Morgunblaðið - 24.05.1962, Qupperneq 19
Fimmludagur 24. maí 1962
MORGVNBLAÐIh
19
— Byggjum betri
Framh. af bls. 6
og kommúnista véku að gatna-
gerðarmélum og fullnaðarfrá-
gangi gatna á naestu 10 árum.
Það er rangt, að bilið milli
malargatna og malbikaðra gatna
hafi lengzt á sl. kjörtímabili.
Malbikaðar götur hafa lengst
um 9 km og malargötur um
11.3 km, — en nokkrir km mal-
argatna, sem ekki liggja skv.
skipulagi, hafa aftur á móti ver
ið teknar úr notkun.
Enn fremur skal lögð á það
éherzla, — að nær þriðjungur
þeirra 94 km malargatna, sem
malbika á skv. áætluninni, —
eða allar malargötur, sem gerð-
ar hafa verið í nýju hverfunum
eftir 1954, — eru settar í rétta
hæð og undirbyggðar, og því
er aðeins eftir að setja á þær
slitlagið. Með þessu móti hefur
bilið milli malargatna og mal-
bikaðra gatna stytzt en ekki
lengst.
Þá var því haldið fram, — að
samkv. reynslu á sl. kjörtíma-
bili hefði hver lengdarkm í
malbikaðri götu kostað 18 millj.
kr. — og þar af leiðandi sé sú
gatnagerðaráætlun, sem fyrir
liggi um framtíðarverkefni allt
of lág.
1 þeirri gatnagerðaráætlun,
sem fyrir liggur, er skýrt tekið
fram, að götur borgarinnar hafi
mismunandí hlutverki að gegna
og skiptast þær aðallega í þrjá
höfuðflokka: aðalumferðargöt-
ur, dreifigötur og íbúðargötur.
Mikill munur er á breidd og
uppbyggingu þessara höfuð-
flokka, og fer kostnaður að
sjálfsögðu eftir því.
f þeirri áætlun, sem fyrir ligg
ur, er kostnaðurinn við hverja
götu reiknaður þannig, að hvert
verkefni er brotið niður í ein-
staka liði eftir aðstæðum á
hverjum stað.
Kostnaðaráætlun fullnaðarfrá
gangs gatna á næsta áratug er
því byggð á traustum grunni“.
,,Biðjum um styrk til þess,
að minnka hið pólitíska vald“
„Andstæðingar Sj'álfstæðis-
flokksins telja allir, — að vísu í
mismunandi ríkum mæli, — að
þjóðfélagið eigi ætíð að laga
þegnana að sínum þörfum. Þeir
telja ýmist óframkvœmanlegt, ó-
þarft og jafnvel skaðlegt að borg-
ararnir njóti fjárhagslegs sjálf-
stæðis og vilja hafa bórgarana
háða hinu opinbera.
Þeir berjast ýmist fyrir þjóð-
nýtingu eða sérréttindum til
handa víðtækum samvinnu-
rekstri. Þeir vilja með öðrum
orðum samþjöppun hins efna-
hagslega valds til að auka hin
pólitísku áhrif.
Við Sjálfstæðismenn viljum
leggja meginálherzlu á persónu-
frelsi á öllum sviðum. Við teljum
að stofnanir þjóðfélagsins séu til
vegna þarfa einstaklinganna.
Við berjumst fyrir því, að sem
allra flestir einstatalingar séu
fjárhagslega sjálfstæðir og að
fjármagni þjóðarinnar sé dreift
meðal þeirra. Við leggjum meg-
inálherzlu á, að sérhver f jölskylda
igeti eignázt éigin fbúð og treyst
fjáihag sinn að öðru leyti. Við
erum því andvígir skattþján og
berjumst gegn óhóflegri gjald-
heimtu, hvort heldur er til rík-
isins eða borgarinnar.
f kosningunum biðjum við
Sjálfstæðismenn um styrk til að
minnka hið pólitíska vald.“
Stórvefrkefnl framundan.
