Morgunblaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 2
2 MOr CTJNBL AÐIÐ Sunnudagur 29. apríl 1962 Skátadagur í dag SÍÐUSTU 2 árin hafa skátar í Reykjavík verið að skapa sér sérstakan skátadag, þar sem skátar færu í skrúðgöngu um götur borgarinnar og hefðu varðeld þar sem sýnt er Skáta- starfið eftir veturinn. Að þessu sinni verður skáta- dagurinn hafður sunnudag 29. apríl. Fyrir hádegi munu deildir Skátafélags Reykjavákur og Kvenskátafélag Reykjavíkur hafa göngur, syngja og fara í leiki hver heima í sínu hverfi. Eftir hádegi sameinast allar deildir félaganna við Skátaheim ilið við Snorrabraut og kl. 3 e.h. hefst hin fjölmenna skrúðganga Skáta frá Skátaheimilinu og gengið verður Flókagötu, Rauð arárstíg, Háteigsveg, Nóatún, Stórholt, Laugaveg, Banka- stræti, Austurstræti, Aðalstræti, — Hahteinn Framh.. af bls. 1 yfir því að samkv. eindregnum óskum vorum framibornum í fullu samráði við Fulltrúaráð Sjálf- stæðisféloganna, hefur hr. héraðs dómslögmaður Hafsteinn Bald- vinsson fallist á að taka við kjöri sem bæjarstjóri að afloknum bæj arstj órnarkosningum. Hafsteinn Baldvinsson, er kunnur fjölmörgum HcLfnfirð- ingum og erum vér þess fullviss, að með skipan hans í emibætti bæjarstjóra sé á hinn ákjósan- legasta hátí skipað sæti þessa æðstá embættismanns bæjarins. Er hann vel menntaður, traustur Og ábyggilegur, réttsýnn Og sann gjarn og myndi örugglega ávinna sér traust Og virðingu bæjarbúa og vera til sóma bæjarfélaginu inn og út á við. Myndum vér telja Hafnfirð- ingum mikinn feng að því að mega njóta starfskrafta hans að málum bæjarfélagsins". Undir yfirlýsinguna rita Stefán Jónsson, Eggert fsaksson, Páll V. Daníelsson, Elín Jósefsdóttir og Árai Grétar Finnsson. Hafsteinn Baldvinsson er Hafn- firðingum að góðu kunnur frá því að hann dvaldist ungur maður i Hafnarfirði á uppvaxt- ar- Og námsárum sínum, en hann er sonur Baldvins heitins Hall- dórssonar, skipstjóra, og konu hans, Helgu heitinnar Jónsdóttur. Að lögfræðinámi loknu hefur hann lengst af starfað hjá Lands- samibandi íslenzíkra útvegsmanna. Hefur hann i því starfi öðlazt mikla þekkingu á öllu því, er lýtur að höfuðatvinnuvegi Hafn- firðinga, sjávarútveginum. Túngötu, Hofsvallagötu, Hring- braut, Suðurgötu, Skothúsveg, Laufásveg, Hringbraut, Snorra- braut, Egilsgötu, Barónsstíg og Bergþórugötu og þaðan inn á lóð Austurbæjarbarnaskólans, þar munu skátar hylla borgar- stjórann í Reykjavík. Geir Hall grímsson, stjórn Bandalags ís- lenzkra skáta og stjórnir Skáta- félaganna í Reykjavík. Þá verða flutt stutt ávörp af borgarstjór- anum í Reykjavík, Geir Hall- grímssyni, skátahöfðingjanum Jónasi B. Jónssyni og félagsfor- ingja S. F. R. Þór Sandholt. Um kvöldið verður rúmlega klukkutíma varðeldur við Aust- urbæjarskóla, sem byrjar kl. 8 um kvöldið, þar munu skátar kveikja eld, sýna lei'ki og syngja. Skátar bjóða borgarbúum að taka þátt i gleði sinni og gera þennan skátadag skátaársins eft irminnilegan. HEIMDALLUR FÖNDUR-NÁMSKEH) Heimdallar fyrir stúilkur held ur áfram á morgun, mánudag, kl. 8:30 í Valhöil. — Stjórnin. Leikfélag Hafnarfjarðar hefur að undanförnu sýnt skopleikinn „Klerkar í klipu" við mjög góða aðsókn og undirtektir. Næsta sýning á leiknum er nk. þriðjudag kl. 9.15. Myndin er af Ragn- ari Magnússyni og Auði Guðmundsdóttur j hlutverkum sínum. Framkvæmdir í Olíu- portinu stöðvaðar V'erkið haíið an þess að leyfis væri leitað FVRnt nokkrum dögum var haf- izt