Morgunblaðið - 14.06.1962, Page 20

Morgunblaðið - 14.06.1962, Page 20
20 MORGUFBLAÐIÐ Fimmtudagur 14. júnf 1962 Alexander Fnllerton 5 Guli Fordinn I>egar svo Curly Wee varð fimm lengdum á undan og Brig- itte dragnaðist inn með þeim síðustu, bætti Harry gráu ofan á svart með því að- segja, að þetta hefði hann alltaf sagt okkur. Svo lallaði hann til þess að sækja vinninginn sinn, sem var hreint ekkí óverulegur. Það sýndi sig nú, að við hin hefðum ekki unn- ið neitt teljandi þótt betur hefði farið, af því að konurnar frá Bulwayo höfðu verið úti um allt með fræðslu sína og tekið þagnar eið af fjölda fólks, svo að mikið hafði verið veðjað á Brigitte. Fyrir fjórða hlaupið, hugsaði ég mér, að eftir þessa ráðningu skyldi ég veðja á hvern þann hest, sem Harry teldi líklegastan til að vinna. Þetta var síðara hlaupið í þeim flokki og þar sem Harry hafði tekið þátt í því fyrra, var það mjög mikilvægt fyrir hann. Skepnan, sem hann hafði valið sér, var horaður, grár jálkur með dapurleg augu og kið fættur, en hann vann hlaupið með þvílíkum yfirburðum að allir hinir hefðu getað verið múlasnar í hafti. Þetta jafnaði metin hjá mér, svo að ég hafði ekki annan tilkostnað en bjórinn og ávaxtasafann. Harry hafði hinsvegar unnið svo mikið, að hann gat, að frádregnum öllum tilkostnaði, skrifað vinninginn með þremur tölum. Nú skyldu menn halda, að eft- lr þessa lexíu, hefði maður í mín um sporum ekki borið við að veðja á hest, sem ekki hafði meðmæli Harrys Clewes, og ef hann hefði verið nokkursstaðar nærri, þegar fimmta hlaupið hófst, hefði ég leitað ráða hans og fylgt þeim, en hann var bara hvergi nærri. Hann haifði hitt Bulawayo-konurnar sem hann hefði forðazt eins og heitan eld- inn, ef venjulega hefði á staðið, en nú gat hann bara ekki stillt sig að láta þær heyra eitt orð um frammistöðu Brigitte. Hann var því ekki hjá mér — og Vikt- oría ekki heldur — þegar hest- arnir tóku sér stöðu fyrir fimmta hlaupið. Þarna var einn jarpur, sem ég er búinn að gleyma nafn- inu á, og mér leizt einna verst á, og auk þess litu allir hinir miklu fjörlegar út svo að ég komst að iþeirri niðu-rstöðu, að þessi núm- er 8, væri einna líklegastur, sam- kvæmt því, sem á undan var gengið. Ég var kominn í fimm-shill- inga röðina sem var stutt, þegar mér datt allt í einu í hug, að þetta væri nú bölvuð nízka, svo að ég færði mig til og veðjaði tíu shillingum á skepnuna. Síðasti hesturinn hafði tekið sér stöðu þegar ég náði í Harry og Viktoríu. Þau bentu mér til sín og hún spurði mig, hvern ég hefði veðjað á. Ég sagði henni það og strax fór af henni gleði- svipurinn. Ég tók eftir því, að Harry var þegar farinn að hlæja, hóflega í fyrstu, en svo missti hann alla stjórn á hlátrinum, svo að nokkrar mínútur liðu áður en hann gat talað skiljanlega. Hjón sem stóðu fyrir framan okkur og höfðu heyrt til mín, fóru líka að hlæja og ég tók eftir, að þau létu söguna ganga áfram til þeirra, sem næstir stóðu. Loks missti ég þolinmæðina og sagði við Harry: Kannske þú vil-dir út- skýra þetta fyrir mér? Mér þykir það leitt, Ted sagði hann og mér fannst kenna með- aumkunar í tóninum. Þú..hest- urinn þinn.. var rétt að fara hérna fram hjá