Morgunblaðið - 24.05.1962, Page 6
6
MORGUN BLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. maí 1962
BYGGJUM BETRi OG FEGURRI BORG
BORG ATHAFNA 00 HAGSjELOAR
— sagði borgarstjóri í útvarpsumræðunum í gærkvöldi
FRAMFARAHUGUR og hófsam-
Iegr, en markviss röksemdafærsla,
studd góðum málstað og þrótt-
miklu starfi s.l. kjörtímabil, ein
kenndi ræður fulitrúa Sjálfstæð-
isflokksins í útvarpsumræðunum
í gærkvöldi. Jafnframt þvi að
benda framfarir og uppbyggingu
þá, sem orðið hefur, lögðu þeir
fram hinar stórfelldu áætlanir
flokksins á næsta kjörtímabili.
Borgarstjórinn komst m.a. svo
að orði í ræðu sinni:
u „Mér er ljúft að lýsa því yfir,
að ég mun gera allt, sem í mínu
valdi stendur, til þess að hvergi
verði hvikað frá gerðum áætlun-
um, ef borgarbúar veita Sjállf-
stæðisflokknum meirihlutafylgi á
kjördegi, þannig að ég verði borg
arstjóri Reykjavíkur næsta kjör-
tímabil."
Hér á eftir fer úrdráttur úr
ræðum fulltrúa Sjálfstæðismanna
í umræðunum, þeirra Gunnars
Thoroddsen, Auðar Auðuns,
Gísla Halldórssonar, Birgis fsl.
Gunnarssonar og Geirs Hall-
grímssonar.
★
' Fyrstur talaði Gunnar Thor-
oddsen, fjármálaráðherxa. f
ræðu sinni komst ráðherrann m.
a. svo að orði:
„Meginstefna Sjálfstæðis-
manna er sú, að gefa einstakling-
unum frjálsar hendiur til athafna
og framikvæmda innan eðlilegra
marka, að nýta sem bezt orku
einstaklinganna og sjálfum þeim
til farsældar. Jafnframt er lögð
áherzla á að greiða fyrir borg-
urunum, létta undir með þeim
í lífi þeirra og starfi, en forð-
ast að fjötra þá og hefta.
Kommúnistar hafa hins vegar
lagt höfuðkapp á, að bæjarfélag-
ið standi sjálft í ýmsum þeim
framkvæmdum, sem við teljum
eðlilegra og æskilegra, að ein-
staklingar annist“.
Sjálfsíbúðastefnan er okkar
stefna.
Þessi tvö sjónarmið hafa kom-
ið einkar glöggt fram í viðhorfi
til íbúðabygginga í bænum.
Lengstum hafa tillögur komm-
únista miðað að því, að baerinn
byggði sjálfur sem mest af íbúð-
um, ætti þær og leigði þær út.
Bæjanbúar ættu helzt allir að
vera leiguliðar hins opinbera,
eftir hinum beztu fyrirmyndum
bak við tjaldið. Leiguliðastefn-
an er stefna kommúnista.
Sjálfstæðismenn hafa aftur á
móti unnið að því að bæjarbú-
ar gætu átt sínar íbúðir. Sjálfs-
íbúðastefnan er okkar stefna. Til
þess að greiða fyrir því, beittu
Sjálfstæðismenn á Alþingi sér
fyrir þeirri skattlagabreytingu
fyrir 13 árum, að vinna við
smíði eigin íbúðar væri skatt-
frjáls. Sú löggjöf hefur orðið
grundvöllur þeirra stórkostlegu
byggingaframkvæmda í landi
hér, sem byggzt hafa á eigin
vinnu fjölskyldnanna.
Aðstoð við einstaklinga hefur
m. a. verið veitt með því, að
borgarsjóður hefur gert íbúð-
imar fokheldar, eða tilbúnar
undir tréverk og selt þær þann-
ig, með hagkvæmari greiðslu-
skilmálum en annars staðar
voru fáanlegir,
Þessi stefna sjálfsíbúðanna,
sem Sjálfstæðismenn hófu og
stóðu fyrsit einir að, hefur nú
gjörsigrað á íslandi. í engri höf-
uðborg annarri mimu tiltölulega
jafnmargir íbúar vera sjálfir eig-
endur þeirra ilbúða, sem þeir
búa í“.
