Morgunblaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 22
fiiiiin •'!'}; ; níl;i ijlííHt'rííii-'írniiH!' 22 MORGVNBLA&IÐ iTimmkidagur 31. maí 1962 tongg| Tvð mörk á fimm mín. gerðu Chilemenri Ö L L Suður-Ameríkuríkin fóru með sigur af hólmi í fyrstu leikjum heimsmeist- arakeppninnar. Brazilía vann Mexíco 2—0, Uruguay vann Columbíu 2—1, Argentína vann Búlgaríu 1—0 og Chile vann Sviss 3—1. Það sannað- ist sem fyrir keppnina var sagt — Suður-Ameríkuríkin hafa mestu sigurmöguleik- ana. Áhorfendaskarinn var mestur í Santiago, en þar léku heima- menn gegn Svisslendingum. 65 iþús. áhorfendur sátu á bekkjun- um, Forseti Chile Jorge Aless- andri sétti lokakeppni þessarar 7. heimsmeistarakeppni í knatt- spyrnu. Jtæðu hans var útvarpað á hinum völluhum þremur, en allir leíkirnir fjórir fóru fram samtímis. Af Santiago f>að gekk ekki alltof vel fyrir Gubmundur og Hrafnhildur M m 2 . I i \ náðu lág- marki Annað „úrtökumót" Simd = i sambandsins vegna Evrópu- meistaramótsins í Leipzig var haldið i Sundhöllinni í gær- kvöldi. Þar náðu Guðm. Gísla sön og Hrafnhildur Guðmunds dóttir tilskildum lágmarksaf rekum til Þýzkalandsfarar, en áður hafði Hörður B. Finnsson náð lágmarki. Guðm. Gíslason náiði lág- markinu í 400 m einstaklings ffórsundi. Hann synti vega- lengdina á 5.22,4 mín. (lág- markið var 5:25,0). Er þetta n*jög gott afrek á 33% m langri braut. Hrafnhildur náði lágmark- inu i 100 m skriðsundi. Hún synti á 1.06,5 min., sem er frá bært afrek á þessari braut. Lágmarkið var 1.07,0. Er þetta sekúndu betri tími en Ágústa Þorsteinsdóttir náði fyrir Rómarieikana, en Ágústa hef ur í annað skipti á 33 Vz m braut náð 1.05,3, sem er eitt bézta afrek ér unnið hefur vérið í Sundhöllinni. í fjórsundi vann Guðm. Gislasön yfirburðasigur, en drengjamet setti Guðm. Þ. Harðarson, synti á 6.09,7 mín. t 200 m bringusundi synti Hörður B. Finnsson á 2.44,1 og .4rni Kristjánsson á 2.46,5 mín. Hörður hafði áður ná<5 lágmarkinu (2.43,0) og synti þá á áfburðatíma 2.40,0. í Ohileliðinu í upphafi. Leikurinn gegn Sviss var jafn og í hálfleik stóð 1—1. Áhorfendaskarirui var farinn að verða hálfórólegur, en þá allt í einu fór Ohile-,vélin“ í gang. Ramirez v. úth. náði forystu fyrir land sitt á 52. mín. og 5 mín síðar skoraði v. innh. Sanahez þriðja markið. . Þessi tvö mörk á 5 mín. gáfu árorf- endum aftur gleðina og það var ánægt fólk sem fór heim. ir Vina del Mai Það byrjaði heldur ekki vel fyrir Brasilíumönnum í leiknum gegn Mexico. Brasilíumenn eru taldir líklegastir til sigurs en Mexico svona heldur. í lakari endanum. Þess vegna kom það á óvart að Mexico-menn skyldu ógna marki Brasilíu nokkrum sinnum í leikbyrjun. En smám saman færðist allt í ,eðlilegt“ horf og Brasilíumenn sýndu að þeir verða ekki auð- veldlega sigraðir. I rláfleik stóð O—O — heldur ólíkleg marka- tala. , En á 67. mín. sýndi hinn heims frægi Pele hvað hann getur bezt Hann tók við knettinum á sín- um vallarhelmingi, einlék síðan í gegnum alla mexikönsku vörn- ina og lauk upphlaupinu með hnitmiðuðu þrumuskoti, sem markvörðurinn hafði enga mögu leika á að verja. Zagallo h. innh. skoraði hitt markið. Yfirleitt var sóknarleikur Brasilíumanna mjög góður og Pele, Garrincha og Didi voru stjörnurnar Brasilíumenn áttu mun meira í leiknum, er á leið höfðu þeir alveg kveðið Mexico- menn í kútinn og það vöru þreyttir Mexikanar sem yfirgáfu völlinn. ★ Rancagua Argentína hrósaði sigri eftir keppni og fréttamenn segja að leikur liðsins þurfi að breytast ef Argentína eigi að ógna öðrum liðum í keppninni. Markið gegn Búlgaríu skoraði Facundo innh. á 3. mín. leiksins og það nægði til sigurs yfir hægfara Búlgaríu- mönnum. Það var töluverður fjöldi leikbrota og hindrana í leiknum og gáfu honum ljótan svip. Á Arica Colombia náði forystu gegn Uruguay, en í síðari hálfleik voru Colombíamenn úíhaldslitlir Og Urugay „tók völdin“ og vann með 2 gegn 1. Framh. á bls. 23 ÞESSIR þeldökku menn eru Etíópíumennirnir Abeke Bik- ila (t.v.) og Hans Wolder. Þeir eru nú á „hlaupaferða- lagi“ um