núna og það er svertingi á honum. Nú horfðu þau öll á mig, án þess að reyna að gera sér nein læti, en ég gat enn ekki skilið við hvað var átt. Ef þau voru að bíða eftir, að yfir mig liði, hljóta þau að hafa orðið fyrir vonbrigð- um. Ég spurði Harry. Hvað áttu eiginlega við? Viktoría kom nú til skjalanna og útskýrði fyrir mér, að þarna kæmust svartir knapar alls ekki að nema því aðeins, að allir þeir hvítu væru ókomnir á undan, en þeir voru sextán. Þarna — benti hún mér á — voru sautján hest- ar í hlaupinu. Eigandi hestsins sem ég veðjaði á, hlyti að hafa gleymt að tryggja sér knapa, og þessvegna væri nú svertingí í hnakknum. Ég þakkaði henni upplýsingarnar og spurði, hvort þessi regla mundi geta haft nokkur áhrif á frammistöðu hestsins. Maðurinn er draugfullur, Ted, sagði Harry glottandi. Slagar í hnakknum! Þeir hljóta að hafa dregið hann beint út úr ein- hverri knæpunni, eða þá fundið hann liggjandi í grasinu við hlið- ina á tómri flösku! Þau voru enn að hlæja, þegar hestarnir tóku að ,;þjófstarta". Það var númer 8, sem því olli, var sagt í hátalaranum. Knapinn var í einhverjum vandræðum með taumana. Hláturinn fór um sætin kring um okkur, en þá til- kynnti hátalarinn, að knapanum yrði gefið eitt tækifæri enn, en ef hann ylli frekari töfum, yrði hann rekinn frá. Viktoría setti upp sorgarsvip, og á þeirri stundu, þegar ég sá á heijni svip inn, elskaði ég hana og öfundaði Harry. Viðvörunin hlýtur að hafa haft sín ábrif, því að rétt á eftir tilkynnti hátalarinn, að þeir væru komnir af stað. Og það var ekki orðum aukið, svei því þá! Að minnsta kosti var númer 8 kominn af stað svo um munaði. Hinir klárarnir voru líkastir því sem þeir væru að reyna að rekja sporin hans. Frá upphafi til enda hlaupsins var líkást því sem númer 8 væri eini hesturinn í hlaupinu, og þegar hann kom á harða spretti fyrir beygjuna og yfir á beina kaflann, hljóp ég yfir grasið og fram að grindun- um, og enn í dag hef ég enga hug mynd um, hvernig ég komst gegn um mannþröngina og þenn- an spöl á svona skömmum tíma. Ég sá ekki annað en það, að sá jarpi kom þjótandi inn og svo langt á undan öllum hinum, að ekki kom til mála að mæla mis- muninn í hestlengdum. Það var ekki nema satt, sem Harry hafði sagt um knapann: hann var bæði svartur og kóf- drukkinn. Ég held beinlínis, að hann hafi ekki haft hugmynd um, að hann hafði unnið, fyrr en honum var sagt það, og þegar hesteigandinn leiddi hann burt, var hann að syngja einhvern þar lendan söng um eitthvert skip, sem hét Alabama. Hann fór held ur ekki af baki, því að þegar hlaupinu var lokið, ýtti hesta- sveinninn við honum hendi og hann valt úr söðlinum. Mér var sagt þetta seinna. En ég hafði séð hestinn minn sigra og ég varð ósjálfrátt var, að Harry var kominn til mín og var að berja á bakið á mér öskrandi af hlátri og Viktoría tók í hönd- ina á mér og rak upp fagnaðaróp. Og allt fólkið kring um mig var líka í uppnámi, þar var mikið hlegið, en sumir voru vondir, og sögðu, að þetta væri til skamm- ar. ... það hefði átt að reka hestinn frá.... en einhver þarna staddur sagði, að þetta væri heiðarlegasta hlaup, sem hann hefði séð, af því að knap- inn hefði verið