Morgunblaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 6
V 6 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur . , apríl 1962 von, að skátastarfið geti stuðl- að að aukinni lífsgleði vanheilla barna, og fært þeim heim sann- inn uun það, að þau eru á all- an hátt hlutgeng og blétt áfram nauðsynleg í skátastarfinu. Það hlýtur ætíð að vera takmarkið, að það nái til sem flestra með sín göfgandi og hressandi á'hrif. „Allir skátar eru góðir lags- menn.“ Hrefna Tynes. Listi Sjálfstæðismanna á Blönduósi BLÖNDUÓSI, 28. apríl. Lagðir hafa verið fram framboðslistar í hrepps- og sýslunefndarkosning uim. Tveir listar hafa komið fram til beggja kosninganna. Listi Sjá'lfstæðismanina í h reppsn ef nda r kosn i ng unum, er A-listi, og er hann skipaður þess um mönnum: Hermann Þórarinsson, oddviti Einar Evensen, húsasmáðam. Jón ísberg, sýslumaður Einar Þorláksson, verzl.maður Otto Finnsson, húsasmíðam. Þorsteinn Húnfjörð, bakari Svavar Pálson, bílstjóri Árni Jónsson, sýsluskrifari Ágúst Andrésson, verkamaður Guðbrandur ísberg, fyrrv. sýslumaður. Þá hafa Framsóknarmenn og óháðir lagt fram lista í hrepps- nefndarkosningunum. í sýslunefndarkosningum A- Húnavatnssýslu er listi Sjálf- stæðismanna, A-listi, og skipa hann: Hermann Þórarinsson, oddviti Guðmann Hjálmarsson, húsa- smíðameistari. Listi Framsóknarmainna og ó- háðra hefur einnig verið lagður fram. — Björn. GBÍMA sýnir „Biedermann og brennuvargana“ í næst síð- asta sinn í Tjarnarbæ í kvöld. Öllum, sem séð hafa sýnáng- una ber saman um, að með hlutverki brennuvargsins Eis- enring í leiknum, hafi Har- aldur Björnsson bætt enn ein- um ógleymanlegum persónu- leika við hlutverkasafn sitt. Myndin. sýnir Harald Björns- son sem hinn slynga Eisenring. Skátasveit fatl- aðra og lamaðra EINS og mörgum mun vera kunnugt, er starfandi hér í Reykjavík skátasveit fyrir fötl- uð og lömuð börn. Þetta starf er að vísu á byrjunarstigi, en hefur þó nú þegar gefið góða raun. Að minnsta kosti hefur ‘það gefið þeim börnum, sem þarna starfa, margar ánægju- stundir, og það, sem meira virði er, hefur það sannað þeim að þau eru alls ebki útilokuð né óhlutgeng i skátastarfi, þó þau hafi ekki fulla líkamshreysti. Öll sjálfsbjargarviðleitni ér nauð- synleg, og þá ebki hvað sízt fyr- ir þá, sem skortir heilbrigði á einhvern hátt. Það, sem öðrum reynist ókleift, getur annar framkvæmt. T.d. þeir sem ef til vill ekki geta notað fæturna, eru duglegri við allt, sem hægt er að vinna með höndunum. Svo eru þeir, sem af einhverjum ástæðum getá ekki notað hend- urnar, oft skýrari í hugsun, minnugri, orðheppnari, o.s.frv. Það verður að laða fram og þroska, það sem hverjum og ein um er eðlilegast og auðveldast. Skátastarfið gefur marga mögu- leika á þessu sviði, enda eykst skátastarf meðal vanheilla barna ár frá ári víðsvegar um heim. Þá er ekki að neita. að svona starf krefst sérstakrar umönn- unar þeirra skáta, sem alheilir eru. Það er því þroskavænlegt fyrir þá og gefur þeim-ótal tæki færi til þess að láta gott af sér leiða, og greiða götu þeirra, sem minni máttar eru. Sann- leikurinn er sá, að báðir aðilar gera sitt gagn hvor 1 annars garð! í Reykjaví'kursveitinni munu nú vera 15 börn, bæði stúlkur og drengir. Þau eru mjög áhuga- söm, og eru ótrúlega dugleg, bæði við prófin, fundarsókn og útilegur. Auðvitað verða þau að hafa fleiri foringja en almennt gerist hjá öðrum skátum, þar sem þau þurfa sérstakrar Ixjálp- ar við, t.d. við skriftir o. fl„ En engum, sem 'hefur séð þessi böm á skátafundi eða { útilegu, bland ast hugur um það. að þau eru alsæl að geta verið með. Það hefur opnast þeim nýr heimur leikja og æfintýra, þau hafa eignast stóran hóp vina, sem ekki einungis eru leiðbeinend- ur þeirra, heldur og félagar. Til þess að standa straum af kostnaði við þetta starf, bæði til þess að efla foringjamenntun og annað, hefur Reykjavíkur- sveitin, sem kallar sig „Hirtir", kaffisölu í S’kátaheimilinu þriðjudaginn 1. mai n.k. Þar verður selt kaffi, mjól'k, öl og gosdrykkir, og svo auðvitað ótal tegundir af gómsætum heimabökuðum kökum, sem skát ar og aðrir velunnar sveitarinn- ar em góðfúslega beðnir um að gefa. Vonandi fjölmenna svo menn á kaffisöluna og kaupa jafnvel sínar eigin kökur Sala hefst kl. 3 e.h. Munu