Morgunblaðið - 03.06.1962, Blaðsíða 23
' Sunnudagur 3. júní 196z.
MORGVNBLAÐIÐ
23
— ASalfundur Eimskips
r Framíh. af bls. 1.
New York til Evrópu og rúm 11
þúsund tonn frá Dublin á ír-
landi til New York. Flutnings-
gjald fyrir þessar vörur nam um
31.5 milljónum króna.
Farþegaflu tningur
Á árinu 1961 ferðuðust með
skipum Eimskipafélagsins milli
landa 6970 farþegar. Þar af ferð-
uðust með Gullfóssi einum 6559
farþegar. Há hér geta þess, að
Gullfoss, sem nú er orðinn 12
ára gamall hefir samtals flutt
um 74 þúsund farþega milli
landa.
Síðastliðin 5 ár hefir farþega-
flutningur milli landa verið
þessi: Árið 1957 4.906, 1958
6,230, 1959 7.061, 1960 7.023, 1961
6.970.
Eigendaskipti hlutabréfa
Frá aðalfundi 1961 til þessa
dags hafa verið skráð eigenda-
skipti að hlutabréfum samtals að
nafnverði kr. 30.075.
Afkoma félagsins
Samkvæmt rekstursreikningi
námu brúttótekjur skipanna á
árinu 1961 220.5 milljónum kr.,
en brúttógjöld skipanna 213,9
milljónum, þannig að brúttóhagn
aður skipanna var á árinu 1961
6,6 milljónir króna.
Hinsvegar sýnir rekstursreikn-
ingurinn tap, sem nemur 44 millj.
króna, en þá hafa skip félagsins
og aðrar eignir verið afskráðar
um 30,7 milljónir króna. Þá hef-
ir á árinu 1961 verið fært á rekst
ursreikning gengistap tæplega
13,3 milljónir króna. Liggja fjór-
ar höfuðástæður til þessarar lé-
legu útkomu.
í Stjórnendur og framkvæmdar-
stjóri Eimskipafélagsins hafa æ
ofaní æ vakið athygli verðlags-
yfirvalda á þessu veigamikla at-
riði, en því miður hefir enn ekki
fengist lausn.
| Með ársskýrslu félagsstjórnar
er að finna rækilegan rökstuðn-
íng fyrir því, að breyta verði
flutningsgjaldatöxtum félagsins.
Og er málið nú til athugunar hjá
opinberum aðilum.
( í öðru lagi hefur reksturs-
kostnaður aukizt. Brúttóútgjöld
skipanna voru á árinu 1961 213,9
milljónir króna og nemur heild-
arhækkun sambærilegra útgjalda
16,2% frá árinu 1960.
í þriðja lagi hefir Eimskipafé-
lagið orðið fyrir mjög tilfinnan-
legu gengistapi. Samkvæmt rekst
ursreikningum fyrir árið 1961
nam gengistapið samtals tæplega
13,3 milljónum.
! í fjórða lagi er svo að geta
þeirrar staðreyndar, að miklu
kostnaðarsamara er ða byggja
og reka frystiskip en önnur skip.
Vegna útflutningsframieiðslunn-
ar hefur þótt eðlilegt og nauð-
synlegt að búa skip Eimskipafé-
lagsins til frystiflutninga og eru
nú 6 af 10 skipanna þannig bú-
in. Eins og er nýtizt frystifloti
íslendinga hins vegar hvergi
nærri til fulls og hefir þetta að
sjálfsögðu haft mjög veruleg
áhrif í sambandi við rekstur Eim
skipafélagsins. — Það var einmitt
í ljósi þessara staðreynda, að
stjórn Eimskipafélagsins tók þá
ákvörðun hinn 31. janúar 1961
að freista þess að komast inn í
flutning frystrar vöru frá
Ameríku til Evrópu og síðan frá
Evrópu til Ameríku. Félaginu
hafa mætt ýmsir erfiðleikar í
þessum áformum, en vonir
standa til, áð flutningarnir gefi
góða raun.