of fullur til að heyra fyrirkipanir um að hafa rangt við og halda aftur af hest- inum. Ég hvorki heyrði né hlustaði né kærði mig neitt um neitt. Ég hafði meira að segja gleymt því, að þetta voru veðreiðar og ég hafði sennilega unnið stærsta vinninginn þann daginn.... Ég hafði komið auga á Jane í hópn- um... .gulleita hárið, andlitið, breiða munninn, sem ég hafði svo oft kysst, og svo árum sam- an sagt við sjálfan mig, að ég væri búinn að gleyma og hættur að hugsa um. Og augun hennar! Þau voru hrædd! Svo var hún horfin inn í manniþröngina. Mér fannst ég sjá mann við hliðina á henni, stuttan og digran, en það var víst bara ímyndun, því að ég hafði alls ekki horft á hann. Ég hafði bara horft á Jane og svo hafði hún horfið inn í þennan öskrandi hóp. Harry greip veðmálaseðlana úr hendi mér, þegar ég hljóp á eftir henni, og æpti nafnið hennar, en að baki mér heyrði ég Viktoríu spyrja þá, sem hjá stóðu: Hver í veröldinni er Jane? Sagran um Jane — I. Hér verð ég að grípa fram í sögu Teds. í handritinu, sem hann sendi mér, gefur hann ekk ert svar við þessari spurningu: „Hver er Jane?“. Ég býst við, að þegar hann var að skrifa, hafi hann haft rpig einan í huga, en a'lls ekki almenning, eða þá alveg gleymt því, að greinargerð fyrir Jane væri nauðsynleg, til þess að fólk sem væri algjörlega ókunnugt öllu fyrra samibandi hans við hana, fylgdist með sög- unni. Sjálfur held ég, að þegar hann var að skrifa þessar blaðsíður, hafi hann verið yfirkominn af sama æsingnum og greip hann, iþegar hann elti hana frá veð- hlaupabrautinni — honum hafi ekki dottið í hug að standa eða snúa við til þess að skýra málið nánar. Meðan hann var að skrifa var hann sennilega í sama elt- ingaleiknum við hana, eins og þegar hún birtist honum svona snögglega, rétt eins og svipur eða afturganga, í heilli þröng af ókunnu fólki, og hvarf svo ein- mitt í sama vetfangi og hann kannaðist við hana. Ég hef lagað til þessa lýsingu hans á þeim viðburði, því að í frumritinu var það svo sundurlaust, að það var varla skiljanlegt, auk þess, sem vélritið var fullt af ritvillum. Ég er í engum vafa um, að þeg- ar hann var að festa þetta á blaðið hafi hann verið yfirkom- inn af geðshræringu, rétt einsog á stundinni, sem hann var að lýsa. Ég get alveg séð hann fyrir mér, iþegar hann var að slá skakka stafi á ritvélinni, skjálftann á fingrunum, þegar hann barði þá af alefli, enda er letrið talsvert svartara á þessum kafla en flest- um hinna. (Þetta sama kemur fyrir á ýmsum köflum síðar í vélritinu). Það er líka hugsanlegt, að hann hafi verið svo ákafur að tflýta firásögninni, að hann hafi beinlínis ætlað mér rúm fyrir iþær upplýsingar, sem ég kynni að vilja bæta inn í. Ef þetta er rétt til getið, er það að miklu leyti skýring á hinu, að hann skyldi einmitt senda mér hand- ritið en ekki einhverjum öðrum vini sínum sem hann hefði kann- ske rifizt minna við en mig. Ég tek þetta fram af því, að rifrildi okkar stafaði einmitt af sam- bandi hans við Jane. Aðrir kunna að hafa haft hugmynd um það og margir grunað eða getið sér til um það, en ég sá það bæði byrja og enda. Ég verð að játa, að ég hef bætt inn í frásögnina smáköflum, sem eru