handa um að rýma til í Olíu- portinu svonefnda fyrir austan Menntaskólann og nndirbúning- ur að byggingarframkvæmdum þar hafinn. Á föstudag voru fram kvæmdir þessar stöðvaðar eftir að meirihluti byggingarnefudar hafði synjað fyrirspum um leyfi tii framkvæmdir, þar eð nua. ekki lá fyrir staðfestur lóðaruppdrátt ur. Samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær hjá Páli Lírtdal, skrifstofustjóra borgar- stjóra, hefur mál þetta verið all- mikið rætt i samvinnunefnd borg arinnar um skipulagsmál, og síð- ast 26. febrúar. Voru þá lagðir fram uppdrættir Og svofelld álykt un nefndarinnar bókuð: ,,Nefndin tekur- fram, að nauð- synleg endurskipulagning hverfis ins hefur ekki íarið fram og er því eklki unnt að leyfa varanlegar Vf AM/ÍW«rj SV50 />nútor\ SnjóÁomð » úSiimm V Skúrir (C Þrumur 'Wz, KuUoM ZS HUttkH HfHm* | VORHLÝINDI eru nú dag hvern hér á landi með sunnan áttinni, og svo mun verða á meðan hæð er fyrir austan landið og vonandi að það hald ist enu um sinn. í Vestur-Evrópu er hins vegar norðanvmdur Og svalt. T. d. var ekki nema 6 stiga hiti í París á kort-tímanum í gærmorgun, eins og sjá má, og í Stokkhólmi var hitinn að eins 4 stig. Það minnir okkur, sem nörðar búum á hvað ver- ið gæti hér, ef hæðin sneri að akkur austurhliðinni. byggingar á þessum stað. Þar sem nefndinni er hinsvegar kunnugt um hvernig húsnæðismáluni menntaskólans er komið, telur hún þó ekki annað fært en að fallast á eiindið að því tilskildu að um bráðabirgðahyggingu sé að ræða“. Mál þetta kom síðan ekfci til kasta borgarinnar fyrr en á fimmtudag, en þá var tekin fyrir á fundi bygginganefndar fyrir- spurn um hvort byggingarnefnd vildi leyfa að framkvæmdir yrðu hafnar samkvæmt uppdráttum þeim, sem áður er rætt um. Meiri hluti byggingarnefndar, fjórir, synjaði, en þrír nefndarmenn voru fylgjandi, og gerði minni- hlutinn þá grein fyrir cifstöðu sinni að það væri eingöngu vegna þess öngþveitis, sem væri í hús- næðismálum skólans, að hann styddi málaleitunina en hins vegar teldi hann að skipulagslega séð væri þetta mjög hæpið. Ekki hafði verið sótt um leyfi til byggingafulltrúa eða bygginga nefndar áður en framlkvæmdir hófust. Samkvæmt upplýsingum Sig- mundar Halldórssonar, bygginga fulltrúa, lá ekkert fyrir á áður- nefndum fundi bygginganefndar um að skólinn ætti rétt til lóð- arinnar. Sagði Sigmundur að bygginganefnd gæti ekki leyft framkvæmdir á annara manna lóðum. Ekki hefði heldur legið fyrir neinn staðfestur uppdráttur af lóðinni, og. meirihlutinn hefði verig á móti byggingunni vegna vegna skipulagsins í heild. Grafið hefði vevið á lóðinni í nokkra daga án þess að leýfis væri leitað, og ennfremur hefði það komið fram, að hér hefði ekki verið um bráðabirgðahúsnæði a ræða. Stokkhólmi, 28. apríl — NTB — TTT. DAGANA 11. — 18. ágúst 1 sum- ar verður haldið í Ystad í Svíþjóð heimsmót ungra esperantista. 20,000 tunntii af síld í fyrrinótt AÐFARANÓTT laugardagsins var veður gott á síldarmiðun- um, þoka og hægviðri. Veidd ist síldin á svipuðutn slóðum og aðfararnótt föstudags, um 17 sjómílur SA af Arnarstapa. f gærmorgun höfðu 16 bátar tilkynnt síldarleitarskipinu Fanneyju um afla, samtals tæplega 20 þús. tunnur. Afla- hæstir voru Sigurður AK 1100, Bergvík 1200, Gjafar 1300, Hringver 1100, Víðir II 1500, Jón Trausti 1850, Pálína 1000, Ólafur Magnússon EA 1400, Guðmundur Þórðarson 1800, Haraldur 1900, Skírnir 1600, Eldhorg 1300, Sæfari 900 ög Höfrungur II 1100. Lýðháskólanám á vegum Norræna félagsins SVO SEM mörg undanfarin ár gefst íslenzkum unglingum kost ur.