Morgunblaðið - 14.06.1962, Page 2

Morgunblaðið - 14.06.1962, Page 2
< 2 MORCVNRLAÐIÐ Fimmtudagur 14. júni 1962 < * # — Kjördæmisráð Framh. af bls. 1. Jónsson, sýslumaður, formaður; Björn Arason, kennari, Borgar- nesi; Guðmundur Jónsson, skólastjóri, Hvanneyri; Skjöld- ur Stefánsson, sýsluskrifari, Búðardal, og Valdimar Indriða- son, forstjóri, Akranesi. í vara- stjórn voru kosnir: Halldór Finnsson, oddviti, Grafarnesi; Símon Teitsson, bifvélavirki, Borgarnesi; Þórður Eyjólfsson, bóndi, Goddastöðum, Dalasýslu; Davíð Pétursson, bóndi, Grund, Skorradal, og Ólafur Ingi Jóns- son, skrifstofumaður, Akranesi. Þá fór fram kosning fulltrúa Vesturlandskjördæmis í flokks- ráð Sjálfstæðisflokksins. Kosnir voru: Séra Magnús Guðmunds- son, ólafsvík; Friðrik Þórðar- son, framkvæmdastjóri, Borgar- nesi; Guðmundur ólafsson, bóndi, Ytra-Felli, Dalasýslu; Oddur Rúnar Hjartarson, dýra- læknir, Árdal, Borgarfjarðar- sýslu, og Jósef H. Þorgeirsson, stud. jur., Akranesi. Varamenn í flokksráð voru kjörnir: Guð- brandur Vigfússon, oddviti, Ól- afsvík; Tómas Hallgrímsson, hreppstj., Grímsstöðum; Bene- dikt Þórarinsson, hreppstjóri, Stóra-Skógi, Dalasýslu; Jón Guð mundsson, hreppstjóri, Hvítár- bakka, og Sigurður Vigfússon, viktarmaður, Akranesi. Þing- menn og frambjóðendur í aðal- sætum á framboðslista við al- þingiskosningar hverju sinni í kjördæminu eru sjálfkjörnir í flokksráð. Að loknum stofnfundarstörf- um hélt formaður Sjálfstæðis- flokksins, Bjarni Benediktsson, dómsmálaráðherra, ræðu. Hóf hann ræðu sína með því að lýsa ánægju sinni með fundinn og sér í lagi að sjá meðal kjör- dæmisráðsmanna hinn aldna þingskörung Pétur Ottesen, bónda á Ytra-Hólmi, sem sat fundinn. Formaður flokksins flutti ýtarlega ræðu um stjórn- málaviðhorfið. Kom hann víða við, ræddi sveitarstjórnarkosn- ingarnar í síðasta mánuði og úrslit þeirra, vék að kaupgjalds- málunum, talaði um efnahags- málastefnu ríkisstjórnarinnar og árangur hennar og kom inn á hin þýðingarmestu mál, svo sem stóriðju á íslandi, fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinn- ar og Efnahagsbandalag Evrópu. Var góður rómur gerður að ræðu formanns og fögnuðu fundarmenn mjög komu hans á stofnfund kjördæmisráðsins. Síðan tóku til máls Jón Árna- son, alþingismaður; Sigurður Ágústsson, alþingismaður; Pét- ur Ottesen, fyrrv. alþingismað- ur; Ásgeir Pétursson, sýslu- maður í Borgarnesi, og Halldór Finnsson, oddviti, Grafarnesi. Fundurinn sendi fyrrv. for- manni Sjálfstæðisflokksins, ólafi Thors, forsætisráðherra, kveðjur og árnaðaróskir. í fundarlok ávarpaði for- maður kjördæmisráðsins, Hinrik Jónsson, sýslumaður, fundinn. Þakkaði hann traust það, sem sér og meðstjórnarmönnum sín- um væri sýnt með því að fela þeim stjórn kjördæmisráðsins og mælti hvatningarorð til fundarmanna og hét á þá að vinna að eflingu flokksstarfsem innar í kjördæminu. Að lokum tók íundarstjóri, Guðmundur Jónsson, skólastjóri, til máls. Kvað hann skýrt hafa komið fram, að íundarmenn væru ákveðnir í þvl að treysta hið nýja skipulag flokksins og efla starfsemi hans sem mest í kjördæminu. Þakkaði hann for- manni flokksins og fram- kvæmdastjóra fyrir komuna, svo og öllum kjördæmisráðs- mönnum og sleit síðan fundi. Stjórn kjördæmaráðs Vesturlandskjördæmis: Hinrik Jónsson sýslumaður, formaður, Guð- mundur Jónsson skólastjóri, Björn Arason, kennari, Skjöldur Stefánsson sýsluskrifari og Valdimar Indriðason forstjóri. Stjórnarkreppu af- stýrt í Danmörku lltvarpsskák Svart: Svein Johannessen, ósló ABCDEFGH ABCDEFGH Hvítt: Ingi R. Jóhannsson. 25. Be3-d4 Kaupmannahöfn, 13. júní. — Einkaskeyti til Mbl. — 1 DAG tókst að afstýra yfir- vofandi stjórnarkreppu, vegna hærra verðs á landbúnaðarvör- um innanlands. Karl Skytte, landbúnaðarmálaráðherra, hafði ákveðið að eiga viðræður við forsvarsmenn landbúnaðarins. — Sósíaldemókratar neituðu að eiga aðild að hærra verði, en ráðherrar radikaia hótuðu að slíta samstarfi, ef loforð um hærra verð yrðu ekki haldin. Lausn fannst á málinu, eftir langar og erfiðar viðræður, og er hun á þann veg, að 3. umr. um frumvarpið um verð á land- búnaðarvörum verður frestað í tvo mánuði. Þessi lausn veldur því, að kalla verður saman þingið í ágúst — venjulega stendur þing aldrei í júlí, ágúst eða septem- ber. Hópur þreyttra stjórnmála- manna fagnaði mjög þeim mála lokum, sem fengust í dag. — Rytgaard. Mál S-Rhodesíu fyrir Allsheriarþing SÞ ísland, dsamt hinum Norðurlöndummx greiddi atkvæði gegn umræðu NEW YORK, 13. júní. — NTB- AFP — Allsherjarþing SÞ sam- þykkti í gær að taka á dagsikrá vandamál S-R)hodesíu. 