Morgunblaðið - 15.05.1962, Side 6

Morgunblaðið - 15.05.1962, Side 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Þriðjudagur 15. mai 1962 D-listinn á Sauðárkróki Guðjón Sigurðsson Sigurður P. Jónsson bakarameistari kaupmaður Kári Jónsson Björn Daníelsson verzlunarmaður skólastjóri — Listin, sem tæki Framh. af bls. 1 (Dautscher Schriftstellerver- band) var stofnað 1950. Forseti Anna Seghers (Lenín-tfriðarverð launin, Nationalpreis 1951). Hlut verk þess er að gæta hagsmuna rithöfunda. Annað hlutverk þess er allfrábrugðið því, sem við þekkjum heimafyrir, semsé að skipuleggja andlega framleiðslu skólda og rithöfunda og veita umbun fyrir unnin verk. Fer það fram á þann hátt, að Auftrags- kommission metur, hvað þurfi að skrifa í samraemi við þarfir hinnar sósíalisku uppbyggingar (5 ára plan) og útbýr verkefni í samræmi við það, sem síðan eru fengin ákveðnum rithöfundum í hendur, sem fallast á að taka þau að sér. Fá þeir fyrirfram- greiðslu, sem tryggir afkomu þeirra meðan á verkinu stendur, og alla fyrirgreiðslu á þeim stað, sem verkið skal fjalla um (kola- námu, verksniiðju o. s. frv.). Ekki hefur þetta alltaf blessazt sem skyldi. A 4. þingi rithöfunda 1956 var gagnrýnd léttúðug út- býting styrkja og illa hugsuð verkefni. Sem diæmi var nefnt, að á árinu 1952—53 höfðu 15 af 39 verkefnum, sem samið var um, engan árangur borið. Sem dæmi um vanhugsað verkefni var nefnt: rithöfundi var falið að skrifa skáldverk um baráttuna gegn kviikfjársjúkdómum í lýð- veldinu. Að sjálfsögðu geta rithöfund- ar valið sér sjálfir verkefni að vild, en ritskoðendur segja að sjálfsögðu síðasta örðið um út- gáfu allra verka. II. Sósíalrealisminn. Rök sósíalreálismans fyrir til • Stolið af leiði Fyrir nokkrum dögum setti kona ein hér í bæ kranz úr gerviblómum á leiði móður sinnar í gamla kirkjugarðin um fyrir sunnan Hólavelli. Gerði hún það í tilefni af áttræðisafmæli móður sinn- ar. Nokkru siðar, þegar kon- an vitjaði leiðisins að nýju, hafði blómunum, sem voru úr plasti, öllum verið stolið. Ekki mun hér vera um nein strákapör að ræða, því að fótspor eftir fullorðið fólk sáust í moldinni. — Það er því miður ekkert einsdæmi, að grafarræningj- ar séu á ferð í kirkjugörð- um. Blómum hefur verið stolið og einnig ljósaperum. sem leiði hafa verið prýdd með um jólaleytið. Það hlýt- ur að vera undarlegt fólk, veru sinni hér í DDR (Austur- Þýzkalandi — innskot Mbl.) eru þessi: Hin sósíalistiska bylting er eíkki ein, heldur þríein: í menningu^ stjórnmálum og efna hagslíifi. Á öllum þessum svið- um leiðir flokkurinn byltinguna fram til sigurs í samræmi við hin hlutlægu lögmiál þjóðfélags- þróunarinnar og notfærir sér þessi lögrnál til að framkvæma hana. Á Menningin notuð til að ala almenning upp í sósíalisk- um anda. Þetta gildir því ekki síður um menningarsviðið en hin. Menninguna í öllum þáttum hennar verður að nota til að ala upp almenning í sósíaliskum, anda, fytla hann eldmóði til nýrra átaJka við uppbyggingu sósíalismans. í því er hin sósí- alska menningarbylting fólgin. Fknkkurinn notar listina sem tæki til að breyta heiminum. En vegna þess að við erum með listinni að berjast fyrir nýjum heimi, verður listin að vísa fram á við, vera leiðarstjarna. List- in á að lýsa idealinu, ástandinu, eins og það á að vera og mun verða, endurspegla hið nýja í þjóðfélaginu, jafnvel þótt erfitt kunni að vera að koma auga á það. Hún á ekki að binda sig við hið gamla deyjandi enda þótt