, að rfkissjóður er skyldaður til að leggja fram jafnháa fjárhæð til útrýming- ar heilsuspillandi húsnæði og sveitarfélögin. Með hinum lögunum er stefnt að stórfelldri eflingu Bygging- arsjóðs verkamanna. Er þar mælt svo fvrir, að lágmarks- framlag sveitarfélaga til sjóðs- ins hækki úr 24 kr. á fbúa í 40 kr., og hámarksframlag úr 36 kr. í 60 kr. á íbúa. Leggur rík- issjóður síðan fram jafnháa upp hæð og sveitarfélögin. Er reikn- að með, að árstekjur sjóðsins af þessum framlögum verði a.m.k. 10,4 millj. kr. og geti komizt upp í allt að 15,6 millj. kr. Heimil- að er, eins og áður, að lánsupp hæð verði allt að 90% af kostn- aðarverði íbúðar, en þó ekki yf- ir 300 þús. kr. Það mark, sem keppa ber að í þessum málum, er, að hver fjölskylda geti búið í sínu eigin húsnæði. Með hinum aukna stuðningi opinberra aðila við ibúðabyggingar nú er vissulega stigið stórt spor í þá átt. Kiarabætur me5 stvttingu vinnutíma Alþingi kaus í vetur 5 manna nefnd ,sem samkvæmt ályktun þingsins skyldi rannsaka, á hvern hátt verði með mestum árangri unnið að því að fcoma á 8 stunda vinnudegi meðal verka fóiks. Skal nefndin framfcvæma athugun á lengd vinnutíma verkafól'ks, eins og hann er nú, og á'hrif hans á heilsufar, vinnu- þrek og afköst, svo og hag at- vinnurekstrar. Á grundvelli þessara athugana skal hún svo gera tillögúr um lögfestingu 8 stunda vinnudags sem hámarks vinnutíma í þeim atvinnugreiti um. sem fært þykir, og endur- skoða gildandi lagaákvæði um almennan lágmarkshvíldartíma verkafólks. Þá skal nefndin einnig gera tillögur um ráðstaf- anir til breytinga á vinnutil'hög- un og rekstrarfyrirkomulagi at- vinnufyrirtækja, er geti bæði stuðlað að styttingu vinnudags verkafólfcs án skerðingar heild- arlauna og aufcinni hagkvæmni í atvinnurekstri og æskilegar væru sem samningsgrundvöllur milli stéttarfélaga verkafólks og samtaka atvinnurekenda. Samþybkt þessarar ályktun- ar var vissulega spor í rétta átt. Það er nú almennt viðurkennt, að lenging vinnutíma sé síður en svo árangursríkasta leiðin til aufcinr.a afkasta. f því efni hef- ur t.d. aukin ákvæðisvinna og bætt vinnutilhögun miklu meiri Frh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.