„Útvarpsumræður þessar um
borgarmiálefni Reykjavikur“ er
nu að enda. Eins og óg gat um
í gærfavöldli verður etoki um
það deilt, að fjáxhagur borgarinn-
®r stendur nú með meiri blórna
en nofakru sinni fyrr. Staðreynd-
ir sýna að framfavæmdir hafa
é því kjörtímabili, sem nú er að
Ij úifaa, verið miklar og heil'ladrjúg
Ði. 0& al'lir ættu ©ð geta verið
sammála um að keppa beri að
því að hrinda í framíkvæmd þeim
Btórveifaefnum, sem £ram undan
eru og nú hefur verið lagður að
traustur grundrvöilur.
Andstæðingar ofakar hfc fa reymt
að gera þessar framtíðaráætlamir
tortryggilegar.
Hitaveita verður lögð í öll
hverfi borgarinnar á naestu fjór-
um árum. Framkvæmdir eru
hafnar og þegar hefur verið
tryggt allt fjármagn til að ljúika
þeim á tilskildum tkna.
Siðustu tvö árin hef ur svo rösk
lega verið unnið af erlendum og
innlendum sérfræðingum að
skipulagsmál'um, að aðeins
van'tar herzlumuninn til að full-
gera skipulag miðbæjarins og
ganga síðan frá skipulagi „Stór-
Reykjavíkur“ í meg inatriðum
innan tveggja ára.
Hin stórhuga gatnagerðaráætl-
un um ful lnaðarfrá gang gatna á
næstu 10 áum er byggð á traust-
um fjárhagsgrunni, og þó séð
um að útsvarsálögur á borgar-
búa þurfi ekki að hækfca.“
Byg-g-jum betri og feguri borg.
Þessi mál hafa verið undirbúin
á þann veg, að unnt er að standa
við fyrirheitin, ef samhent og
styrk stjóm fer áfram með mál-
efni Reykvíkinga, — en engin
leið er önnur til að tryggja sam-
henta stjórn borgarmála en sú
að felia Sjálfstæðisflokknum
meirihlutavald.
Við Islendingar lifum í góðu
landi og við Reykvíkingar lifum
í góðri borg. Og við ætlum okk-
ur efaki að fórna þeim dýrmæta
auð, sem við eigum í frelsi þessa
lands og æsku þessa lands.
Við ætlum ofakur þvert á móti
að halda áfram að auðga- þjóð-
lífið, byggja batri og fegurri
borg aithafna og hagoældar, en
umfram allt borg frelsis og
sjálfstæðis borgaranna.
Megi úrslit borgarstjónar-
kosninganna verða Reyfajavik og
Reykvíkingum til gæfu og
gengis.
Brezkur togari tekinn
ESKIFIRÐI, 23. maí. — Kl. 6 í
morgun kom varðskipið Þór,
skipstjóri Þórarinn Björnsson, að
Grimsbytogaranum Yardley G
81, þar sem hann var að -veið-
um eina sjómílu innan fiskveiði
takmarkanna við Eystra Horn.
Þarna voru um 22 togarar í
hnapp að veiðum fyrir utan
mörkin, en varðskipsmenn segja
mér, að 2 hafi verið fyrir inn-
an. Hafi annar sloppið undan
varðskipinu og héldu varðskips-
menn, að togaramenn hefðu
jafnvel höggvið á vírana.
Varðskipið hélt þegar til Eski-
fjarðar með togarann, og var
komið þangað kl. rúmlega tíu í
morgun. Réttur var settur kl.
1 e. h. Dómari er Axel Tulinius,
sýslumaður, og meðdómendur
Ámi Halldórsson og Kristinn
Karlsson. Dómtúlkur er frú
Svava Jakobsdóttir.
Skipstjóri, Joshua Baxter, 49
ára gamall, viðurkenndi brot
sitt þegar í stað. Láta skips-
menn á „Þór“ vel af því, hve
hann hafi verið prúður í fram-
komu.
Togarinn er 703 brúttótonn,
smíðaður árið 1950. Hann hafði
verið tvo daga á veiðum og var
með 18—20 tonna afla. Umboðs-
maður hans er Guðmundur Sig-
fússon á Norðfirði, og er hann
kominn hingað. .
★ .
Um kl 20 í kvöld var dómur
kveðinn upp í máli brezka skip-
stjórans, en verjandi hans var
Gísli ísleifsson, hrl. Var hann
dæmdur í 200 þúsund króna ekt
Og afli og veiðarfæri gert upp-
tækt. Var það metið á 201 þús-
und krónur. — G. W.
Allt reiðubúiö undir geim-
ferð Scott Carpenters í dag
Washington, 23. maí. — AP — NTB.
