Morgunblaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 10
10 */ /» p ÍT r? V n r '4 » f Ð Sunnudagur apríl 1962 1 3 OOG TÆKNI \J Rannsóknir í djúpunum „hinum innra geimi“ ÞEGAR Kennedy Bandaríkja forseti bað þingið um fjár- veitingu til hafrannsókna, nefndi hann hið stóra flaemi, sem liggur undir hafi „hinn innri geim“. Sú nafngrift er ekki illa valin nú, þegar eytt er mikl- um fúlgum í rannsóknir í geimnum, og vegna þess, að mannkynið veit sáralítið um það, sem undir því er. Eigi að síður innihalda hafdjúpin fjársjóði, sem ekki hefur ver ið hreyft við, og í framtíð- ixmi verður mannkyninu nauðsynlegt, að öðlast þekk- ingu á þessum hluta jarðar- innar. Forsetinn hitti naglann á höfuðið er hann sagði: „Þekk ing á höfunum er ekki aðeins forvitnileg. Líf mannkynsins getur oltið á henni.“ Enn sem komið er hefur mjög lítið verið kortlagt af hafsbotninum, og þau svæði eru öll á landgrunninum. Vitað »r, að í hafsbotni eru ógrynni af málmum. Ljós- myndir, sem amerískir og rússneskir leiðangrar hafa tekið hafa leitt í ljós, að á ýmsum svæðum er mikið um mangan, kóbalt og nikkel. í framtíðinni má búast við, að málmar verði unnir úr sjó. Nú þegar er magníum unnið úr sjó orðið samkeppnisfært við magníum unnið í nám- um. Líffræðingar hafa lengi haft í huga möguleikann á að rækta hafið, til að auka fæðubirgðir mannkynsins. — Einnig mætti rækta fisk í grunnum flóum, sem girtir væru frá hafinu. Þar mætti hafa fulla stjórn á hita og efnasamsetningu sjávarins. Enn er langt í land, að menn öðlist viðhlítandi þekk ingu á áhrifum sjávar á lofts lagið, þótt lengi hafi verið álitið, að heitir eða kaldir hafstraumar hafi áhrif á loftslag strandhéraða. Stung- ið hefur verið upp á, að bæta loítslag sumra strandhéraða með því að sökkva kjarna- ofnum, sem væru nægilega stórir til að geta myndað heitt uppstreymi, fyrir ströndinni. Rannsóknatæki 1 köfunarkúlum hefur ver- ið farið niður á 13000 metra dýpi, en þær geta ekki hreyft sig úr stað. Til að losna við þessar takmarkanir hafa Bandaríkjamenn hafið smíði 50 feta alúmíníum kafbáts, sem kallast Aluminaut. Hann á að verða nógu sterkur til að þola hinn gífurlega þrýst- ing hafdjúpanna, en nógu léttur til að geta komið upp af eigin rammleik. RUM er í aðalatriðum skriðdreki með griparmi og ueð- ansjávar sjónvarpsmyndavél. ________^ Aluminaut á að geta kafað á 5000 metra dýpi og siglt þar um 80 mílur við botninn. Reiknað er með, að um 60% hafsbotnsins verði rannsökuð með tæki með þessa eigin- leika. Aluminaut getur kom- ið upp af 5000 metra dýpi á 20 mínútum, en venjulegir kafbátar þyrftu 114 tíma til þeirrar ferðar — ef þeir gætu komist svo djúpt. Hraði kafbátsins verður 3,8 sjómíl- ur og köfunartími hans 72 stundir. Ekki er þó áætlað að Svona kemur hinn fyrirhugaði Aluminaut til að líta út. — ítöisk hljóðfæri nýkomin Nýkomnir ítalskir saxófónar Orsi Allt og Tenór gullhuðaðir. ítalskir Orsi trompetar. Rafmagnsgítarar, fjórar gerðir frá kr. 2200,00 Gítarar, kr 352.00, kr. 449.00, kr. 585.00 Ilarmonikur: Italskar: Zero-Zette, model 1962 120 bassa Kr. 7500,— Scandalli 80 bassa — 4800.— Serenelli 120 b. — 4900.— Borsini 120 bassa — 5800,— Scandolli 120 b. 4700,— Tombolini 120 b. — 4600,— Accordiana 120b. — 5800,—- Accordiana 120 b. — 6200,— Póstsendum Þýzkar: Weltmester 80 b. Kr. 3200,- Weltmester 120 b. — 5200',- Rogalstandard 32 b. 2700,- Rogaistandard 60 b. 3200,- Tirotti 12 b. — 4920,- Melodia 80 b. — 4800,- Barna harmonikur frá kr. 79,— Barna saxófónar nýkomnir kr. 37,00 Verzlunin RÍN Njái.sgötu 23 — Sími 17692 Ódýrustu bílarnir Fiat 500 llytur fólk og vörur Fiat, 600 er bíll f jölskyldunnar Verð frá kr. 80.000,00. Stuttur afgreiðslufrestur. •> í" V :i hafa hann í kafi nema 30 stundir í einu við rannsókn- ir. Aluminaut á að geta bor- ið tveggja manna áhöfn og tvo vfeindamenn. Meðal tækja hans verða sterk ljós, sjónvarpsmyndavélar, berg- málstæki, sem draga um 180 metra, talstöðvar og grip- armar. Sæhvolpurlnn Annar rannsóknakafbátur verður Seapup VI (Sæhvolp ur), 19x18 fet að stærð. — Hann á að geta svifið yfir hafsbotninum, eða staðið á honum, meðan unnið er með gripörmunum. Hann á að geta borið tvo menn neðan- sjávar í tólf stundir á allt að 2000 metra dýpi. Sérlega mikið hagræði verður að því, hve léttur hann er í lofti, þyngd hans með öllum venju legum útbúnaði verður að- eins 514 tonn. Meðal annarra taekja eru RUM (Remote Underwater Manipulator) og Solaris. RUM getur farið niður á allt að 6000 metra dýpi, far- ið upp brekkur með 60% halla og hoppað yfir 30 cm háar hindranir. Á honum er langur, beygjanlegur grip- Framh. á bls. 23 é'b^4Q'rav\lbQ)'eV-'&\r IVAR PETERSEN Hljóðfærasmiður. BANKASTRÆTI 6. X. O. G. V. St. Víkingur nr. 104. Fimdur mánudag kl. 814 e.h. í G.T.húsinu. Venjuleg fundarstörf. Kvikmyndasýning, mætið vel. Stúkan Dröfn nr. 55. Fundur annaðkvöld. Systra- fundur. Fjölbreytt dagskrá. ÆT Barnastúkan Æskan heldur fund í G.T.húsinu I dag kl. 2. Rætt verður um ferðalög. Spurningakeppni og hringakast- keppni. Teknar verða myndir. Mætum öll á þennan síðasta fund vetrarins. Gæzlumenn. Ungtemplarafélag Einingarinnar heldur aðalfund sinn að Frí- kirkjuvegi 11 (bakhúsi) í dag kl. 4. 1. Venjuleg aðalfundarstörf, 2. önnur mál. Stjórnin. GUNNARJÓNSSON LÖGMAÐUR við undirrétti og hæstarétt hingholtsstiæti 8 — Sími 18259

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.