Morgunblaðið - 27.05.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.05.1962, Blaðsíða 15
Sunnudagur 27. mal 1982 MOPCJlMtJ 4 ÐIÐ 31 Jóna Jóhanna Jóns- dóttir — minning Nú ertu leidd mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa liörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilif sæla »r þín hjá Lambsins stól. f\ J>annig kvað hinn miíkli and- ens maður Hailgrimur Péturs- eon. Og þessi orð voru Oft á vör- um hinnar nýlátnu konu Jónu J. Jónsdóttur. >að var ekki Ejaldan að hún færi með ljóð Hallgríms, eða vitnaði til þeirra, enda var hann hennar eftirlætis- ekáld. Jóna J. Jónsdóttir var fædd að Efra-Vaðli á Barðaströnd, 13. júní 1870. Lézt nú þann 6. maí 1962, 92 ára að aldri. f i Foreldrar hennar voru Val- gerður Jónsdóttir og Jón Einars- son frá Hreggsstöðum. Jóna dvaldist í fæðingarhrepp sínum í 90 ár, aðeins 2 ár átti hún heima utan hreppsins í Hergilsey á Breiðafirði hjá hinum kunna atorkumanni Snæbirni Kristjáns syni. i Jóna var af bændafólki komin { ættir fram, ramrn íslenzku og traustu, sem og hún var sjálf. Trúlegt er að hin víðfeðma, fagra byggð Breiðafjarðar hafi jnótað skapfestu, dyggð og skyldurækni hinnar fórnfúsu og hreinskilnu konu, sem hafði ó- bifanlega ást á ættjörðinni. | I Eraman af ævi var Jóna við störf víðsvegar um sveit sína og mátti segja að hún væri alltaf þar komin, sem manninn vant- aði, enda viðurkennd að dugnaði með óvanalega hreysti og kjank. >rettán vor smalaði hún hin- ar brattgengu Sigluneshlíðar og kleif einstigu. Minntist hún oft þeirra tíma ©g jafnan með gleði og einnig á banalegunni var bún þar með hugann. Á Hreggstöðum munu spor hennar einnig vera greypt í hin ar fögru hlíðar ©g grundir, þar sem hún naut margra ánægju- stunda með systkinum og vin- um. Meðan hún dvaldist í Hergils ey mun hún jöfnum höndum hafa setið undir ár hjá Snæbirni ©g unnið inniverk með húsmóð ur sinni, sem hún dáði svo mjög. Jóna var gift Júilíusi Ólafssyni, prúðmenni miklu og kunnum að vinsældum. >au reistu sér bæ að Skriðnafelli á Barðaströnd. Atvinnu sína sótti Július á sjó- inn, en hún gætti bús þeirra. Eina dóttur eignuðust þau Steinunni Björgu og son tóku þau í fóstur, Gísla >órðarson, þá nýfæddan, og var Gísli henni jafn elskur og hún hefði alið hann sjáif. Gísli var drengur góður og efnismaður, en lézt ár ið 1948. Árið 1921 fluttust þau Jóna og Júlíus með dóttur sinni og tengdasyni >órði Ólafssyni að Innri-Múla á Barðaströnd, og var hún þar til hins hinzta kvölds, en Júlíus andaðist árið 1924. Steinunn og f>órður eignuðust níu börn á ellefu árum, svo að sjá má að oft hefur verið annríkt ENPURNÝJIÐ RAFMWI- FARIP aTltEúA MEP RAFTftKI! jt. Húseigendafélag Beykjaviur. hjá þeim mæðgum. Enda var Jóna ósérhMfin og fórnfús til hjálpar dóttur sinni við þennan stóra barnahóp. Hún vermdi oft kalda hönd og þurrkaði tár af kvarmi. Marga nóttina mun hún hafa vakað við að laga skó og önnur I plögg svo hægt væri að koma hópnum á fætur næsta dag. >etta voru þeir timar, sem ekki var verið að reikna út krón urnar, sem kæmu fyrir stritið, að allinn var að starfa og starfa af trúmennsku. Jóna var ein af þeim fáu, sem hafa þanna per- sónuleika að segja alltaf það, sem henni bjó í brjósti við hvem sem var, og hvenær sem var. Hún gerði allt upp strax og átti þess vegna engin eftirköst, en marga og góða vini, sem sjá mlátti við síðustu för hennar um barðstrendska grund. Hún kunni ótai margt af vís- um og kenndi Okkur dótturbörn um sínum margar þeirra, en margar hafa eflaust farið með henni og heyrast ekki meir. >egar við dótturbörn hennar vorum í skóla sá hún ætíð um að við læsum það, sem okkur bar, t»l þess að