á að stunda nám við lýðhá- skóla á Norðurlöndum á vetri komanda fyrir milligöngu Nor- ræna félagsins. Veita frænd- þjóðimar styrki í þessu skyni, og nægja þeir í flestum tilfell um til greiðslu dvalarköstnaðar og skólagjalda. Lýðháskólarnir veita nemend|num almenna menntun, sem nánast má segja að sé framhald gagnfræðanáms, sem nemendur verða að hafa lokið. Reynslan af skólum þess- um hefur verið hin prýðilegasta. Umsóknir um skólavist við nörrænan lýðháskóla skulu sendar Nörræna féla-ginu, póst- hólf 912, Reykjavík fyrir 5. maí n.k. Skulu þeim fylgja afrit af gagnfræðaprófskírteini eða eink unum við miðsvetrarpróf, ef um sækjandi tekur gagnfræðapróf í vor, fæðingarvottorð og meðmæli skólastjóra eða vinnuveitenda. Umsækjendur verða að vera orðnir 18 ára eða verða það snemma á skólaárinu. Vilji þeir vera í einu landi öðru fremur, skal þess getið í umsókninni. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Ásgeirsson, hagfræðing- ur, sem gegnir störfum fram- kvæmdastjóra Norræna fólagis- ins. Kvenfélagið afbiður sér „heiðurinn64 Þjóðviljinn skýrði frá þvi s.I. föstudag, að Kvenfélag Selfoss stæði að lista „vinstrí stjórnar-manna" þar á staðn um. f eftirfarandi yfirlýsingu afbiður kvenfélagið sér „heið urinn“: AÐ GEFNU tilefni ti'lkynnist hér með, að Kvenfélag SeLfioss er ekki aðili að neinum framboðs- lista til sveitarkosninga á Sel- fossi. Félagið er ópólitísikt og með- limir þess úr öllum stjórnmála- flokkum og gæti þess vegna ekki skipað sér á lista með einum flokk eða fleirum á móti öðru'm. Það hefur aldrei komið tiii orða, hvorki innan stjómarinnar né á félagsfundi að félagið hefði minnstu íhlutun með þessuim kosningum. Fh. Kvenfélags Selfoss, Ólöf Österby formaður (sign) Sýningu Einars Þorlákssonar lýkur í dag MLVERKASÝNINGU Einars Þor lákssonar í Listamannaskálanuin lýkur í dag, sunnudag. Á sýning- unni eru 90 málvenk, þar af hafa 80 verið til sölu. Aðsókn að sýningunni hefur verið góð og hafa um 40 myndir selzt. — Járnsmiðir Framh. af bls. 24. kom fram um það, hvort stjórn in eða atvinnurekendur hefðu bryddað upp á nokkru nýju i sambandi við launagreiðslufyr- irkomulag, er tryggt gæti, að verðbólguhjólið færi ekki af stað að nýju. Á fundinum í fyrrakrvöld var spurt, hvers vegna ekki væri höfð samstaða með öðrum iðn- aðarmannafélögum. Lítiil sem engin svör fengust við þeirri spurningu. Kristján Ág. Eirlksson, einn af stjórnarmönnum kommúnista í félaginu, bar fram tillögu um, að stöðva alla næturvinnu þegar í stað til þess að ekki tækist að ljúka viðgerð á strandtferðaskip inu Esju, og það stöðvaðist f væntanlegu verkfalli. Þessi tii laga var samiþykkt. Einn fundarmanna lagði til, að ekki yrði samið við einstök verk stæði, heldur öll í einu, en þvi mótmæltu kommúnistar harð- lega, og fékkst tiillagan ekki sam þykkt. FIRMAKBPPNI Bridigefélaga Kópavogs er nú að ljúka. Staðan fyrir síðustu umferð hjá efstu fyrirtækj unum er þessi: Efnagerðin Valur 327 stig. Rörsteypan h.f. 326 stig. Sparisjóður Kópavogs 305 stig. Biðskýlið s.f. 302 stig. Vibró h.f. 292 stig. Póló h.f. 290 stig. Steinhús h.f. 287 stig. Brunabótafiél. fsl. 285 stig. Nesti hJ. 282 stig. Síðasta umferð í keppni þess ari verður spiluð n.k. mánudags I kvöld 30. april kL 8 ejh. í félags i heimilinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.