ÖLLUM undirbúningi undir geimferð Scott Carpenters, sjóliðs-
foringja, er nú lokið. Carpenter er við góða heilsu og í góðri
þjálfun, eftir undirbúning þann, undir geimferðina, sem hann
hefur hlotið. Öll tæki hafa nú verið reynd, og reynzt í bezta
Iagi. Veðurhorfur, bæði á Canaveralhöfða og á stað þeim í
Atlantshafi, þar sem gert er ráð fyrir að geimfarið lendi, að
ferðinni lokinni, eru góðar. Talið er því víst, að geimskotið
muni fara fram snemma dags á morgun. Hið eina, sem sérfræð-
ingar óttast að geti tafið geimskotið, er reykur, sem leggur frá
skógareldum á Florida-skaga. Vindátt er þó hagstæð, hvað það
snertir, og líkur litlar til þess að hún breytist næsta sólarhring.
Við geimskotið verður notuð
Atlas-eldflaug, sem knúin er
rakettuhreyflum, er gefa fré
sér 360.000 punda þrýsting. Elds-
neytið er hreinsuð steinolía, og
fer bruninn fram við samruna
hennár og fljótandi súrefnis.
Gert er ráð fyrir, að geim-
farið fari alls þrjá hringi um-
hverfis jörðina á 225 mínútum.
Verður það mest í 248 km hæð
frá jörðu, en minnst í 160 km
hæð.
Mjög mikla nákvæmni þarf,
til þess að geimskot heppnist.
Eftir að geimfarinu hefur verið
skotið á loft, á Canaveralhöfða,
tekur það stefnu í áttina til
Bermuda-eyja. Verður geim-
farið að hafa náð nákvæmlega
160 km hæð, yfir ákveðnum
stað á eyjunum, og má frávik
ekki nema meiru en 500 metr-
um, ef geimfarið á að fara á
braut umhverfis jörðu. Hraði
geimfarsins, á því augnabliki,
verður 28.000 kílómetrar á
klukkustund. Ef geimfarið kem-
ur ekki nákvæmlega í réttri
hæð, og með réttum hraða —
lárétt yfir yfirborði jarðar —
yfir þann blett, sem miðað er
við, þá mistekst skotið. — Hið
litla frávfa, sem leyfist, eða
um 500 metrar á hvem veg,
sýnir hve mikla nákvæmni þarf
að hafa við. Hér er því um
nokkurs konar „gat“ að ræða,
sem er aðeins um kílómetri í
þvermál.
Carpenter, geimfari, verður
klæddur sérstökum búningi, sem
vegur um 8 kg. Er hann gerður
úr nylon og gúmmí, og hefur
að geyma sérstakt súrefnis-
kerfi, sem fer sjálfkrafa í gang,
kynni eitthvað að bregðast af
tækjum geimfarsins.
Þegar geimfarið er komið á
braut, hleypir Carpenter laus-
um loftbelg, marglitum, sem
verður um 30 metrar 1 þver-
mál, fullblásinn. Verður fylgzt
með honum frá athugunar-
stöðvum víðsvegar um heim.
Einnig mun hann hleypa
lausum plastögnum, og gefst
geimfaranum þá tækifæri til
þess að fylgjast með endurskini
frá þeim. Er þetta gert í þeim
tilgangi, að reyna að fá upp-
lýst, hvaða lýsandi smáagnir
það voru, sem John Glenn sá,
í geimíerð sinni, í vetur.
Er að því líður, að geimfarið
lendi, mun kvikna í sérstökum
„rakettum“, sem eru í geimfar-
inu, og munu þær draga úr
hraða þess, áður en það fer
aftur inn í andrúmsloft jarðar.
Sérstök klukka er í geimfar-
inu, og þyrjar hún að ganga, er
geimfarið fer á loft. Er hún
miðuð við flugtímann, sem er
nákvæmlega reiknaður út, fyr-
irfram, og er það hún, sem
kveikir á „rakettunum", sem
draga úr hraðanum, á nákvæm-
lega því augnabliki, sem nauð-
synlegt er. Er þar um algerlega
sjálfvirkan útbúnað að ræða.
