Morgunblaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVIVBLAÐIÐ Fimitttudagur 31' maí 19R2 Iðnaðarhúsnœði óskast til kaups, helzt á jarðhæð. Stærð 250—400 fermetrar. Til greina kemur bæði fokhelt og lengra komið hús-. næði. —■ Tilboð ósamt upplýsingum sendist afgreiðslu blaðs- ips fyrir laugardagskvöld, merkt: „Iðnaður — 4528“. Stulkur Fertugur maður óskar að kom ast í samband við stúlku, sem vill ferðast til ótlanda í sum- ar, sér að kostnaðarlausu, til aðstoðar við innkaup á kven- fatnaði. Tilboð með upplýsingum og helzt mynd, sem endursendist, sendist blaðinu fyrir miðviku- dagskvöld, merkt: „Ferðalag — 4523“. NOTID: • HARPO # HÖRPU SILKI • HÖRPU JAPANLAKK • HÖRPU BÍLALAKK • HÖRPU FESTIR • Jíazpa Hér sjást seinustu leifarnar af hólnum, sem Batteríið var á Framundan er nokkuð af uppfyllingunni og Ingólfsgarður á bak við. Hvar var Batteríið?, Ég hef verið að dunda við það seinasta aldarfjórðung að tína saman efni úr sögu Reykja- víkur og hef skipt því niður í sjálfstæða kafla. Eru þegar komnar út þrjár bækur með þessum söguköflum í fyrstu bókinni, „Fortíð Reykjavíkur", sem út kom 1050, heitir einn kaflinn Víggirðingar Reykjavik- ur og er ágrip af sögu „Batterís- ins“ eða Jörundarvígis. Lýkur þeirri grein á því, að þar sem virkishóllinn var áður sé. nú Sænska frystihúsið. Enginn hefur í mín eyru borið brigður á þetta þar til fjn-jra laug ardag, að í smágrein í „Vísi“ stendur að þetta sé „yitleysa. Batteríið var niðri viðl sjó í beinu framhaldi af Kglkofns- vegi“.----- Nú geng ég ekki fram í þeirri dul, að engar villur sé í grein- um mínum um Reykjavik. Þótt allrar samvizkusemi s4 gætt, geta hæglega slæðst inn villur þar sem verið er að grst-fa upp gamlar minningar. En hér getur ekki talist að um „gamla“ minn- ingu sé að ræða, því að nú eru aðeins rúm 40 ár síðan Batteríið hvarf, og margir muna eftir því. Og ég vil ekki viðurkenna að ég hafi farið með vitieysu, þegar ég nefndi staðinn þar sem það hafði verið. Verð ég því að bera hönd fyrir höfuð mér. Það er hverju orði sannara, að Batteríið var hóll, sem skagaði eins og ofurlítill höfði fram í sjó- inn neðan við Arnarhólstún, og var votlendur slakki í milli túns- ins og hólsins. Leiðin þangað úr Miðbænum lá um trébrú fyrir ofan lækjarósinn og var djálítill kippur þaðan norðaustur á Batteríið. Lækjarósinn var þá hér um bil þar sem nú eru gatnamót Tryggvagötu og Kalkofnsvegar. En vestan undir virkishólnum var Sölvhólsvör, en þar eru nú gatnamót Kalkofnsvegar og Sölvhólsgötu. (Sjá Minningar Ágústs Jósepssonar). Þegar lækurinn var settur ! spennitreyju, var hann fram- lengdur og var útfallið hjá virkishólnum, fyrir vestan hann. Þarna kom síðar Kalkofns- vegur. En er Ingólfsstræti var framlengt yfir Arnarhólstún út að sjó fór það fyrir austan virk- ishólinn, milli hans og býlisins Hafnar, og var hús Fiskifélags- ins reist á lóð Hafnar. Þannig héldu Ingólfsstræti og Kalkofns- vegur hólnum með Batteríinu á milli sín. Hafnargarðarnir voru fullgerð- ir 1917 og á öndverðu árinu 1919 tók hafnarstjórn milljón króna lán til þess að gera 26.000 fer- metra uppfyllingu og hafnar- bakka í krikanum vestan við Ing ólfsgarð. Sú uppfylling náði langt norður fyrir Batteríið. Og þá var dauðadómur þess upp kveðinn. Þá voru settar á það mokstursvélar, klettarnir voru sprengdir og allt fór það í upp- fyllinguna. Þar sem slíkar umbyltingar eru gerðar, kennileiti af numin og land stækkað, er oft erfitt að benda á hvar þessi og þessi horfni staður var áður. En hér er ekki um að villast. HólUnn, sem Batteríið var á, náði yfir það svæði, sem nú tak- markast af Kalkofnsvegi, Sölv- hólsgötu og Ingólfsstræti (og hefur sennilega náð út í Geirs- götu). En á þessu svæði stend- ur Sœnska Frystihúsið og tvö port. Árni ÓÞ Skrifstofustúlka vön vélritun og enskum bréfaskriftum óskar eftir atvinnu. Góð málakunnátta. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudag, 3. júní, merkt: „Atvinna —• 4521“. 5 krifs iofus túl ka Stúlka, 18—30 ára, óskast til símavörzlu og almennra skrifstofustarfa. Upplýsingar í skrifstofu Ludvig Storr, Laugavegi 15. Iðnaðarfyrirtæki Fyrirtæki með léttan iðnað óskast keypt. — TilboS sendist Mbl. fyrir 7. júní, merkt: „Iðnaður — 4522“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.