Efnahagur félagsins
í árslok 1960 nam skuldlaus
eign félagsins 37,7 milljónum kr.,
en samkvæmt efnahagsreikningi
nú nam skuld félagsins í árslok
1961 umfram eignir 6,5 milljón-
um króna.
Þessi efnahagsreikningur get-
ur þó ekki rétta mynd af eignum
félagsins, t. d. eru öll skip fé-
lagsins, 10 að tölu, bókfærð á
96 milljónir króna, en sú fjár-
hæð er ekki meira en 10—12
milljónum hærri en kostnaðar-
verð Brúarfoss eins er í dag.
Skip félagsins öll, undantekn-
ingarlaust, eru traust og vönduð.
Elsta skipið er nú Tröllafoss, sem
smíðaður var á árinu 1945, en
það skip keypti félagið á árinu
1945. — f skipunum liggja þann-
ig verðmæti, sem eru langt fram
yfir bókfært eignarverð.
Þá á Eimskipafélagið mjög
verðmiklar fasteignir. Má þar
sérstaklega nefna skrifstofu-
byggingu félagsins, hinar miklu
eignir við Skúlagötu, sem keypt-
ar voru á sínum tíma af Kveld-
úlfi h.f., svo og hið mikla athafna
svæði við Borgartún ásamt stór-
um og vönduðum vöruskálum.
Allar fasteignir félagsins eru
bókfærðar samtals á 6,8 millj.
króna, en verðmæti þeirra nem-
ur að sjálfsögðu mörgum sinn-
um þeirri fjárhæð, enda eru eign
irnar færðar á efnahagsreikningn
um á fasteignamati.
Loks á Eimskipafélagið verð-
mikil og afkastamikil tæki og
vinnuvélar, bifreiðar o. fl., sem
notuð eru við fermingu og af-
fermingu skipa, en allt þetta er
aðeins bókfært á 6 milljónir kr.
Eftirlauna- og lífeyrissjóður
Skuldlaus eign eftirlaunasjóðs
nam um sl áramót liðlega 6,8
milljónum króna. Framlag félags
ins á árinu 1961 nam liðlega 1850
þúsund krónum og vaxtatekjur
urðu tæpar 600 þúsund krónur.
— Greidd eftirlaun úr sjóðnum
námu á árinu 1961 tæplega 2,2
milljónum króna.
Skuldlaus eign lífeyrissjóðs
nam um sl. áramót liðlega 9.5
millj. kr. og hefir hann aukizt
á árinu um liðlega 3,7 millj. —
Tillög sjóðsfélaga námu 630 þús.
en framlag Eimskipafélagsins um
1070 þúsundum.
Engar greiðslur lífeyris voru
inntar af hendi á árinu 1961. Hins
vegar var sjóðsfélögum veitt lán
úr lífeyrissjóði á árinu, liðlega
2,1 millj. kr. Heildarupphæð
lána tæpl. 6,3 millj. kr.
Skattamál
Á árinu 1961 námu beinir skatt
ar Eimskipafélagsins, þ. e. eignar
skattur, útsvar og kirkjugarðs-
gjald liðlega 2,2 milljónum kr.
Þessi fjárhæð var 2,4 millj. á ár-
inu 1960. — í sambandi við
skattamál er vert að geta þess,
að samkvæmt lögum nr. 44/1957
um skatta á stóreignir var Eim-
skipafélaginu upphaflega gert að
greiða svokallaðan stóreigna-
skatt samtals kr. 3,8 milljónir kr.
Eftir að hæstaréttardómur hafði
gengið um gildi laga nr. 44/1957
í heild og í einstökum atriðum,
og eftir að skattstjórnarvöld
höfðu endurskoðað upphæð stór-
eignaskattsins fór þetta skatt-
gjald Eimskipafélagsins úr 3,8
milljónum niður fyrir eina millj.
króna.