það sé yfirgnæfandi um stundarsak- ir. Konflikta nútímans má að- eins sýna í samibandi við hina sósíalíisku fnamtíðarsýn. Annars verða áhrif listarinnar á verka manninn niðurdrepandi. ★ „Listin er tæki til að hafa áhrif á fólkið“. Listin er tæki til að hafa áhrif á fólkið, flýta fyrir fram- þróuninni eða tefja hana. Við metum listina eftir áhrifunum á njótandann, ekki eftir tjáningu listamannsins. í samræmi við þetta verða listamenn okkar að Aapa verk sin. Aðferðin, sem þeir nota til þess arna og byggð er á þessum grundvelli er hinn sósíalíski realismi, æðsta tján- ingarform listarinnar. Hann kom fram í auðvaldsþjóðfélaginu sem endurspeglun stéttarbaráttunnar, og gildi bans hefur sannazt í sem hefur geð í sér til þess að skreyta heimili sín með stolnum hlutum af leiðum. • Skólauppsögn „Óánægður maður“ úti á landi hefur sent Velvakanda eftirfarandi bréf, og fyrir- spurn hans í bréfslok geta hlutaðeigandi svarað í þess- um dálkum. „Nú er sá tími ársins, þeg- ar skólum lýkur. Víða eru skólaslit haldin hátíðleg, sam fundur foreldra og kennara, ásamt börnunum, kennurum þökkuð kennslan sem vert er, og aftur nemendum þakkað- ar liðnar samverustundir, sem eru orðnar æði margar 'hjá þeim árgöngunum sem kveðja skólann hverju sinni. Minnsta kosti þykir það sjálf sögð kurteisi manna milli, hinni 40 ára tilveru Ráðstjórnar- ríkjanna. ★ Lístamemurnir lúti „uppeldi flokksins og forsjá“. Listamennirnir geta aðeins uppfyllt þetta verkefni, ef þeir lúta uppeldi flokksins og forsjá og þjóna tímanlegum verkefnum hans með list sinni. Þeir verða að hafa fullkomið vald á hinni díalektísku efnishyggju. Allar aðrar stefnur eru borg- araleg hnignun eða úrræðaleysi einstaklingsins gagnvart auð- valdsþjóðfélaginu, en þar er í rauninni það sama. Þetta var stefna flokksins í menningarmáium. Að hve miklu leyti og hvernig getur hann fram kvæmt hana og hvemig reiðir henni af í deilurn við aðrar stefnur? Á Hægt að banna „dreifingu hvaða listaverks eða hugs- unar sem vera skal“. Flokikurinn ræður yfir rík- isvaldiau. Allar lykilstöður í út- breiðslustarfsemi eru í hans höndum, bókaútgáfur, blöð, tímarit, útvarp, kvikmyndir, bæði um það, sem framleitt er í landinu sjálfu og það, sem flutt er inn. Enda þótt flokkur- inn eigi ekki allt þetta eða stjórni því, getur hann stjómað með aðstoð flokksdeilda sinna í viðkömandi fyrirtækjum. Einn- ig er hægt, ef það dugar ekki til, að banna með aðstoð laga- fyrirmæla dreifingu hvaða lista verks eða hugsunar sem vera skal, ef flokiknum sýnist svo. Það er því algerlega á valdi flokks- ins, hvaða blóm fá að vaxa op- inberlega í menningarlífi lands- ins, undir þeim mönnum komið, sem flokkurinn felur menningar starfsemi, hvort þeir eru alltaf færir um að meta rétt í ljósi stefnunnar þau verk, sem til greina kemur að útbreiða, svo og því, hvernig stefnunni er framfylgt á hinum ýmsu tímum, hve stranglega flokkurinn vill beita valdi sínu í þessum efnum. Rökræður við aðrar stefnur á opinberum vettvangi fara fram á þann hátt, að sósíalrealistar gagnrýna þær frá sínum sjónar- hóli, en fulltrúar þeirra fá eng- sem lengi hafa unnið saman eða umgengizt, þegar leiðir skilja. Þar sem haldnar eru skóla skemmtanir þy'kja þær ein- hverjar þær beztu skemmtan- ir sem völ er á, og mun það ekki sízt vera vegna þess ein- læga áhuga og gleði sem geislar af hinum ungu skemmtikröftum. Auðvitað kostar allt slíkt kennarana mikla fyrirhöfn og undirbún- ing, en það