aðeins tilgátur, og í varn ar skyni fyrir það tiltæki mitt, vil ég benda á til samanburðar, að þegar mannfræðingur hefur heila beinagrind úr manni til meðferðar, er honum það lítili vandi að klæða hana holdi. VIÐ MÆLUM MEÐ í kökukremið. SJjíItvarpiö Fimmtudagur 14. júní. 8.00 Morgunleikíimi (Bæn. Tónleik- ar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tón- ieikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12,25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Á frívaktinni (Sigríður Haga« lín)> 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. — 16.30 Veðurfr. — Tónleikar. — 17.00 Fréttir. — Tónleikar. 18.30 Óperulög. — 18.45 Tilkynningar 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20:00 Af vettvangi dómsstólanna (Há- kon Guðmundsson hæstaréttar- ritari). 20.20 Tónleikar: Píanókonsert nr. 1 í Es-dúr eftir Liszt (Samson Francois og hljómsveitin Phil- harmonia leika; Costantin Sil- vestri stjórnar). 20.40 Ný ríki í Suðurálfu; VIII: Kongó og Gabún (Eiríkur Sigurbergs- son viðskiptafræðingur). 21.10 Einsöngur: Niels Holm syngur lög eftir Heise. 21.20 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 21.40 Organtónleikar: Martin Gunthei Förstemann leikur á orgel Hafnarf jarðarkirkju. Fantasía og fúga op. 46 eftir Max Reger. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Þriðja ríkið rís og fellur“ eftir William Shirer; II* (Hersteinn Pálsson ritstjóri). 22.30 Djassþáttur (Jón Múli Árna- son). 23:00 Dagskrárlok. Föstudagur 15. júnf. 8.00 Morgunleikfimi (Bæn. Tónleik- ar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tón- leikar. — 10.10 Veðurfregnir), 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar. — 16.30 Veðurfr, — Tónleikar — 17.00 Fréttir. — Endurtekið tónlistarefni). 18.30 Ýmis þjóðlög. — 18.45 Tilkynn- ingar. — 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Efst á baugi (Bjögvin Guðmundi son og Tómas Karlsson). 20.30 Frægir hljóðfæraleikarar; I: A1- fred Cortot píanóleikari. 21:00 Ljóðaþáttur: Baldvin Halldórs- son leikari les kvæði eftir Jón Ólafsson. 21.10 Tónleikar: Sónata 1 d-moll op. 9. fyrir fiðlu og píanó eftir Karol Szymanowski (David Oist rakh og Vladimir Jampolskij leika). 21.30 Útvarpssagan: ,,Urðar-Jói“ efti» Sigurð Heiðdal; III. — sögulok (I>orsteinn Ö. Stephensen). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Þriðja ríkið rí® og fellur'* eftir Villiam Shirer; III. (Hersteinn Pálsson ristj.). 22.30 Á síðkvöldi Léttklassísk tónlist. a) Van Cliburn leikur píanólö® eftir Chopin. b) Per Grundén syngur Vín- arlög. c) Konunglega fílhanmoníu* sveitin í Lundúnum leikur polka og múgu úr óperunni Sekkja- pípuleikari" eftir Weinberger, 23.30 Dagskrárlok. Ullllwilihl CðSPÉR. X- X- * GEISLI GEIMFARI X- X- X- ■— Geisli höfuðsmaður. Ég er Gengin prófessor, formaður vísinda- mannanefndarinnar frá Aspen. Mér skilst að þú eigir að vera leiðsögu- maður okkar. Ég sá að þér varð starsýnt á nyju eldflaugina! — Hverjum væri það ekki? En hvað er þetta? — Þetta er nýja sjálfstýrða stjörnuflaugin. okkar.... Og ég sannfæri þig um það, Geisli, að hún er fullkomin!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.