Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 3
Þrið.iudagur 2fi. maf 1062\1 MORGUNBLAÐIB 19 ASTANDIÐ í Laos er mikið rætt þessa daga, og meðal þeirra at- riða, sem vikið hefur verið að, i því sambandi, er afstaða Banda ríkjamanna, en hersveitir þeirra hafa haldið uppi vörnum gegn Pathet Lao-herliðinu. Banda- ríkjamenn hafa alls veitt rúm- lega 400 milljónir daia, til þess nð byggja upp varnir, og styrkja nðstöðu andkommúnista í Laos. t vetur hættu þeir þó aðstoð Einni, sem þá nam 3 millj. doll »ra á mánuði. Töldu þeir að Nosavan og Boun Oum hefðu að nokkru leyti brugðizt, og ekki eýnt æskilegan áhuga á því að fá komið á þjóðstjórn í Laos. Svo virðist, sem um talsverðan ekoðanamun hafi verið að ræða, varðandi væntanlega þjóðstjórn, og er talið, að Boun Oum og Nosavan óttist samninga við I’athet Lao. Nú hefur, hins veg lir, verið tilkynnt í Washington, að í athugun sé að hefja aftur þann f járhagslega stuðning, sem felldur var niður á sínum tíma. Ýmsir telja, að Bandaríkja- etjórn hafi ekki tekið skynsam lega ákvörffun, er þeir hættu t járhagsaðstoðinni og eftirfar- andi grein, þýdd og endursögð úr U.S. News & World Report, tekur þá afstöðu til nánari at- hugunar. Fer greinin hér á eftir: Nú, þegar svo virðist, sem til étaka kunni að draga miili banda rískra hermanna og kommúnista í S-Vietnam, virðast ráðamenn í Bandaríkjunum stetfna að því að neyða stjórnendur Laos til samvinnu við kommúnista. — Stefna Bandaríkjanna — sem hlotið hefur samþykki í Rúss landi — er að reyna að kwma á frið í Laos, með myndun þjóð- stjórnar „hlutlausra“, komrnún- ista og andkommúnista. Til þess að reyna að hraða slikum samn- ingum, hafa Bandaríkjamenn hætt 3 millj. dala mánaðarlegri eðstoð sinni, við stjórn landsins. lEinnig hefur vopnasendingum, og sendingum annarra birgða verið hætt. Auk þess er ætlunin að kalla heim bandariska hernaðar aérfræðinga þar og hætta loft- ílutningum vopna og birgða til Btjórnarhersins. Stjórnin, en æðstu menn henn »r eru Boun Oum og Nosavan, reyna að láta þessar aðgerðir ekki á sig fá. í maíbyrjun leit- aði Nosavan til andkommúnista t Thailandi, S-Vietnam, Filipps- eyjum, Formósu, S-Kóreu og híalaya, um aðstoð, til að halda áfram baráttunni. SIGUR KOMMÚNISTA? Hætta er nú á þvi að Laos falli alveg undir yfirráð komm- únista, eða verði skipt miili þeirra og andkommúnista. Nosavan, hershöfðingi, er harð tir í horn að taka, og vill ekiki iifhenda land sitt kommúnistum. Hins vegar eygir hann nú að- eins eina lausn, skiptingu lands- ins. Hann veit, sem er, að engin von er til þess, að vinna aftur norðurhluta landsins, án þess að IBandaríkjamenn skerist beint í leikinn. Hins vegar er það skoð Un Nosavans, að verja megi dal inn við Mekong ána og S-Laos, ef Bandaríkj amenn breyta stefnu Binni, og koma honum ti‘1 hjálp- ar. Andkommúnistar í Laos eru ekki eins hjálparvana, og þeir virtust vera fyrr á árum. Stjórnar herinn telur niú 70.000 hermenn, sem síðasta árið hafa notið þjálf unar bandarískra hrnaðarsérfræð inga. Um 4000 þeirra, mest m,egn is liðsforingjar og tæknifræðing ar, hafa fengið sérstaka