Morgunblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 1
24 síður,
Aðalfundur Eimskipafélags íslands h.f. i
Vöruflutningar með
E1 aldrei meiri en
Guðmundsson flytur skýrslu stjórnar.
í'ormaður stjórnar Eimskipafélags íslands Ein ar B.
A myndinni sézt einnig m. a. stjórn og framkvæmdastjóri.
Stúlku rænt
í Berlín
TVÆR 17 ára stúlkur frá Vestur
Berlin ætluðu að hitta vinstúlku
sina frá Austur Berlín við gadda
vírsgirðingar kommúnista á
mörkum borgarhiutanna í gær.
Aðeins önnur þeirra kom aftur
úr þeirri ferð, og hafði hlotið
skotsár á mjöðm.
Sfcúl'kurnar fcvœr, Ursula og
Karen, komu að gaddavírsgirð-
ingunum í gærkvöldi og biðu
þar eftir vinstúikunni að aust-
an. En austur þýzkir landamæra
verðir kornu auga á þær og
kölluðu til þeirra: Komið að
girðingunni, vinstúika ykkar
bíður.
En gaddavirinn er strengdur
€>-------------------
gær:
skipum
sl. ár
þarna nokkrum metrum austan
borgarmarikanna, svo þegar
stúlkumar komu að girðingunni
vvoru þær í Austur Berlín. Og
,,hjálpsemi“ landamæravarð-
anna reyndist blekking.
begar Ursula og Karen komu
að girðingunni, gripu verðimir
til þeirra. Náðu þeir Karen og
dróu hana gegnum girðinguna.
En Ursulu tókst að losna og
lagði á flótta til Vestur Berlán-
ar. Skutu verðirnir á eftir Ur-
sulu úr hríðskotabysum og
hæfði eitt skotið hana í mjöðlm-
ina. Herrni tókst þó að komast
undan og tiil næstu lögreglu-
stöðvar, þar sem hún sagði frá
því að vinkonu hennar hafi ver-
ið rænt. Lögreglusveit var þegar
send á vettvang, en Karen vax
iþá horfin austur fyrir.
Ursula er nú í sjúkrahúsi.
Erlendar
fréttir
Þörf farmgjaldahækkunar - Nýr framkvæmdastjóri -
Óskað eftir auknu athafnasvæði í Rvik — Tillaga
um útgáfu jöfnunarhluta bréfa
AÐALFUNDUR Eimskipafé-
lags íslands hf. hófst í húsa-
kynnum félagsins við Póst-
hússtræti laust eftir kl. 13.30
í gærdag. Á fundinum var
lögð fram skýrsla um starf-
semina á árinu 1961 og end-
urskoðaðir reikningar. Alls
fluttu hin 10 skip félagsins
283,8 þúsund lestir af vörum
á árinu og tæplega 7 þúsund
farþega og hafa vöruflutn-
ingar aldrei í sögu félagsins
verið meiri. Þó stöðvuðust
fimm af skipunum í sam-
tals 130 daga af völdum verk
falls hér í Reykjavík. Brúttó
hagnaður af rekstrinum
nam 6,6 millj. kr. — en þeg-
ar tekið hefur verið tillit til
afskrifta af skipunum og
öðrum eignum félagsins, svo
og gengistaps, er halli á
rekstursreikningi urn 44
millj. kr.
Leggur félagsstjórnln til, að
arður verði ekki greiddur í ár,
en fyrir fundinum er einnig til-
laga um útgáfu jöfnunarbréfa
þannig að fyrir hvert 100 kr.
bréfi komi 1000 kr., þ.e. að þau
tífaldast. Það er rökstutt álit
forráðamanna félagsins, að ekki
megi dragast lengur, að leyfð
verði hækkun á farmgjöldum
til samræmis við rikjandi að-
stæður. — Eimskipafélagið hef-
ur óskað eftir nýju athafna-
svæði í örfirisey. Bæði þessi
mál eru nú til athugunar hjá
hlutaðeigandi stjórnarvöldum.
— Framkvæmdastjóri félagsins,
Guðmundur Vilhjálmsson, læt-
ur nú af störfum eftir 32 ára
starf hjá félaginu, og við tekur
Óttar Möller.
Þegar fundur hófst í sal efstu
hæðar Eimskipaféilagshússins
við Pósthússtræti, voru ná-
lægt hundrað hluthafar og um-
boðsmenn mættir fyrir eigendur
meirihiuta af hlutabréfum í fé-
laginu. Pormiaður félagsstjórn-
Stjórnarkjör
í S T J ó R N Eimskipafélags
fslands hf. átti að kjósa
fjóra menn, og hlutu þessir
kosningu: Einar B. Guð-
mundsson, Birgir Kjaran
(báðir endurkjörnir) og Thor
R. Thors. Af hálfu Vestur-
íslendinga hafði verið endur-
kosinn Grettir Eggertsson.
