Morgunblaðið - 19.04.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1962, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. apríl 1962 Laxness dvelst í Kaup- mannahðfn á afmæiinu Kaupmannahöfn, 18. apr%l. Einkaskeyti til Morgunbl. IIALLDÓR Kiljan Laxness, rithöfundur, er nú staddur í Kaupmannahöfn, og mun hann dveljast hér, er hann verður sextugur, nk. mánu- dag. Hann hefur lokið við nýtt leikrit, og lagði hann síðustu hönd á verkið á þriðjudag. Er það ætlun skáldsins að lesa verkið á fundi íslenzka stúdentafélags ins á mánudagskvöld. Ekki ætlar afmælisbamið að halda daginn hátíðlegan að öðru leyti. Útgefendur verka hans í Kaupmannahöfn, Gylden- dal, munu ekki minnast dags- ins, og er það eftir óskum Laxness sjálfs. Hann segist ekki vera vanur að halda upp á afmælisdaga sína, venjulega velji hann afmæi- isdaga sína til ferðalaga, og sé þá tíðast á jámhrautar- ferðalögum. „Það er nóg um veizlur", segir skáldið, „þó að afmæli verði ekki gerð tii- efni slíks." Samt mun þó verða gleði itokkur, á fundi Stúdentafé- lagsins, að upplestrinum loknum. Laxness segir leikritið vera melodrama um nútámavanda- mál, en hefur þó ekki vilj-að gefa nánari upplýsingar um efni leiksins. Hann var spurð ur að því, hvort leikritið fjallaði um ógnir þær, er mannkyninu stafa af atóm- vopnum, en svaraði því að- eins til, að hann hafi ekki ýkja mikinn áhuga á þeim vandamálum, enda hafi þau ekki sótt á sig neitt að ráði. Leikritið er svo nýtt af nálinni, að Laxness telur ekki nógu langt um liðið, síðan hann lauk því, til þess að hann geti rætt um efni þess. Hins vegar sagði hann, að nú sem stæði, hefði hann meiri áhuga á leikritum en skáldsögum. „Hver setning í leikriti, er lík ávísun, sem þarf að innleýsa“. Laxness hefur ekki komið heim til íslands síðan í fyrra, en að undanfömu hefur hann heimsótt París, Tékkósló- vakíu, Sviþjóð, Ítalíu og nú Danmörku, en fastan aðsteurs stað hefur hann haft í Vín- arborg. Til íslands heldur hann 28. apríl. Laxness seg- ist fara til meginlandsins til þess að fá næði tii að skrifa, þvi að þar sé hann laus við annir hversdagslífsins. Aðspurður segist Laxness ekki hafa heyrt minnzt á, að til stæði að gerð yrði ný kvik mynd eftir einhverri sögu hans. Þó mætti vera, að um- boðsmaður hans hefði haft einhver afskipti af því máli. Hins vegar segist hann ekki hafa verið mjög ánægður með kvikmyndina „Sölku Völku", en viil þó ekki gagn- rýna hana, þar sem hann seg- ist ekki geta gert betur sjálf- ur. „Ég vil þó heldur láta kvikmynda verk mín, en láta sýna þau í sjónvarpi“, sagði skáidið. Loks gat hann þess, að hann hefði i huga þrjú nöfn á leikritinu, en hefði ekki ákveðið hvert þeirra hann myndi nota. ■Mm Listí Sjálistæ Öis- manna á ísaiirÖi Ákveðinn hefur verið listi Sjálfstæðisflokksins á ísafirði við bæjarstjómarkosningarnar og skipa hann þessir menn: 1. Matthías Bjarnason forstj. 