r»ennt- un. Auk þess hafa um 11.000 Laos- búar, sem búa á því svæði, sem er undir yfirráðum kommúnista, fengið vopn í hendur, og verið þjálfaðir af Bandaríkjamönnum. Þessir menn eru af Moe-þjóð- flokknum, og eru taldir mjög skæðir skæruhermenn. Bandaríkjamenn, sem dvalizt hafa með herliði stjórnarinnar, segja að bardagahæfni herlið- anna hafi stórum aukizt. Hersveitir „hlutlausra“ Og kommúnista telja um 38.000 her liða. Þeir eru hins vegar ekki undir einni stjórn. Ákvörffunin 1961: Eftir þeim upplýsingum, sem hægt hefur verið að afla í Laos, Thailandi og S-Vietnam, hafa bandarískir ráðamenn lítið gert til þess að fylgjast með ástandinu í Laos, síðan vorði 1961, er Kennedy- stjórnin komst að þeirri niður- stöðu, að bezt væri að Laos yrði „hlutlaust" ríki. Engar fregnir benda til þess, að stjórnin í Washington hafi lagt sig eftir að kynnast breytt- um viðhorfum. Engin sendinefnd sérfræðinga hefur komið til Laös í rúmt ár. Hins vegar segja hern aðarsérfræðingar, sem dvalizt hafa í Laos, að ýmis viðhorf, sem legið hafi til grundvallar stefnu Bandaríkjamanna, sé breytt, eða ekki fyrir hendi. Sem dæmi má nefna, að talið var, að kommúnistar og hlut- lausir gætu hertekið Laos á nokkrum dögum, ef ekki yrði komið á fót stjórn, sem þeir ættu sæti í. Hið andstæða hefur gerzt. Pathet Lao hefur orðið að leita stuðnings hjá herliði komm únista í N-Vietnam, og fengið þaðan beztu hersveitir, sem völ var á. Önnur skoðun var sú, að með samningum mætti koma í veg fyrir, að kommúnistar notuðu Laos sem stökkbretti til frekari landvinninga í SA-Asíu. Hingað til hefur engum tekizt að koma á vopnahlé í Laos. N-Vietnam hefur sent 10 hersveitir til bard agasvæðanna. Kommúnistar ráða nú yfir aðal samgönguleiðinni um Laos, sem tengir Norður- og Suður-Viet- nam. Rússar flytja loftleiðis birgðir til Tohepone, nærri landa mærum S-Vietnam, auk þess sem þeir hafa aðra stóra birgða stöð, sem þeir sjá fyrir birgð- um með flutningum loftleiðis. Jafnvel þeir bjartsýnustu, í hópi vestrænna manna í Vientiane, gera sér grein fyrir því, að jafn- vel þótt komið yrði á fót þjóð- stjórn, myndi engin leið að koma í veg fyrir, að kommúnistar í S- Vietnam fengju sín vopn og vist- ir. Enn ein skoðun bandarískra ráðamanna var sú, að stjórnin í Laös væri óstarfhæf. Hins vegar eru margir Bandaríkjamenn, sem dvalizt hafa í Laos, þeirrar skoðunar, að stjórn Boun Oum og Nosavans, sé sú bezta, sem nokkru sinni hafi verið í Laos. Aðstoð sú, sem þeir nutu, hafi verið eins skynsamleg og hægt var. Hins vegar veita Bandaríkja- menn enn 6 milljónum dala, ár- lega, til aðstoðar við flóttamenn í Laos, og hefur það fé gert mikið gagn. Fáir vinir Bandaríkjanna: — Vegna stefnu Bandaríkjastjórn- ar eiga Bandaríkin nú mjög fáa vini í Laos. Kommúnistarnir líta á Bandaríkjamenn sem heims- valdasinna, „hlutlausu“ aðilarn- ir vantreysta þeim og andkomm- únistar telja þá hafa brugðizt sér. Ráðamenn í Asíu eru margir þeirrar skoðunar, að Bandarílkja stjórn hafi sézt yfir mjög mikils vert atriði:. Hve mikinn áhuga hafa kommúnistar á því að taka Laos, og hiver er máttur þeirra til slíkra