Er geimfarið er komið inn í
andrúmsloftið, á leið sinni til
lendingar, opnast fyrst lítil fall-
hlíf, síðar önnur stærri, sem er
um 19 m í þvermál, og mun
hún bera geimfarið síðasta
spölinn til jarðar.
Gert er ráð fyrir að geimfar-
ið komi í sjóinn. Er gert ráð
fyrir þremur lendingarstöðum,
eftir því, hvort um 1, 2 eða 3
hringi, umhverfis jörðu, verður
að ræða. Eru þeir í frá 800—
1600 km fjarlægð frá Canaveral
höfða..
16 sérstakar deildir, sem
hafa yfir að ráða flugvélum,
skipum og öðrum tækjum,
verða til reiðu, til að draga
geimfarið úr sjónum, eftir lend-
ingu.
Ef eitthvað skyldi bregðast í
eldflauginni, þá grípur sérstak-
ur rafmagnsheili, sem í geim-
farinu er, inn í, og losar geim-
farið frá eldflauginni. Er þann-
ig reynt að tryggja, að ekkert
óhapp geti stefnt lífi Carpenters
í hættu.
lí GÆRKVÖLDI hélt dr.
/P h i 1 i p , efnahagsmálaráð-
* herra Danmerkur, fyrirlest-
ur á vegum Dansk-íslenzka
félagsins, og fjallaði hann
um markaðsmálin í Evrópu.1
Fyrirlesturinn hófst í Há-
skólanum kl. 8.15 og var
mjög vel sóttur. Viðstaddir
voru m.a. Bjarni Benedikts
son, dómsmálaráðherra, Gylfi
Þ. Gíslason, viðskiptamála
ráðherra, sendiherra Dana,
Bjarne Paulson.
Myndin hér fyrir ofan var
tekin í skrifstofu rektors
Háskólanum í gærkvöldi,
skömmu áður en fyrirlestur-
inn hófst. Þar sjást, talið frá
vinstri: prófessor ólafur
Björnsson, vararektor, sem
tók á móti ráðherranum í for
föllum rektors, prófessor
Þórir Kr. Þórðarson, form.
Dansk-íslenzka félagsins, fyr-
irlesarinn, dr. Kjeld Philip,
efnahagsmálaráðherra, og
danski sendiherrann, Bjarne
Paulson.
Morgunblaðið birti á þriðju
dag viðtal við dr. Kj eld^
Philip, sem að mestu fjall-
aði um markaðsmálin.
— 700 milljón
Framh. af bls. 20.
ár, og sem enn er mjög ör,
er augljóst að lánveitingar til
íbúffabygginga geta enn auk-
izt verulega á yfirstandandi
ári, og má ætla aff húsnæffis-
málastjórn geti haft til nýrra
útlána á árinu um 100 millj.
króna. Er þá gert ráff fyrir
fjármagni frá bönkum, spari-
sjóðum, atvinnuleysistrygg-
ingarsjóffi og öðrum peninga-
stofnunum til viðbótar eigin
fé húsnæðismálastjórnar.
Sparifé í bönkunum einum
óx tvö síðastliðin ár um 723,7
millj. kr., en aðeins 260 millj.
kr. tvö ár vinstri stjórnarinnar.
Heildaraukning sparifjár, spari-
sjóðir meðtaldir, nemur 1100
millj. kr. tvö sl. ár.
Stjórnarandstæðingar gera
mikið úr því að hluti sparifjár-
ins, rúmar 300 millj. kr. sé
bundið í Seðlabankanum. Þetta
bundna sparifé er ekki glatað-
ur sjóður, heldur verður það
einmitt aflgjafi til þess að leysa
ýms þau erfiðu verkefni í pen-
ingamálunum, sem ella hefðu
reynzt óleysanleg, og svo mun
einnig reynast varðandi lánveit-
ingar til íbúðabygginga.
Gleymum svo ekki að lokum
þeim aðgerðum, sem átt hafa
sér stað með stórlækkun skatta
og afnámi tekjuskatts af lágum
og miðlungs tekjum, stórauknum
fjölskyldubótum og auknum
tryggingmn, sem allt gerir fólki
auðveldara um framkvæmdir. Og
eins er rétt að minnast þess að
undir stjórnarforystu Sjálfstæð-
ismanna, eftir alþingiskosning-
arnar 1953, var lögfest skatt-
frelsi sparifjár og sparifé að
því leyti ekki framtalsskylt.