Morgunblaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 31.05.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 31. maj 1962 MORCVNBIAÐ1Ð 3 í D A G hefst við Vest- mannaeyjar alþjóðamót sjóstangaveiðimanna og stendur það til 2. júní. — Mótið munu sækja mn 40 útlendingar, auk all- margra íslendinga. Und- anfarið hefur verið tals- verður áhugi meðal Vest- mannaeyinga fyrir þessari íþrótt og hafa ýmsir góð- ir borgarar þar brugðið sér á veiðar. Sem kunnugt er, er nú hinni eiginiegu vertíð í Eyj- um lokið. Fljótt hefjast nýj- ar vertíðir. svo sem vorver- Gælt við þann gula með stöng mennsku dettur engum í hug að stunda. Tómstundaiðja hafa lundaveiðar verið um nokkurt árabil og nú allra síðast sjóstangaveiði. ★ Myndirnar sem hér birtast á síðunni eru af nokkrum fé- lagsmönnum í Sjóstangaveiði félagi Vestmannaeyja að sef- ingu nú um miðjan mánuð- inn. Stærsta myndin sýnir sægarpana, þar sem þeir' hvíla sig stundarkorn meðan verið er að „kippa“ á ný mið. !>á er mynd af 3 fiskum í vatnsskorpunni, sem allir komu í senn á eitt og sama færið. Loks er svo mynd af meistaranum, Þórarni Jóns- syni. — Ljósmyndari blaðs- ins í Vestmannaeyjum, Sig- urgeir Jónasson, tók mynd- irnar. tíð og sumarveiðar. Næst verða það kannski síldveið-en ar, humartroll, dragnótaveið- ar eða handfæraveiðar. ★ Aðrir vilja gera sér þessa atvinnugrein að íþrótt og fá þeir þá gjarnan leigðan bát stund og stund og bregða sérút með nýtízku veiðarfæri, svo- nefndar sjóstengur, og draga þá oft allgóðan afla úr sjó, að sjálfsögðu mjög mis- munandi mikinn. Einmitt í Vestmannaeyjum er fremur fátt hægt að gera sér til dægrarstyttingar, annað en draga föng úr sjónum í ein- hverri mynd. Þar verður hvorki stunduð lax- né sil- ungsveiði, skíðaíþrótt þekkist ekki þar um slóðir og hesta- Sauöburöur gengur víöast vel, en gróður er lltill BLAÐIÐ hafði í gær samband við nokkra fréttaritara sína í sveitum landsins og spurðist fyrir um sauðburð og gróðurfar. — Fara hér á eftir frásagnir þeirra. Hvallátrum Vorið hefur verið hér kalt og gróðursnautt. Er fé því mest heima við. Enn ganga nætur- frost og er því útlit slæmt með gróður. Sauðburður hefur yfir- leitt gengið sæmilega nema hvað á einum bæ, Geitagili, hef- ur borið talsvert á lambalátum. Milli 20 og 30 kindur hafa látið lömbunum. Auk þess er til að tvílembur beri öðru lambinu dauðu. Búizt er við að langt verði þangað til að kýr verða látnar út, þar sem gróður er nær enginn. Menn voru í vetur vel birgir með hey, en nú eru þau á þrotum, og þarf að gefa mikinn fóðurbæti. Enginn sauð- gróður er á úthögum. Tvær kindur komu fram fyrir Bkömmu, sem legið höfðu úti í vetur, önnur í fjallinu upp af Rauðasandi. Var hún illa hald- in. Hitt var lamb er gekk af í Kollsvík, og var í sæmilegu standi. — Þórður. Húsavík Tíðarfar hefur að undanförnu verið mjög breytilegt um hita- stig, en veðurvonzka éngin. 17 stiga hiti var hér á laugardag en 2 stiga frost í nótt sem leið. Sex stiga frost var þá í Mý- vatnssveit. Má búast við að þetta fari mjög illa með gróður, og var þó ekki á bætandi, þar sem víða bar á miklu kali í túnum. Sauðburður hefur yfir- leitt gengið vel. Ekki er al- mennt farið að setja niður kartöflur hér. Afli var ágætur í sl. viku en er nú lélegur. — Fréttaritari. . Skriðnklaustri Sauðburður byrjar hér yfir- leitt um 20. maí, en nokkru fyrr hér á Skriðuklaustri. Tíð- arfar var mjög kalt þar til um síðustu helgi að gerði þrjá mjög góða daga. Komst hiti upp í 22 stig hér á Skriðuklaustri. í gær kólnaði snögglega og gerði hörkufrost sl. nótt. Segja má að nokkur gróður sé kominn en tæplega sauðgróður fyrir lamb- ær á útjörð, enda skógur ekki farinn að laufgast, þótt farinn sé hann að grænka. Klaki er enn mikill í jörðu, en mikil frost voru í vetur • og vatnsleiðslur frusu víða. Vegir eru að verða sæmilegir á Héraði. Þetta vor er mjög ólíkt tveimur síðustu vorum, sem voru mjög góð. — Jónas. Egilsstaðir. Búið er að hreinsa snjó af veginum norður yfir Fjöll, en bann er á honum sökum aur- bleytu. Vegir hér um slóðir eru sæmilegir og eru bændur að aka