Traust fjármálastjórn
„Um fjármálastjórnina hefur
Sjálfstæðisflokkurinn markað á-
kveðin höfuðsjónarmið. Áætla út
gjöldin sem nákvæmast og næst
sanni. Fylgja þeirri fjárhagsáætl
un eins og föng eru á og forðast
umframgreiðslur. Þessi grund-
vallaratriði góðrar fjárstjórnar
hafa farið þannig úr hendi flest
hin síðustu undangengin ár, að
útgjöldin hafa staðizt áætlun og
sum árin orðið undir áætlun. Um
leið hefur verið kostað kapps um,
að borgarsjóður sé rekinn halla-
laust, sé þess nokkur kostur. Síð
ustu 10 ár hefur það og tekizt
öll árin nema eitt, 1'956, þegar
sérstakar ástæður ollu smávegi-
legum tekjuihalla að upphæð 600
þús. kr.
Einnig hefur verið reynt að
stilla útsvörum í hóf. svo að þau
íþyngdu ekki einstaklingum ög
atvinnurekstri um of. Hér hefur
verið við ramman reip að draga
þar sem' skilningsleysi og þrjózka
kom lengi vel í veg fyrir, að
sveitarfélögin fengju fleiri tekju-
stofna til þess að unnt væri að
lækka útsvörin. Það var fyrst
eftir myndun núverandi ríkis-
stjórnar sem lagfæring fékkst,
sveitarfélögum var fengin hluti
söluskatts, og um leið lækkaði
Beykjavík útsvörin um meira en
20%.“
Vandlegur undirbúningur
stórframkvæmda
,,Það hefur jafnan verið meg-
inboðorð borgarstjómar-meiri-
hlutans að vanda sem mest all-
an undirbúning verklegra fram-
kvæmda með rannsóknum og á-
ætlunum hinna færustu manna,
og ráðast þá fyrst í mannvirkið,
þegar öllum slíkum undirbún-
ingi væri lokið. Með þessu eru
meiri líkur til þess að mann-
virkið standist vel, og fram-
kvæmdin verður ódýrari, ef und-
irbúningur er rækilegur.
Þessi vinnubrögð hafa t. d.
verið höfð um allar virkjanir og
stækkanir í Sogi og um fram-
kvæmdir hitaveitunnar. Sem
dæmi má nefna, að á árinu 1954
réði bærinn tvo færustu vísinda-
menn okkar til að undirbúa leit
að heitu vatni í bæjarlandinu.
Allar bórarnir síðan, sem borið
hafa undraverðan árangur, eru
gerðar að undangenginni þessari
vísindalegu rannsókn.
Eftir að vandlegar áætlanir
hafa verið gerðar um lagningu
hitaveitu í öll hús í Reykjavík
og búið að tryggja innlent og
erlent fjármagn, þá er ráðizt í
framkvæmdir og það af fullum
krafti."
★
Annar ræðumaður Sjálfstæðis-
manna var frú Auður Auðuns.
Hún sagði m.a.:
„Dagvistarheimili, þ.e.a.s. dag-
heimili og leikskólar, eru í
Reykjavík rekin af barnavina-
félaginu Sumargjöf, sem er sam-
tök mætra borgara, sem eru á-
hugamenn um velferðarmál
yngstu kynslóðarinnar, en
Reykjavíkurborg greiðir Sumar-
gjöf rekstrarstyrk og leggur fé-
laginu að verulegu leyti til hús-
næði til starfseminnar endur-
gjaldslaust.
