Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 8
24 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 22. maí 1962 lAMkMMMMMt Allir önnum kafnir í athafnaborginni Helgi Guðbrandsson, Málaranum: Gömlu meistararnir tala aldrei um pólitík UPPI f Málara hittum við Helga Guðbrandsson, deildar stjóra í málningardeildinni. Þar er margt um manninn og nægilegt verkefni fyrir alla starfsmenn. Vorannir eru þar hrvað mestar um þessar mund ir. — Eg er búinn að vinna hér í 18 ár, segir Helgi er við byrjum samtalið. — Eg byrj- aði að læra að miála, en hætti því náimi og sneri mér að verzlunarstörfum. — Og í hverju er starf þitt fólgið? — Það er margháttað. Eg annast blöndun málningarinn ar. Við verðum að geta leið- beint fóiki um litaval og lið sinnt því eftir föngum. Áð- ur fyrr höfðum við af og til lærða málara í þjónustu fyr- irtækisins, en nú er það ekki lengur. Þjálfaðir verzlunar- menn leysa þau verkefni, sem þeir áður gerðu. Þetta starf krefst þolinmæði, því oft er fólk mjög óráðið er það kem ur ti'l okkar. Við reynum þá að kynna okkur aðstæður, birt una í íbúðinni, ljósabúnað, lit húsgagna og annað er að gagni má koma. Við erum líka hér með sérstaka deild er selur gólfdúka og gólfteppi og auðvitað setja diúkar og teppi mikinn svip á íbúðina. — Annizt þið útvegun mál- ara, ef um er beðið? — Ekki er beinlínis hægt að segja það. Hins vegar bend segja það. — Og nú eru annirnar mest ar hjá ytkikur? — Já. Þó er desembermán uður oft eins annasamur og þegar mest er á sumrin. Fólk gerir mikið að því að mála hj'á sér fyrir stórihátdðir og mest fyrir jólin. Aftur er úti málningin mest að sumrinu eins og að líkum lætur. Nú er komin ný utanhúsmólning, sem er mjög þœgileg í með- förum, svonefnt „Úti-spred“. — Og hvað segja málaram ir svo um pólitíkina? — Húsamálararnir verzla Mtið við okkur. Þeir fá sína málningu mest beint frá verk smiðjunum. Ungu listmálar- arnir eru róttækir, enda marg klofnir og munu stjómmála- skoðanir eiga sinn þátt í því. Gömlu meistararnir minnast aldrei á pólitík við okkur. Jón Björnsson, Coca-Cola-verksmiðjunni Kók-flöskur og kjólatízka um við fólki á málara, sem við þekkjum, ef það er í vand ræðum. En ráðningu manna til að vinna málarastörf önn umst við ekki. — Hvaða litir eru helzt í tízku um þessar mundir? — Fyrst og fremst hlutlaus ir litir, og þá aðallega ljós- gráir, beinhvítir og litir skyld ir þeim. Nú er sá siður að mála allt í sama lit í hólf og gólf, veggi og loft. Það var annað þegar engir tveir vegg ir máttu vera eins, sem var siðurinn fyrir nokkrum árum, jafnvel að sami veggurinn bæri tvo liti. Þá var mestur vandihn að velja saman litina svo vel færi. Það hefir mikið farið í vöxt að fólk máli sjálft hjá sér. Má þakka það hinum nýju gerðum málningar, sem stórum auðveldar mönnum að vinna þetta sjálfum — Og listmálararnir leita líka til ykkar? — Já. Við höfum raunar sérstaka deild fyrir þá, þar sem allt fæst, smátt og stórt til listmálunar allt frá teikni tækjum til olíulita. Nú eru svo margir famir að mála sér til gamans í frístundum sin- um og fjöldi þeirra kemur til ökkar og leitar ráða og leið beininga, með allt smátt og stórt. — Það liggur sem sé við að þið verðið að kenna mönn um að mála? — Já, það má allt að þvd JÓN BJÖRNSSON lagerstjóri hjá Coca-Cola-verksmiðjunni er búinn að vinna þar í 8 ár. Við spyrjum hann um starfssvið hans. — Eg sé um að telja það og skrá, sem framleitt er og eins það sem út er selt. Vinnutím irm er samkvæmt Iðju-samn ingum. Hjá mér getur þó ver ið eftirvinna. Það fer ailt eftir því hvemig á stendur. — Og hvenær er nú mest að gera? — Það er auðvitað fyrir allar hátíðar. Svo eru ferm- ingarveizlurnar annatími. — Veðrið hefir sitt að segja. Fólk drekkur meira kók, þeg ar heitt er, enda neyzla þess meiri á sumrin en veturna. Neyzla þessa drykkjar fer stöðugt vaxandi. Það stafar sennilega bæði af fólksfjölg un og svo að vörunni aukast vinsældir. Bættur efnahagur fólks ræður nokkru um sjálf sagt. Þetta er heldur ekki sér staklega dýr svaladrykkur. — Það ganga ýmsar sögur um kókið. Kannt þú eitthvað af þeim? Jón tekur upp eina flösku og lítur á hana um leið og hann réttir mér. — Veiztu af hverju flösk- urnar eru svona í laginu? — Nei. — Eg hef heyrt þá sögu að þegar farið hafi verið að setja kókið á flöskur, ég held það hafi verið kringum fyrra stríð, þá var kjólatízka kven fólksins í líkingu við þetta. Kjólarnir voru rykktir í háls inn og dregnir saman fyrir neðan mitti. — Þetta hefir því verið aug lýsingarbragð? — Já. Og síðan hefir ekki þótt ástæða til að breyta flöskulaginu. Fólki hefir Mk- að það vel. — Og hvað framleiðið þið svo mikið af þessu fyrir okk- ur? — Það get ég ekki gefið þér upp. Hitt get ég sagt þér að hér vinna um 20 manns við framleiðsluna að staðaldri. Fimm bílar eru jafnan við akstur á vörunni út um bæ- inn. Heyrt hef ég að kókið væri álíka útbreitt hér á landi og allir aðrir gosdrykk- ir til - samans, en sönnur á því veit ég ekki, enda sjálf- sagt erfitt að komast fyrir um það nákvæmlega. — Og bæjarstjórnarkosning arnar? — Hér er lítið rætt um stjórnmál. Það er nær ein- göngu ungt fólk hér og það talar um flest annað en póli- tík. Við skulum bara vona að þær fari vel. Guðný Þórðardottir Barnafatagerðinni sf. HeJmavinna við sauma getur verið gott búsílag Á HRINGFERÐ okkar milii vinnustaða hér og hvar í bæn um lítum við inn í fyrirtæk- ið Barnafatagerðina s.f. á Hverfisgötu og hittum þar sniðadömuna Guðnýju Þórð- ardóttur. Guðný er einmitt að enda WlfVkAkWIW

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.