bregðast ekki skyldum okkar. >ví það var eitt af hennar sterkustu eiginleikum að bregðast ekki því, sem henni var trúað til. >egar einhvers þurfti að gæta eða muna var hún ætíð beðin þess, því þá var tryggt að allt væri í lagi. Óskandi væri að íslandi bæri gæ<fa tiil að eignast margar sMk- ar dætur, þar sem fórnfýsin, trú mennskan og traustið á guð og ættjörðina færu saman. Hún var ekki að hugsa um að pyngjan væri stór og þung, held- ur að ávöxtur verka sinna kæmi að sem beztum notum. Amma mín, nú ertu horfin sjónum okikar. Nú er efcki leng ur hægt að setjast á rúmstokk- inn hjá þér og horfa á þína vök- ulu hönd hreyfa prjónana af þeirri leikni, sem þú gerðir, eða hlusta á sögurnar þínar og vís ur. Minningin um það verður að nægja. En fyrir hönd dóttur þinnar, tengdaföður dótturbarna og allra þeirra ættliða og tengda- fólks, sem frá þér er komið, bið ég góðan guð að flytja þér hjart ans þakkir fyrir allt það ótelj anlega, sem þú hefir gert fyrir akkur Og kennt akkur og hefur orðið okkar drýgsta veganesti í þessum fallvalta heimi. Við minnumst þins mikla kjarks og æðruleysis í veikind- um þínum, og fullvissunni um eilí'fa lífið hinum megin landa- mæranna miklu. >að er sárt að sjá á bak ástvinum, sínum, en það er líka raunabót að eiga glæstar Og ánægjulegar minning Framboð í Mosfellshrepp X. O. G. Stúkan Dröfn nr. 55 fundur annað kvöld. F. Æt. St. Víkingur nr. 104 f undur mánudag kl 8%. Venjuleg fundars-törf. Hag- nefndaratriði. Mætið vel. Félagslíf GUmumenn Ármanns. Áríðandi æfing er á mánu- daginn. Æfingin er á venju- legum tíma í íþróttahúsi Jóns þorsteinssonar. Handknattleiksdeild K. R. Æfingar í sumar verða sem hér segir: Mfil. I. fl. II. fl. A kvenna þriðjudaga kl. 9—10, U. fl. kvenna þriðjuöaga kl. 8—9. M.fl. — I. fl. — II. fl. karla föstudaga kl. 8—9. Æf- ingar eru hafnar. Stjórnin. ar. Læt ég svo þessi fátæklegu orð mín enda með ástarþökkum fyrir al'lt og allt og að draumur þinn rætist á vonalandinu. Blessuð sé minning þín. Ólafur Kr. Þórðarson. — Dagur bænar Framihaid af bls. 22. fyrir velferðarstarfsmönnum cg stofnunum. VI. Bæn um frið meðal þjóða, fyrir kristniboði og líknarstarfi. VII. Almenn lofgjörð, bæn um varðveizlu, einingu og misk- unn Guðs. Staða hinnar almennu kirkju- bænar i helgihaldinu Hjá oss er hin almenna kirkju bæn mjög stutt og er flutt af stól strax á eftir ræðunni og söfnuður tekur ekki þátt í henni; Hjá systurkirkjum vorum er 'hún flutt frá altari og söfnuð- ur tekur nokkurn þátt í henni. Hún er ekki tónuð, heldur flutt með liturgiskri framsögn. Söfn uðir syngja oft sinn þátt í bæn- inni, en æskilegri væri samlest ur í stað söngs. Að stofni til er bænarefnið hið sama, en orða- lag er mismunandi í hinum ýmsu kirkjum og lengd einnig Sænska handbókin hefir 4 út- gáfur af bæninni, hin norska tvær. >essi bæn er ekkí þýðing, heldur gerð með hliðsjón af kirkjubæn margra kirkna. Svör in eru gerð með hliðsjón at fyr irheitum Guðs orðs í Heilagri Ritningu. — Bæninni er ekk: ætlað að útrýma öðrum bæn- um, heldur vera þeim til hjálp- ar, er ekki komast til kirkju á hinum almenna bænadegi kirkju vorrar. Jóhann Hannesson. Wághington, 25. maí (NTB). Bandaríska varnarmála- áðuneytið tilkynnti í dag að sézt hafi til ferða þriggja rúss neskra skipa frá kjarnorku- tilraunasvæðinu við Jólaey. Eru skipin þarna bersýnilega til að afla upplýsinga um til- raunir Bandaíkjamanna. Reykjavik, 24. maí KJÖRSTJÓRN Mosfellshrepps kom saman á fund í gærkvöldi, enda var að renna út frestur til að leggja fram lista, rann út kl. 24 þann sama dag. . >rír listar komu fram, en það voru H-listi, sem kennir sig við launþega, J-listi sem kennir