til sín áburði. Ari. Mykjunesi í Holtum. Hér hefur sauðburður gengið vel þrátt fyrir vorkulda. Sauð- gróður er orðinn sæmilegur, jafnvel á útjörð, en hefur þó verið lítill fram undir þetta. Sl. nótt var 3—i stiga frost og klaki á jörðu í skugganum fram undir hádegi. Eftir er svo að vita hvernig lömb verða en flest ir voru búnir að sleppa fé fyrir sauðburð. Er það jafnan vani hér um slóðir, því hvorki eru hús né mannafli til að annazt sauðburð á húsi. Hann hefsthér um miðjan maí. — Magnús. Plasthiminiiui settur upp N Ú hefur verið ákveðið að plasthimni þeim, sem upphaf- lega hafði verið talað um að setja upp yfir sviðinu í Há- skólabíói, verði komið upp í sumar. Hefur himininn legið í geymslu í bíóinu' og beðið þess að hinn danski sérfræðingur, sem sá um að réttur hljóm- burður væri í húsinu, kæmi aft- ur og úrskurðaði að hans þyrfti með. Er Daninn nú nýbúinn að vera hér, og gera mælingar á heyrðinni í öllu húsinu, m. a. með upptökum á bönd og mæl- ingum af böndunum. Komst hann að þeirri niðurstöðu að plasthiminn yrði til bóta. Himinn þessi er úr þykku, gagnsæju, hörðu plasti og mik- ill fyrirferðar. Verður honum komið fyrir ofan við sviðið, og á að koma í veg fyrir að hljóðið berist upp í turninn þar uppi yfir, en flytjist í þess stað fram í salinn. SIAKSTEINAR „Nú er runninn nýr dagur!“ „Sigur þjóðbyltingarinnar f Kína og stofnun hins kínverska aiþýðulýðveldis er afdrifartk- asti viðburður í sögu þessarar aldar, þegar frá er talin rússn- eska byltingin 1917. Þessi sigur er i tölu þeirra viðburða, sem gerbreyta yfirbragði heimsins, allt mannkynið vaknar að morgni eftir langa nótt og lýk- ur upp einum munni: nú er runnin nýr dagur !“ Þessa hástemmdu lýsingu á sigri kommúnismans í Kina er er ekki að finna í skýrslu SÍA- mannsins Skúla Magnússonar, er þar hefur dvalizt í 4 ár við nárr., og Morgunblaðið birti fyrir nokkrum dögum. Nei, þessa Iýsingu er að finna i bók kom.múnistasagnfræðingsins Sverris Kristjánssonar um Kina sem kommúnistaforlagið „Heims kringla" gaf út fyrir nokkrum árum hinum kinversku „félög- um“ tii lofs og dýrðar. Sennilega munu flestir sam- mála um, að lýsing Skúla Magn- ússonar á þjóðfélagsástandinu í Rauða-Kina sé einhver hin ó- hugnanlegasta, sem birzt hefur í islenzku blaði. Hún er hroll- vekjandi. Og þar skýtur óneitan lega mjög skökku við utanað- lærðar Iýsingar Sverris Kristj- ánssonar og annarra leigupenna kommúnista, sem ekkert þekkja til mála af cigin raun. „Öllum ævintýrum glæstari“ Það er fróðlegt að bera nú á- róðurslýsingar Sverris Kristj- ánssonar á. þjóðfélagsástandinu í Kína saman við lýsingar hins kommúníska, íslenzka stúdents á ástandinu, eins og það' raun- verulega er. „Já, hann (þ.e. Maó Tse-tung) er kominn til ríkis !“, segir Sverrir. „f sama mund er kínverska þjóð- in sjálf komin til ríkis . . .“ Og hann spá- ir : „Nú stjóm- ar Maó Tse-tung sköpum kín- verskrar sögu í salarkynnum keisaranna í Peking. Nú spinn- ur þjóðsagan ekki lengur þráð sinn um. Maó Tse-tung. Ævin- týrið endaði vel eins og ævin- týri eiga að gera. En hin raun- verulega saga, sem Maó Tse- tung spinnur í Peking, verður án efa öllum ævintýrum glæst- ari“ (!) Allir niósna um alla Skúli Magnússon lýsir hinu „glæsta ævitýri“ hins vegar m.a. á þessa leið : „Hverju mannsbami hlýtur að vera ljóst, að allir eru alltaf að njósna um alla“. „Ég fæ ekki betur séð en að Kommúnistaflokkur Kína sé með verstu úrhrökum, sem ver- aldarsagan greinir“. „Ekkert afl er í landinu, sem getur myndað mótvægi gegn gerræði flokksins, haldið honum innan viss ramma. Hver ein- staklingur er eins og sprek í ólgusjó, getur engu valdið um framtíð sína, getur aðeins lot- ið boði að ofan“. „Leiðtogarnir éru því HRÆDD- IR hver við annan og berast á- fram og ósjálfbjarga í hringiðu" „Kerfið er despótík, þar ligg- ur meinsemdin grafin.“ Skyldu nú nokkrar efasemd- ir læðast að Sverri Kristjáns- syni næst, þegar hann verður beðinn að „vitna“ um „yfir- burði" hins kommúniska skipu- lags? Nokkrar efa- semdir um „yfirburðina"?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.