Evrópu og tilgang urinn er að safna fé handa holdsvei'kum börnum. Bikila er heimsfrægur hlaup ari, sigraði í maraþonhlaupi -Æ. i.u.utM.1. Hlaupa fyrir holdsveik börn Rómarleikjanna Og varð enn frægari en ella fyrir það að hlaupa þá 42 km berfættur. Það vantar því ekki áhorfend ur þar sem hann kemur fram. Á dögunum kepptu þeir fé lagar í Málmey ásamt með Dananum Thyge Thögersen o.fl. Keppnisgreinin var að vita hve langt menn gætu hlaupið á 1 klst. Bikila hljóp lengst 20.226 m sem er nokkru íþróttanámskeið -- víðavangshlaup SUNNUDAGINN 3. júní gengst Ungmennafélagið Afturelding 1 Mosfellssveit fyrir víðavangs- hlaupi fyrir unglinga. Hlaupið hefst við Varmárvöll kl. 10 á sunnudag og verður í 3 flökkum 10—12 ára, 13—14 ára og 15—16 ára. Um miðjan júnímánuð verður haldið námskeð á vegum Aftur- eldingar. lengra en heimsmet er Zato pek hinn tékkneski setti fyrir mörgum árum. Hans Wolder komst næstlengst 20.056 m og þriðji varð Thögersen með 19.383 m. Það er nýtt Norður landamet en gamla metið átti Thögersen og var það 19.289 metrar. En hvorki heimsmet Bikila né Norðurlandamet Thöger- sen verða viðurkennd, þar sem hluti leiðarinnar var hlaupinn á víðavangi en til metanna verður öll vegalengd in að vera hlaupin á vallar- braut. Er afráðið að þeir geri aðra tilraun til að ná metunum í Kaupmannahöfn 16. júni. — Taka Etíópíumennirnir 4000 d kr. fyrir þátttöku í hlaup- inu, sem fer í sjóð holdsveiku barnanna. Vlðavangshlaup fyrir stráka ÚTBREIÐSLUNEFND Frjáls- íþróttasambands íslands og Frj álsí þróttaráð Rey kj aví kur hafa ákveðið að efna til keppni í stuttum víðavangshlaupum fyr ir drengi í byrjun júní. Formenn íþróttafélaganna í Reykjavík hafa gefið verðlauna gripi, sem vinnast til eignar af sigurvegurunum í hverjum flokki, en verðlaunagripirnir verða til sýnis í Vesturveri næstu daga. Keppt verður í fjórum aldurs- flokkum, sem hér segir: 4. Drengir, sem fæddir eru 1950 (11 og 12 ára) keppa mið- vikudag 6. júní. 3. Drengir, sem fæddir eru 1949 (12 og 13 ára) keppa fimmtudag 7. júní. 2. Drengir, sem fæddir eru 1948 (13 og 14 ára) keppa föstu- dag 8. júní. 1. Drengir, sem fæddir eru 1947 (14 og 15 ára) keppaföstu- dag 8. júní. Hlaupin hefjast í Hljómskála- garðinum kl. 18.00 og skulu keppendur mæta á Melavellin- um kl. 17.30 keppnisdaginn. Þeir, sem ætla að taka þátt í Twist-leikfimi a& Hálogalandi FIMLEIKADEILD Armanns efnir til fimleikasýningar í Há- logalandi annað kvöld, föstudag og hefst sýningin kl. 8.15. Á sýningunni koma fram bæði karla og kvennaflokkur Ármenn inga, en báðir flokkarnir hafa æft vel í vetur vegna utan- farar til Færeyja í ágúst, og er sýningin liður i fjáröflun til fararinnar. Kvennaflokkur Ármanns sýn- ir undir stjórn Þóreyjar Guð- mundsdóttur og verður sýning- in tvískipt, „twist'-leikfimi og akrobatik. Twist-leikfimin eru stöðuæfingar framkvæmdar und ir twist-takti. Karlaflokkurinn sýnir undir stjórn Vigfúsar Guðbrandssonar allskonar áhaldafimleika. Vel sýndir og vel þjálfaðir fimleikar eru eitt það fegursta sem hægt er að finna í íþrótt- um. Flokkar Ármanns hafa lagt mikla rækt við iðkun íþróttar- innar og þvl er ekki að éfa aS sýningar flokkanna verða félag- inu til sóma og öllum er fegurð vilja sjá til ánægju og yndis. þessum hlaupum, skulu 1 áta skrá sig á Melavellinum, frá kl. 17—19 næstu daga, en þó í síð- asta lagi þriðjudaginn 5. júní. Það skal tekið fram, að eigi er nauðsynlegt að þátttakendur séu skráðir í íþróttafélagi. KR-Valur í kvöld í DAG fara fram 2 leikir I 1. deildinni. Vegna vallar- skilyrða á Akureyri koma Akureyringar suður og leika á Akranesi í dag og hefst leikurinn kl. 17.30. Þá leika K.R. og Valur í kvöld á Laug ardalsvellinum og hefst leik- urinn kl. 20.30. I 2. deild verður full um- ferð, 3 leikir. í Keflavík ’leika Reynir og Breiðablik og hefst sá leikur kl. 16.00. Þá leikur Víkingur við Keflví'k- inga á Melavellinum kl. 17.00 , og í Hafnarfirði leika Hafn 'firðingar og Þróttur og byrja kl. 20.30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.