aðgerða? Enginn er í vafa um, hvað vak ir fyrir þeim í framtíðinni. Jafn- vel Sövétríkin, sem lýst hafa fylgi sinu við hlutleysi Laos, vilja gera Laos að kommúnista ríki, þótt síðar verði. Laos er jofnvel þýðingarmeira fyrir Ho Chi Minh, kommúnistaleiðtogann í N-Vietnam. Hann dreymir um alger yfirráð yfir Indókína, en fyrst yrði hann að ná völdum í Laos. Vandamál kommúnista: Geta kommúnista er annar handlegg ur. Sem stendur, eru hlutlausir og komm-únistar algerlega háðir loftflutningum vopna og birgða. Ef frá eru taldir vikulegir flutn ingar með vörubílum, frá N- Vietnam, ráða þeir ekki yfir öðr um flutningaleiðum, Kínverjar hafa um 40.000 her- liða nærri landamærum Laos. N-Vietnam ræður yfir um 350.000 vel þjáifuðum herliðum. Hins vegar eru hernaðarsérfræðingar á þeirri skoðun, að bæði löndin, til samans, gætu ekki séð af fleiri en 100.000 herliðum til bar- daga í sjálfu Laös. Hvorki Kínverjar, né herliðar N-Vietnam, ráða yfir matvæla birgðum, svo nokkru nemi. Sam gönguleiðir við landamæri Laos eru mjög ófullkamnar, og erfitt um aðflutninga. Verksmiðjur þær, sem framleiða fyrir herina, eru þúsundir mílna í burtu, i N-Kína og Mansjúríu. Herforingjar telja, að hvortd N-Vietnam, né Kína, geti lagt ú-t í styrjöld, svipaða þeirri, seim háð var í Kóreu, á sínum tíma. Hins vegar myndu Bandaríkja menn, og stuðningsmenn þeirra, einnig eiga erfitt með aðflutn- inga, en talið er, að auðvelt væri þó að verja svæðið við Mekong ána, og S-Laos. Erfiffleikar, en----: Hví eru þá Bandarikjamenn að hóta því að hætta öllum stuðningi við stjórnina í Laos, og krefjast þess, að komið verði á fót þjóð- stjórn, sem haft gæti í för með sér skiptingu Laos, eða jafnvel að landið falli undir yfirráð kommúnista? Þetta svar er haft eftir vest- rænum, háttsettum manni, sem dvalizt hefur um árabil í SA- Asíu: „Bandaríkjamenn virðast hafa sett kommúnistum stólinn fyrir dyrnar í S-Vietnam. Þeir hafa einnig heitið Thailandi því, að landið verði varið fyrir árásum. Margt bendir einnig til þess, að Bandaríkjamenn hafi alls ekki í hyggju að hætta. afskiptum af málum í SA-Asíu. En ef það er stefna þeirra að tryggja sjálfstæði Thailands og S-Vietnam, hví ætla þeir sér þá að nokkru leyti, eða öllu, að selja Laos í hendur kommúnist- um? Víst er Laosmálið erfijt mál fyrir alla þá, sem afskipti hafa af því. Hitt er aftur á móti stað reynd, að frelsi Thailands og S-Vietnam verður vart tryggt nema með frelsi Laos“. Kong Le hefur talizt til „hlutlausra“ í Laos. Hann steypti stjórn landsins 1960, og hugðist koma á samningum viff kommúnista. Þá var sett á stofn stjórn Souvanna Phouma, í Vienti- ane. Hún hrökklaffist frá, og Nosavan tók borgina, siðar á því ári. Þá tók Kong Le höndum saman viff kommúnista (Pathet Lao) undir stjórn Souhanouvong. Mynd þessi var tekin í Tékkóslóvakíu fyrir skömmu, er Kong Le var í heimsókn í hergagnaverksmiffja. A sími’ 3V33J iVAUT TIL LEiau: V/c/s kól*lu r Xranabt lar Dva/’/arbílar 1*1 ut nin.ga uag nar )UN6flVINNin/á4R7r simí 34333 UTAN UR HEIMI Afhenda Bandaríkjamenn kommúnistum Laos?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.