Morgunblaðið - 03.06.1962, Síða 12

Morgunblaðið - 03.06.1962, Síða 12
12 MORGUlVBLAÐIb Sunnudagur 3. júní 1962 CTtgefandi: H.f. Arvakur Reykjavík. Frar’kvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (át>m.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: A.rni Garðar Kristinsson tJ-Vreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Aug'iýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askrifta Tgjald kr. 55.00 á mánuði innanlands. t lausasölu kr. 3.00 eintakið. FRAKKAR YFIRGEFA ALSÍR TTvarvetna um siðaðan heim ** hafa menn undanfama mánuði lesið með hryllingi fréttimar um hryðjuverk morðsveita OAS-manna í Alsír — og þó er heimurinn orðinn ýmsu vanur, eftir tvær hryllilegar' heimsstyrj- aildir, og aðfarir nazista og heimskommúnismans í ýms- um löndum. Ef menn furða sig á atburðunum í Alsír, eftir öll grimmdarverk mannanna í styrjöldum og byltingum síðustu hálfrar aídar, þá er það meðal ann- ars vegna þess, að erfitt er að skilja að hryðjuverk OAS manna geti haft nokkum tilgang að yfirskini. Þau virðast framin í pólitísku brjálæði. Hatrið milli Evrópu- manna og Araba í Alsír hlýtur, eftir þessa ógnaöld, að vera meira en svo, að nokkur von sé til að þessi tvö kyn geti framar búið saman í þessu landi, unnið þar hlið við hlið, treyst hvort öðru. Þess vegna munu þykja góðar fréttir, að allur þorri Evrópumanna, virðist nú hafa áttað sig á því, að menn af þeirra kyni hafa fyrirgert því öryggi, sem þeir ef til vill gátu áður vænzt undir komandi stjóm Araba. En um leið og Frakkar yfirgefa Alsír, er vert að minnast þess hvert erindi þeir áttu til þessa lands, sem þeir hafa stjórnað hátt á aðra öld. Alsír var öldum saman eitt illræmdasta sjó- ræningjabæli í heimi, alla tíð fram á síðustu öld. Það- an komu sem kunnugt er skipin sem frömdu svokallað Tyrkjarán á íslandi á 17. öld. — Landstjórnarmenn í Alsír rökuðu saman auðæf- um á vel skipulögðum sjó- ránum, aðallega í Miðjarðar- hafi, og sölu á fólki til þræl- dóms, bæði herteknu fólki úr Evrópu og svertingjum. Má furðulegt heita hversu lengi Evrópuþjóðir létu þeim haldast uppi allan þann þjófabálk. Loks tóku Bandaríkin sig til og gjöreyddu ræningja- flota Alsír á árunum 1815— 16. En flotinn var endur- byggður, og ekki leið á löngu þangað til skipum var að nýju ekki vært á Mið- jarðarhafi fyrir ræningja- skipum frá Alsír. Þá ákváðu Frakkar að ganga milli bols og höfuðs á þessum barbara- hætti, hertóku Alsír 1830, og stjómuðu þar upp frá því. Franskt framtak, tækni, fjármagn og menning ger- breytti landinu. Áður voru sjórán og mansal aðalat- vinnuvegir við ströndina, en inni í landi bjuggu hirðingj- ar í tjöldum, og ráku frum- stæðan landbúnað og kvik- fjárrækt. Frakkar breyttu stórum óræktarsvæðum í frjó akurlönd, lögðu vegi og jámbrautir, reistu borgir á ströndinni, komu upp margs- konar iðnaði, juku fram- leiðslu og verzlun landsins með hverjum áratug. Það eru niðjar þessara manna, sem hafa átt erfitt með að sætta sig við, að eiga að missa vernd franska ríkisins og komast undir stjóm Araba — sem eins og kunnugt er — em um það bil tíu sinnum fjölmennari en menn af evrópskum stofni. En öllum hefði verið betra að þetta fólk hefði fyrr skilið, að nýlenduhald í Afríku, í hvaða formi sem er, er nú dauðadæmt, og að- eins um tvennt að velja fyr- ir þarlenda Evrópumenn — annað hvort að hverfa á brott, eða beygja sig undir stjóm Afríkumanna. 