2. Marsel'íus Barnharðsson, skipasmiður. Skákþingið ÚRSLIT urðu þau í 4. umferð í landsliðsfloltki á sbáfcþingi ís- lendinga, að Friðrik Ólafsson vann Gylfa Magnússon, Jónas Þorvaldoson vann Gunnar Gunn- arsson, Björn Þorsteinsson vann Jón Kristinsson, Benóný Bene- dikts90n vann Helga Jónsson og Ingvar Ásmundsson vann Sigurð Jónsson. Biðskák varð hjá Inga R. Jóhannssyni og Ólafi Magnús- synL Fimmta umferð verður tefld í sjómannaskólanum kl. 2 í dag Og 8. umferð kl. 8 i kvöld. Biðskákir verða tefldar kl. 2 I dag í Breiðfirðingabúð og 7. umferð um kvöldið. 3. Högni Þórðarson, bankagj. 4. Kristján Jónsson, skipstjóri. 5. Samúel Jónsson, smjörlíkis- gerðarmaður. 6. Júlíus Helgason, rafvirki. 7. Eyjólfur Bjarnason rafvirki. 8. Kristjana Magnúsdóttir, frú. 9. Ingólfur Eggertsson, skipa- smiður. 10. Einar Ingvarsson, bankastj. 11. Kristján Guðjónsson, smið- ur. 12. Jónas Björnsson, skipstjóri. 13. Garðar Guðmundsson, kenn ari. 14. Óli Ólsen, framkv.stjóri. 15. Jóhann Þorsteinsson, vélsir 16. Úlfur Gunnarsson, læknir. 17. Kristján Tryggvason, klæð skeri. 18. Símon Helgason, hafnsögu maður. Fimm skrámuðust Jeppabifreið vallt í gærkvöldi uppí Laugardal í Árnesisýslu, með 6 nemendum frá Laugar- vatni. Fimm þeira er í bílnum voru skrámuðust. Barnaskemmtun Hvatar á 2. í páskum Sjálfstæðiskve'nnafélagið Hvöt hefur barnaskemmtun á 2. í pásk um kl. 3 og kl. 5 í Sjálfstæðis- húsinu. Skemmtiatriðið verður Rauðhetta, leikin af Leikfélagi Kópavoga Aðgöngumiðar verða seldir 2. í páskum frá kl. 11 f.'h. í Sjálf- stæðishúsinu. Verð miðanna er kr. 26,00 fyrir börn, en kr. 35 fyrir fullorðna. ..Jfáb .ótí Meffal páskamynda er sýndar verffa í kvikmyndahúsunum, er hin fræga mynd Porgy og Bess. Laugarásbíó sýnir þessa mynd, sem frægff hefur hlotiff víða um heim. Myndin er úr einu atriffi kvikmyndarinnar. Listar Sjálfstœðismanna lagðir fram í 9 kaup- stöðum Lagðir hafa verið fram listar Sj á Ifstæð isflokjks ins við bæjar- stjórnarkösningarnar í vor í eft irtölduim kaupstöðum: Reykjavík. AkranesL ísafirði. Siglufirði. Ólafsfirði. AkureyrL Húsavík. Keflavík. Hafnarfirði. Á Sauðárkróki, SeyðisfirðL Neskaupstað og Vestmannaeyj- um hafa listar ekki enn verið lagðir fram. En blaðið hafði spurnir af því í gærkvöidi að ver ið væri að ganga frá listunum á þessuon stöðurn. Söngur Fóstbræðra Á SAM5ÖNGVUM þeim. sem karlakórinn „Fóstbræður" hefur haldið í Fríkirkjunni undan- farna daga fyrir styrktarfélaga sína, voru flutt meðal annars bvö atriði úr óperunni „Fidelio" eftir Beethoven. í hinu síðara, sem er lokaatriði óperunnar, naut karlakórinn tilstyrks um 30 manna kvennakórs, og sjö ein- söngvarar komu hér fram: Hanna Bjarnadóttir, Snæbjörg Snæ- bj arnardóttir, Erlingur Vigfús- son, Gunnar Kristinsson, Jón Sigurbjörnsson, Kristinn Halls- son og Þorsteinn Hannesson. Undirleik önnuðust Carl Billieh á píanó og Árni Arinbjarnarson á orgel, og mun söngstjórinn hafa búið undirleikinn til flutn- ings í þessu forrni. Slíkar „út- setningar“ orka að