margborgar sig með auknum vinsældum og lifandi áhuga nemendanna, sem oftast mun vera fyrir hendi hvað þessu viðvíkur, meir en hinu hversdagslega tilbreytingarleysi. Einnig eykur undirbúningur fyrir frambærileg skemmtiatriði leikni barnanna bæði í lestri og framsögn, og þroska þau margvíslega. ------------------------------- in tækifæri til að koma sínum rökum á framfæri......... Á „Mikill hluti almennings vill hvorki sjá hana né heyra“. í samræm.i við þessar skoð- anir er allt menningarl® hér með einu marki brennt: þar er um einstefnuakstur að ræða í öllum grundvallaratriðum. En ekki er hann algjör. Náttúrlega geta menningarfúnksjónerar flokks- ins verið svo illa að sér í menn- ingunni, að þeir af vanþekk- ingu hleypa í gegn verkurn, sem ekiki eru í fullu samræmi við stefnuna. Hins vegar eru sumir það upplýstir, að þeir álíta sum verk þess virði að koma fyrir almenningssjónir, enda þótt þau séu ekki á línunni. Eitt er enn, sem hindrar fram- gang stefnunnar út í yztu æsar. Mikil'l hluti almiennings viil hvorki sjá hana né heyra. Áhugi hans á þróun „æðri“ listar er harla takmarkaður. Hann er í miklu ríkara mæli bundinn við dægurlistir, og á því sviði að mi'klu leyti við þá tegund, sem stun-dum er talað um sem böl heima á íslandi. Þessi menning kemur að mestu leyti frá V- Þýzkalandi, í útvarpi, hljómplöt- um og bókum, og veldur ráða- mönnum hér miklum áhyggj- um. Á Hiff vestrænasta vinsælast. Sér í lagi er erfitt að berj- ast gegn þessu á tónlistarsvið- inu, þ. e. dansspilverki, þar eð hér er sú danshljómsveit vinsæl- ust, sem vestrænust er í fram- leiðslu sinni. Svipað er að segja um ýmiss konar borgaralega rómantík í bókmenntum. Þvi er skiljanleg sú tilhneiging, að styðja þessi fyrirbæri með gróða sjónarmið fyrir augum, eihkurn ef fjárhagsáætlun viðkomandi fyrirtækis er í hættu. Handlhægt er þá að grípa til þess að þýða einhvem reyfara, gefa út plötur með nýrri Heimatsohnulze eða láta þær stöllur Loren og Lollo- brigidu birtast á sýningartjald- inu. Þetta rennur allt saman út“. Á Millifyrirsagnir eru blaðsins. Á það ekki einmitt að vera markmiðið með skólagöng- unni? En því miður er þetta ekki svona alls staðar. Fyrir hefur komið, að sjálfur skólastjórinn hefur ekki látið sjá sig við skóla- slit, réttara sagt, aldrei sagt upp skólanum sem hann veit ir forstöðu og á að móta. Frófmiðum barnanna sem þó voru boðuð saman í skól- anum, úthlutað til þeirra, rétt eins og lesin væru sund- ur venjuleg póstblöð. Sást þó sjálfur skólastjórinn álengd- ar þar heima við og er ekki vitað til að nein lögleg for- föll geti afsakað hann. Aðstandendum barnanna þykir að vonum að með þessu sé bæði þeim og sér sýnd ókurteisi og óvirðing, og er ekki lí'klegt að við þetta vaxi virðing barnanna fyrir skólanum, né heldur það, að þau hlakki mikið til að mæta í skólanum í haust. Fyrirspurn: Er skylda að hafa skólauppsögn? Óánægður maður.** • Kríaii komin Það þarf víst ekki að til- kynna komu kríunnar á Tjörn ina. Hún kemur alltaf 13—14 maí. Hvort hún á almanak er ekki vitað, en a. m. k. er hún alltaf stundvís. f þetta sinn sá Kjartan brunavörður fyrstu kríurnar á laugardaginn. Tvær komu og settust á staur framan við Slökkvistöðina, og tilkynntu þar með að nú væru þær toomnar og héðan í frá gæfist bæjarbúum færi á að (horfa á þessa fallegu fugla leika fluglistir sínar og fram- leiða kríugarg öllum til ánægju yfir Tjörninni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.