Morgunblaðið - 27.05.1962, Blaðsíða 8
r 24
MORGVNBLAÐIb
Sunnudagur 27. maí 1962
Sr. Jóii Auðuns:
Blær vors og vaxtar eín-
kennir Reykjavík
Sra Jón Auðuns, dómpróf.:
Á NÁMSÁRUM bjó ég um
Skeið í einni fegurstu há-
skólaborg Þýzkalands, gam-
alli menningarborg á stærð
við Reykjavík. En Reykjavík
er betri bær fyrir borgarana
að búa í, þægindin miklu
meiri, merki nýrrar menn-
ingar miklu fleiri.
Ég kem árlega í mörg
heir 'M Reykjavíkur. Hún á
sína, skuggahliðar. örlögin
eru margvísleg. Sum á manna
valdi, önnur ekki. En ég hefi
hvergi komið, þar sem borg-
in býður börnum sínum fleiri
möguleika mannsæmandi lífs,
einkum til að eignast góð
heimili og að veita börnum
gott uppeldi og menntun.
Hið ytra blasir við borg í
örum vexti, byggð djarfhuga,
frjálsu fólki, sem þekkir
möguleika sína og notar þá.
Borg sem vex ört, ber að
vísu mörg merki þess, að
hún er í sköpun og að margt
er óunnið. En er ekki glík
borg ákjósanlegri en hin, þar
sem flest er fullunnið um
mannvirki, flest búið að fá
fast form, sem bráðlega er
orðið gamalt og staðnað?
Blær vors og vaxtar einkenn
ir Reykjavík, þess vegna er
hún falleg, jafnvel þar sem
margt er hálfunnið enn.
Vegna margvíslegra af-
skipta af börnum og ungu
fólki, veit ég, að Reykjavík
á enn eftir að rækja ýmsar
skyldur við unga fólkið. Svo
mun lengi verða í vaxandi
borg framsækinna manna.
Ný vandamál skapast stöð-
ugt, ný viðfangsefni. Og ekki
verður allt gert á einu ári,
— sem betur fer. En á marg-
an hátt ber Reykjavík í dag
þess merki, að hún er borg
ungu' kynslóðarinnar. Hitt er
vafasamara, að hún ræki
skyldur við hina gömlu.
Sækir náttúrufegurðar og
sögu er Reykjavík yndisleg
borg. En um hitt þykir mér
miklu meira vert, að hún
er borg möguleikanna fyrir
djarfa og framsækna æsku
og hefir öll skilyrði til að
verða borg fagurrar fram-
tíðar.
Jón Auðuns.
Dr. Páll ísólfsson gengur frá 'arangri í bíl sínum.
Dr. Páll ísólfsson:
Ætíð stoltur vegna
borgar minnar
MAÐUR les það stundum í
blöðunum, einkanlega fyrir
kosningar, að lítið hafi verið
gert í borginni okkar. Og
maður heyrir það enn, að
illa sé búið að fólkinu í bæn
um. Það er gott, að til skuli
vera fólk sem man eftir borg
inni sinni og vonandi man
það eftir henni að loknum
kosningum.
Ég bregð mér einstöku
sinnum til útlanda og litast
um þar, og svo er ég nokk-
uð kunnugur víða á landi
voru, þar sem gott fólk býr
sem fórnar sér fyrir fólkið.
Og áður en ég veit af hefur
mér orðið það á að gera sam
anburð við höfuðstaðinn okk
ar, og þá verð ég ætíð stolt-
ur vegna bæjar míns. Sér-
staklega hættir mér við að
grípa til þessa samanburðar
erlendis, í stóru löndunurn,
þar sem aldagömul menning
ríkir í atvinnuháttum og á
andlegum sviðum. Ég hef
einnig átt þess nokkurn kost
að kynnast þar fólki af öll-
um stéttum og launastigum,
og þykir mér leitt að kann-
ast við, að það er víðar erfitt
fyrir láglaunafólk að draga
fram lífið en í Reykjavík.
Það er líka oft bent á
braggana og fleiri smánar-
bletti á bænum okkar, en
ég man hvar þeir voru, og
ég hef vel fylgzt með því
hvernig þeir hafa smáhorfið
og falleg nýtízku hús þotið
upp á rústum þeirra. Þó ég
sé enginn hagfræðingur eða
fjármálamaður veit ég vel
hvað kostar að byggja upp
nýtízku borg frá grunni og
það á fjórðungi aldar.
Mannkindin er þannig
gerð, að henni hættir við að
muna eftir því einu, sem
hana vanhagar um hverju
sinni, og það er eðlilegt, en
ég er þakklátur meðan ég á
hóp vina, sem líka kann að
meta það sem gert er og
njóta þess sem áunnizt hefur.
Ég er sannfærður um að erf-
itt er að benda á aðra borg í
Evrópu, þar sem framtak er
meira en í Reykjavík og tek-
ið hefur örari stakkaskiptum
en borgin okkar.
Núna á tæpu ári hef ég not
ið þeirrar gleði að sjá tvö
höfuðáhugamál mín rætast:
nýtt stórfenglegt konserthús
rísa af grunni og nýjan full
kominn tónlistarskóla að taka
á móti nýrri æsku bæjarins.
Páll ísólfsson.
Páll V. G. Kolka:
Vaxandi borg
Á SKÓLAÁRUM mínum var
Reykjavík samsafn heldur
óhrjálegra bárujárnShúsa, trjá
gróður sást ekki nema á 5—6
stöðum, lítill og kyrkingsleg-
ur, húsin vöru hituð með kol-,
um eða jafnvel mó, en lýst
með steinolíu eða gasi, þar
sem bezt lét. Síðan hafa ótrú
legir hlutir gerzt, skógarrunn-
ar Og skemmtigarðar vaxið
þar upp, sem áður voru leir-
föng og grjóturðir, þúsundir
nýtízkulegra íbúða verið
byggðar, glæsilegir skólar
spretta upp með hverju ári,
ágætir spítalar eru að komast
í not, auk þess sem Reykja-
vík er nokkurn vegin einstæð
að því leyti að hafa hitaveitu
til almenningsiþartfa. í við-
bót við þetta hafa risið hér
upp margskonar iðjustöðvar
Og athafnaver, sem gert hafa
allar þessar opinberu fram-
kvæmdir mögulegar og veitt
fólkinu lífsskilyrði til að
færa sér þær í nyt. Þrátt fyrir
þann gífurlega kostnað, sem
hraðvaxandi borgfélag verð-
ur að leggja í, er afkoma borg
arsjóðs ágæt og útsvör hér