vísu jafnan tvímælis, en hér tókst að mörgu I NA !5 hnúiar | / SV SOhnútar X Snjitoma • Úii V Skúrir fC Þrumur mfz, KutícM Z/ Hitatht H Hml L Lmai :OiViiwml)Xaí>iíí VEGAMÓT á Snæfellsnesi er nýr sölustaffur Morgunblaffsins, en þar er setr, kunnugt er veitingaliús og helzti viðkomustaffur á Snæ- fellsnesL Um þessa helgi verffur söluskálinn undir Ingólfsfjalli, Ingólfs- fell, opnaður aftur og þar verffur Morgunblaðiff tll sölu. leyti svo vel til, miðað við að- stæður, að verulegur fengur var í að fá að heyra þessa kafla úr hinni stórfenglegu óperu Beet- hovens. Er þetta tvímælalaust eitt merkasta verkefni, sem ís- lenzikur karlakór hefur færzt í fang. Önnur viðfangsefni voru tvð sálmalög eftir Baoh. Sanctus eft- ir Gound, með einsöng Svölu Nielsen, og „Pílagrímakór" úr ópemnni „Taniíhauser" eftir Wagner. Stjórnandi „Fóstbræðra", Ragn. ar Björnsson, sýnir hér enn einu sinni, að hann er í senn stór- huga og listfengur söngstjóri, og kórinn er veglegt hljóðfæri i höndum hans. Þessir tónleikar voru tilkomumiklir og á köflum mjög hrífandi og mundu vera til sóma bvaða kór sem væri, bæði um verkefnaval og meðferð. — Þeir verða fluttir í síðasta sinn í kvöld. Jón Þórarinsson. Verzlun Kaupfélags Kjalnesþings í Mosfellssveit, hefur tekiff Morgunblaffiff í lausasölu. Um helgar er þar einnig opiff, m. a. vegna benzinsölu. Skíffaskálinn í Hveradölum, helzti áningastaffurinn vestan Heiðar, hefur og tekið Morgunblaffið i lausasölu. Skarffshlíð undir Eyjafjöllum er mikilvæg viffskipta- og um- ferðarnjiðstöff. Framvegis verffur Morgunblaðið selt þar i lausasölu. Kl. 11 var suðlæg átt og hlýtt hér á landi. Lægðin og regnsvæðið hér fyrir suðvest an land var á hreyfingu norð austur og gera má ráð fyrir á framhaldandi suðlægri átt Og vorveðri. En stutt er í frostið eins og sjá má af kortinu. — Skip Skammt norður af Vest fjörðum gefur upp 4ra stiga frost. Veffurspáin kl. 10 í gærkvöldi: SV-land til Vestfjarða: SA stinningskaldL víða dálítil rigning. SV-mið til Vestfjarðamiða: AMhvass og síðar hvass SA, rigning. Norðurland, NA-land og miðin: Sunnan gola og síðar ka*ldL þykknar upp. Austfirðir, SA-land og mið in: SA gola og síðar kaldi eða stinningskaldi, dátítil rigning með morgninum. Málverkasýning Keflavík SIGURÐUR Bjömsson listmál- ari opnar málverkasýningu á skírdag í Tjarnarlundi í Kefla- vík. — Á sýningunni verða 60 mál- verk og myndir, mest skipa- og sjávarmyndir, auk hinna sér- kennilegu mynda af fiskum og sjávarlífL Sýningin verður opiu alla páskadagana og dagana þar á eftir frá kl. 3 til 11 daglega. Blómum stolið í fyrranótt var brotizt inn 1 blómaverzlunina Eden í Hvera- gerði og þaðan stolið 17 buntum af páskalilj um (10 st. í bunti). Brotizt var inn um bakdyr. Þeix sem kynnu að hafa orðið varir við mannaferðir, nálægt gróðurhúsinu, eru beðnir að láta ransóknarlögregluna, eða lög- regluna á Selfossi vita.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.