Morgunblaðið - 14.06.1962, Side 8

Morgunblaðið - 14.06.1962, Side 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. júní 1962 HAIMDFÆRAKRÓKAR með gúminíbeitum í sjö litum. og ennfremur hinar landsþekktu JÁRNSÖKKUR frá O. Nilssen & Sön, Bergen, fást hjá flestum veiðarfæraheild- sölum og verzlunum víðsvegar um landið. Leitið upplýsinga hjá okkur. . JOHNSON & KAABER hA Aðaiumboð a isianai Vinnuskúr Vandaður vinnuskúr til sölu Kassagerð Heykjavíkur hf. Kleppsvegi 33 — Símí 38383 Allt á sama stað Sveifarásslípun Mótorviðgerðir Slípum allar tegundir sveifarása og öxla allt að 2 metra langa. Höfum á undanfarandi árum SLÍPAÐ ÞÚSUNDIR sveifarása með fyllsta árangri. Einungis notuð beztu tæki til mótorviðgerða, svo sem, cylender- borvél, sveifarásslípivélar, málmsprautun, stangar- rennsluvél. ísteypvéi og fjölda annarra úrvals tækja til þess að viðgerðin verði sem fullkomnust. Það er því yður í hag að verzla þar sem allar viðgerðir fara fram á einum og sama stað. NÁKVÆM TÆKI — VANIR MENN FYRSTA FLOKKS VARAHLUTIR — BETRI VIÐGERÐIR — Egill Vilhjálmsson hf Laugavegi 118 — Sími 22240. ftakaþétt&r dósir tiýggja nýtingu hvers saltkorns LJÓSMYNDASTOFAN LOFTUR hf. Ingólfsstræti 6. Pantið tíma I síma 1-47-72. Hópferðobílar Sérieyfis- og hópferðir Kirkjuteigi 23. Reykjavík. Símar: 32716 - 34307. ULRICH FALKNER amtmannsstig : Tvær námsmeyjar í skólaeldhúsL í MIÐBÆ J ARSKÓLANUM, elzta barnaskóla borgarinn- ar, er nú haldin sýning í til- efni þess, að hundrað ár eru liðin frá því að lögskipuð barnafræðsla hófst í Reykja- vík. Á neðri hæð skólans ganga sýningargestir fyrst inn í stofu, þar sem getur að líta yfirlit um fræðslumál frá miðri 18. öld til 1862. Þar er sagt frá Thorkilliisjóði og gömlu skólunum, Hausastaða skóla og Einkaskóla Reyk- víkinga. Gamlar bækur og ýmsir munir eru einnig í stofunni og þar gefst sýn- ingargestum tækifæri til að skrifa með fjaðrapenna og kálfsblóði eins og tíðkaðist í gamla daga. Á einum vegg stofunnar hangir tunnustafur og í hann er rist stafrófið, bæði skrifstafir og prent- stafir. Þennan tunnustaf not- aði Guðmundur Hjaltason til kennslu á 19. öld. Gunnar M. Magnúss skýrði frétta- manni blaðsins frá því, að þessi tunnustafur hefði verið gefinn í tilefni af sýningunni nokkrum klukkustundum áð- ur en hún var opnuð. í næstu stofu er líkan af Bieringsbúð, þar sem skól- inn hófst 1862 og eftirlíking af skólastofu í því húsi. í henni eru líkön af skóla- stjóra og nemendum í fullri stærð og ýmsir gamlir mun- ir frá fyrstu árum skólans, en þeir eru í eigu Minjasafns Reykjavíkur. Þá er gengið inn í stofu, þar sem skýrt er frá flutningi skólans í ný- byggt steinhús 1883 og vígslu Miðbæjarskólans 1898. Þar eru einnig sýnd m. a. ílát, sem notuð voru við matar- gjafir í Spönsku veikinni 1918 og sjúkrarúm til að minna á að þá var Miðbæjar skólinn notaður sem sjúkra- hús. Þá er sagt frá heilsu- gæzlu og heilsuvernd í skól- um og