Morgunblaðið - 03.06.1962, Page 10

Morgunblaðið - 03.06.1962, Page 10
morcvnblaðið Sunnudagur 3. júní 1962 Ekki komin að Hitler i mannkynssogunni UM þessar mundir standa yf- ir sýningar í Kópavogsbíói á kvikmyndinni „Mein Kampf“, sem öður nafni ber heitið „Sannleikurinn um hakakross inn“. Þjóðverjinn Erwin Leis- er hefur samið handrit kvik- myndarinnar og sótt allt efni hennar í skjala- og mynda- safn í Austur- og Vestur- Berlin, þó fyrst og fremst í fyrrverandi leynisafn Göbbb- els. Einnig hefur hann fengið heimildir frá Póilandi, Frakk- landi, Englandi, Ameríku, Sovétríkjunum og viðar. Erwin Leiser er fæddur 1923 í Berlín, sonur lögfræð- ings, sem varð að flýja Þýzka land 1938 vegna ofsókna naz- ista. Hann lauk stúdentsprófi frá Ivundi og síðar heimspeki- prófi, en tók þá að rita grein- ar í blöð um menningarmál og er kunnur fyrir bókmennta þætti í ssenska útvarpinu. Hann hefur auk þess gefið út nokkrar baekur. Leiser segir m. a- í formála fyrir kvikmyndinni: „Hugmyndin að þessari kvik mynd varð til, þegar ég rak mig á það hvað eftir annað, að börn, sem vaxið höfðu úr grasi eftir að Hitler var allur, báru fram fráleitar spurning- ar um þessi ár og fengu svör, sem hvorki voru nægilega tæmandi né veittu upplýsing- ar um það, sem gerzt hafði. Veldi nazistanna er tímabil, sem margir vilja helzt ekki lengur minnast á, og súmum finnst sú tilhugsun ógeðfelld myndinni, ennfremur foreldra sem þarna voru með börnum sínum, unglingum liðlega fermdum. Einn föður heyrð- um við segja, er orð var á því gert að hann væri með son sinn á fermingaraldri með sér: „Já, ég held að ungling- arnir hafi gott af að sjá hvevn ig ástandið var í raun og veru.“ Heyra mátti upphróp- anir eins og þær, að myndin hefði verið ægileg, stórkost- leg, hrikaleg, og það mátti jaifnvel sjjá að rígfullorðið fólk, sem lesið hafði heilar b'ækur um ástandið í ríkjum nazistanna, ætlaði vart að trúa sínum eigin augum og gekk furðu lostið út úr kvik- myndahúsinu að sýningu lok- inni. Þótt komið væri fast að mið nætti, þegar sýningin var á enda, tókst okkur að tefja ör- litla stund fyrir sjö ungling- <jr kvikmyndinni: SS-sveitir ganga fylktu liði fyrir Hitler. og vissu ekki að þetta hefði verið svona ægilegt Nokkrir unglingar spurbir um álit t>eirra á kvikmyndinni „Mein Kampf að þurfa að réttlæta gerðir sínar. Skólabækur eru ágrips- kenndar og frásögnin af þess- um blóðtímum fær engan raunsæisblæ í augum hinnar nýju kypslóðar. Þess vegna datt mér í hug að láta mynd- irnar tala beint til fólksins, sem þannig gæti umbúðalaust séð þessa horfnu tíma. Ófals- aðar myndir áttu að segja þá sögu, sem engin orð megna að leiða fram í dagsljósoið." ★ Er það fréttist fyrir nokkru að von væri á þessari kvik- mynd hingað til lands, en vit- að var þá að hún hafði vakið mikla athygli víða um heim, kom fram sú hugmynd að rétt væri að hitta nokkra unglinga sem séð hefðu kvikmyndina í Kópavogsbíói og leita álits þeirra og skoðunar eftir sýn- inguna. Það er ekki eðlilegt að ungl ingar, „sem vaxið hafa úr grasi eftir að Hitler var allur“ geri sér fulla grein fyrir því hörmungarástandi, sem ríkti á dögum heimsstyrjaldarinn- ar síðari í Þýzkalandi naz- istanna og þeim löndum, sem þeir