25. SJÓMANNA- DAGURINN rputtugasti og fimmti Sjó- mannadagurinn er í dag hátíðlegur haldinn. í aldar- fjórðung hafa íslenzkir sjó- menn minnzt stéttar sinnar og starfa fyrsta sunnudaginn í júní. Sjómannadagurinn varð þegar í upphafi almennur hátiðisdagur í kaupstöðum og kauptúnum um land allt. Fólkið í byggðarlögum sjáv- arsíðunnar tók þátt í honum í ríkum mæli. í hverjum ein- asta kaupstað og sjávarþorpi á hinni löngu og vogskornu strandlengju íslands eru það sjómennirnir og störf þeirra, sem eru hyrningarsteinn at- vinnu og afkomu. Fiskiskipin, hraðfrystihús- in, fiskimjöls- og síldarverk- smiðjurnar eru þau fram- leiðslutæki, sem framleiða yfirgnæfandi stærstan hluta af útflutningsverðmætum þjóðarinnar. Þessvegna er allt líf hennar og afkoma háð því, hvernig þessi rekstur gengur. En við eigum fjölmargt enn ógert á þessu sviði. ís- lendingar eiga í framtíðinni að geta orðið siglingaþjóð, > Soraya, fyrrverandi keisara- inja í Iran, hefur reikað stefnu- laust um í heiminum, síðan keis- arinn skildi við hana — og það hefur litið svo út sem bæði hún og fjölskylda hennar væru í ó- ☆ náð. hjá persnesku hirðinni. En nú er að verða breyting á þessu. Faðir ‘ hennar, sem í fyrra var kallaður heim úr sendiherrastöð- unni í Bonn, er nú aftur kominn í góða stöðu í utanríkisþjónust- unni heima — og Soraya hefur fengið aftur diplomatapassann sinn, sem var á svo ósmekklegan hátt allt í einu tekinn af henni skömmu eftir skilnaðinn. Kannski hefur keisarinn orðið var við það á ferðum sínum um heiminn, oð meðferðin á Sorayu hefur ekki aukið vinsældir hans. Þessi stúlka er ekki í fréttum, heldur í auglýsingum stórblað- anna. Þið kannist vafalaust við svipinn á henni. Það er íslenzka mundsdóttir, sem er orðin eftir* sótt fyrirsæta og býr í París. Þessi mynd var t. d. heilsíðu* mynd í auglýsingu fyrir Esso ★ fegurðardiottningin María Guð- olíu í franska blaðinu Paris Match. í fréttunum inn. — Það hefur vafalaust ver> ið gagnrýnandi, svaraði Stra« vinsky. ★ Á þingi í London kom hinn heimskunni „migrainesérfræðing ur“ eða sérfræðingur í höfuð- veiki, Nevil Laxton, með nýja hafi þjáðst af svokölluðu „migraine", því það leiði til alls konar sýna sjá mjög tauga- spenntu fólki. Og aumingja Jó- hanna getur ekki varið sitt mál. ★ Tónskáldið fræga, Igor Stra« vinsky, var á gangi í skóginum við San Francisco með vini sín- um, fagran vormorgun, þegar fuglarnir sungu. Vinirnir skemmtu sér við að geta upp á hvaða fugl gæfi frá sér hvert hljóð, en allt í einu hvein kráku- garg gegnum fuglasönginn. —- Hvað var þetta? spurði vinur- ★ Vera, kona Adolfs Eiohmanns, heldur því stöðugt fram að mað- ur hennar sé saklaus. Hún fékk nýlega að tala við hann gegnum gler. Hún segir: — Jafnvel í Daohau var það ekki maðurinn minn sem drap menn, hann hlýddi bara skipunum. Hin trygga eiginkona lætur engar sannanir breyta skoðun sinni. skýringu á sýnum heilagrar Jó- hönnu. Hann segir að þær hafi blátt áfram stafað af því að hún sem hefur drjúgar tekjur af að flytja fólk og varning um heimshöfin fyrir aðrar þjóð- ir. Sjómannadagurinn hefur haft margvíslega heillavæn- leg áhrif. Dvalarheimili aldr aðra sjómanna er eitt stærsta málið, sem hann hefur hrund ið í framkvæmd, Morgun- blaðið óskar öllum íslenzk- um sjómönnum og aðstand- endum þeirra til hamingju með hátíðisdag þeirra. FLUGFÉLAG ÍSLANDS FÚugfélag íslands minnist *■ um þessar mundir 25 ára starfs síns. Það hefur unnið mikið og merkilegt brautryðjendastarf í þágu íslenzkra samgöngumála. Fyrsta flugfélagið, sem stofnað var hér á landi hét Flugfélag íslands og var stofnað árið 1919. Þá þegar var áhugi vaknaður hér á flugi og flugsamgöngum. En þessi tilraun fór þó út um þúfur vegna féleysis og ann- arra erfiðleika. Það Flugfé- lag íslands, sem nú á aldar- fjórðungsafmæli er þriðja flugfélagið með því nafni. Það var stofnað 3. júní 1937. Þrátt fyrir margvíslega byrjunarörðugleika efldist þetta félag og gegndi stöð- ugt þýðingarmeira hlutverki í samgöngumálum lands- manna. í dag annast það flugsamgöngur við alla lands hluta til ómetanlegs hag- ræðis fyrir fólkið. Utanlands flug félagsins er einnig rek- ið með miklum myndarbrag með fullkomnum og glæsi- legum flugvélum. Forystumenn Flugfélags íslands hafa jafnan verið dugandi menn. — Þeir verð- skulda miklar þakkir þjóðar sinnar. Mbl. árnar Flugfélagi ís- lands allra heilla á þessum tímamótum í sögu þess.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.