Morgunblaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.04.1962, Blaðsíða 12
12 MORGUISBLAÐIÐ Sunnudagur 3?. apríl 1962 mtlritaMfr Otgefandi: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ó'bm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Otbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 3.00 eintakið. VITA, EN BERJAST SAMT ¥ eyniskýrsla sú, sem ís- lenzk kommúnistadeild í Austur-Þýzkalandi sendi Ein ari Olgeirssyni, formanni ís lenzka kommúnistaflokksins, um þjóðfélagsástandið fyrir austan jámtjald ,er meðal athyglisverðustu gagna, sem birzt, hafa um kommúnism- ann. Hinir íslenzku kommún istar, sem að henni standa, eru allir ,, þrælstú dera ðir‘ ‘ í kommúnistafræðum og gera sér fulla grein fyrir eðli heimskommúnismans. Einar Olgeirsson og þeir aðrir, sem hann að boði höf- unda skýrslunnar, hefur sýnt hana, geta heldur ekki leng- ur sagt, að skoðun þeirra á framkvæmd kommúnismans sé sú, sem þeir hafa haldið fraxn. Þeir verða nú að játa, að þeir hafa vísvitandi hald- ið fram skoðunum, sem voru í fullri andstöðu við raun- veruleikann. Þeir verða að játa, að þeim hefur verið fullkunnugt um ógnarstjórn- ina, kúgunina og glæpaverk- in. — Þegar þetta liggur fyrir er líka augljóst, að þessirmenn vilja vísvitandi smeygja hel- fjötrum heimskommúnism- ans á hina íslenzku þjóð. — Þeir vita hvað þeir eru að gera. Þess vegna hafa þeir enga afsökun. Þaimig liggur nú skjalfest fyrir, að starfsemi íslenzkra kommúnista er nákvæmlega hin sama og til dæmis aust- ur-þýzkra, og þeir telja jafn- vel ástæðulausa „sýndar- mennsku“ eins og þá, sem felst í „kosningum“ í komm- únistaríkjunum. Þeir segja: „Því ekki að koma til dyr- anna eins og maður er klædd ur, segja það opinskátt, að hér ríki „alræði öreiganna“, sem þrýsti hinum borgara- legu og fasistísku öflum nið- ur, á meðan hinir sósíalísku þjóðfélags- og atvinnuhættir eru enn á bemskuskeiði? Við álítum, að það væri réttlæt- anlegt, að þessi leið væri far in, ef hún fylkti þjóðinni bet ur saman, hefði jákvætt á- róðursgildi innanlands, en um það er því miður ekki að ræða.“ Hinir íslenzku kommúnist ar telja þannig afnám lýð- ræðisins „réttlætanlegt“, en spottast jafnframt að því, að Ulbricht og hans menn skuli ekki hafa „manndóm" í sér til að viðurkenna að lýðræð- ið sé afnumið „með alræði öreiganna“. Þannig virðist hugmynd þeirra sú, að á Sovét-Islandi verði ekki einu sinni sýndarkosningar. Þar að auki fara þeir ekk- ert dult með það, að „þjóð- fylkingar“ á borð við þær, sem hér er stöðugt barizt fyr ir, sé hrein blekkinga- og svikastarfsemi. Kommúnista flokkarnir tryggi sér alræð- isvald irman slíkra samtaka, en hafi „fjöldasamtökin“ að- eins að yfiivarpi. Skyldu augu Alþýðubanda lagsmanna, sem ekki telja sig Moskvukommúnista, loks opast? ANDLIT „HERNÁMS- ANDSTÆÐINGA" rpil eru þeir menn, sem í hjarta sínu eru andstæð- ir kommúnísku ofbeldi, en engu að síður hafa gengið til liðs við heimskommúnism- ann hér á landi, einkum í hinum svonefndu „samtök- um hernámsandstæðinga“. — Vonandi leiða þessir menn líka hugarm að því, hvert eðli kommúnismans er, sam kvæmt upplýsingum ís- lenzkra kommúnista sjálfra. En hi^S rétta andlit „sam- taka hemámsandstæðinga“ er nú líka komið í ljós á annan hátt, svo að engum fær dulizt. Fyrir rússneskt fé hafa samtök þessi haldið uppi magnaðri áróðursher- ferð hérlendis, sem kostað hefur geysifjárhæðir, meðal annars hafa þrír menn ver- ið þar á launum. Og hver er hin raunverulega skoðun þess ara manna? Hún kemur í ljós, þegar mikið ríður á. Þeir hafa nú allir farið á framboðslista kommúnista og berjast fyiir framgangi hinnar erlendu ógnarstefnu hér á landi. Frek ar ætti ekki að þurfa vitn- anna við. Allt gjálfrið um hlutleysi, þjóðarmetnað o.s. frv. er fallið um sjálft sig. Þeir menn, sem eftir þess- ar augljósu upplýsingar um eðli „samtaka hernámsand- stæðinga“, halda áfram að styðja þennan fjarstýrða fé- lagsskap, geta ekki ætlazt til þess að þeir verði sýknaðir af stuðningi við ógnarstefn- una. Þeir vinna þá vísvit- andi fyrir hana. Fdlk SÖNGKONAN, píanáleikarinn og hljónnsveitarstjórinn Ella Fitzger ald er kunon um víða veröld, þ.e.ajs. nú síðustu 7—8 árin. Söng Æeril siran hóf hún 17 ára gömul, er bún var dansmær