Dagheimili rekur Sumargjöf
á 4 stöðum. Eitt þeirra, Haga-
borg, fullkomið nýtízku dag-
heimili, lét Reykjavíkurborg
reisa á þessu kjörtímabili og af-
henti Sumargjöf í makaskiptum
fyrir Tjarnarborg. Dvalardagar
á dagheimilum hafa á þessu
kjörtímabili aukizt úr nær
63.500 í nær 82.200. Fjölgun
dvalardaga í dagheimilum og
leikskólum Sumargjafar hefur
því numið fram undir 30% á
tímabilinu.
Hafinn undirbúningur að
byggingu 6 heimiia fyrir
börn borgarbúa
„Vistlheimili fyrir börn starf
rækir bærinn sjálfur á 3 stöð-
um, Silungapolli, Reykjablíð og
Vöggustofuna Hlíð, og auk þess
að vetrinum á 2 stöðum f sam-
bandi við skólahald. Þótt árásir
andstæðinga á okkur Sjálfstæð-
ismenn í borgarstjórn um að-
búnað á sumum þessum heimil-
um séu ýktar og ósanngjarnar,
er okkur Sjálfstæðismönnum
fyllilega ljóst að búa þarf bet-
ur að þessum heimilum enda að
því stefnt og er hafinn undirbún
ingur að byggingu 3ja heimila,
2ja uppeldisheimilá fyrir börn i
tímabundnu fóstri og eins heim
ilis fyrir munaðarlaus börn,
sem ætla má að þurfi að dvelj-
ast á slíku heimili flest eða öll
sín uppvaxtarár. Á þessu sumri
mun verða tekin í notkun hin
nýja vöggustofa Thorvaldsens-
félagsins að Hlíðarenda, ætluð
fyrir 30 börn, og losnar þá hús-
næði vöggustofunnar, sem þar
er nú, og er í athugun hvernig
það verði bezt nytjað í þágu
yngstu borgaranna.
Tvöfalt meiri aukning
kennslurýmis en nemenda
„Að frumkvæði Sjálfstæðis-
manna var árig 1957 samþ. í
borgarstjórn áætlun um bygg-
ingarþörf barna- og gagnfræða-
skóla í borginni. Á grundvelli
hennar hefur verið unnið síð-
an og stórkostlegar framkvæmd
ir átt sér stað. 3 nýir skólar hafa
verið teknir í notkun á kjörtíma
bilinu, Vogaskóli, Hlíðaskóli og
Laugalækjarskóli, lokið nýjum
áföngum við aðra 3, Breiðagerð-
is-, Réttarholts- og Hagaskóla,
og hafin bygging nýs skóla, Ár-
bæjarskóla, sem lokig verður í
sumar, en auk hans mun á þessu
sumri verða unnið að byggingu
2ja annarra nýrra skóla, barna-
skóla við Álftamýri og Gagn-
fræðaskóla verknáms, ennfrem-
ur að viðbyggingu við Lang-
holtsskóla fyrir gagnfræðastig
og nýjum áfanga við Hlíðaskóla.
Stórmerkar nýjungar hafa
verið teknar upp í skólahaldi á
kjörtímabilinu, s.s. sálfræðiþjón
usta og kennsla vanvita, og ný-
lega hefur borgarstjórn samþ.
að veita allt að 100 þús. kr. ár-
lega til sérnáms og framhalds-
menntunar kennara, þ.á.m. til
kennslu afbrigðilegra barna.
Aðbúð æskunnar liggur eng-
um þyngra á hjarta en mæðrun-
um. Eg vil því biðja reykvísk-
ar mæður og konur yfirleitt að
kynna sér störf og stefnu Sjálf-
stæðismanna í þessum efnum
— sem og í öðrum borgarmál-
efnum.“
★
Gísli Halldórsson, arkitekt,
sagði jr,.a.:
„Á þessu kjörtímabili hafa
verið byggðar fleiri íbúðir, en
nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyr-
ir því er stuðningur Sjálfstæð-
ismanna í byggingarmálum
jafnt á þingi, sem í borgarstjórn.
Húsnæðiserfiðleikarnir er voru
hér fyrir nokkrum árum eru
því brátt úr sögunni.
Það er því einkennilegt að
heyra minnihlutaflokkana tala
eins og hér hafi ríkt algjör
stöðvun í þessum efnum og
borgarstjórn verði nú að hefja
byggingarframkvæmdir.
