Morgunblaðið - 03.06.1962, Síða 13

Morgunblaðið - 03.06.1962, Síða 13
Sunnudagur 3. júní 1962 MORCVTSBLAÐIÐ 13 ___________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________________j' ■O -"■■■■ -!■■■ ■— imii—• am................. 11 ....... — Mikilvægasta staðreyndin Allt er í heiminum hverfult, í stjórnmálum ekki síður en í öðru. Flokkur hefur stundum meðbyr og stundum blæs á móti. Menn vænta minni breytinga þar sem flest stendur í stað, fólksfjöldi og ytri aðstæður, en þar sem allt er í örum vexti og framþróun. Því athygilsverðara er, að Sjálfstæðisflokkurinn Bkuli frá upphafi hafa haldið sinni styrku stöðu hér í Reykja- yík. — Reykjavík er vaxtarbroddur íslenzku þjóðarinnar. Hingað hafa flykzt þúsundir og aftur þúsundir manna, sem voru and- stæðir Sjálfstæðisflokknum áð- ur en þeir fluttust til borgar- innar. Engu að síður heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram að yera langstærsti flokkurinn. — Fylgi hans hefur að sjálfsögðu reynzt misjafnlega mikið. Hann hefur átt í stöðugri baráttu við harðskeytta andstæðinga. Stund um hafa smáhópar riðlazt úr röðum flokksmanna og myndað sérflokka. Allt hefur komið fyr- ir ekki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið af sér hverja raun. Hann hefur ætíð verið lang- stærsti flokkurinn við þingkosn ingar og unnið allar bæjar- stjórnarkosningar, nú siðastborg arstjórnarkosningarnar á sunnu daginn var með yfirburðum. — Þessi styrkur flokksins er mik- ilvægasta staðreyndin í íslenzk- um stjórnmálum. REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 26. maí , Traustsy firlýsing ‘! Skýringin á hinu óbrigðula trausti Reykvíkinga á Sjálfstæð isflokknum er sú, að hann skil- ur og túlkar bezt frelsisást, fram faraþrá og framkvæmdamögu- leika íslenzku þjóðarinnar, — Hann nýtur og ekki stuðnings Reykvíkinga einna, heldur er hann langstærsti flokkur allrar þjóðarinnar og stendur föstum fótum í flestum byggðarlögum. Margt er sér til gamans gert og eumir andstæðinganna dunda nú yið það að raða upp tölum, sem eiga að sýna, að þeir hafi eitt- hvað höggvið inn í raðir Sjálf- Btæðismanna. Sá talnaleikur ekiptir ekki máli. óhagganlegt er, að Sjálfstæðisflokkurinn hef ur unnið á frá báðum Alþingis- kosningunum 1959, m. a. s. Btórlega frá haustkosningun- um þá. — Þær voru flokknum eð vísu að sumu leyti erfiðar. Flokkurinn kom þó svo sterkur út úr þeim, að allir voru sann- færðir um, að án hans væri ekki ekki unnt að stjórna íslandi. Síðan hefur flokkurinn haft for ystu um efnahagsráðstafanir, sem allir vissu, og af hálfu rík- isstjórnarinnar var berum orð- um viðurkennt, að ekki væru líklegar til að verða vinsælar í fyrstu. Þrátt fyrir það hefur flokkurinn nú verulega styrkt aðstöðu sína og stjórnarflokk- arnir hafa nú í þeim kjördæm- um þar sem fulkomnum saman- Sjálfstæðisflokk- urinn verður ekki settur til hliðar Talnaleikurinn, sem fyrr var á drepið og sýna skal tap Sjálf- stæðisflokksins, byggist á því, að úrslitin nú eru öðrum þræði borin saman við úrslitin í sveit- arstjórnarkosningunum 1958. — Auðvitað' er það rétt, að flokk- urinn hefur nú nokkru minna fylgi en hann náði þá. En allir vissu fyrirfram, að svo mundi reynast. Málflutningur Sjálfstæð ismanna fyrir kosningar hneig ekki sízt að því að sýna fram á það og skýra orsakir þess. Þær eru auðskildar. Þá sat V-stjórnin að völdum. Kjósendur fengu við þær kosn- ingar fyrsta tækifærið til þess að láta uppi hug sinn til henn- ar. Þegar þeir áttu um það að velja að greiða atkvæði sitt að- standendum V-stjórnarinnar eða votta Sjálfstæðisflokknum traust, völdu Sjálfstæðisflokk- inn þúsundir kjósenda, sem ella fylgja honum ekki að málum. Þeir vildu ekki una því, að nær helmingur þjóðarinnar væri „settur til hliðar,“ eins og þá- verandi forsætisráðherra sagði að væri keppikefli stjórnar sinn ar. Svo hefur ætíð farið, þeg- ar beita átti stjórnvaldinu til þess að níðast á Sjálfstæðis- flokknum. Þannig fór fyrir