en varð svo taugaóstyrk á sviðinu að hún gat ekki stigið eitt einasta skreí og til að bjarga sér úr varadræðun- um, fór hún að syngja. Þá var hún ung og veikluleg. Nú er Ella 43 ára gömul og vegur 98 kg., og hún er líka orðin svo fræg söngkona, að hún tekur sér frí í 3—6 mánuði á ári, og eyðir tíma sínum í að elda oÆan í sjálfa sig og son sinn í húsi sínu í Holly wood eða ibúðinni í Kaupmanna- höfn, sem hún notar aðeins viku á hverju ári. Frami hennar byrj- aði með því að hljómsveitarstjór- inn Ghick Webb arfleiddi hana að hljómsveit sinni, en í 20 ár var hún þó aðeins þeklkt meðal mik- iila jazzunnenda. Þangað til 1955, FUNDUR VERKFRÆÐINGA 1Terkfræðingafélag íslands á * um þessar mundir 50 ára afmæli. Hefur það m. a. minnzt þessara tímamóta með því að efna til ráðstefnu um orkubúskap íslendinga. Hafa þar verið flutt mörg merk og fróðleg erindi um tæknileg efni. íslenzk verkfræðingastétt er ung. Engu að síður hefur J hún unnið mikið og gagn- legt starf í þágu þjóðarsiim- ar. Þegar hið nýja landnám hófst, skapaðist mikil þörf fyrir tæknimenntaða menn. Slíka menntun varð að sjálf- sögðu að sækja til útlanda. En íslenzkir menntamenn brugðust vel við, og nú eiga íslendingar fjölda ágætlega menntaðra verkfræðinga á hinum ýmsu sviðum verk- fræðinnar. Þessi ráðstefna Verkfræð- ingafélags íslands fjallaði eins og kunnugt er um orku búskap íslendinga. Er stór- mikill og hagnýtur fróðleik- ur fólginn í erindum þeim, sem lögð hafa verið fram og flutt á ráðstefnunni. Vatnsafl og jarðhiti eru ein helztu náttúniauðæfi þessa lands. Þess vegna velt ur á miklu, að unnið sé að hagnýtingu þeirra á grund- velli staðgóðrar þekkingar, festu og framsýni. Þær upplýsingar munu vekja mikla athygli, sem Jakob Gíslason, raforkumála stjóri, gaf í erindi sínu, að það muni tæknilega fram- kvæmanlegt að flytja raf- orku frá íslandi til Skot- lands og dreifa henni þar og hafa 1—200 millj. kr. í árs- tekjur af slíkri raforkusölu. Á ráðstefnunni kom það einnig fram ,að þungavatns- framleiðsla er talinn hentug astur stóriðnaður hér á landi. Verkfræðingamir eiga þakkir skihð fy-rir þessa ráð- stefnu sína þá sló hún svo í gegn að hljóm- plötur hennar seldust á tveimur árum í 30 þús. eintökum. ★ Þýzka leikkonan Maria Schell hefur aftur á móti tekið sér frí frá störfum um skeið, til að eiga móti ætlunin að „Minn kæri tarfur“ vinni hjörtu allra með yndisleik sínum. ★ Fyrir nofekru urðu milklar sprengingar í þorpi einu skammt frá Teheran í Iran og fórust margir íbúar þorpsins. Þegar jarðarförin fór fram, komu keisarahjónin á staðinn. Þau gengu eftir mjórri þorpsgötunni Og Farah Diba var svo snortin er henni var sagt að hver fjöl skylda við götuna hefði missl einhvern í sprengingunni, að hún grét. íbúamir viiknuðu lilka og báðu bæjarstjórann um að skíra götuna umsvifalaust og láta í fréttunum ast þennan fallega son, Oliver Christian. En nú er hann orðinn 8 vikna og eftir henni bíða tvær nýjar kvikmyndir í Berlín og Miinchen sem hún verður brátt að snúa sér að. Walt Disney finnst tími til kominn að fá svolitla fjöl- breytni í teiknimyndir sínar og þvi fór hann til Spánar til að fá efni í nýja persónu, sem á að heita: „Minn kæri tarfur“. Ekki er þó hætta á því að Walt búi til neina kvikmynd um blóðug nautaöt. Til þess er hjarta hans alltof milt, enda má sjá af titlinum að hann hefur annað í huga. Það mun þvert á hana heita „Gata drottningartár. ■anna“. 8 ára drengur'hafði einn lifað af er húsið hrundi yfir fjölskyldu hans. Drottningin spurði um hann og tók hann með sér til Teheran, og kvaðst ætla að ala hann upp í höllinni. Hér er mynd af keisaraynjunni gnát andi. Tárin gera hana efeki sér lega drottningarlega í úitliti. En sennilega kann fólkið í þorpinu að meta hana svona. -- X X X X ---- Rudolf Bing, forstjóri Metro* politan Óperunnar í New York varð nýlega sextugur. Þá fékk hann dálítið óvenjulega ham. ingjuósk. Western Union síma- félagið hringdi til hans og til- kynnti: — Mr. Bing, hjá okkur er skeyti, sem sendandinn krefst að verði sungið fyrir yður. Og svo kom ein af söngnustu stúlkunum á stöðinni og söng símskeytið. — Indælt, svaraði maðurinn, sem einu sinni rak Mariu Gallas. -*■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.