Ágreiningur er hins vegar enn
um það, hve hátt beri að meta
hlutabréf í félaginu. Er geng-
inn í undiirétti dómur til stað-
festingar á því, að bréfin skuli
tífölduð — í stað þess að þau
voru í upphafi skattlagningar-
innar metin á eða 103 földu nafn
verði og síðar fertugföldu. Þess-
um dómi hefir verið skotið til
Hæstaréttar, og er þess vænst,
að Hæstaréttardómur liggi fyrir
öðru hvoru megin við næstu
áramót. — Fari svo, að héraðs-
dómurinn verði staðfestur, ætti
stóreignaskattur Eimskipafélags-
ins tæpiega að fara langt yfir
300 þús. kr.
Nýtt athafnasvæði
í sambandi við afgreiðslu
skipanna, upp- og útskipun, svo
og afgreiðslu þess mikla varn-
ings, sem fluttur er með skipum
félagsins inn í landið, hefir félag-
ið leitað til borgarstjórnar og
hafnarstjórnar Reykjavíkur og
farið frain á að fá stórt athafna-
svæði í Örfirsey til umráða. Hef-
ir verið farið fram á það, að þar
yrði byggð bryggja, sem tvö eða
fleiri skip gætu jafnan legið við
og jafnframt vöruskálar til að
veita vörum viðtöku. Tollstjórnar
völdin hafa fylgst með þessu
máli, og hafa mikinn áhuga fyr-
ir því að úr greiðist.
Á þessu stigi er of snemmt
að spá nokkru um endanleg úr-
slit þessa máls, en fullyrða má,
að það r.jóti fulls skilnings.
TiIIaga um útgáfu jöfnunar-
hlutabréfa
Félagsstjórnin leggur fram á
aðalfundinum sérstaka tillögu
um útgáfu jöfnunarhlutabréfa,
svo og um endurskoðun á sam-
þykktum Eimskipafélagsins.
Fellst í henni að hlutafé félags-
ins verði tífaldað, þannig að hlut
hafar félagsins fái í hendur eitt
þúsund króna hlutabréf fyrir
hvert hundi að króna bréf, og það
að sjálfsögðu án þess að greiða
nokkuð fyrir þá aukningu. Verði
tillagan samþykkt, er ætlunin að
vinna að þessu í sumar. Lögum
samkvæmt þarf að hafa samráð
við fjármálaráðherra, áður en
jöfnunarhlutabréf eru gefin út.
Síðan yrði boðið til aukafundar
fyrir n.k. áramót til þess að af-
greiða málið endanlega.
Arður veiði ekki greiddur
Þar sem tilfinnanlegt tap hef-
ir orðið á rekstri félagsins á ár-
inu 1961 og með skírskotun til
þess áforms að gefa út fríhluta-
bréf, eða jöfnunarhlutabréf, eins
og þau eru nú nefnd leggur fé-
lagsstjórnin til, að aðalfundur-
inn samþykki, að ekki verði
greiddur neinn ársarður til hlut-
hafa..
Undir lok hinnar ítarlegu ræðu
sinnar komst stjórnarformaður,
Einar B. Guðmundsson, m. a. svo
að orði:
„Eimskipafélaginu er að sjálf-
sögðu brýn nauðsyn á að hafa
iþær tekjur, er nægja til þess að
félagið geti jafnan aukið skipa-
stól sinn, og þannig rækt það
hlutverk, sem félaginu hefir ver
ið fengið í hendur í efnahagslífi
íslendinga, og þótt árið 1961
hafi verið erfitt ár, er engin á-
stæða til að óttast um framtíð-
ina. Félagið hefir jafnan haft fjöl
marga afbragðsmenn í þjónustu
sinni, bæði á sjó og landi, og fé-
lagið á stóran hóp traustra við-
skiptamanna, sem jafnan hafa
stuðlað að því að gera hag fé-
lagsins sem allra beztan.
Eg flyt öllum hinum mörgu
viðskiptamönnum Eimskipafé-
lagsins þakkir fyrir ágæt sam-
skipti, svo og stjómvöldum rík-
is og borgar fyrir þann velvilja,
er þau hafa sýnt Eimskipafélag-
inu fyrr og siðar. Þá flyt ég starfs
mönnum félagsins á sjó og landi
þakkir fyrir störf þau, sem þeir
hafa leyst af hendi fyrir félagið
og samstarfsmönnum mínum í
stjórninni þakkir fyrir mjög á-
nægjulegt og gott samstarf.“
Framkvæmdastjóraskipti o. fl.