sig við lýðræðissinna og K-listi, sem kennir sig ekki öðru en bók- stafnum. H-listinn er skipaður eftirtöldu fólki: 1. Guðmundur G. Magnússon, Brúarlandi 2. Salome >orkelsdóttir, Reykjahlíð 3. örn Steinsson, Dælustöð, Reykjahlíð 4. Haraldur Sigvaldason, Brúarhóli 5. Tómas Sturlaugsson, Tröllagili 6. Guðmundur E. Pétursson, Garði 7. Hlín Ingólfsdóttir, Reykjalundi 8. Pálmar Víglundsson, Árholti 9. >órunn Kristjánsdóttir, Miðfelli 10. Karl Halldórsson, Mörk J-listin er skipaður þessu fólki: 1. Jón M. Guðmundsson, Reykjum 2. Ólafur Pétursson, Ökrum 3. Höskuldur Ágústsson, Dælustöð, Reykjum 4. Einar Kristjánsson, . Reykjadal 5. Guðmundur Magnússon, Leirvogstungu 6. Sigríður Tómasdóttir, Hlíðartúni Samkomur SAMKOMA verður í Edduhúsinu í kvöld kl. 9. Allii velkömnir. Eggert Laxdal. Stefán Runólfsson. Hjálpræðisherinn. Sunnudaginn kl. 11 Helg- unarsamkoma kl. 4. Otisam- koma kl. kl. 8,30. Hjálpræðis- samkoma. Kapt Höyla-nd ag frú stjó.rna. Leutenant Andr- eassen — foringjar og her- menn aðstoða. Bræðraborgarstíg 34 Almenn samfcoma í kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir.. Fíladelfia. Brotning brauðsins kl. 4. Almenn samkoma kl. 8.30. • Ásgrímur Stefánsson og Leifur Pálsson tala. Á fimmtudag — uppstign- ingadag flytur Filadelfiu- söfnuðirinn útvarpsguðsþjón- ustu kl. 4.30. 7. Haukur Nielsson, Helgafelli 8. Viggó Valdimarsson, Hulduhólum 9. Ólafur Gunnlaugsson, Laugabóli 10. Guðmundur Skarphéðinsson Minna-Mosfelli K-listinn hefur þegar verið birtur í Morgunblaðinu. Kosningar til sýslunefndar eru óhlutbundar, en þar eiga sæti nú Oddur Ólafsson, Reykjalundi og varanr.iður Ólafur >órðarson, Varmalandi. >ar er nú eins og í síðustu hreppsnefndarkosningum að hin- ir pólitísku flokkar hafa riðlazt en fólk skipast eftir málefnum nokkuð, en þó aðallega eftir ein staklingum. >á er einnig áber- andi að aðeins tveir úr fráfar- andi hreppsnefnd eru í framboði með möguleikum á áframhald- andi setu þar, en það eru þeir Höskuldur Ágústsson af J-lista og Guðmundur Magnússon af H- lista. >að hefir löngum verið á- berandi í Mosfellssveit hve mikið er skipt um nefndarmenn við hverjar kosningar. Nú má vænta þess að baráttan um atkvæðin hefjist af krafti, því kosið verð- ur 24. júní — J. Vísitalan óbreytt KAUPLAGSNEFND hefur reikn að v-ísitölu framfærslukostnað- ar í byrjun maímánaðar 1962 og reyndist hún vera 116 stig eða óbreytt frá vísitölunni í apríl- byrjun 1962. Móðir okkar SÓLVEIG HJÁLMARSDÓTTHt Nesvegi 80, andaðisi 24. þessa mánaðar. Börnin. Maðurinn minn ÓLAFUR GUÐMUNDSSON bifreiðastjóri Kirkjuteigi 16, sem andaðist 19. þ.m. verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 29. maí kl. 1,30 e.h. Blóm vinsamlega afþokkuð, en þeir sem vildu minnast hins látna góðfúslega láti líknarstofnanir njóta þess. Unnur Ólafsdóttir, börn, tengdasynir og aðrir aðstandendur. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför móðui' okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU K. STEFÁNSSON f. Bakke, sem andaðist 5 maí 1962. Bön, tengdabörn, barnabörn og barna-barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát Og jarðarför föður okkar og tengdaföður ÓLAFS V. ÓLAFSSONAR Börn og tengdabörn. Alúðariþakkir fyrir auðsýnda samúð Og vináttu við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður, afa og fósturföður JÓNS S. ÞORKELSSONAR bónda, Brjánsstöðum, Grímsnesi. Sérstakar þakkir færum við læknurn og startfsfólki sjúkra- hússins að Selfossi ög sveitungum Okkar fyrir alla þeirra hjálp. Guðrún Jóhannesdóttir. Þorkell Þorleifsson, börn, tengdabörn, barnabörn og fósturdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.