Sannleikurinn er sá að það er
nú alllangt síðan borgarstjóm
hóf þessar framkvæmdir, til þess
að bæta úr húsnæðisvandræð-
um, einkum þeirra er við erfið-
leika hafa átt að búa.“
Á annað þús. íbúðir reistar
af Reykjavíkurborg
„Alls er Reykjavíkurborg
búin að reisa á annað þúsund
íbúðir, sem ýmist hafa verið
leigðar út eða seldar með hag-
stæðum kjörum, en auk þess
var 600 fjölskyldum veitt sér-
stök fyrirgreiðsla við byggingu
smáíbúðahverfisins.
Það er einnig yfirlýst stefna
sjálfstæðismanna í borgarstjórn
að herskálum og öðru lélegu hús
næði verði útrýmt á skömmum
tíma.
í ört vaxandi borg geta ávallt
skapast tímabundnir húsnæðis-
erfiðleikar, svo var og hér, en
vegna þeirra miklu byggingar-
framkvæmda sem fóru af stað
á árunum 1954 til 1955 og hald-
ið hafa áfram síðan, eru þess-
ir erfiðleikar nú brátt úr sög-
unni.“
389 íbúðir tilbúnar —
372 braggaíbúðir rifnar
„Nú er lokið við að byggja
389 íbúðir, en 128 eru í smíð-
um og verður byrjað að úthluta
þeim nú í sumar, jafnframt því
sem hafnar verða framkvæmd-
ir á nýjum áfanga.
Þegar þessi starfsemi hófst
bjuggu hér um 542 fjölskyldur
í herskálum, en nú aðeins um
170 fjölskyldur. Búið er því að
rífa 372 íbúðir á þessum tíma.
Það er stefna Sjálfstæðis-
manna að sem flestir eigi sínar
íbúðir. Þessvegna hafa allar
þessar íbúðir verið seldar vægu
verði.
Stórhuga framkvæmdir í
íþrótta- og æskulýðsmálum
,Á undanförnum árum hefur
öll aðstaða til íþróttaiðkana og
æskulýðsstarfsemi verið stór
bætt, sem fyrst og fremst má
þakka borgarfulltrúum Sjálfstæð
ismanna. Þessi árangur hefur
náðst með markvissum stuðningi
Og slhækkandi framlögum frá
borgarstjórn til hverskonar fé-
lagssamtaka sem vinna að
fþrótta- og æskulýðsmálum.
En borgarstjórn hefur ekki
látið við það eitt sitja að úthluta
lóðum, heldur hafa þessi félög
verið styrkt myndarlega úr börg
arsjóði. og þeim gert kleift að
reisa þrótta'hús, félagsheimili og
velli.
Árið 1959 var hafizt handa um
að byggja sýningar- og íþrótta-
hús í Laugardal. Er það ætlað
íþróttamönnum til afnota að
vetrarlagi, en um sumartímann
verður það notað í þágu atvinnu
veganna til vörusýninga. Húsið
mun rúma um 2000 manns í sæt
um við íþróttakeppni, en um
3300 manns við fjöldasamkomur.
Hramkvæmdum þes®um miðax
nú svo vel að húsið verður fok-
helt á þessu ári.
Þegar öllum þessum fram-
kvæmdum verður lokið, verður
þarna glæsileg miðstöð íþrótta-
lífs börgarinnar og alls landsins,
þar sem ungþ: og gamlir geta
stundað íþróttir í fögru um-
hverfi."
★
Birgir ísleifur Gunnarsson flutti
jómfrúrræðu sína í útvarpsum"
ræðunum. Birgir komst m.a. svo
að orði.
Það er e.t.v. lán í óláni, að í
nágrenni Reykjavíkur höfum við
dætmi um bæjarfélög, þar sem
vinstri menn hafa farið með
völdin um árabil, þ.e.a.s. Hafnar-
fjörð og KópavOg. Við skulum
taka sem dæmi gatnagerðarfram
kvæmdir sem mjög hafa verið
gerðar að umtalsefni hér í
kvöld.“
Dáðleysi og framkvæmdaleysi
þar sem vinstri menn ráða.
