Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.1962, Blaðsíða 6
22 ' MORGUNBLAÐIÐ r Þriðjudagur 22. maí 1962 Sumarferðir Utsýnar FERÐAFF.LAGIÐ Útsýn býður upp á 5 hópferðir til útlanda í sumar og haust. Eru sumar þeirra nærri fullskipaðar nú þegar, enda hafa ferðir Útsýnar notið almennra vinsælda og við- urkenningar þau 7 ár, sem félag ið hefur starfað og efnt til kynn- is- og skemmtiferða víðs vegar um Evrópu. Ferðafélagið Útsýn var stofnað í þeim tilgangi að gefa almenn- ingi kost á hópferðum með betra fyrirkomulagi en áður hafði tíðk azt og fyrir lægsta verð miðað við góðan aðbúnað og beztu þjón ustu. Tilhögun öll í ferðunum er með frjálslegu sniði og frelsi far þeganna í engu skert. Lögð hefur verið áiherzla á að bæta aðbún- að farþeganna frá ári til árs og standa þar í engu að baki hinum stóru ferðaskrifstofum erlendis t. d. eru nærri eingöngu valin Circus í 4 daga, farið í kynnis- ferðir um borgina undir leiðsögn fararstjóraiis, á skemmtistaði og í verzlanir, en verzlanirnar í nær liggjandi götum Oxford Street og Regent Street, þykja mjög freistandi. Á heimleiðinni verð- ur dvalizt einn dag í Edinborg, en síðan siglt heim með Gull- fossi. í ferðum Útsýnar er jafn- an haldið uppi gleðskap á skip- inu með dansi, söng og mynda- sýningum. Ferð þessi er mjög ódýr eða frá rúmum 7000 kr. Kaupmannahöfn — Rínarlönd — Sviss — París. 18 dagar. Brottför 11. ágúst. Dvalizt verður 3 daga í Kaup- mannahöfn en síðan flogið með þotu suður í Rínarlönd, þar sem dvalizt verður nokkra daga á feg urstu stöðurn við ána, en þaðan verður ferðazt með bifreið til A siglingu í Suðurlöndum. Þátttakendur í ferð Útsýnar í fyrra í sólskinsskapi. gistilherbei gi með baði, en gott bað er eitt hið nauðsynlegasta fyrir ferðainanninn í sumarhit- um. Mikilvægt er. að gististaðir séu vel staðsettir í stórborgum, svo að tími ferðamannsins notist sem bezt. Fólk, sem óvant er ferðalöguin, gerir sér ekki alltaf grein fyrir þeim reginmun á að búnaði og þjónustu. sem á sér stað á ferðalögum, en reynslan er sú, nð flestir vilja borga nokkrum krónum meira á dag og njóta ferðarinnar. Útsýn hefur aflað sér tiaustra og hagkvæmra sambanda við gistihús á leiðum sínum undanfarin ár; og gerir það öll viðskipti Og þjónustu greiðari og ódýrari. Fararstjóri í sumarferðum Útsýnar verður Ingólfur Guðbrandsson. Ferðir þær, sem Útsýn hefur undir- búið í sur ir og haust eru þess- ar: Edinborg — London 12 dagar: 16.—28. júní. Siglt verður með Gullfössi til Edinborgar en ekið þaðan um Skotland og hið fagra Lake District í Norður-Englandi, gist í Buxton en ferðinni haldið áfram næsta dag um fæðingar- borg Shakespeares, Strattford- on-Avon, Oxford og Windsor til London. Þar verður búið á ágætu hcteli við Piccadilly Heidelberg og hina undurfögru leið um Tálerstrasse í Svarta- skógi, Freudenstadt Og Triberg. skoðaðir Schaffhausenfossarnir í Rín, stærstu fossar Evrópu og haldið til Zúrich í Sviss. Dvalizt verður viku í Sviss og komið á marga fegurstu staði landsins, s. s. Luzern, ekið með Vierwald stattersee, um Sustenskarðið til Interlaken, mestu ferðamanna- borgar í Berner Oberland, sem oft er kölluð stássstofa Sviss. Að lokinni tveggja daga dvöl í Genf verður flogið þaðan til Parísar og stanzað þar í 4% dag. Heim verður haldið flugleiðis með viðkomu í London hinn 28. ágúst, en þeir sem óska geta notað flugfarseðil sinn síðar frá London eða París. Þetta er ein vinsælasta ferðamannaleið 1 álf- unni, sem gefur kost á að skoða marga fegurstu staði hennar, enda hafa færri en vildu komizt að í þessari ferð Útsýnar undan- farin ár. París — baðstaður við Ermar- sunid — London. Brottför 13. júlí. Dvalizt verður 5 daga í hinni glaðværu heimsborg, skoðaðar merkar byggingar, heimsótt lista söfn og skemmtistaðir og farið til Versala. Mörgum mun finnast ánægjulegt að vera í París sjálf- an þjóðhátíðardag Frakka, 14. júlí, enda er þá mikið um dýrðir í borginni. Síðan verður dvalizt 3 daga á baðstað við Ermarsund Og að lökum 4 daga í LondOn. Þeir, sem óska, geta framlengt dvöl sína þar