Framsókn í þingkosningunum 1933 og aftur á fyrsta valdatíma Hermanns Jónassonar og Ey- steins Jónssonar sem neyddust til að leita á náðir Sjálfstæðis- flokksins 1939. Enn sannaðist þetta 1958. sannar. Við þessar staðreyndir verður að miða nú. Sjálfstæðis- flokkurinn hefir enn sýnt að hann býr yfir því afli, sem sízt má án vera við stjórn lands- ins. — Vinningur Framsóknar Jafn augljóst og það er, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur eflzt við þessar kosningar, er það einnig ótvírætt, að Framsókn hefur unnið á. Um viðurkenn- ingu þess skiptir ekki máli, hvort menn telja vinninghenn- ar maklegan og líklegan til frambúðar eða ekki. Framsókn hefur fyrr fengið tvo bæjarfulltrúa kjörna í Reykjavík. Hún náði tveimur á árinu 1930, en hélt þeim báðum einungis eitt kjörtímabil. — 1930 fékk hún milli 11 og 12% atkvæða. Við alþingiskosning- arnar sumarið 1959 og nú milli 12 og 13%. Miðað við hið stöð- uga aðstreymi Framsóknar- manna til Reykjavíkur og ann- arra bæja, sem verið hefur und- anfarna áratugi, má segja, að það sé furðulegt, að hún skuli hingað til ekki hafa reynzt fylg ismeiri í kaupstöðunum en raun ber vitni. í þingkosningunum 1959 sótti hún þó greinilega í sig veðrið. Skefjalaus beiting at vinnurekendavalds og alger hentistefna í stjórnmálum á nú sem þá ríkan hlut að. Að þessu sinni hefur hún náð í nokkuð af því fylgi, sem kommúnistar og Þjóðvörn höfðu áður. Fékk nokkuð af burði verður komið við, saman- lagt mjög svipað fylgi og þeir höfðu í sumarkosningunum 1959. Úrslitin eru því ótvíræð traustsyfirlýsing á viðreisnar- etefnu ríkisstjórnarinnar. Eftir að óstjórn vinstri flokk- anna hafði hrökklazt frá þá í árslok, komst flokkaskipan aft- ur í sama horf og hún hafði áður verið, svo sem samanburð- ur kosninga 1953 til 1956 við báðar þingkosningarnar -1959 vinstri kjósendum Hið svokallaða vinstra fylgi hefur löngum verið á reiki. Þeir, sem síðar urðu kjósendur Þjóð- varnar, áttu t. d. úrslitaþátt í að koma Rannveigu Þorsteins- dóttur á þing fyrir Framsókn hér í Reykjavík á árinu 1949. Þegar á reyndi brást Rannveig og Framsókn trausti þessara kjósenda. Af því kom uppgang- ur Þjóðvarnar 1953. Framsókn er harðskeyttasti valdastreituflokkur hér á landi. Á meðan hún hafði von um að hægt væri að kúga Reykvík- inga með því að halda fyrir þeim rétti á borð við aðra landsmenn, lagði hún sig alla fram um það. Nú hefur hún breytt til í orði, en fáir sem til þekkja, trúa því, að svo verði á borði. Áður fyrri átti hún ekki nógu sterk orð til að sví- virða Sjálfstæðismenn fyrir að vera flokkur allra stétta, og þóttist þá sjálf í senn vera stéttarflokkur bænda og mið- flokkur. Nú þykist hún vera orðin allra stétta flokkur, en jafnframt eindreginn vinstri flokkur. Hætt er við að hún reynist í þeim' yfirlýsingum ámóta óheil og í utanríkismál- um. Út af fyrir sig væri ekki nema gott eitt um það að segja, að hér sprytti upp heilbrigður, þjóðlegur vinstri flokkur, án tengsla við hinn alþjóðlega kommúnisma. En Framsókn er eins fjarri því að vera vinstri flokkur og hægri flokkur. Hún getur að vísu eins auðveldlega verið yzt til vinstri og hún hef- ur oft reynzt yzt til hægri. Af- staða hennar mótast einungis af því, hvað forráðamenn hennar telja sér gagna í valdaþrátefl- inu þá og þá stundina. Endurnýja kröfuna um „þjóðfylkingu6 Þjóðviljinn og Tíminn eru nú komnir í hár saman út af því, hvor sé stærri kaupstaðaflokk- ur, Alþýðubandalagið eða Fram sókn. Sannleikurinn er sá, að þau hafa í bili ruglað svo reit- um sínum, að erfitt er að greina á milli, hvor þeirra á meira fylgi. Og Þjóðviljinn færir sig nú upp á skaftið og heimtar í forystugrein hinn 1. júní „sam- starf“ Alþýðúbandalagsins og Framsóknar, að þau standi sam- an svo þau „nái sameiginleg- um meirihluta í næstu þingkosn ingum“. Úrslit kosninganna eru átakanlegur hnekkir fyrir Al- þýðúbandalagið eða kommún- ista, hvora nafngiftina, sem menn vilja nota. Eða hver hefði