„Samanlögð lengd gatnakerfis-
ins í Hafnarfirði, en þar hafa
Alþýðuflokksmenn og komimún-
istar farið með völd um árabil,
er 25 km. Þar af hefur verið
steypt eða malbikað aðeins 1. km.
og 530 m eða 6 cm. af hiverjum
100.
f Kópavogi, höfuðvígi kommún
ista til þessa, hefur ebki einn
einasti sentimetri verð steyptur
eða malbikaður.
í Reykjaviik hafa verið steypt-
ir eða malbikaðir 59 km. af 143
þ.e.a.s. um 40 cm. af hverjum 100.
Allir sjá á þessum samaniburði,
að þar sem flokksbræður þeirra
vinstri manna fara með völdin
ríkir dáðleysi og framkvæmda-
leysi.
Hvert er borgarstjóraefni
vinstri flokkanna?
„Sjálfstæðismenn stilla sínu
borgarstjóraefni í 1 sæti á fram-
boðslistann. Geir Hallgrímsson
er ungur og dugandi maður, sem
(hefur sýnt og sannað, að hann
er þess trausts verðugur.
Það er þvi ekki óeðlilegt, þótt
spurt sé nú, hvort borgarstjóra-
efni vinstri manna, sé einhver
þeirra, er nú skipar 1. sætið á
listum þeirra flokka, sem Hk-
legir eru til einlhverra áhrifa á
borgarstjórn, og þá staðnæmist
maður helzt við stærsta and-
stöðuflokkinn Alþýðubandalagið.
Er væntanlegur borgarstjóri ef
til vill efsti maður á lista þess?
Sá maður er Guðmundur Vigfús-
son, sem þekktastur er fyrir tíð-
ar ferðir austur til Moskvu.
Þannig mætti áfram spyrja og
þannig spyrja allir Reykvíking-
ar í dag.
Við viljum styrka stjórn, þróun
og framfarir.
Við, sem tillheyrum yngri kyn-
slóð kjósenda í Rvík höfum séð
borgina okkar vaxa og dafna
með degi hverjum. Við vitum, að
iþað er fyrst og fremst fyrir störf
eldri kynslóðarinnar að Reykja-
vík er í dag fögur, athafnasöm
og þróttmikil borg og í þeirri
þróun hefur Sj álfstæðisflokkur-
inn verið í fararbroddi.
En hin öra þróun borgarinnar
á að vera okkur hvöt til dáða
og við, unga kynslóðin, erum
staðráðin í að taka upp merki
feðra okkar og mæðra og stuðla
áfram að þróun borgarinnar.
Það starf munum við vinna
undir merkjum þeirrar stefnu,
sem reynzt hefur Reykjavík
heilladrýgst, — undir merkjum
Sjálfstæðisstefnunnar.
Við viljum áframhaldandi þró-
un og framfarir í Reykjavik. Við
viljum styrka stjóm borgarmál-
efna og hana tryggjum við á
þann eina hátt að kjósa Sjálf-
stæðisfIokkinn.“
★
Síðastur ræðumanna í um-
ræðunum var Geir Hallgríms-
son, borgarstjóri. Fara hér á
eftir meginmál ræðu hans:
„Nú í kvöld kom fram enn
ein sönnun þeirrar upplausnar
sem ríkir meðal andstæðinga
Sjálfstæðisflokksins — og hví-
lík ógæfa það væri, ef stjórn
borgarinnar lenti í höndum
sundrungaraflanna.
Það er ekki nóg, að 7 vinstrt
samtök bjóði fram 5 framboðs-
lista við þessar kosningar, —
heldur er og hátíðlega lýst yfir,
að nú sé búið að stofna 8. sam-
tök vinstri manna“.
Malbikaðar götur hafa lengzt
um 9 kílómetra
„Frambjóðendur Framsóknar
Fraimh. á bls. 19.