þá Hirtirnir ásamt sínum liðsmönnum taka óspart til starfa. Það er ósk mín og • Trikkala, Gri'kklandi, 26. apríl AP Þrettán létu lífið, og þrettán slösuðust alvarlega, er vöru'bif- reið féll niður í gljúfur, hér í nágrenni borgarinnar, skömmu eftir hádegi i dag. Kennt er um, hve ógætilega bílstjórinn ók, eu vegurinn var hættulegur á þess- um stað. SKUGGA-SVEINN — SÍÐUSTU SÝNINGAB Þjóðleikhúsið hefur nú sýnt Skugga-Svein 45 sinnum og jafnan fyrir fullu húsi. Um 26.400 leikhúsgestir hafa séð sýninguna og mun það vera ein bezta aðsókn, sem Þjóðleikhúsið hefur haft að nokkru Ieikriti, á sama leikári. Síðasta síðdegissýningin verður nk. þriðjudag kl. 3, en þá er 1. maí. Leikurinn verður sýndur 3—4 sinnum ennþá. Myndin er af Snæbjörgu Snæ- bjarnardóttur og Haraldi Björnssyni í hlutverkum sínum. • Börnin og umferðin Þegar ég les blöðin, finnst mér ég óeðlilega oft sjá frá- sagnir um að ung börn hafi orðið fyrir bíl. En þegar ég geng um göturnar, furða ég mig þó stundum á því að það skuli ekki koma oftar fyrir. Þvílíkan urmul af óvitum sér maður akki eftirlitslaus- an úti á ak'brautunum. Þetta sést ekki 1 öðrum borgum með álí'ka bílaumferð. Þar er ungum börnum tæplega sleppt út úr húsi án þess að einhver gæti þeirra. Þeir sem bezt kynnast af- leiðingum slysanna, eru lög reglumennirnir hjá umferðar deild Rannsóknarlögregtunn- ar. Ég gekk því um hjá Krist mundi J. Sigurðssyni úti á Frí'kirkjuvegi 11 í gær og ræddi við hann um málið. Umferðin eykst stöðugt með bílafjölguninni á okkar þröngu götum, einkum sein- ustu árin og eins og nú er komið, er útilokað að gatan geti lengur verið leikvöllur brunninn .. Það eru átakanlegar mynd ir, sem oft mæta okkur sem komum á vettvang, þegar slys er orðið. Þeir, sem hafa þurft að fara inn á heimili og skýra foreldrum frá því að barn, sem hljóp heilbrigt út frá þeim skömmu áður, hafi beðið bana eða slasazt svo að það bíði þess kannski aldr- ei bætur, þeir hafa áttað sig á því að það er alltof mikið hættuspil að láta þessi litlu börn um að gæta sín sjalf í umferðinni. Fólk, sem aldrei hefur kynnzt slíkum slysum nema af afspurn, virðist ekki ahtaf skynja þetta nægilega vel. Við höfum kynnzt því að tveggja ára barni hafi verið hleypt út í umferðina, þar sem það varð fyrir farar- tæki, og þurfti að vekja móðurina s«m hafði farið að sofa aftur, til að tilkynna henni það, og jafnvel kemur fyrir að smábarna hafi ekki verið saknað klukkutímum saman, þegar eitthvað hefur orðið að þeim. Sumir segja, að krakkarnir læri ekki að gæta sín í umferðinni, ef þau fái ekki að leifca lausum hala og læra það. En það er dýr- keypt reynsla. Þetta eru ó- vitar, sem ekki gera sér grein fyrir fjarlægðum og hve fljót ur bíll er að berast að. Einn- ig er það einkenni á börnum og mjög gömlu fólki, að þeg- ar þau sjá hættuna, snúa þaa snögglega við, finnst meira öryggi í að komast til baka á sama statí en halda áfram. og getur þá bílstjórinn eng- barna, sagði Kristmundur. Eg er hræddur um að fólk geri sér þetta ekki nægilega ljóst. Börn allt ofan í 2ja ára ald- ur eru iðulega eftirlitslaus á götunum eða eftirlitslítil, kannski aðeins í fylgd með eldri systkinum, sem líka eru í leik. Bærinn okkar er orð- in stórborg umferðarlega séð, Reynt hefur verið að greiða fyrir umferðinni með ýmsu móti á okkar þröngu götum, m.a. með því að setja upp stöðumæla. En það gerir ekki götuna hættuminni fyrir börnin, því þá standa bílar við gangstéttirnar í röðum, og bifreiðastjórar sjá ekki krakkana, sem skjótast fram á götuna, fyrr en það er orð- ið of seint. • Of seint að byrgja an veginn áttað slg á hvað eigi að gera til að forða slysi. Auk þess gleyma börn sér, þegar þau eru að leika sér og skjótast eins og elding út á götuna. • Verða að hverfa úr umferðinni Já, það er of mikið í húfl til að eiga slíkt á hættu. Marg ar átakanlegar myndir sér maður, þegar illa fer. Það er ekki eingöngu hörmu- legt að horfa upp á for- eldrana, sem missa þessi bless uð börn, heldur einmg að kynnast hörmulegu sálar- ástandi bílstjóranna, sem hafa orðið fyrir því að aka á barn og ekki getað forðað slysinu. Það ber allt að sama brunni. Umferð eftirlitslausra ungra barna verður að hvería úr umferðinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.