Morgunblaðið - 03.06.1962, Side 22
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 3.. júnl 1962
22
— Wasp
Framh. aÆ bls. 3.
. ' að lemgi verður munað. Á
: sjö dögum löskuðu flugvélar
i Wasp • tvö flugvélaskip
1 Japana, vörpuðu þremur
sprengjum á stórt beitiskip,
( sökktu stóru flutningaskipi og
sennilega japönskum kafbáti.
Auk þess voru 20 flugvélar
skotnar niður fyrir Japönum.
Mun hér um að ræða ein-
hverja stórbrotnustu viku sem
um ræðir í sögu hernaðar með
flugvélaskipum.
Sumarið 1945 var Wasp í
þriðja flotanum undir stjóm
Halsey’s aðmíráls. Fóru flug
vélar skipsins í margar árása-
ferðir til Japan og vörpuðu
þar sprengjum sínum, En
skyndilega var styrjöldinni
i lokið en þrátt fyrir það hafði
| áhöfn Waps nóg að gera. Skip
íð lenti í hvirfiibyl þar sem
vindhraðinn komst upp í 78
hnúta. Ólög stórskemmdu
kinnung skipsins en þrátt
i fyrir tjónið flugu vélar skips-
‘ ins margar ferðir með lyf, mat
væli og annað handa banda-
rískum stríðsföngum í Japan.
1947 var Wasp tekið úr
notkun og tilheyrði þá vara-
flota Atlantshafsins um skeið,
> eða þar til í september 1951.
Var skipið þá tekið til gagn-
gerðar skoðunar og breytinga
til þess að mæ ta kröfum þrýsti
lotftsflugvéla. Eftir þessar
bfeytingar var það tekið í
notkun í flota Bandarikjanna
á AtlantshafL
1953. var Wasp sent til Aust
urlanda fjær, og sigldi nú
aftux á Kyrrahafi með flota
Bandaríkjanna þar. Setti skip
ið þar með met með því að
koma 12 þrýstiloftsflugvélum
á loft á þremur mínútum Og
níu sekúndum. 1955 var skip-
inu enn breytt, í það skip,
sem það er nú. í janúar 1957
var heimahöfn skipsins breytt
úr San Diego í Califomiu í
Boston, Massachusetts. Breyt-
ingarnar á skipinu voru
framkvæmdar á vesturströnd
Bandaríkjanna. Elftir þær
bomst Skipið stærðar sinnar
vegna ekki í gegnum Pana-
maskurðinn og varð að sigla
suður fyrir S-Ameríku til þess
að komast á ný á Atlantshaf
ið.
Wasp er eina flugvéla-
skipið, sem heimahöfn á
í Boston. Það er 40 þúsund
lestir að stærð, 899 fet á lengd
og á hæð við 23 hæða hús.
Skipið er í raun og veru
fljótandi borg með 2400
manna áhöfn. í því er flókið
símakerfi með 300 línum og
500 talsímum. Flugþiljumar
eru í tæplega 16 metra hæð
yfir sjó, og það þanf hvorki
meira né minna en um 2,200
lítra af málningu á eina yfir-
ferð á flugþiljurnar. Skipið
notar 99 þúsund gallon af eld
sneyti á dag við flugæfingar.
Til þess að fæða áhöfnina
eru notuð um sjö tonn af mat-
vælum á dag. 3420 pund af
nýju kjöti eru borðuð þar dag-
lega og 1200 lítrar af mjólk
eru drukknir.
í skipinu eru 2,500 mílur af
leiðslum og pípum, sem flytja
ferskt loft um það allt, stýri
þess er 429 ferfet og hvort
akkeri um sig vegur 15 smá-
lestir svo eitthvað sé nefnt
til að gefa til kynna stærð
þess. Og á morgun, mánu-
dag, geta Reyfcvilkingar með
eigin augum séð báknið á
ytri höfninni.
Wasp er flaggskip Paul D.
Buie, aðmíráfls, en skipstjóri
þess er Captain William F.
Brewer.
— Flugfélagið
Frh. af bls. 8.
og starfskrafta. Flugfélag fslands
tók Skymasterflugvél á leigu í
Bandaríkjunum til staðsetningar
í Syðra-Straumfirði, en „Sólfaxi"
var útbúinn með sérstakri ratsjá
og leitartækjum fyrir ískönnun-
arflugið. Að frátöldum Græn-
landsflugum þessarra flugvéla
eru flugferðir félagsins til Græn-
lands frá upphafi orðnar tals-
vert á annað þúsund. Sumarið
1961 eignaðist Flugfélag íslands
fyrstu Cloudmpster-flugvél sína,
flugvélina „Skýfaxa". Hún er að
mestu notuð til leiguflugferða,
en einnig til áætlunarflugferða
milli landa, þegar ástæður þykja
til. Á 25 ára þróunarsögu Flug-
félags fslands hafa margir sigr-
ar verið unnir. En þeir sigrar
hafa ekki unnist fyrirhafnar- eða
sársaukalaust. í þrem flugslys-
um, sem hentu flugvélar félags-
ins fórst margt mætra manna og
kvenna. Flugfélagið gat á bezt-
an hátt minnst þeirra er féllu,
með því að efla flugið og allt
öryggi og tækni í því sambandi.
