Morgunblaðið - 15.05.1962, Page 22
22
rMORGINBLÁÐIÐ
Þriðjudagur 15. maií 1962
Fram skoraði úr
8 hverju upphlaupi
— og vann Víking 8 : 0
Á SUNNl' DAGINN vann
Fram Víking — með 8—0 og
þeim er sáu leikinn fannst sigur
inn ekkert of mikill, þvert á
móti gat hann orðið meiri ef
Fram hefði sýnt þá leikni í knatt
spyrnu sem öll góð lið sækjast
eftir að leika. «
Fram hafði algera yfirburði í
þessum leik, liðið gat eiginlega
gert það sem liðsmönnum datt
í hug. Mótspyrna Víkings var
lítil framan af Og varð engin er
á leið. Liðsmenn eltu einu sinni
ekki þá menn er þeir áttu að
gæta. Framarar fengu næstum
alveg að leika lausum hala. Og
einmitt þess vegna mega Fram-
arar ekki taka þennan leik sem
einhverja sönnun um það að
þeir séu ,stór'‘-lið. Þvert á móti
bendir ýmislegt í leik liðsins til
að ekki sé allt eins traust og á
stólandi sem virðist. Vörnin
fékk enga sérstaka raun í þess-
um leik, en þó gátu allir öftustu
varnarmenn náð að sýna ýmist
kæruleysi eða vanmátt sem getur
ráðið úrslitum í jöfnum leik.
Framherjarnir fengu helöur ekki
Skorað úr jafnvel beztu upp-
hlaupunum, en þvældu knettin-
um í net Víkings úr öðrum verri.
Voru þar næstum allir fram-
herjarnir samsekir.
Akranes vann
Keflavík 4:2
SÍÐARI leikur Akraness og
Keflavíkur í „litlu bæjakeppn-
inni“ svonefndu í knattspyrnu
fór fram á Akranesi á sunnu-
daginn. Þá unnu Akurnesingar
með 4:2. Fyrri leikinn unnu
Keflvíkingar í Keflavík með 3
gegn 0.
Það horfði ekki byrlega fyrir
Skagamönnum í þessunt síðari
leik. í hálfleik stóð 1-0 fyrir
Keflavik. En í þeim síðari óx
Akurnesingum ásmegin. Þórður
Jónsson (bróðir Ríkharðar) skor
aði þrjú mörk og Ingvar eitt.
Þessu gátu Keflvíkingar aðeins
svarað með einu markd. Urslit
urðu því 4-2 fyrir Akranes.
En þess á móti sýndu Fram-
arar hvað þeír geta og ef þeir
næðu þeim samleik, sem þeir
á köflum áttu í þessum leik,
gegn sterkari liðum, þyrftu þeir
engu að kvíða.
Leikurinn byrjaði með stang-
arskoti Guðm. Óskarssonar á 3.
mín. eftir gott upphilaup. Og
Guðmundur átti síðar mörg
stangarskot, sumar spyrnurnar
mjög glæsilegar.
Mörkán
Fram skoraði 8 mörk í leikn-
um og var vel að þeirn sigri kom
ið. Mörg markanna voru lagleg,
en margt gott upphlaupið fór
fyrir lítið. Er á leið leikinn lærði
Framlinan að pressan að mark-
línu er ekki algild til árangurs,
miklu betra ex „stöðuspilið“ þar
sem hver gerir sitt og í þessu
tilfelli varð mótspyrnan engin.
Fyrsta markið sköraði Guðm.
Óák. Hallgrímur Og Grétar áttu
undirbúninginn Grétar endirinn.
Annað markið skoraði Guðm.
Ósk. einnig. Grétar lék laglega
upp kantinn og gaf vel fyrir.
Guðm. átti létt með að skora.
Þriðja markið skoraði Grétar
miðherji aí stuttu færi. Guðm.
Ósk. sendi í eyðu og Grétar
komst einn inn fyrir og afgreiddi
knöttinn laglega í netið.