fóru um eldi, hertóku og brutu undir veldi sitt. Það er af þessum sökum, sem blaðamenn og ljósmynd- ari Morgunblaðsins brugðu sér í Kópavogsbíó til þess að heyra þar álit nokkurra ís- lenzkra unglinga á þess- ari merkilegu heimildarkvik- mynd. Heyra mátti ýmsar athuga- semdir fullorðinna út af kvik- Guojon, Fetur og omar. um, sem séð höfðu kvikmynd- ina. Það vakti raunar furðu okkar, hve margt ungt fólk fór til að sjá þessa mynd. ★ Við tökum þrjá unga pilta tali og ræðum við þá alla í senn. Þeir heita Guðjón Arn- grímsson, til heimilis að Lind argötu 37 í Reykjavík, og er hann 16 ára, Pétur Óskarsson, til heimilis að Lindargötu 36 í Reykjavík, sem er lö ára, og Ómar Jónasson, til heim- ilis að Hvanneyrarbraut á Siglufirði, en hann er 14 ára. Piltarnir segjast allir eiga það sameiginlegt að þeir hafi lítið vitað um nazistana fram að þessu. í skóla hafi þeir lesið talsvert um heimsstyrj- öldina fyrri en lítið sem ekk- ert um nazismann og síðari styrjöldina. Þeir höfðu eitt- hvað heyrt talað um þetta, en „maður hefði aldrei getað ímyndað sér að það hefði ver- ið svona ægilegt,“ svo notuð séu orð Guðjóns Arngrímsson ar, • „Hvernig gekk ykkur að skilja myndina, var ekki danski textinn ykkur fjötur um fót?“ • „Maður er nú ekki góð- ur í dönsku, segir Pétur, en ég held við höfum nokkum veginn náð þræðinum." Og Pétur bætir við, þegar við spyrjum hvernig þeim félög- um haíj liðið, á meðan þeir horfðu á myndina: • „Ég veit það eiginlega ekki, ég star5i bara eins og í leiðslu.“ • „Já, ég held að enn sé til eitthvað í áttina við þetta, // en ekki eins ægilegt,“ sagði Pétur. Ólaf Jóhannsson, 15 ára, til heimilis að Vífilsgötu 4, hittum við í anddyrinu á leið- inni út. Hann var í fylgd með föður sínum, sem beið róleg- ur fyrir utan bíóið meðan drengurinn var „yfirheyrður". — Mér datt aldrei í hug að þetta hefði verið svona hræði- legt, sagði Ólafur. Ég hef les- ið heilmikið um seinustu heimsstyrjöld, bæði bækur og greinar, og auk þess hefur pabbi sagt mér frá því, bæði áður og á leiðinn] í bíóið. Ég vissi því að eitthvað slíkt hafði átt sér stað, en að með- ferðin á Gyðingunum hafi ver ið svona miskunnarlaus, það hvarflaði aldrei að mér. • „Mynduð þið fara aftur og sjá kvikmynd í líkingu við þetta, sem fjallaði um aðrar einræðishreyfingar, sem uppi eru í heiminum?" ■ • „Já, það myndum við hiklaust gera,“ svara piltarn- ir allir einum rómi. • „Haldið þið að atburðir á borð við þessa geti enn gerzt?“ Það voru fáar unglingsstúlk ur í bíó þetta kvöld og vorum við um tíma úrkula vonar um að fá að heyra álit ungu súlkn anna á þessari mynfl. Loks komum við auga á tvær yngis meyjar, sem reyndust vera systur, Þórunn og Gerður Pálmadætur, 14 og 15 ára, til Ólafur. •heimilis að Hraunteig 23, og skömmu síðar rákumst við á Huldu Cathinou Guð- mundsdóttur frá Hafnarfirði, sem er 14 ára gömul. Stúlk- urnar áttu ekki nógu sterk lýsingarorð til að láta í ljósi skoðun sína á myndinni. „Hún er alveg hryllileg!" sagði Þór unn. „Þvílíkar skepnur!“ sagði Hulda. „Ég hef aldrei gert mér í hugarlund hvernig þetta hefur verið, að sjá þess- Framhald á bls. 23. Gerður, Þórunn og Hulda í anddyri Kópavogsbíós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.