Starfsemi Flugfélags fslands
hefir aukist ár frá ári. Jafnhliða
auknum verkefnum hefir skipu-
Iag félagsins verið breytt og nú
starfar það í átta deildum.
Hilmar Sigurðsson stjórnar deild
innanlandsflugsins. Millilanda-
fluginu stjórnar Birgir Þórhalls-
son. Véladeild stjórnar Brandur
Tómasson og skoðunardeild flug
véla Jón N. Pálsson. Bókhalds-
deild félagsins veitti Sigurbjörn
Þorbjörnsson forstöðu í mörg ár,
en hann hefir nú látið af því
starfi og við tekið Þorvaldur
Tryggvason. Flugrekstursdeild
stjórnar Jóhann Gíslason. Aðal-
gjaldkeri félagsins er Páll Þor-
steinsson og skrifstofustjóri Sig-
urður Matthíasson. Stjórn Flug-
félags íslands skipa: Guðmundyr
Vilhjálmsson, formaður en hann
hefir gengt þeim störfum í 17
ár samfleytt Aðrir í stjórn eru:
Bergur G. Gíslason, Björn Ólafs-
son, Richard Thors og Jakob
Frímannsson.
Aukin starfsemi Flugfélags fs-
lands hefir meðal annars orsak-
að mikil þrengsli á afgreiðslum
og skrifstofum félagsins í Reykja
vík, og þær hafa þar til í vor
verið á þrem stöðum í bænum.
í fyrsta sinn í mörg ár, hafa nú
skrifstofurnar verið sameinaðar
í einu húsnæði, í húsi Bændasam
takanna. Söluskrifstofa félagsins
í Lækjargötu 4 verður bráðlega
flutt í nýtt húsnæði í Lækjar-
götu 2. Hinn 3. júní 1962 verð-
ur Flugfélag íslands 25 ára. Þótt
slíkt þyki ekki stórt afmæli ein-
staklings, cr hér um merkan á-
fanga að ræða. Félagið sem stofn
að var fyrir 25 árum norður á
Akureyri hefir á starfsferli sín-
um rofið aldagamla einangrun
margra byggðarlaga. Það hefir
stytt vegalengdirnar og fært
landsmenn nær hverjum öðrum.
Það hefir átt sinn stóra þátt í
því að gera land okkar byggi-
legra en ella. Á hinn bóginn hef-
ir Flugfélag íslands tengt fs-
land nágrannalöndunum. Það
býður ferðamönnum þægilegustu
og fljótustu ferðirnar heiman og
heim.
VREDESTEIN
HOLLENSKIR HJÓLBARÐAR.
NÝJAR BIRGÐIR KOMA MED
HVERRI SKIPSFERÐ FRÁ EV-
RÓPU. ÞESS VEGNA ÁVALLT
FYRIRLIGGJANDI, ÞRÁTT FYR-
IR MIKLA EFTIRSPURN
EF W GETIfl
520 x 13/4 kr. 582,20 520 x 14/4 — 654,75 640 x 15/6 — 999,20
560 x 13/4 — 651,00 560 x 14/4 — 712,70 670 x 15/6 — 1.039,00
590 x 13/4 — 707,10 590 x 14/4 — 765,60 670 x 15/6 hvít — 1.230,80
590 x 13/4 hvít — 848,50 750 x 14/6 — 1.045,50 710 x 15/6 — 1.152,60
640 x 13/4 — 819,90 750 x 14/6 hvít — 1.235,45 710 x 15/6 hvít — 1.363,90
640 x 13/6 — 935,60 800 x 14/6 hvít — 1.376,00 820 x 15/6 — 1.573,75
640 x 13/6 hvít — 1.133,10 560 x 15/4 — 744,60 525 x 16/4 — 720,50
670 x 13/4 — 842,75 560 x 15/4 hvít — *883,20 600 x 16/6 — 1.030,00
670 x 13/6 — 963,90 590 x 15/4 — 802,20 600 x 16/6 gróf — 1.076,50
670 x 13/6 hvít — 1.141,60 590 x 15/4 hvít — 949,40 600 x 16/6 Special — 1.092,40
650 x 16/6 — 1.170,40
900 x 16/10 gróf — 3.595,60
750 x20/10 Special — 3.267,15
825 x 20/12 Special — 3.791,85
900 x 20/14 Special — 4.824,25
1000 x 20/14 Special — 5.746,85
1100 x 20/16 Special — 7.278,65
Geymið auglýsinguna og
gerið samanburð á verð-
um.
H
Einkaumboð:
M.IF.
Brautarholti 20 — Sími 15159
Söluumboð
Reykjavík
imboðið
KR. KRISTJÁlNrSSON H.F.
Suðurlandsbraut 2 — Sími 35300
Stór sending VREDESTEIN hjól-
barða væntanleg næstu daga til Akur
eyrar.
BILASMM H.F.
Geislagötu 5
Akureyri.