sparifjársöfnun barna. Næsta stofa er mjög ólík venjulegri skólastofu, því að þar eru blómabeð með lif- andi blómum á gólfinu. Sýn- ishorn af starfi Vinnuskóla og skólagarða Reykjavíkur. Ef gengið er milli blóma- beðanna og inn um dyr, sem þar eru á vegg, er komið inn í skólaeldhús. Þar eru tvær stúlkur úr hússtjórnardeild gagnfræðaskólans við Lind- argötu að baka kex, sem nefnt er skólakex. Bjóða þær gestum að bragða á því og ávaxtamauki, sem haft er með og þær hafa einnig búið til. Þegar gestir hafa bragðað á þessu ljúffenga kexi ganga þeir inn í stofu þar sem skýrt er frá nýjum fræðslulögum 1936, 50 ára afmæli Miðbæj- arskólans, skólakerfinu, skóla stjórum barnaskóla Reykja- víkur, síðan Miðbæjarskól- ans, í 100 ár, sálfræðiþjón- ustu og fleiru. í þessum stof- um, sem taldar hafa verið upp, eru einnig ýmsir mun- ir unnir af nemendum Mið- bæjarskólans. Kynning á öðrum barna- og gagnfræðaskólum borgar- innar hefst í næstu stofu. Þar eru sýndir munir frá tveimur næstelztu skólunum, Austurbæjarskólanum (1930) og Laugarnesskólanum (1935). öllum bekkjarskrám Austur bæjarskólans frá byrjun er raðað upp í pýramída og mega sýningargestir spreyta sig á því að áætla hve mörg nöfn eru skráð í þær og hlýt ur sá, sem kemst næst hinu sanna verðlaun. í deild Laugarnesskólans eru sýnd verkefni, sem börn og unglingar í skólanum unnu að á einum degi. Nefnist sá þáttur: — Einn skóladagur í barnaskóla Reykjavíkur, 27. apríl 1962. f leikfimisal skólans held- ur kynning á barna- og ungl ingaskólunum áfram. Var hverjum skóla falið að sýna eitthvað einkennandi fyrir starfið þar og er sýningin í heild mjög fjölbreytt. í deild Melaskólans eru t. d. sýndar seglskútur, sem eru vinsæl- ustu handavinnuverkefni drengja í 12 ára bekk skól- ans. Kvennaskólinn sýnir gamla muni, sem voru í fyrstu kennslustofu skólans og er deildin eftirlíking af henni. í deild Gagnfræðaskólans við Lindargötu er líkan af sjó- manni, sjókort o. fl. og sagt frá því að í skólanum sé kennd siglingafræði. Lands- prófsdeildin við Vonarstræti sýnir prófúrlausnir nemenda. Vogaskólinn, sem er eini skól- inn í borginni, sem byggður er með það fyrir augum að þar séu deildir fyrir böm frá 7—16 ára, sýnir deildaskipt- ingu skólans og teikningar af húsum hans, og svo mætti lengi telja. Á efri hæð Miðbæjarskól- ans er kennslutækjasýning og kennir þar margra grasa. Þar eru sýndar bækur og tæki, sem notuð em við kennslu í bóklegum fögum, tæki, sem notuð eru við smábarna- kennslu, teikningu, leikfimi, handavinnu o. fl. Kennslutæki í eðlisfræði virtust njóta mestra vinsælda meðal barna og unglinga, sem sýninguna heimsóttu. í tveimur stofum er sýning, sem Ríkisútgáfa námsbóka sá um í tilefni 25 ára afmælis síns. í annarri stofunni eru kennslubækur, sem ríkisútgáf an hefur gefið út, en í henni eru ýmis kennslutæki og er- lendar bækur, sem notaðar eru við kennslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.