Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 22. maí 1962 MOKCTlNTtT, AfílÐ 21 — Skólamál Framh. af bls. 17. sl. ári, og á þessu ári er gert ráð fyrir, að hafin verði kennsla í 25 nýjum kennslustcxfum. Margsetning brátt úr sögunni. Svo vel hefur Skólabygging- um miðað á undaniförnum árum, að það vandræðaástand sem skap azt hafði af völdum margsetn- ingar í skólastofur, er nú brátt á enda. Margsetningin stafaði af því, hve nemendum fjölgaði ört, en kennslustofunum ekki í sama hlutfalli. Þessi þróun hefur á síð ari árum snúizt við og fjölgar nú kennslustofunum örar en nem- endum. Skólaárið 1954—’55 voru til dæmis í Austurbæjarskólan- um 1746 nemendur í 61 deild, en á skólaárinu 1961—1962 voru í þessum skóla 1040 nemendur í 41 deild. Sýnir þessi samanburð ur glöggt, hvíLíkt álag var á Skól anum, meðan þrengslin voru sem mest, en gefur einnig góða mynd af því gífurlega átaki, sem gert hefur verið á þessu sviði. Á skólaárinu 1954—1955 vöru nemendur í barna- og gagnfræða skólum Reykjavíkur 8348 að tölu í 298 deildum. Almennar kennslu stofur voru þá 135. Skólaárið 1957—1958 voru nemendur í sömu skólum 10674 í 406 deild- um. Voru þá 175 almennar kennslustofur í notkun, þar ajf 34 í leiguhúsnæði. Á s.l. skóla- ári voru nemendur í barna- og gagnfræðaskólunum 12602 í 463 deildum. Almennar kennslustof ur voru 240, þar af 30 í leigu- húsnæði. Þannig hefur nemend- um fjölgað um 18% á s.l. 4 ár- um, en almennum kennslustof- um hins vegar um 37% á sama tíma, eða rúmlega tvöfalt meira. Þessar tölur sýna bezt hinar miklu framkvæmdir, sem hér hafa verið í skólabyggingarmál- um. ic Þrísetningu lýkur alveg á næsta ári. Aldrei hefur verið einsett í jafnmargar skólastofur og nú er. Er að því stefnt, að eingöngu verði einsett í kennslustofur fyr ir gagnfræðastig og einsett eða tvisett í stofur í barnaskólum. Þegar á næsta ári verður þrísetn- ing væntanlega alveg úr sögunni og einsett í mjög margar stof- ur á gagnfræðastigi. 72,5 millj. kr. til skóla- bygginga á kjörtímabilinu. Má af þessu öllu ljóst vera, hvílíkt átak hefur verið gert hér í byggingarmálum skóla, enda hefur verið varið til þeirra fram kvæmda á árunum 1954 til árs- loka 1961 alls 88,5 millj. kr. Þar af hefur á sl. kjörtámabili einu verið varið til þeirra 72,5 millj. kr., og eru húsgögn og kennslu- tæki þó ekki talin með. Merkar nýjungar teknar upp. Á það er lögð mikil áherzla af fræðsluyfirvöldum borgarinn- ar að fylgjast sem bezt með öli- um nýjungum, sem fram koma í skólabyggingarmálum, enda Ihafa á undanförnum árum ver- ið teknar upp fjölmargar nýjung ar, sem til mikilla framfara horfa, eins og getið var hér að framan. Jafnvel í augum þeirra, sem hafa nýlokið skólagöngu sinni, hefur orðið hér geysileg breyting á allri aðstöðu til kennslu og náms, enda miða þessar nýjungar allar að því marki að bæta aðstöðu nemenda og kennara og stuðla þannig að betri menntun hinnar uppvax- andi æsku. Einhver merkasta nýbreytnin, eem hér hefur verið tekin upp í skólamálum á síðustu árum er stofnun Sálfræðideildar skóla. Hefur þegar orðið mikið gagn af þessari starfsemi. Er ástæða til að hvetja foreldra og aðra þá, sem börn hafa í urnsjá sinni, til að færa sér í nyt starfsemi eálfræðideildarinnar, því að oft má koma í veg fyrir mikla ógæfu með réttum tökum í byrjun. Önnur markverð nýbreytni, f Réttarholtsskóla hefur þegar verið hafin kennsla í 8 almennum kennslustofum af 18, sem í skólanum verða, einnig hefur verið tekið þar í notkun nýtt skólaeldhús og 2 handavinnustof ur. Bygging hans hófst 1957 og lýkur 1969. sem í undirbúningi er, eru hin svonefndu skólaþroskapróf. Eins og kunnugt er taka börn misjafn lega fljótt út þroska og nokkur hluti barna tekur svo seint út þroska, að gagnslítið er eða jafn vel skaðlegt fyrir þau að hefja bamaskólanám á þeim tím0, sem fræðsluiög gera ráð fyrir. Er ætlunin að nota skólaþroska prófin til leiðbeiningar á þessu sviði. jc Borgarfélagið rekur skóla og styrkir aðra. Reykjavikurborg leggur fram fé til skólamála á tvennan hátt. í fyrsta lagi rekur hún sjálf skóla, og í öðru lagi styrkir hún ýmsa skóla og fræðslustarfsemi. Kostnaðurinn við þá Skóla, sem Reykjavíkurborg rekur, skiptist milli ríkissjóðs Og borgarsjóðs samkvæmt sérstökum reglum, en þeir skólar, sem borgin rekur, eru fyrst og fremst barna- og gagnfræðaskólar, en einnig Hand íða- og myndlistarskólinn, Iðn- er unni^ við 3. áfanga Hagaskólans, en bygging hans hófst árið 1957 og lýkur 1969. 1 skólinn og Húsmæðraskóli þessum skóla verða 22 almennar kennslustof ur auk annars húsuæðis. Reykjaví'kur. Þeir skólar, sem Reykjavíkurborg styrkir, eru t.d Verzlunarskólinn Myndlistarskól inn, Barnamúsíkskólinn, Tónlist arskólinn og Fóstruskóli Sumar- gjafar. Ennfremur er ýmiss kon ar annarri fræðslustarfsemi veitt ur stuðningur með fjárframlög- um. ic Stefna Sjálfstæðismanna. Svo sem sjá má af frásögn inni hér að framan, er á vegum Reykjavíkurborgar ötul'lega unn ið að því að koma upp nýjum skólabyggingum og unnið á marg víslegan annan hátt að þvi að bæta alla aðstöðu til kennslu í skólum borgarinnar. En nýir tím ar hafa í för með sér nýjar þarf ir. Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn Reykjavíkur munu hér eft ir sem hingað.til beita sér fyrir því, að fræðslumálum borgar- innar verði hagað í samræmi við hinar ströngustu kröfur, er gerð ar verða: ic Sem fyrst verður að Ijúka byggingu þeirra skólahúsa, sem nú eru í smíðum og hefja smíði nýrra. Framhald á bls. 26. Bygging Vogaskóla hófst árið 1957, en áætlað er, að hann verði fullbyggður árið 1968. Nú er unnið við þriðja áfanga skólans og hafa 18 almennar kennslustofur þegar verið teknar í notkun af 28, sem í skólanum verða. Anddyri Laugalækjarskólans, sem verður fulgerður árið 1970, en bygging hans hófst 1959. 1. áfanga skólans er þegar lokið, var hafin kennsla þar í lOkennslustofum á sl. hausti, en hann verður af sömu stærð og Vogaskóli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.