Að síðustu var svo greint frá
því, að Richard Thors hefði nú
óskað að láta af 32 ára setu í
stjórn félagsins og gæfi því ekki
kost á sér til endurkjörs. Voru
honum færðar þakkir fyrir mörg
og mikilsverð störf í þágu fé-
lagsins. Sömuleiðis gat stjórnar-
formaður biottfarar Guðmundar
Vilhjálmssonar frá félaginu fyr-
ir aldurs sakir eftir að hafa gengt
hinu „umsvifamikla og erilsama
ábyrgðarstarfi'* framkvæmda-
stjóra í rétt 32 ár. Að öllum
öðrum mönnum ólöstuðum
kvaðst hann hyggja, að enginn
íslendingur hefði átt meiri þátt í
velgengi félagsins en Guðmund-
ur Vilhjálmsson. Loks hefði hætt
störfum skrifstofustjóri félagsins
Ingólfur Ásmundsson, sem einn-
ig hefði reynzt „afburða starfs-
maður, sainvizkusamur og ná-
kvæmur.“
Við áðurnefndum störfum taka
þeir Óttar Möller, sem starfað
hefur í þágu félagsins í 23 ár,
gengt þar ábyrgðarmiklum störf
um og er þaulkunnugur málefn-
umfélagsins. Lét Einar B. Guð-
mundsson í ljós þá von, að gifta
— Me/’n Kampf
Framh. af bls. 10.
ar vesalings beinagrindur,
það er alveg hryggilegt að
vita til þess að þetta hafi skeð
í raun og veru,“ sagði Gerður.
Stúlkurnar k.váðust þó ekki
sjá eftir því að hafa séð mynd
ina. „Það er fróðlegt að vita
hvað einræðisstjórn og höfð-
ingjadýrkun getur leitt af
sér,“ bætti Gerður við.
Við spurðum nú stúlkurnar,
hvað þær hefðu vitað mikið
um Hitler, áður en þær sáu
þessa mynd. Þær svöruðu því
til að þær hefðu heyrt talað
um hann og vitað hver hann
var. Þær hefðu lesið um hann
í blöðum og tímaritum, en
væru ekki ennþá komn-
ar að seinni heimsstyrjöldinni
í mannkynssögunni og þar af
leiðandi ekkert lært um hann
og nazismann í skólanum.
Það var greinilegt að með-
ferðin á Gyðingunum hafði
haft mest áhrif á stúlkurnar
og fordæmdu þær hana hörð-
um orðum.
Þórunn og Gerður voru með
ótal spurningar á takteinum,
sem þær ætluðu að leggja fyr
ir föður sinn, þegar heim
kæmi. Þær sögðust að lokum
vona, að slíkt og þvíumlíkt
ætti adrei aftur eftir að ger-
ast. Sem betur fer væri langt
síðan þessir atburðir hefðu
gerzt.... En þá rann upp
fyrir þeim dálítill sannleikur,
sem þær höfðu ekki gert sér
áður grein fyrir: Þessar mynd
ir voru ekki eins gamlar og
þær héldu. „Guð minn góð-
ur,“ sagði Gerður við systur
sína. „Þetta hefur átt sér stað
rétt áður en við fæddumst."
Það var ótrúleg uppgötvun.
mætti .jafnan fylgja þessum
dugniikla starfsmanni í hinu þýð
ingarmikla starfi, sem hann hefir
n,ú tekizt á hendur.“ Við starfi
skrifstofustjóra tekur innan
skamms Valtýr Hákonarson, sem
séð hefur um skrifstofu félags-
ins í Kaupmannahöfn sl. 8 ár en
alls starfað hjá því í rúmlega 17
ár, við góðan orðstír.