62 lönd greiddu atkvæði með tillögunni en 26 gegn. 15 lönd sátu hjá. — Umræður um málið hefjast á morgun, 14. júní. Meðal þeirra landa, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni voru Norður- löndin fjögur. Tillagan um, að málið yrði tekið fyrir, var komin frá full- trúa Senegals, Ousman Soce Dí- op, og sagðist hann bera hana Enn mikið verðfall í IMew York New York, 1S. júní — (AP) M IK IÐ verðfall varð í kauphöllinni í New York í dag, og féll hin svokall- aða Dow-Jones verðbréfa- vísitala niður í 576.9, og stóð þá neðar cn er kaup- höllin lokaði 28. maí sl. — „svarta mánudaginn", er mesta verðfall undanfarin 30 ár átti sér stað. í verðfallinu nú nýlega komst vísitalan neðst íum 563, en hafði síðan hækk- að nokkuð aftur, og var komin yfir 600. í fregnum frá kauphöll- inni segir, að áætlað verð- fall í dag nemi um 5 þús. millj. dala. — Sérfræðing- ur eins þekktasta verð- bréfasölufyrirtækis í New York segir, að búast megi við meiri sveiflum á mark aðnum þar til ljósari verði stefna stjórnarinnar í efna hagsmálum. Hann segir marga fjármálamenn nú festa fé sitt í Evrópu. fram vegna ástandsins í S-Rlho- desíu, sem væri nú orðið jafn hættulegt og ástandið í Alsír, Kenya og S-Afríku. Talið er að tillaga Diops hafi komið fram, vegna ummæla Sir Roy Welenskys, en hann hafði lýst því yfir, að Afrí'kumenn gætu ekki náð meirihluta á lög- gjafarþingi sambandsins. Diop, er talaði fyrir hönd fulltrúa Afríkuríkjanna, vék einnig að valdaaðstöðu hvítra manna, sem hann taldi miklu sterkari en svaraði til fjölda þeirra. Diop sagði þá ráða yfir öllum fjármunum í landinu, og vera nær einráða á stjórnmála- sviðinu. Benti hann á í því sam- bandi, að kosningum hefði nú verið frestað til næsta vors. Þá vék Diop að ummælum brezku stjórnarinnar við sendi- nefnd, sem dvaldist í London fyrir skömmu, þess efnis, að innan árs myndi Afríkumenn hafa fengið meirihiuta í lög- gjafarsamkundunni. Meðal þeirra landa, sem greiddu atkvæði gegn tillögu Diops, voru Noregur, Danmörk, Sviþjóð, Finnland, fsland, Belg- ía, Kanada, Bandarrkin, Frakk- land, Stóra-Bretland, ftalía, Hol land, Portúgal, S-Afríka, Spánn og Tyrkland. Indland, Rússland, Arabalýð- veldið og öll Afríkuríkin greiddu atkvæði með tillög- unni, auk fleiri landa. Japan, Laos, Argentína, Chile, Brasilía, Mexíkó og Nýja-Sjá- land voru meðal þeirra, sem sátu hjá. Annar stórlax HÚSAVÍK, 13. júní — Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær, veididist á sunnudaginn 30 punda lax í Laxiá í Þingeyjarsýslu og var það stærsti laxinn, sem veiðzt hefur 2—3 undanfarin ár. En í dag veididi Snorri Jónsson ann- an 30 punda lax á sama stað og Benedikt bróðir hans fékk lax- inn á sunnudaginn, eða á Flös- inni í Kistukvísl. Benedikts lax var 117 om, en Snorra lax 112 om, miklu feitari og fallegri skepna. — Fréttaritari. Z' NA /5 hnútor 5* V 50 hnútar X Snjókoma f ÚÍi V Slúrir K Þrumur WWZ, KuMoskil 'Zs'* HiUtM H Hrnt 6 '0/0 a* io ^ ioio NORÐAUSTANÁTT var um allt land í gær og heldur kalt. Fyrir norðan var aðeins 2ja til 6 stiga hiti um hádegið, og í Grímsey gekk á með éljum. Lægðin vestan við Bret- landseyjar var á hreyfingu austur svo að enn í dag verð- ur norðlæg átt og kalt um mik inn hluta landsins. Veffurspáin kl. 10 í gærkv.: SV-land og miðin: NA stinningskaldi, skúrir. Faxaflói, Breiðafjörður og miðin: NA stinningskaldi eða allhvasst, víðast þurrt veður. Vestfirðir og miðin: Ali- hvass NA, dálítil rigning norðan til. Norðurland til SA-lands og miðin: NA stinningskaldi, rigning eða súld öðru hvoru. Veffurhorfur á föstudag: Austan og NA-átt, alskýj- að og dálítil rigning frá Vest fjörðum, austur um til SA- landsins, skúrir við suður- ströndina. Víðast skýjað en úrkomulaust á Vesturlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.