Morgunblaðið - 24.05.1962, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 24. maí 1962
REYKJAVÍK -
IÍR BÆ í BORG
ÞRJÁTÍU ár eru ekki lang
ur tími í sögu einnar borg-
ar. En síðustu 30 ár segja
sögu stórfelldrar þróunar
og vaxtar Reykjavíkur,
hér hefur orðið hrein bylt-
ing. Umskiptin hafa ekki
orðið hvað minnst síðasta
áratuginn undir dugmik-
illi og framsýnni forystu
Sjálfstæðismanna. Reykja
vík er glæst merki um at-
orku og stórhug og það
merki vilja Reykvíkingar
ekki fella.
Og þessar myndir sýna
betur en nokkuð annað
hvílíkar breytingar hafa
orðið á Reykjavík. Efri
myndin er tekin úr lofti
yfir Melana nú í vikunni.
Fremst á myndinni er
Hringbrautin, þá kemur
Háskólahverfið, íþrótta-
völlurinn, Bændahöllin, —
Háskólabíóið, Hagaskóli,
Neskirkja og fjölbýlishús
við Hagatorg. Þar fyrir
vestan er fjöldi nýbygg-
inga, en ef vel er að gáð
sést þarna Loftskeytastöð-
in (á miðri myndinni),
hvítmálað lágreist hús.
Ef við lítum á neðri
myndina, sem tekin var af
sama stað árið 1930, þá er
það ljóst, að Loftskeyta-
stöðin er elzta byggingin
á Melunum, rauðmáluð
með hvíta glugga. Loft-
skeytastangirnar teygja
sig þar hátt til himins. en
nú hafa þær verið fjar-
lægðar. Loftskeytastöðin
var þá töluvert fyrir utan
hina eiginlegu Reykjavík,
því þá var lítil byggð fyrir
vestan elliheimilið Grund.
Þeir Reykvíkingar, sem
muna Melana eins og þeir
voru 1930, eru margir.
Þetta er stuttur tími, en
tími ótrúlega mikillar upp
byggingar. Og þó margir
barnfæddir Reykvíkingar
sakni innst inni gömlu
Reykjavíkur, þá eru þeir
stoltir af Reykjavík vorra
daga.