Á fundinum var samlþykkt til-
laga stjórnarinnar, sem að fram-
an var getið, um að undirbúa
útgáfu jöfnunarhlutaibréfa. Einn-
ig var samþykkt að fela stjórn-
inni að láta fara fram endurskoð
un á samiþykktum félagsins.
— Minning
Framh. af bts. 8
átti. Hún kom alltaf til dyr-
anna eins og hún var klædd,
því ekkert var henni fjær
skapi en hræsni og yfirdreps-
skapur. Gestrisin var hún og
góð heim að sækja, svo að af
bar, enda eignaðist hún marga
vini og aðdáendur, sem héldu
tryggð við hana til hinztu
stundar. Hún kunni þvi illa, ef
svo leið dagur, að ekki bæri
gest að garði. Það var hennar
líf og yndi að veita gestum
sínum og ræða við þá. En um-
fram allt þetta, var hún fyrst
og fremst trú sínu hlutverki,
sem eiginkona, móðir og amma.
Auk Jóns, tengdaföður henn-
ar, og Kristínar, móður Önnu,
sem dvöldust hjá þeim hjónum
til æviloka, voru oft á heimili
þeirra vandalaus gamalmenni.
Þar þótti þeim gott að hafa
skjól. Þar fundu þau útréttar,
mildar og líknandi hendur.
Ég minnist Önnu þegar hún
var í blóma lífsins. Þá sá ég
hana aðeins endrum og eins á
mannamótum. Mér þótti alltaf
mikið til hennar koma, fannst
hún bera af öðrum konum.
Seinna urðu með okkur nánari
kynni og þau kynni voru á
þann veg, að þar bar aldrei á
skugga.
Fyrir rúmum þrem áratugum
kenndi Anna sjúkdóms, sem
eigi fékkst full bót á, þrátt fyr-
ir ítrekaðar lækningatilraunir.
Ágerðist sjúkdómur þessi eftir
því sem á ævina leið. Allan
þennan tíma, gekk hún eigi heil
til skógar.
Og nú er hún horfin yfir
móðuna miklu, en vinir og sam-
ferðamenn standa eftir á strönd
inni, senda henni hlýjar hugs-
anir og þakka samfylgdina.
Sjálfur geymi ég minningu
um hana, sem mér er bæði hug-
stæð og dýrmæt:
Sú minning hefur ei hrukku né
blett.
Svo heilög og laus við sök og
prett.
Lengst af eftir að heilsa önnu
lamaðist, dvöldust þau gömlu
hjónin í skjóli Guðrúnar, dóttur
þeirra og manns hennar. Um
það mætti margt segja, en mig
brestur orð til að lýsa aðdáun
minni á allri þeirri umhyggju
og nærgætni, sem þau nutu þar
hjá dóttur sinni og tengdasyni
til hinztu stundar. En frá þeim,
sem okkur dauðlegum mönnum
er máttugri og meiri, munu
þau vissulega uppskera ríkuleg
laun.
Ég kveð þig svo, Anna,
hinztu kveðju, með virðingu og
þökk fyrir órofa tryggð og vin-
áttu í ruman aldar þriðjung.
Far þú í friði. Hafðu þökk fyr-
ir líf og starf. Gleði þín var að
gleðja aðra og miðla af þeim
verðmætum, sem þú hafðir yfir
að ráða.
Nú svífur þú inn á sólarlönd,
þar signir þig alvöld Drottins
hönd
og bendir á nýjar brautir.
Til meiri starfa á langri leið,
þá liðið er jarðneskt æviskeið.
Að baki er böl og þrautir.
ó. Þ
Svar við Gátu dagsins: Ber.
Rauðamöl
Höfum á bðostólum rauðamöl úr Rauðhólum
I. flokks uppfyllingarefni.
Vörubílastoðin Þróttur — Sími 11471—11474.
Herbergi óskast
Klúbburinn við Lækjarteig óskar að taka á leigu
herbergi í einn mánuð með húsgögnum. — Þarf helzt
að vera í Laugarneshverfi. — Upplýsingar í síma
35355.