Fjórða markið skoraði Grétar.
Hrannar miðframiherji fram-
kvæmdi spyrnuna vel. Ásgeir
innherji var í markfæri en hon
um mistókst Og fyrir það mis-
tókst markverði Víkings. En
Grétar fylgdi vel Og fékk skörað
af meters færi.
Fimrnta markið sköraði nýlið
inn Hallgrímur Sdheving. Hann
kom vel inn í góða sendingu
Guðm. Óskarssonar og skoraði
laglegt mark af stuttu færi.
Sjötta markið sköraði Ásgeir
eftir fallegan einleik fyrir fram-
an vörn Víkings og glæsilegt
skot.
Sjöunda markið skoraði Guðm.
Óskarsson eftir að hafa leikið
á alla vörn Víkings og mark-
mann líka á vinstri væng og
sendi laglega í mark af þröngu
færi.
Ármann vann í 10. sinn
ÍSLANDSGLÍMAN var háð að
Hálögalandi á sunnudaginn.
Voru keppendur 8 en þó illa
hafi verið auglýst voru áhorf-
endur um 200 talsins.
Ármann J. Lárusson sem nú
keppir fyrir UMF Breiðablik í
Kópavogi bar sigur úr býtum
í glímunni. Vann hann verðlaun-
in í 10. sinn. Hann felldi alla
sína keppinauta.
Vegna þessa sérstæða afreks
Ármanns gáfu nokkrir glímu-
vinir honum sérstök verðlaun,
sem var silfurkertastjaki.
Annar í glímunni varð Trausti
Ólafsson sem lagði alla nema
Ármann. Þriðji varð Hilmar
Bjarnason UMFR sem lagði alla
nema þá tvo fyrsttöldu.
Áttunda markið skoraði Grét-
ar. Guðm. Ósk. átti allan for-
leik að því en Grétar lék fallega
á markvörðinn.
Mörk Fram kömu á 19., 22.,
28., 34., 62., 63., 65., Og 72. mín.
leiksins. Mörg önnur tækifæri
átti Fram. Víkingur aðeins einn
möguleika sem tókst að bjarga.
Reginmunur var á liðunum en
Fram ætti ekki að miklast um
of fyrir stórorustur við Val og
KR.
IR efnir til nám-
Ásgeir (t. h.) missti af aukaspyrnu Hrannars — markv. Vík. líka en Grétar fékk skorað með
leggskoti. — Ljósm. Sveinn Þormóðsson.
skeiða unglinga
ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavíkur
hefur ákveðið að efna til íiþrótta-
námskeiðs fyrir byrjendur og
yngri aldursflokka í frjálsum
íþróttum. Námskeiðið fer fram
á Melavellinum, mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga milld kl.
4 og 5 dag hvern, út þennan
mánuð, og hefst á morgun mið-
vikudaginn 16. maí kl. 4 e. h.
Forstöðumaður námskeiðsins
og aðalleiðbeinandi, verður Hösk
uldur Goði Karlsson, íþrótta-
kennari, og eru viðkomandi
beðnir að snúa sér til hans til
innritunar, en hann mtm verða
til viðtals á Melavellinum frá kl
4—5 alla námskeiðsdagana.
Á námskeiði þessu munu og
aðstoða við þjálfun og leiðbein-
ingar allir helztu frjálsíþrótta-
menn félagsins. í sambandi við
þessi námskeið verða jafnframt
haldnir kvöldfundir, þar sem
sýndar verða Iþróttakvikmyndir
og veitt fræðsla um íþróttir al-
mennt. Mun t. d. Vilhjálmur Ein
arsson sýna kvikmyndir og
skuggamyndir af heimsfrægum
íþróttakeppnum erlendis.
Sérstaklega skal bent á að
námskeið þetta verður jafnt fyx-
ir stúlkur sem pilta.
2:0
KR og Þróttur léku í gærkvöldl
í Reykjavíkurmótinu. KR vana
með 2 gegn 0.