talið það líklegt eftir allan hamagang kommúnista út af ráðstöfunum núverandi ríkis- stjórnar, að þeir töpuðu fylgi við fyrstu almennar kösningar, sem skoðun kjósenda á þeim kæmi fram? Þegar fyrir 20 árum, eða við haustkosningar 1942, fengu kommúnistar í Reykjavík 5980 atkvæði, en Sjálfstæðismenn ein ungis 8292. Síðan hafa ýmsar breytingar á orðið, en nú hafa kommúnistar 6114 og Sjálfstæð ismenn 19220. Af þessum tölum sjá menn, hversu hætt var kom- ið 1942 og hvílíkt kraftaverk Sjálfstæðismenn hafa unnið hér í bænum. Þrátt fyrir öll skemmdarverkin og sleitulausan áróður, standa kommúnistar svo að segja í sömu sporum og 1942, þegar Sjálfstæðismenn hafa meira en tvöfaldað at- kvæðatölu sína. Kommúnistar hjakka í sama fari og fyrir 20 árum Barátta Sjálfstæðismanna fyr- ir heill bæjarfélagsins og heil- brigðum stjórnarháttum í land- inu hefur sannarlega ekki verið unnin til einskis. Þeir hafa fylgzt með tímans straumi og hlotið sívaxandi traust fólksins. Kommúnistar náðu hins vegar um skeið á 9. þúsund atkvæða en eru nú komnir niður í það sama, sem þeir höfðu fyrir 20 árum. Þeim hefur að vísu tek- izt að kljúfa verkalýðshreyfing- una og veikja Alþýðuflokkinn með endurteknum klofningi. Verkalýðshreyfingunni halda þeir sundraðri og beita henni nú með atbeina fjármagns Framsóknar til skemmdar- verka. En meira en lítil breyt- ing þarf að verða á til þess að kommúnistar geti haft von um að hrifsa til sín völd yfir þjóð- inni, svo sem þeir fyrir 20 ár- um virtust á góðri leið með. Hugarástand þeirra sjálfra lýs- ir sér í því, að þeir þykjast nú góðir af því að hafa unnið varnarsigur. Þeir finna sjálfir, að þeir áttu skilið miklu verri útreið en þeir þó hlutu. Hið sama kemur fram í því þegar Þjóðviljinn skrifar berum orð- um, að það þurfi „nýja menn.“ Innan flokksins er hams laus valdabarátta, hver klíkan vill hina feiga, þó að þær að þessu sinni sameinuðust í ör- væntingarfullri baráttu til sjálfs bjargar. Verkalýðshreyfingunni ríður ekki á öðru meira en að hrista allan þennan ófögnuð af sér. Hún þarf að gera samtök sín ópólitísk, svo að þau geti án flokkshagsmuna unnið al- þjóð til heilla. Felldu annan mann Alþýðu- flokksins? Um framtíð Þjóðvarnar skal engu spáð. Fróðlegt verður að sjá, hvort forystumenn hennar hafa nú fengið nóg af samkrull- inu við kommúnista og Fram- sókn í samtökum hernámsand- stæðinga. Þau laumusamtök kommúnista voru látin loka skrifstofu sinni fram yfir kosningarnar en kváðu eiga að opna aftur þessa dagana. Þegar til átti að taka reyndust forystumenn þeirra flestir eða allir handbendi kommúnista, svo sem heil- skyggnir menn sáu raunar þeg- ar frá upphafi. Spurningin er, hvort Framsókn og Þjóðvörn láta eftir á sem ekkert hafi skeð og taka þessa piltunga í sátt að nýju. Hinn svokallaði bindindis- mannalisti hefur sennilega orð- ið til þess að hindra Alþýðu- flokkinn í að vinna einn mann af kommúnistum, eins og flest- ir gerðu fyrirfram ráð fyrir. — Margir segja, að það hafi eink- um verið flokksbundnir Fram- sóknarmenn, sem beittu sérfyr- ir þessu framboði í því trausti, að það yrði Sjálfstæðisflokkn- um og Alþýðuflokknum til tjóns. Ef framboðið hefur skorið úr á milli annars manns Alþýðu- flokksins og þriðja manns komm únista, eins og ýmsir ætla, má segja að það hafi náð nokkru af tilætluðum árangri, þó að Sjálfstæðisflokkurinn stæðist atlöguna. Færðu hættu yfir bindindis- hreyfinguna Vafalaust hafa flestir, sem listann kusu, gert það í þeirri' góðu trú að þeir væru að vinna bindindismálinu gagn. Eftir á hljóta þeir að sjá á hvílíkar villigötur þeir voru leiddir. — Bindindismálinu er ekkert hættulegra en að vera dregið inn í hina pólitísku flokks- streitu. Allra fráleitast var þó að blanda því inn í borgar- stjórnarkosningar, því að borg- arstjórnin hefur engin úrslita- ráð í þeim efnum. Sumir hafa sagt, að hrakfarir listans ættu að leiða til þess Fr a Klc 1 *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.