Samþykkt var á fundinum
tillaga stjórnarinnar um að
greiða engan arð af hlutafé
að þessu sinni.
Fundinum var ekki lokið,
þegar blaðið fór í prentun.
arinnar Einar B. Guðmundsson,
hrl., setti fundinn og bauð fund-
armenn velkomna, þ.á.m. full-
trúa Vestur-íslendinga Gretti
Eggertsson, sem áfct hefur sæti
í stjóm félagsins. Síðan tók við
fundarstjórn Lárus Jóhannes-
son, hæstaréttardómari, og fund
arritari var Tómais Jónsison,
borgarlögmaður.
Minnst var Gunnars Ólafsson-
ar kaupmanns í Vestmannaeyj-
um, sem lézt á sl. ári, en hann
var umiboðsmaður félagsins frá
upphafi.
Stjórnarformaðurinn, Einar B.
Guðmundsson, gaf þvínæst yfir-
lit um starfsemi og afkomu fé-
lagsins, en auk þess lá fyrir
fundinum „Skýrsla félagsstjórn-
ar um hag félagsins og fram-
kyæmdir á starfsárinu 1961 og
starfstilhögun á yfirstandandi
ári.“ Fer hér á eftir ágrip af
yfirliti um starfsemina:
V öruf lutningar
Á árinu 1961 urðu vöruflutn-
ingar Eimskipafélgasins samtals
um 284 þúsund tonn. Fóru engir
vöruflutningar fram með leigu-
skipum. Vöruflutningar skiptust
þannig:
1) Innflutningur 128.500 tonn
2) Útflutningur 121.000 tonn
3) Flutningur milli hafna
erlendis 23.500 tonn
4) Innanlandsflutn-
ingur 11.000 tonn
Síðast liðin 5 ár hafa vöruflutn
ingar Eimskipafélagsins verið
þessir:
Árið 1957 227 þús. tonn, 1957 260
þús. tonn, 1959 248 þús. tonn,
1960 259 þús. tonn, 1961 284 þús.
tonn.
í raun réttri var hér um mjög
mikinn flutning að ræða, ekki
sízt þegar athugað er, að vegna
verkfalls Verkamannafélagsins
Dagsbrúnar sem stóð frá 29. maí
til 29. júní stöðvuðust fimm af
skipum félagsins í samtals 130
daga.
Nýting skipastólsins hefir því
verið mjög góð, svo sem jafnan
hefir verið kappkostað af hálfu
Eimskipafélagsins. Vöruflutning-
ur milli erlendra hafna var mjög
verulegur á árinu 1961, eða 23.500
tonn. Þannig voru á árinu flutt
um 10 þús. tonn af frystivöru frá
Framhald á bls. 23.
i stuttu máli
Sunnyvale, Kaliforníu, 1,
júní. (NTB) — Bandaríski
flugherinn skaut í gær á loft
gervihnetti, sem vegur 4,§
kg- og sendir út merki á
144,993 megariðum fyrir á-
hugamenn að hlusta á. —.
Nefnist hnötturinn Oscar II
og á að senda frá sér merki
í einn mánuð. Þá var einnig
skotið á loft tveimur gervi-
hnöttum á föstudagskvöld og
laugardagsmorgun frá Vand-
enberg-flugstöðinni í KaM-
forníu, ön ekkert hefur ver-
ið látið uppi um tilgang
þeirra. — Var þeim skotið á
loft með eldflaugum af gerð-
inni Thor-Agena.
★
Algeirsborg, 2. júní. (AP)
— Samkvæmt opinberum
frönskum heimildum fara nú
fram viðræður OAS-manna
og Serkja um framtíð
manna af evrópskum ættum
í Alsír eftir að landið verður
sjálfstætt. Orðrómur hefur
verið á kreiki undanfarna
fimm daga um að viðræður
fari fram, en nú segjast
Frakkar hafa fengið stað-
festingu á þessu frá OAS-
samtökunum. Aberandi lítið
hefur verið um ofbeldisverk
í Alsír undanfarna daga og
talið að OAS hafi gert hlé á
mannvígum til að sýna Serkj
um að friður í Alsír er því
aðeins mögulegur að samið
verði við OAS, ekki ríkis-
stjórn de Gaulle forseta.
LESBÓK
LESBÓK Morgunblaðsins fylgir
ekki blaðinu í dag.
Guðmundur Vilhjálmsson forstjóri t.h. lætur nú af störfum,
en við tekur Óttar Möller t.v.