ög notað flugfar- seðilinn heim síðar. Ferð þessi er farin á aðalsumarleyfistíman- um. Hún er einkum sniðin fyrir ungt fólk sem vill komast í skemmtilega ódýra ferð, enda kostar hún aðeins um 11 þús. kr. Ilin.n sígildi Spánn — London. Brottför 11. sept. Flogið verður um London til Madrid stanzað þar 3 daga, en síðan ferðazt með bifreið til ihinna heillandi borga á Suður- Spáni, Cordova, Selvilla, Malaga, Granada og á kunnasta baðstað Spánar Alicante, síðan um Val- encia og Tarragona til Barcelóna. Leiðir íslendinga munu beinast meira til Spánar en áður, því að Spánn er tvímælalaust eitt sér- kennilegasta og skemmtilegasta ferðamannaland álfunnar og um leið eitt hið ódýrasta. í ferð þess- ari gefst kostur á að kynnast feg urstu og kunnustu stöðum Spán- ar á bezta tíma árs og sérkenni- f París á bökkum Signu. Setið að snæðingi í Restaurant de la Tour d’Argent. Notre Dame í baksýn. legri menningu og þjóðlífi Spán- verja. Á heimleiðinni verður dvalizt einn dag í Lóndon, og þeir sem óska geta framlengt dvöl sína þar. Austurlandaferð. 22 dagar — brottför 6. okt. Þessi ferð til frægustu sögu- staða í 3 heimsálfum er fyrsta hópferð íslendinga til Austur- landa og glæsilegasta ferð, sem Ferðafél. Útsýn hefur efnt til. Leigð hefur verið Viscount-flug- vél Flugfélags íslands til allrar ferðarinnar og eru viðkomustað- irnir Vínarborg, Istanbul, Aþena, Delfi, Beirut, Damaskus, Jerúsa- lem, Kairo, Rómaborg Og Lon- don. Alls staðar verður gist á úrvalsgistihúsum og aðbúnaður allur hinn vandaðasti. Hir.ar sögufrægu borgir, þar sem vagga menningarinnar hefur staðið og pílagrímar hafa heimsótt um aldir, verða skoðaðir í fylgd sér fróðra leiðsögumanna, en farar- stjóri verður Siðurður A. Magn- ússön rit’höfundur sem dvalizt hefur langdvölum í Grikklandi Og þekkir flesta þessa staði af eigin sjón og raun. Hámarkstala þátttakenda í ferðina eru 40—50, en pantanir þurfa að berast snemma i þessa ferð, sökum þess hve undirbúningur hennar er tímafrekur og öflun nauðsyn- legra skilríkja til ferðarinnar tekur langan tíma. Skrifstofa Ferðafélagsins Út« sýnar er í Nýja Bíói, Lækjar- götu 2. Atvinna — Framtíð - Ungur reglusamur maður með verzlunarskólapróf, og sem hefur að baki sjö ára starfsreynslu við ýmis skrif stofustörf, óskar eftir starfi. Til greina kemur að starfa sjálfstætt. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Framtíð — 457:'. Stúlkur vanar jakkasaum óskast strax. Uppl. kl. 4—6 í Brautarholti 4 3. hæð. • Þerriblaðsvísur Hér birtist seinni hluti þerriblaðsvísnanna, sem Jón Eyþórsson sendi Velvakanda, og eru eftir látinn vin hans. Geta menn nú spreytt sig á þvi að geta upp á, hverja höfunda skáldið hefur stælt. 10. Stefja minna hreimur þú streymir um hjarta, stundum færðu slettur og blettina svarta. Allt eins blekið flæðir í æðunum þínum eins og ljóðin renna úr pennanum mínum. 11. Nú allt er atað blettum og alsett pennaslettum mitt blessað þerriblað. Að yrkja er mér létt um, og af því drekkur það. 12. Mörg ein blöðin bleki vætt bljúg á hörðu kenna, af því hefur úm þau blætt æðalögur penna. 13. Blöðin mín gljúpu til blek drykkju sköpuð, — sum eru rifin, sum eru töpuð. 14. Á gólfinu liggur þú pappír minn kraminn og krypplaður, kolsvörtum blekslettum ataður, rifinn og traðkaður, rétt eins og fátækur, útslitinn örmagna veslingur auðvaldsklóm háttsettra bófa og þrælmenna helsaður. 15. Þú ert loðinn, gljúpur, grár — og geymir klessuT þinar. Þú ert roðinn bleki um brár sem blaðapressur mínar. 16. Hagkvæma blað, ef hand- rit mitt dökknar, hjálp þína vil ég þig biðja að rétta, mér, sem á annríkt í hugsjóna heim. Þerra hvert orð, sem of mikið vöknar, afmáðu hlöss, sem úr pennanum detta, allt gæti ritið ónýtzt af 17. Enginn drekka meinar mér mjöð úr pennaósum, og fallegt vist ég allt eins er, þótt alsett verði rósum. 18. Sefur blað á borði, bleki fyllt og dreymir rótt. Einu kveðjuorði á það kasta ég: Góða nótt. Þiggðu ró og þakkir mínar þögn og fró, er aevin dvínar. — Svona enda ég óð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.